Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 15 EES, tollar og f ullveldi „Þessi regla giidir jafnt um bíla-, matvöru-, heimilstækja- og vefnaðar- vöruinnflytjandann á íslandi.. Það er með ólíkindum hversu yfirborðsleg og villandi umræðan um hugsanlegar tollívilnanir af ís- lenskum sjávarafurðum við EES- aðild hefur verið. Menn tala eins og við höfum greitt stórupphæðir í tolla af íslenskum sjávarafurðaút- flutningi á EB-svæðiö á undanförn- um árum. Þannig er t.d. reyndur og glöggur útflytjandi, Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, borinn fyrir því hér í blaðinu að íslending- ar „hefðu greitt, reiknað á núvirði, um 2 milljarða króna á ári á allan fiskútflutning til Evrópubanda- lagsríkja". Jón Bafdvin utanríkisráðherra vitnaði til greinarinnar sem heim- ildar um gróða okkar af EES- samningnum á fundi á Hótel Sögu. Svo bætti hann við í samræmi viö sína áróðursmagnómaníu að þetta þýddi 20 miffjarða lækkun á okkar tollgreiðsfum af sjávarafurðaút- flutningi til EB á áratug. Hér er hallað réttu máli í fyrsta lagi er tilvitnunin um toll- ana ekki höfð beint eftir Magnúsi Gunnarssyni heldur er hún orða- lag fréttamanns. Um þetta segir Magnús í beinni tifvitnun í Morgunblaðinu (23.10. ’91); „Niðurfelling tolla mun ef til vill ekki þýða sjálfvirka hækkun á skilaverði til framleiðenda hér heima. Við höfum þrýst ansi hart á verðhækkanir undanfarin miss- eri og á þessu ári hafa kaupendur KjaUarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra alfarið tekið á sig tollinn," enda hækkaði saltfiskverð um 35% á milli áranna 1989 og 1990 sam- kvæmt skýrslu á aðalfundi SÍF fyrr á árinu. Tollaregla alþjóðaviðskipta í öðru lagi er það algild regla um tollgreiðslur í milliríkjaviðskiptum að innflytjandinn, ekki útflytjand- inn, greiðir tollinn og reiknar hann í verðlagsreikningi inn í söluverðið sem neytandinn á markaðssvæð- inu endanlega greiðir. Þessi regla gildir jafnt um bíla-, matvöru-, heimilistækja- og vefn- aðarvöruinnflytjandann á íslandi sem um fiskinnflytjandann á EB- svæðinu. Þetta veit hver sæmilega greindur samvinnu- og verslunar- skólanemi og allir sem kaupsýslu stunda á íslandi. Hvers vegna þá þessa villandi áróðursbrenglun á tollalækkun af sjávarafurðum á EB-svæðinu sam- kvæmt EES-samningunum? Ástæðan er sú að menn meina allt annað en það sem þeir segja. Þeir eiga við að samkeppnisstaða okkar batni á markaðinum og að verðið muni hækka til útflytjand- ans um þá upphæð sem nemur toll- inum sem innflytjandinn á EB- markaði hefur greitt. Þetta er þó ekki sjálfgefiö. Hag- fræðingar, sem sérhæft hafa sig á tollasviði milliríkjaviöskipta, telja óvarlegt að reikna með að meira en helmingur tollalækkunar skili sér í hærra veröi til útflytjanda. Og hvar stöndum við þá í dæm- inu? Ekki með 2 eða 20 milljarða heldur einhverja óþekkta stærð, verulega lægri, stærð 4. Það er ein- mitt þetta sem Magnús Gunnars- son er að búa menn undir þegar hann segir í Morgunblaðinu í gær að þessi tollalækkun með EES- samningi þýði ekki sjálfvirka hækkun á skilaverði til framleið- enda. Það er því margt ofsagt í þessum frásögnum af gróða okkar af niður- fellingu tolla á EB-svæðinu sem viö höfum aldrei greitt og kominn tími til að stjórnmála- og fjölmiðlamenn noti