Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 7 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Það vantar marg- ar perur í Ijóskast- ara Einars Odds - enégerhonuminnilegasammálaí dv Sandkom Reynsluakstur? Óvenjulegur bílþjcifnaöur varframinná Akureyri ísíð- ustuvikuer : tvoir mennaf iiöfuöborgar- svteöinu brut- ustinnísýn- ingarsalfyrir- tækís, sem sel- ur nýja bíia, stálu einum slíkum þar og voru síðan handteknir í Borgar- nesi í nýja, fína bílnum. Venjulega láta bfíþjófar sér nægja að stela not- uðum bílum af götunni, en þessir voru „flottir á því“ og vildu nýjan vagn undir sig. Viö þennan þjófnað vaknaðí sú spurning h vort þjófarnir hefðu hlustað á auglýsinguna þar sem segir: „Ekki kaupa bíl fyrr en þu hefur reynsluekið Daihatsu App- lause“,enbifreiðin, semmennirnir stálu, var einmitt af þeirri gerð. Flug og bíll Þarsemmenn- irnirtveirvoru meðstoliðávis- anahefti vakn- áöisúspurning hversvegna þeir hefðu ekki keypt sér flugmiðafyrir falsaðaávísun; þegarþeir vildu halda suður aftur og nota þann- ig sama ferðamáta og þeir gerðu þeg- ar þeir fóru norður. Ef til vifí hafa þeir verið búnir með öll ávisanablöð- in úr heftinu stolna. En einn athug- ull maður fyrir norðan var fljótur að fínna skýringuna. Hann sagði aö þessir menn hefðu notað sér ferða- mátann „flug og bill“. Ef til vill er hér komið nýtt ,ferðamynstur“ ævin- týramanna sem halda norður til Ak- ureyrar með stolið ávísanahefti, greiðslukort eða peninga i farteskinu, en tals vert hefur verið um slík ferða- lög tmdanfarin misseri og ár. Milli tannanna Fyrirsagnir blaðahnágétá:: áttþaötilað veraansi skondnarog lögmaðureinn íReykjavíkhef- urm.a.gertsér þaðtildundurs aösaiha saman slikurafyrir- sögnum og gefa út í bók. Ein svona skondin fyrirsögn birtist í Degi á Akureyri í síðustu viku en þar sagði: „Salerni Umhverfisdeildar milli tanna bæjarfulltrúa“. Maöur nokkur sagðíst hafa hrokkið við er hann las þetta og séð fyrir sér bæjarfulltrúa Akureyrarbæj ar í sérkennilegum stellingum á salernum Umhverfis- deildarinnar. En ástæða fyrirsagnar- innar var auðvitað önnur, sem sagt sú að bæjarfulltrúar voru að ræða um kostnað á uppsetningu salerna hjá Umh verfisdeild, en þar hafði kostnaður farið fram úr áætlun eins og virðist vera í tísku í dag. Allir úr skónum Áhorfendurá: handboltaleík KAogHaukaá Akureyriá dögunúmrakí rogastansér íþeirmaettuá Íeikinnihiö nýja.fþróttáhús KA.ÓUumvar gert aðskilja skóna sina eftir í anddyrinu og tritla siðan í salinn. Voru margir mjög óhressir raeð þetta, en KA-menn segja það gert til að hlífa dúknum ó gólfinu á meðan hann er nýr. En í anddyrinu munu hafa verið saman- komin hátt í 500 pör af skóm í „einum graut" og auðvitað dró til tíðmda þegar menn ætluöu heim. Einn virtur borgari í bænum og mikill stuðnings- maðurKA tapaði forláta skóm (eflaust fleiri) og mátti fara heim á sokkunum. Hann hefði betur farið að fordæmi Matthíasar Mathiescn, fyrrum alþingismanns og FH-ings, sem trítlaði í salinn ásamt konu sinni og héldu þau á „skótaui" sínu. Ef framhald verður á þessu hjá KA verður það e.t. v. þannig í framtíöinni að allir halda á skónum í salinn og berja þeim saman til að fagna sínum mönnum. Umsjón: Gylfi Kristjánsson „Ég er ekki tilbúinn til þess að sam- þykkja að ljóskastari Einars Odds verði sá eini sem skín í komandi kja- rasamningum. Mér þykir enda vanta í hann margar perur. Við í verka- lýðshreyfmgunni erum gjarnan kall- aðir til ef þarf að skera niður og spara en aftur minna þegar um er að ræða að leysa vanda okkar fólks. Um leið og Einar Oddur lýsir því yfir aö við þurfum að komast niður fyrir OECD-löndin í verðbólgu er tilkynnt um hækkun á fargjöldum strætis- vagna, hækkun sundlaugagjalda og hækkun á þjónustugjöldum ýmiss konar. Á þetta að ganga svona áfram? Eigum við að gera þjóöarsátt um þetta? Málið er ekki lagt upp af Einari Oddi nema að hluta.