Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1991, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991.
25
Fréttir
Utandagskrárumræða á Alþlngi:
Hugmyndum Davíðs
líktviðað-
gerðir Ceausescu
„Þegar menn bregöast viö, í þess-
um sal, ummælum af því tagi sem
ég haföi fram aö setja, að líkja viö-
komandi við einn mesta íjöldamorö-
ingja sögunnar, þá er umræöan kom-
in á hreinar villigötur og ekki sæm-
andi þeim sem tala í þessum ræöu-
stól. Þaö var nefnt hér aö ég hefði
lagt það til að flytja fólk nauðaflutn-
ingum. Það hef ég hverg nefnt. Ég
hins vegar bendi á það og vek at-
hygli á því aö margt fólk sem býr viö
aðstæður sem eru erfiðar hefur
ástæöur til aö ætla áð ríkisvaldið
muni um eilífðartíma tryggja at-
vinnu á viðkomandi stöðum. Ef ríkis-
valdið gerir það ekki þá er ég að orða
þá skyldu ríkisvaldsins að það geti
ekki leyft sér aö skilja þetta fólk eftir
eignalaust, heldur komi til móts við
þetta fólk ef það leitar eftir því,“ sagði
Davíð Oddsson við umræður utan
dagskrár í gær.
Það var Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Vestfirðinga, sem hóf
umræðuna vegna þeirra ummæla
Davíðs Oddssonar á flokksráðsfundi
Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag að
tilteknar byggðir væru óhagkvæmar
og hjálpa ætti íbúum þeirra að flytja
á brott. Kristinn sagði að þessi um-
mæli væru með þvílíkum fádæmum
og þvílík móðgun við það fólk sem
byggi í sjávarplássum umhverfis
landið að ekki væri hægt að komast
hjá því að krefja forsætisráðherra
um að gera nánari grein fyrir þessum
ummælum sínum. Hann bað um svör
við því hvaö væri óhagkvæm byggð
og hvaða byggðarlög það væru sem
ekki fengju náð fyrir augum forsæt-
isráðherra.
Davíð sagðist ekki vilja svara þess-
um spurningum að svo komnu máh.
Hann sagði að öll umræða um
byggðastefnu hefði staðnað og væri
klisjukennd. Sagði hann nauðsynlegt
að taka tima á Alþingi til að ræða
þau mál til grunna.
Margir tóku til máls. Þeirra á með-
al Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.
Hann sagði að landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins hefði samþykkt að
efla byggð um allt land, það stæði og
ekkert annað. Þaö kæmi aldrei til
greina að bera fé á fólk til að flytja
það hreppaflutningum. Það væri
ekki hlutverk stjórnmálamanna að
gera það. Þar skildi á milli okkar og
Nicolae Ceausescu, fyrrum Rúme-
níuforseta, sagði Einar.
Páll Pétursson, þingflokksformað-
ur Framsóknarflokksins, sagði hug-
myndir og ummæli Davíðs um fólks-
flutninga forkastanleg. Hann minnti
á að þetta hefði mistekist hjá Ceau-
sescu í Rúmeníu og mundi einnig
mistakast hjá Davíð Oddssyni.
Þeir Einar og Páll munu hafa nefnt
Ceausescu vegna ummæla Matthías-
ar Bjarnasonar í sjónvarpi um helg-
ina, aðspurður um ummæli Davíðs á
flokksráðsfundinum, að fólksflutn-
ingar eins og Ceausescu stundaði
myndu aldrei gerast hér á landi.
Segja má að þessi umræða hafi far-
ið út um víðan völl eins og oft vill
verða í utandagskrárumræðum á
Alþingi. Þeir Kristinn H. Gunnars-
son og Davíð Oddsson héldu sig þó
alfariö við málefnið sem um var rætt.
-S.dór
Hlustaó á umræðurnar um byggðamál á þinginu i gær. DV-mynd GVA
Smáauglýsingar - Sínú 27022
■ Bílar til sölu
Peugeot 505 GR station, árg. ’87,
ín, 8 manna, sjálfskiptur, vökvastýri,
góður og fjölhæfur bíll. Til sölu og
sýnis hjá Bílasölu Matthíasar
v/Miklatorg, símar 91-24540 og
91-19079 (þar sem viðskipti'n gerast).