rétt orð við umfjöllun um þessi mál. Fyrri valkosturinn Margt bendir til þess að það hefði verið betra fyrir okkur að taka fyrri valkostinn, sem EB bauð upp á 19. janúar 1989, þ.e. að gera um- bætur á gildandi fríverslunar- samningum EFTA-ríkjanna við EB. Sjálfstæðisflokkur og Kvenna- listi fluttu þingsályktunartillögu um þessa tvíhliða samningaleið árið 1990. Nú er ljóst að þetta hefði þjónað hagsmunum okkar betur en samflotið við EFTA-ríkin um samningana um EES. Þá hefðum við vafalítið náð ekki minni tolla- lækkun á íslenskum sjávarafurð- um en eru í uppkasti að EES- samningi en losnað við ýmsa ókosti sem honum fylgja. Á ég þar við aö EES-samningurinn rýrir fullveldi okkar, dómssögu í eigin málum, efnahagslegt sjálfstæði vegna framkvæmdar fjórfrelsisins sem opnar nýtingu gæða landsins fyrir útlendingum með sama rétti og við eigum. Auk þess hefðum við með tvíhliða samningi losnað við margvíslegan kostnað sem fylgir aðild okkar að EES. Má þar nefna 300-400 milljóna króna framlag í þróunarsjóð fyrir írfand, Grikkland, Portúgal og Spán, svo og meiri háttar aukna kostnaðarhlutdeild okkar í rekstri EFTA, eftirlitsstofnunar með EES- samningi, framkvæmdastjórnar EES, ráðherraráðs, dómstóls, sér- fræðinefnda o.fl. o.fl. sem enn á eftir að gera grein fyrir. Eins og samningurinn liggur fyr- ir er kostnaðurinn í huglægum og hlutlægum verðmætum meiri en ábatinn. Verið er að kaupa minni verðmæti fyrir meiri. Dr. Hannes Jónsson „Það er því margt ofsagt 1 þessum frá- sögnum af gróða okkar af niðurfellingu tolla á EB-svæðinu .. Er af lasamdráttur rök fyrir kjaraskerðingu? „Fólk kemur til með að gera sífellt meiri kröfur um aukin lífsgæði...“ Lesandi góður. Eina ferðina enn mega íbúar þessa lands búast við að lífskjör þeirra skerðist. Ástæðan er sögð sú að aðalundirstöðuat- vinnuvegir landsmanna, fiskveiðar og -vinnsla, verði að draga saman seglin því að hafið í kringum land- ið komi til með að gefa minna af sér á næstu misserum en undanf- arin ár. En er fyrirsjáanlegur afla- samdráttur á íslandsmiðum nú ár- ið 1991 einhver rök fyrir kjara- skeröingu? Eða er ástæðan kannske grundvallarmistök í efna- hagsstjóm undanfarna áratugi? Svari nú hver fyrir sig. Duttlungar náttúrunnar Áratugum saman hafa menn ver- ið að berjast vfð að byggja upp margs konar iðnað og þjónustu í landinu í þeim tilgangi að gera efnahagslífið óháð duttlungum náttúrunnar. Menn hafa alla tíð vitað að það eru og verða miklar sveiflur í fiskveiðum hér viö land, Jafnframt sveiflast verö á erlend- um fiskmörkuðum upp og niður. Þetia er ekkert nýtt og á ekki að koma nokkurri sálu á óvart. Og það sem meira er. Við höfum vitaö það öll, áratugum saman, að við byggj- um ekki farsæla framtíð þessarar þjóðar eingöngu á slíkum grund- velli. Sú einfalda staðpreynd að lífs- kjörin takmarkast að verulegu leyti við þau verðmæti sem haflð í kringum landið gefur af sér er efna- hagsleg martröð fyrir okkur ís- lendinga. Fólk kemur til með að gera sífellt meiri kröfur um aukin lífsgæði á sama tíma og lands- mönnum fjölgar og afkastageta Kjallariim Brynjólfur Jónsson hagfræðingur fiskistofnanna við fandið stendur í stað. Afleiðingin er kjararýrnun, óánægja og landflótti. Þessar staðreyndir eru gamal- kunnar og hafa verið til