-Við höf- um töluvert við það að bæta sem hann segir. Það verður að kveikja á fleiri perum í kastaranum hans. En hvað varðar vaxtapólitíkina er ég honum innilega sammála og mun slást við hlið hans um að ná vöxtun- um niður,“ sagði Guðmundur J. Guö- mundsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV. „Ég er þess fullviss að ef ekki verð- ur ráðist í að ná vöxtunum niður og það sem fyrst þá blasir hrun við þorra atvinnugreina. Maður sér að fyrirtæki, sem skiluðu hagnaði í fyrra, eru að tapa í ár. Það gera vext- irnir,“ sagði Guðmundur. Hann benti einnig á að hjá íslensk- um fyrirtækjum gegndu vextir stærra hlutverki en hjá fyrirtækjum í þeim löndum sem við miðum okkur gjarnan við. Það væri vegna þess að eigið fé íslenska fyrirtækja væri svo lítið að þau lifðu á lánsfé. „Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja hafa verið svo miklar og svo vit- lausar oft á tíðum á síðari árum að eigið fé er varla til. Rangar fjárfest- ingar koma þeim líka í koll. Um þetta gæti ég nefnt óteljandi dæmi,“ sagði Guðmundur. Hann segist ekki sammála því að ef lægstu laun séu hækkuð þurfi sú hækkun að hlaupa upp allan stigann. Það sé hægt að gera þær ráðstafanir sem duga til að jafna tekjur í þessu þjóðfélagi. Til þess þurfi bara vilja. „Það vantar alveg tillögur um þetta mál í það sem Einar Oddur segir. Hann er bara með niðurskurðartil- lögur sem þýða atvinnuleysi fyrir þúsundir manna. Ég tek aidrei undir það. Ég skal ræða við Einar Odd og félaga um niðurskurð á einhverjum sviðum sem eílaust er framkvæman- legt. Ég samþykki hins vegar ekki að það verði gert bara holt og bolt. Því þeir fá mig aldrei til að skrifa undir atvinnuleysi til handa þúsund- um manna. Aldrei." Hann sagðist heldur ekki geta tekið undir allt sem Einar Oddur segir um íbúðakerfið. Guðmundur segist vita Sambýlifatlaðra: Lögbanni hafnað Borgarfógetaembættið hefur hafn- að kröfu íbúa við Þverársel og ná- grenni um lögbann á sambýli fatl- aöra við Þverársel 28, þar sem fyrir- hugað er að fimm geðfatlaðir ein- staklingar búi í framtíðinni. íbúar í nágrenni við heimilið héldu því fram að sambýliö væri stofnun fyrir geðsjúka. Töldu þeir því hugsan- legt að félagsmálaráðuneytið hefði far- ið út fyri valdsviö sitt með því að veita leyfi til rekstrarins án þess að leggja máliðfyrirborgaryfirvöld. -J.Mar að hér á höfuöborgarsvæðinu standi hundruð íbúða lausar en allur þorri fólks hafi engin ráð tfí að kaupa þær þótt það vildi. Ef hægt væri aö finna leiðir til að hjálpa fólki að kaupa íbúðir sem þegar eru til þyrfti minna vaxtapólitíkinni að byggja. Það yrði þó aldrei komist hjá því að byggja íbúðir á félagsleg- um grundvelli. Að sínum dómi kæmi það ekki til greina að stöðva það. „Þaö er því sitthvað sem okkur Einar Odd greinir á um en við förum Fréttir Hvað varðar vaxtapólitikina er ég Einari Oddi innilega sammála og mun slást við hlið hans um að ná vöxtunum niður, segir Guðmundur J. Guðmundsson. nú að ræða saman innan tíðar og við skulum sjá hvað út úr því kemur,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. -S.dór VILTU FRIÐ?... Fáðu þérHLIÐ! Óviðkomandi bílaumferð er úr sögunni með sjálf- virku hliði frá ASTRA Austurströnd 8 Sími 61-22-44 FAX 61-10-90 STÓRKOSTLE G í Háskólabíóí laugandagínn 2. nóvember kl. 15.00 Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Dómkórinn Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Árni Harðason Kór Öldutúnsskóla Stjórnandi: Egill Friðleifsson Kór Langholtskirkju Stjórnandi: jón Stefánsson Karlakór Reykjavíkur Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Kynnir: Baldvin Halldórsson Miðar seldir í Hljófæraverslun Poul Bernburg, Tónastöðinni Óðinsgötu 7, og í Háskólabíói. ALLUR ÁGÓBI RENNUR í HÚSBYGGINGASJÓB FELAGS ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.