Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Félagar en ekki limir Viö höfum gerzt félagar í nýjum og stærri fríverzlun- arsamtökum, en ekki gerzt limir í efnahagsbandalagi. Sá er munurinn á Evrópska efnahagssvæðinu og Evr- ópubandalaginu. Það er mikill munur á að vera félagi í fjölþjóðasamtökum eða limur í íjölþjóðasamfélagi. Raunar er Evrópubandalagið rangnefni. Rétt þýðing á nafni þess væri Evrópusamfélagið. Það orð lýsir betur markmiði þess, sameiningu Evrópu í eitt yfirríki með ytri tollmúra og önnur hbðstæð einkenni innri einingar og ytra ofbeldis, samevrópskt heimsveldi. Samningurinn um efnahagssvæðið skyldar okkur ekki til að reisa tollmúra gágnvart ríkjum, sem eru utan svæðisins, svo sem Bandaríkjunum og Japan. Við getum látið shk ríki njóta sömu viðskiptakjara og ríki efna- hagssvæðisins og haldið góðu sambandi til allra átta. Sá er einmitt einn helzti munur Evrópubandalagsins og Fríverzlunarsamtakanna, að samtökin gerðu aldrei kröfu til þess, að þátttökuríki hækkuðu toba sína gagn- vart aðilum utan þeirra. Það er munurinn á fríverzlun- arhyggju og ofbeldishneigð í viðskiptum. Við vitum, að Evrópubandalagið hneigist að við- skiptalegu ofheldi. Við urðum áþreifanlega vör við það í langvinnum samningum um Evrópska efnahagssvæð- ið. Við máttum kabast heppin að sleppa með sæmilega stöðu úr þeim hildarleik. Þar héngum við á þrjózkunni. Ef við hefðum ekki gerzt þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu hefðum við orðið að leggja í stórauk- inn kostnað við minna arðbær viðskipti við Bandaríkin og Japan til að dreifa eggjum okkar í fleiri körfur. Við hefðum orðið að taka á okkur sársaukafull umskipti. Þótt Evrópa sé langbezti markaður okkar um þessar mundir, er þess að vænta, að Bandaríkin og einkum Japan geti orðið enn betri markaður í framtíðinni. Við getum haldið áfram að rækta þau viðskipti, þótt við höfum í bUi ákveðið að halla okkur að Evrópu. Dæmið Utur þannig út, að við getum notið skamm- tímahagnaðar á þessum áratug af vaxandi frelsi í við- skiptum við Evrópu, og fáum um leið góðan tíma til að undirbúa langtímahagnað á næsta áratug af vaxandi hátekjumarkaði í Bandaríkjunum og Japan. Við höfum orðið vör við, að Japanir eru reiðubúnir að greiða mjög hátt verð fyrir vörur, sem ekki hafa geng- ið vel á öðrum markaði. Við þurfum að losna við einok- un í afgreiðslu á vöruflugi og ná niður kostnaði í flugfragt til að efla slík viðsklpti við Japan. Það kostar þolinmæði og tíma að vinna nýja mark- aði. Þann tíma fáum við með þátttöku í evrópskri frí- verzlun, sem án efa mun einkenna viðskipti okkar á þessum áratug. En við eigum um leið að hefja viðræður um fríverzlun við Japan og ríki Norður-Ameríku. Um þessar mundir er verið að reyna að koma upp fríverzlunarsamtökum fyrir Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Við eigumrað koma því á framfæri við þessi ríki, að við gætum hugsað okkur að sækja um þátttöku í slíku fríverzlunarsvæði vestur yfir Atlantshaf. