Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 3" Fréttir Trausti Jónsson veðurfræðingur: Hitabylgja í Reykjavík - þegar hitinn fer yfir tíu stig á þessum árstíma Skútustaðahreppur: Engin ef na- mengun íMývatni Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem fjallað er um skýrslu sérfræðinefnd- arinnar um lífríki Mývatns og um áhrif Kílsiliðjunnar á þaö. í ályktun- inni segir meðal annars: Sveitarstjórnin fagnar því að ekki tókst með rannsóknum að rekja tengsl milli sveiflna í dýrastofnum vatnsins og starfsemi Kísihðjunnar. Telur stjórnin að það komi skýrt fram í áliti sérfræðinganna að ekki sé um efnamengun að ræða í Mý- vatni og ekki þurfi að hafa áhyggjur af mældri aukningu næringarefna í lindarvatni. -J.Mar Náttúruvemdarráð: Menn hafa misskilið álit nefndarinnar „Skýrsla sérfræðinganefndarinnar skýrir einungis frá ástandi lífríkisins við Mývatn miðað við ákveðið ástand og mælingar. í henni kemur ekki fram neitt álit. Hún er einungis fræðileg úttekt á ástandinu eins og það er og hvernig það verður hugsan- lega í framtíðinni. Það er ekki mælt með einu eða neinu í skýrslunni. Það hefur hins vegar viðgengist mikill misskilningur í fréttaflutningi af þessu máli,“ segir Arnþór Garðars- son, formaður Náttúruverndarráðs. „Álit sérfræðinganefndarinnar er tekið saman í inngangskafla og þar er bent á fjóra nýtingarmöguleika. Sá fyrsti er að loka strax fyrir kísil- gúrnámið, annar er að vera inni á Ytra-Flóa og klára það efni sem þar er innan náttúrumarka, þriðji kost- urinn er að fara inn á nýtt vinnslu- svæði, lokakosturinn er svo að halda áfram af fullum krafti án nokkurra takmarkana. Sérfræðinganefndin mælir hins vegar ekki með einum kosti öðrum fremur. Það er Náttúrverndarráðs og stjórnvalda að taka þá ákvörðun. Mat Náttúrverndarráðs er að það beri að fara mjög varlega og halda sig inni á núverandi vinnslusvæði og loka verksmiðjunni sem fyrst.“ -J.Mar Kísiliðjan: Náttúruverndar- ráð segir hálfan sannleikann „Á sínum tíma fógnuðum við mjög skýrslu sérfræðinganefndarinnar. Við töldum að í henni væru mjög athyglisverðar niðurstöður sem fríuðu okkur af hinu og þessu sem menn hafa verið að saka okkur um. Því í skýrslunni kemur skýrt fram að það hefur ekki tekist að tengja sveiflur í dýrastofnum Mývatns við Kísiliðjuna. í henni eru og dæmdar dauðar og ómerkar allar mengunar- kenningar. Ef dýralíflð er skoðað kemur fram að það er ekki merkjan- legur munur á fjölda fugla og magni fiskjar á svæðum þar sem við höfum verið að dæla og þeim svæðum þar sem ekki hefur verið dælt,“ segir Róbert Agnarsson, framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar. „Það eru einnig settar spurningar um áhrif breyttra setflutninga á líf- ríkið og það er tahð tilefni til frekari rannsókna sem við að sjálfsögðu styðjum. í kjölfarið á þessu kom ályktun Náttúruverndarráðs og hún gengur að ýmsu leyti þvert á áhrif sérfræð- inganefndarinnar og jafnvel ekki sagður nema hálfur sannleikur í ályktuninni. Þeir komast að þeirri niöurstöðu að það beri að huga að lokun Kísiliðjunnar. Það á þó kannski ekki að koma manni veru- lega á óvart ef maður ber þetta sam- an við það sem Náttúruverndarráð hefur áður sent frá sér.“ -J.Mar „Það má segja að. það sé hita- hylgja í Reykjavík þegar hitinn fer yflr 10 stig á þessum árstíma. Veðr- ið hefur verið óvenju hlýtt miðaö við árstíma undanfarna tvo daga. Ég held að veðrið verði áfram hlýtt fram að helgi,“ segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur. „Það er samt ekkert sérstaklega óvenjulegt við þetta veðurfar. Okt- óber hefur verið kaldur. Þegar Mtið er' á hitastigið yflr allan mánuðinn er það undir meðallagi því það var fremur kalt þegar norðanáhlaupin skuMu yflr. Októbermánuður hefur á undanförnum árum verið mjög misveðrasamur. Hins vegar hafa komiöfjórir heit- ir nóvembermánuðir 1 röð. Þessi hlýju mánuðir komu eftir óvenju Ianga syrpu af köldum nóvember- mánuðum. Síðasti vetur var i hópi hlýrri vetra en veturnir 1988 og 1989 voru slæmir. Það sýndi sig hins vegar ’89 og ’90 að veðrið var leiðinlegt eftir áramótin þó haustið hafi veriö hlýtt. Það er því ekkert samband þar á rnillí.” -J.Mar Þú átt það skilið... Það hefur alltaf verið okkur kappsmál að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks vörur á sem lægsta verði, og það hefur okkur tekist. Við þökkum það öllum þeim fjölda viðskiptavina sem verslað hafa við Japis i gegnum árin og þeirri viðurkenningu sem vörur okkar hafa fengið. Með beinum innflutningi frá Japan höfum við stuðlað að enn lægra vöruverði. Stöndum saman í baráttunni fyrir lægra vöruverði - við eigum það öll skilið. Panasonic VHS MOVIE Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvad vardar myndgædi og verð. Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðeins 900 grömm og er aðeins 3 lux. Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu rikari. JAPIS3 BRAUTARHOLTl OG KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.