Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. Merming Glæsilegur píanóleikur lék af hreinni snilld. Verkin á efnisskránni voru ekki af lakari endanum, Sónata í C dúr K. 330 eftir Moz- art, Waldstein sónata Beethovens, Ballaöa nr. 1 í g moll op. 23 eftir Chopin, L’Iles Joyeuse eftir Debussy Tónlist Finnur Torfi Stefánsson og Mefistovals eftir Liszt. Einleikarinn hafði þessi verk öll vel á valdi sínu, jafnvel of vel. Því brá fyrir í flest- um verkunum að túlkunarmátinn varð ýktur, einkum hvað varðar hraðabreytingar. Varð þetta ýmsum tón- leikagestum að umræðuefni í hléi, einkum í tengslum við Waldstein sónötu þar sem mikill hraðamunur var gerður á stefjum án þess að um slíkt væri beðið frá höfundarins hendi. Fannst sumum þetta til bóta og lofsverð viðleitni til að viðhalda lífl í snilldarverkum liðins tíma. Það hljóta þó að vera takmörk fyrir því hve unnt er teygja og toga verk af þeirri ástæðu einni að fólk er vegna ofspilunar orðið leitt á upphaflegri mynd þess. Slíkt minnir óþægilega á Rómverjana sem ældu til að geta haldið áfram að kýla vömbina. Þegar flytjandi treystir sér ekki lengur til að halda lífi í flutn- ingi sínum án þess að grípa til afskræminga og of- gjörða er tími til kominn að athuga með nýja tónlist. Nú er ekki með þessu sagt að ungfrú Shih hafi gengið mikið lengra að þessu leyti en ýmsir aðrir hafa gert en nógu langt fór hún til að vekja efasemdir um góðan smekk. Tónlistarfélagið í Reykjavík hélt tónleika í íslensku óperunni í fyrrakvöld þar sem Connie Shih lék einleik á píanó verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Ludwig van Beethoven, Frederick Chopin, Claude Debussy og Franz Lizt. Connie Shih er frá Kanada og er nemandi György Sebök sem kom og lék hér á landi á síðasta vetri við góðan orðstír. Shih hefur þegar vakið víða athygli fyr- ir óvenjulegar tónlistargáfur og mikla tækni þrátt fyr- ir ungan aldur. Það fór ekki á milli mála á þessum tónleikum að orðsporiö hefur við rök að styðjast. Shih Connie Shih, óvenjulegar tónlistargáfur. Andlát Bjarni Jóhannsson, Eyjaholti 10, Garði, lést af slysförum þann 28. okt- óber. Jarðarfarir Þorsteinn Björnsson, Þernunesi við Reyðarfjörð, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Jarðsett verður á Kolfreyjustað. Jórunn Ólafsdóttir frá Hæðarenda, Grindavík, síðast til heimilis á dval- arheimili aldraðra, Víðihlíð, Grinda- vík, verður jarðsungin frá Grinda- víkurkirkju laugardaginn 2. nóv- ember kl. 14. Steinunn Anna Ólafsdóttir, Smyrla- hrauni 15, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, fóstudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Bergur Þórmundsson, Austurvegi 51, Selfossi, verður jarðsettur frá Selfosskirkju laugardaginn 2. nóv- ember kl. 13.30, Þóroddur Hreinsson byggingameist- ari, áður til heimilis á Suðurgötu 19, Hafnarflrði, verður jarðsunginn frá Hafnarijarðarkirkju föstudaginn 1. nóvember ki. 15. Guðjón Gíslason, Vesturvegi 15b, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Magnús Guðbrandsson lést 23. októb- er. Hann var fæddur 4. janúar 1896. Foreldrar hans voru Guðbrandur Þórðarson og Katrín Magnúsdóttir. Magnús hóf störf hjá danska olíufé- laginu DDPA 1910, hann fylgdi eftir- komendum þess félags til starfsloka vegna aldurs 1965. Hann kvæntist Júlíönu Oddsdóttur, en hún lést árið 1980. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Fyrir hjónaband hafði Magnús eign- ast son. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Safnaðarstarf Kársnessókn: Starf aldraöra í dag kl. 14 í safnaðarheimilinu Borgum. Grindavíkurkirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Spilavist eldri borgara í dag kl. 14-17. Tónleikar Orgill é Tveimur vinum í kvöld, 31. október, verða tónleikar á Tveimur vinum þar sem hljómsveitin Orgill kemur fram eftir að hafa verið í fríi frá uppákomum af þessu tagi í þó nokkurn tíma. Hljómsveitinni hefur bor- ist margvíslegur liðssLyrkur og mun hún eflaust sýna á sér nýjar hliöar. Áður en hljómsveitin hefur leik sinn munu íjöl- listaterroristarnir Michael Pollock og GAK koma fólki á óvart. Skemmtunin hefst kl. 22.30. Miðaverð kr. 500. Hrekkjavaka á Púlsinum í kvöld, fimmtudagskvöld, verður dular- full dagskrá á Púlsinum, eins konar Hrekkjavaka. þar sem ýmislegt verður á sveimi. Húsið opnað kl. 22. Tilkyimingar Saga blindra á íslandi Nýlega kom út á svartletri og hljóðsnæld- um bókin Saga blindra á íslandi eftir Þórhall Guttormsson sagnfræðing. í bók- inni er rakin saga Blindrafélagsins frá stofnun þess 1939 til ársins 1990 auk þess sem gerð er grein fyrir starfi, Blindra- vinafélagsins, Blindraskólans, Blindra- bókasafns íslands og Sjónstöðvar íslands. Á síðum bókarinnar kemur fram hvernig breyttir búskapahættir og bættur efna- hagur skila hagsbótum þeim sem áður voru kölluð olnbogabörn Þjóðfélagsins. í Bridge Reykjavíkurmótið í tvímenningi Ráðgert er að undankeppni Reykjavíkurmótsins í tvímenningi fari fram 2.