MMC Pajero SW turbo dísil ’85 til sölu,
ekínn 105 þús. Uppl. í síma 674902.
Range Rover, árg. ’75, til sölu, allur
yfirfarinn svo sem vél og kassar o.fl.
Upplýsingar á bílasölu Kópavogs,
sími 91-642190. Verið velkomin.
■ Líkamsrækt
Trimmform, kr. 5.500 10 timar.
Við bjóðum einnig upp á svæða- við-
bragðspunkta-, óléttu-, djúpvefja- og
slökunarnudd með ilmolíu, ekta
vatnsgufa.
Nuddstofan Klask, Dalseli 18,
sími 91-79736.
Menning
Sigurður Guðmundsson í Listasafni íslands.
Landnámsmaður
eða Ijóðskáld?
- nokkur orö um Sigurö Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson hefur e.t.v. komist nær því
en nokkur annar hérlendur hstamaður aö blanda sam-
an lífi sínu og list. í þeirri „Sigurðarbylgju" sem geng-
ur yfir menningarlíf landsmanna þessa dagana gefst
fólki kjörið tækifæri til að kynna sér verk þessa „týnda
sonar“ hérlends listalífs og gagnrýnendum á borð við
undirritaðan býðst aö skipa listamanninum á bás í
hinu víöfeðma fjósi listanna (!). En sjálfsagt hefur Sig-
urður trompað allar tjóðurtilhneigingar hstrýna fyrir
löngu með því að útnefna sjálfan sig bónda í listinni.
Þegar gengið er um sali Listasafns íslands þessa dag-
ana gefur einmitt að líta ljósmyndir af listamanninum
í nánu sambýh við landiö og náttúrukraftana.
Nokkurs konar trúarbrögð
í tæplega þrjú hundruð síðna bók um hstamanninn
sem Mál og menning hefur gefiö út í samvinnu viö
hollenska útgáfufyrirtækið Van Spijk skrifar hollenski
hstgagnrýnandinn Lily Van Ginneken um þetta tíma-
bil í list Sigurðar. Hún segir þar m.a. að þegar Sigurð-
ur sýndi í Hollandi fyrstupersónu ljósmyndaverk sín
hafi þegar verið kunnir myndlistarmenn á borð við
Van Elk og Gilbert & George sem notuðu óspart þetta
hstform þar sem ljósmyndin var eins konar heimildar-
mynd af listamanninum við thteknar aðstæður. Van
Ginneken kemst þó að þeirri niðurstöðu að Sigurður
hafi haft þarna allnokkra sérstöðu, því „.. .hann gætti
þess að láta ekki allt uppi í verkum sínum, að skilja
ævinlega eftir tálbeitu handa áhorfandanum". Enn-
fremur bendir Van Ginneken á ljóðræna taug lista-
mannsins og að verk hans eigi fyrst og fremst tilfmn-
ingalega uppsprettu. Hann höfði til kennda fremur en
skilnings með hst sinni og líti á hana sem nokkurs
konar trúarbrögð.
Að vera ástfanginn
í upphafi áðurnefndrar bókar segir Sigurður í við-
tali við Aðalstein Ingólfsson, sem jafnframt þýddi ann-
an texta bókarinnar, aö hin ýmsu slagorð, s.s. „ljóð“,
„skáldskapur”, „ljósmagn", „hitastig" og „tíðni“, hafi
skipst á um að hafa forystu til að æsa sig til lags við
hstagyðjuna. Það er kannski réttara að kaha Sigurð
Guðmundsson landnámsmann og heiðingja heldur en
bónda. Hann umgengst landið og náttúruöflin eins og
um persónu sé að ræða. Þar er e.t.v. kjarninn fólginn
í þeirri staðhæfingu hstamannsins að fólk verði aö
vera ástfangið af hstaverkinu til að skilja það. Þessi
húmaníska lífssýn gengur eins og rauður þráöur í
gegnum verk Sigurðar. Hann stihir upp fjöldafram-
leiddum og „dauðum“ hlutum eins og spýtukubbum,
og lætur fólk fá samúð með þeim.