umfjöllun- ar í íslenskri þjóðmálaumræðu lengi. Og alltaf þegar sú umræða hefur farið í gang hafa menn kom- ist að þeirri niðurstöðu aö óumflýj- anlegt sé að efla verulega iðnað og aðra gjaldeyrisskapandi og gjald- eyrissparandi atvinnustarfsemi í landinu. Mislukkuð efnahagsstefna Sú uppbygging hefur kostað þjóð- arbúið gifurlegt fjármagn, að öllum hkindum meiri fjármuni en sem svarar heildarskuldum þjóðarbús- ins í dag. Langstærsti parturinn af þessum verðmætum er glataður. Öll er þessi sóun verðmæta komin til af því að grundvallarþættir efna- hagsstjórnunar landsmanna hafa miðast við þrengstu þarfir útgerðar og fiskvinnslu hverju sinni. Og hagsmunir iðnaðar og annarra fyr- irtækja, sem eru í alþjóðlegri sam- keppni, verið látnir sitja á hakan- um. Efnahagsvandi dagsins í dag er að stærstum hluta til afleiðing af fyrirhyggjuleysi í efnahagsstjórn. En að halda því fram að efnahags- ástandið sé afleiðing af duttlungum náttúrunnar í ljósi þes'sara stað- reynda eru hrein og klár ósannindi. Það er heimskra manna háttur að klæða sig ekki með tilliti til að- stæðna og duttlunga náttúrunnar hverju sinni. Eöa hver kennir duttlungum náttúrunnar um það ef illa búinn maður verður úti á milli húsa nú til dags? Á nákvæm- lega sama hátt getum við ekki kennt duttlungum náttúrunnar um það hvemig komið er í efnahags- málum þjóöarinnar. Ef efnahagsstjórn síðustu ára- tuga hefði verið hér með svipuðum hætti og hjá iðnaðarþjóðum hins vestræna heims væri hér í dag margvíslegur iðnaöur og þjónustu- starfsemi sem stæði undir það stór- um hluta útflutningstekna þjóðar- innar að aíkomusveifiur fiskveiða og fiskvinnslu hefðu ekki afgerandi áhrif á afkomu fólks. Og það sem meira er, við munum borga kostn- aöinn við þessa uppbyggingu en komum aldrei til með að njóta hennar. Heimska og skammsýni í hagstjórn hefur séð til þess. Iðnbyltingin mikla Með iðnbyltingunni miklu, sem við ölf höfum lesið um í skóla, varð sú grundvallarbreyting á öllum vestrænum hagkerfum að þau urðu óháð duttlungum náttúrunn- ar, öll nema hið íslenska. Er ekki bráðum kominn tími til að við ís- lendingar förum aö reka hagkerfi okkar eins og iðnbyltingin mikla hafi átt sér stað? Hvenær ætlum viö að komast út úr þessu miðalda- hagkerfi, gildismötum og venjum í hagstjórn, sem nágrannaþjóðirnar lögðu til hliðar með iðnbyltingunni miklu? í fyrsta lagi á 21. öldinni! Já, það er lítil reisn yfir íslenskri hagstjórn á 20. öldinni. Og hagstjórn sem ein- göngu tekur tillit til þrengstu hags- muna sumra þegnanna er tíma- skekkja og tilheyrir miðöldum og miðaldahugsunarhætti. Lesandi góður. Það þarf mikiö hugrekki til að breyta því sem viö verðum að breyta. Það þarf mikla þolinmæði til að sætta sig við þaö sem við getum ekki breytt. En mik- ilvægast er að bera vit til að greina þarna á milli. Því eru duttlungar náttúrunnar heimskra manna rök fyrir skertum lífskjörum í vestrænu, menntuðu velferðarþjóðfélagi árið 1991 eftir Krist. Brynjólfur Jónsson „Efnahagsvandi dagsins í dag er að stærstum hluta til afleiðing af fyrir- hyggjuleysi í efnahagsstjórn. En að halda því fram að efnahagsástandið sé afleiðing af duttlungum náttúrunnar í ljósi þessara staðreynda eru hrein og klár ósannindi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.