-3. nóvember. Skráning- arfrestur rann út miðvikudaginn 30. október síðastliðinn. Miðað er við að lágmark para til þess að undan- keppni fari fram, sé 40 pör. Ef færri pör reynast hafa skráð sig í keppnina fellur undankeppnin niður og úrslit verða þess í stað spiluð helgina 16.-17. nóvember. Undankeppnin er með Mitchell formi, þrjár 28 spila lotur. Spilað verður frá 13.00-17.30 og 19.30-24.00 laugardaginn 2. nóvember og 13,00- 17.30 sunnudaginn 3. nóvember. í hverri lotu komast 9 efstu pör beint í úrslitakeppnina, 27 alls en Reykja- vikurmeistarar síðasta árs, fara sjálfkrafa beint í úrslitakeppnina. Núverandi Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi eru Jón Baldursson og Aöalsteinn Jörgensen. Keppnisgjald í mótið er kr. 5 þús- und á parið. Kristján Hauksson verð- ur keppnisstjóri í undankeppninni ef hún fer fram og í úrslitum. bókinni er rakin saga dugmikils hóps íslendinga sem leggur allt í sölurnar til þess að komast sem næst jafnrétti í þjóð- félaginu. Höfundur bókarinnar, Þórhall- ur Guttormsson, er sagnfræðingur og cand. mag. í íslenskum fræðum. Áður hafa komið út eftir hann sögur tveggja biskupa, Jóns Arasonar og Brynjólfs Sveinssonar. Selfoss - borgarafundur um skemmdir af völdum unglinga JC klúbburinn á Selfossi boðar borgara til almenns fundar í Hótel Selfoss nk. fimmtudagskvöld 31. október, til að ræða þær skemmdir sem hafa orðið á eignum bæjarins svo og einstakhnga þar í bæ. Töluverð umræða hefur farið fram um þessi mál að undanfórnu af gefnu tilefni. Á fundinum koma fram frummælendur sem allir eru tengdir umræðuefninu á einhvern hátt. Jólabasar Sólvangs Hinn glæsilegi jólabasar Sólvangs verður laugardaginn 2. nóvember kl. 14 í and- dyri Sólvangs, Fallegar jólagjafir og margt fleira. Alit handunnar vörur. Tímarit um hjúkrunarfræði Komiö er út 1. tbl. 8. árg. Tímarits Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Meðal efnis eru greinar um hjúkrun og stjórnmál, hjúkrun sjúklinga með'bráða- hvítblæöi, hjúkrun hjartasjúklinga, ne- urologiska skoðun og fjölskyldumeðferð. Einnig er greint frá rannsóknum hjúkr- unarfræðinga m.a. á tannhirðu aldraöra. Tímaritið kemur út einu sinni á ári. Það er selt í áskrift sem hægt er að panta hjá Félagi háskólamenntaöra hjúkrunar- fræðinga, Lágmúla 7, Reykjavík. Verð þessa tölublaðs er kr. 500. Myndgáta dv Æfingastúdíó Interco Interco hefur innréttað æfingastúdíó í húsakynnum sínum aö Síðumúla 17 í Reykjavík. Þetta er lítiö og vinalegt stúdíó með akademísku yfirbragði. Stúdíó til að skapa, læra, skiptast á skoð- unum, reynslu og þekkingu, til að fá nýj- ar hugmyndir, örvun og innblástur. Markmiðið er að skapa notalegar kvöld- stundir til gagns og gaman fyrir þá sem taka þátt í þessu. Unnið er með módel, litir prófaðir, permanent lagt og klipping- ar sýndar. Bára Kemp og Lovisa Jóns- dóttir hárgreiöslumeistarar leiða þessar kvöldstundir. Ailir eru virkir þátttakend- ur, vinna saman með módelin, meðtaka fróöleik og miðla einnig til hinna. Nú þegar hafa nokkrir hópar komið saman og haft af því gagn og gaman, Nánari upplýsingar fást í síma 687166. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR DÚFNAVEISLAN eftir Halldór Laxness. Föstud. 1. nóv. Fimmtud. 7. nóv. Laugard. 9. nóv. Laugard. 16. nóv. LJÓN í SÍÐBUXUM ettir Björn Th. Björnsson. i kvöld. Gul kort gllda. Fáein sæti laus. 6. sýning laugard. 2. nóv. Græn kort gllda. Fáein sæti laus. 7. sýning miðvikud. 6. nóv. Hvit kort gilda. 8. sýnlng föstud. 8. nóv. Brún kort gilda. Fáein sæti laus. Litla svið: ÞÉTTING eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson í kvöld. Föstud. 1. nóv. Laugard. 2. nóv. Sunnud. 3. nóv. Flmmtud. 7. nóv. Föstud. 8.nóv. Laugard. 9. nóv. Allar sýningar hefjast kl. 20. Leikhúsgestlr, athugið! Ekki er hægt að hleypa inn eftir að sýning er hafin. Kortagestir, ath. að panta þarf sér- staklega á sýningar á litla sviðið. Miöasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudagafrá kl. 13-17. Miða- pantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi680680. ínan CSjrilOBOQi Lelkhúskortin, skemmtlleg nýjung, aðeinskr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl tækifærlsgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Lelkfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.