Vegasalt forms og hugmyndar
í Nýhöfn við Hafnarstræti eru nú til sýnis ný þrívídd-
arverk Sigurðar ásamt grafík, en á síðastliðnum ára-
tug hefur hann einkum einbeitt sér að þessu tvennu.
Paul Hefting skrifar um þrívíddarverk hstamannsins
í títtnefndri bók og bendir m.a. á tengsl þeirra við ljós-
myndaverkin. Þar koma fyrir áþekk tákn, s.s. örin,
sem samkvæmt skilgreiningu Heftings gæti verið tákn
hins ójarðneska. Mörg verka Sigurðar eru eins konar
vegasalt á milli forms og hugmyndar, eins og t.d. heim-
spekisetrtingarnar sem hann mótaði í ís og lét þiöna
undir fótum gesta og gufa upp af listasalargólfi forðum
daga i Hollandi. Á síðari árum hafa þrívíddarverk Sig-
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
urðar orðin endingarbetri. í stað klaka notar hann nú
gler í bland við pottjárn, granít og brons, svo eitthvað
sé nefnt. í stað heimspekilegra skírskotana vitnar lista-
maöurinn nú galvaskur í listasöguna. í Nýhöfn er t.d.
þrívítt sólarlag sem á ættir að rekja til Edvards
Munchs.
Hvar er kartöflumúsin?
Þar sem sýningunni í Nýhöfn lýkur á miðvikudag
er fólki hér með ráölagt að líta þar inn hið fyrsta, því
þar er á ferð hin merkasta sýning íjölhæfs hsta-
manns. Það fer þó ekki hjá því, þegar hin nýrri verk
, eru skoðuö að maður saknar galsans, en þó kannski
fyrst og fremst hinnar óhefluðu „readymade" hugsun-
ar sem var aðalsmerki Sigurðar fram til 1981. Tilfinn-
ingin fyrir andartakinu, ljóðrænan, hefur á vissan
hátt hörfað fyrir harðri formhugsun, því sem listamað-
urinn myndi sjálfur kalla „skáldskap". En það er ekki
öll nótt úti enn og eins víst að kartöflumúsin haldi
áfram að flæða.
Fjölskrúðug bók
Bókin um Sigurð er efnislega vel úr garði gerö. Rit-
stjórn annaöist hollenski listfræðingurinn Zsa-Zsa
Eyck og eru höfundar auk áðurnefndra og listamanns-
ins sjálfs þau Betty van Garrel, Robert Jan Muller og
Ulrich Bischoff. Það var tvímælalaust rétt að gefa bók-
ina út á tveim tungum - ensk tunga er reyndar gegn-
umgangandi sem útskýringartexti í eldri verkum Sig-
urðar. Hvergi kemur þó fram hvort bókin sé jafnframt
gefin út á hollensku. Aðalsteinn Ingólfsson hefur
greinilega bætt sínu viðtali inn í eftir að grunntexti
var kominn. En þýðingin er hpur og fengur að bók-
inni. Það orkar alltaf tvímæhs að gefa út svo vegleg
rit um listamenn á miðjum aldri en að mínu mati er
réttlætingu að finna í hinum kaflaskipta og fjölskrúð-
ugra ferli’Sigurðar til þessa. Fleiri kaflar hefðu einfald-
lega shgað bókina svo það fer ágætlega á því að bytja
nú að safna í aðra. Sýningin í Listasafni íslands stend-
ur fram yfir miðjan nóvember en eins og áður segir
lýkur sýningunni í Nýhöfn á miðvikudag.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð miðvikudaginn
23. október nk. kl. 11.00.
Seldar verða eftirfarandi trésmíðavélar, sem staðsettar eru að Mjölnisholti 12:
Afréttari, model 1986, stór plötusög, model 1979, band-slípivél, gömul
sambyggð vél, fjölnota, höggborvél, loftpressa, talið eign þb. Fyri hf.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarínn i Reykjavik