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu bannar okkur ekki að vera í fleiri fríverzlunarsamtökum á öðr- um slóðum. Ef við værum í senn í evrópskum og amer- ískum fríverzlunarsamtökum, væru okkur enn fleiri leiðir færar til utanríkisviðskipta en nú eru. Við eigum hvarvetna að hvetja til fríverzlunar og frí- verzlunarsamtaka, en hafna aðild að tollmúrasamfélög- um og öðrum tilraunum til að framleiða ný heimsveldi. Jónas Kristjánsson „. ..en Þjóðleikhúsinu er meinað að gegna því hlutverki sínu að fara með snilldarverk leikbókmennta um landið." Descartes, Plató og íslensk menning Eftir langar og strangar umræð- ur um hiö svokallaða Efnahags- svæði Evrópu flutti formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis þjóð- inni þau tíðindi að ekkert væri um samið, ekkert ákveðið, ekkert vitað um eitt né neitt varðandi þetta svæði, sem sagt allt rifrildið, afsak- anirnar, sigursöngvarnir væru bara plat, vindur í vatnsglasi, æf- ingar í pólitísku moldviðri. (Þess ber að geta að háttvirtur formaður- inn orðaði þetta ekki svona heldur miklu diplómatískar og . varlega eins og hans er von og vísa.) Stjórnmálamenn þurfa eins og aðrir að æfa sig til að halda sér í þjálfun. Snarpar umræður um ekki neitt eru því betri en ekkert og koma sér vel þegar til alvörunnar kemur. Þessar umræður voru augsýni- lega æfmg ein, svipað því þegar skipt er í tvö lið innan sama félags til að búa sig undir átök við annað félag. Samherjar keppa þá innbyrð- is, ekki til að sigra heldur til að styrkja hug og vöðva undir hin raunverulegu átök um meistaratit- il eða stig. Stærsti markaður heims Evrópubandalagið hefur nú um nokkurra ára skeið ráðið stjórn- málaumræðunni í Evrópu norðan- verðri. Allt hefur fyrr eða síðar farið að snúast um þennan stærsta markað heimsins eins og menn hafa vanist á að kalla hann. Svíar og Svissarar, Norðmenn og Finnar, Austurríkismenn og íslendingar ásamt með Liechtenstein hafa í senn dregist að þessu bandalagi á jafn óviðráðanlegan hátt og lítið skip dregst að stóru skipi þegar þau sigla hlið við hlið, eða reikistjörnur hringsóla umhverfis þungar sóhr. Spurningin hefur þó aldrei snúist um hvort ætti að tengjast þessum risa heldur hvernig. Megnið af utanríkisviðskiptum okkar eru við ríkin sem mynda Evrópubandalagið, þau eru helsti markaður útflutningsvara okkar. Við hljótum að taka miö af því. En jafnframt er bandalagið þannig uppbyggt að innan þess gilda fjöl margar reglur sem aðildarríkin verða að fara eftir, og þótt við að- eins gerumst aðilar að þessu svo- kallaða efnahagssvæöi verðum við að gangast undir margvíslegar reglur sem þing okkar og forráða- menn geta ekki haft veruleg áhrif á. Þroski þjóðarinnar En úr því enn hefur ekki verið samið um neitt, engir sigrar unnist né heldur ósigrar, og umræðan öll æfing undir framtíöina, þá er óþarfi að hafa áhyggjur af þessu Kjallarinn Haraldur Olafsson dósent komin út og tvö eru tilbúin til prentunar en þylja af blöðum lof- gerðir sínar um íslenska menn- ingu. Málræktarátökin koma helst fram í hátíðasamkomuni og kokk- teilum en Þjóðleikhúsinu er mein- að að gegna því hlutverki sínu að fara með snilldarverk leikbók- mennta um landið. Örfáir lista- menn þjóðarinnar, fólk sem unnið hefur ómetanlegt starf fyrir þjóð sína um langa ævi fær „heiðurs- laun“. Þessi laun hafa til skamms tíma a.m.k. ekki.náð mánaðarlaun- um forstjóra í smáfyrirtæki. Auðga íslenska menningu En það er óþarfi að örvænta. Þrátt fyrir allt trúi ég því að fjöldi góðra manna og kvenna sé reiðu- búinn að leggja mikið af mörkum „Tónlistarhús væri unnt að reisa fyrir álíka upphæð og einn banki tapar við gjaldþrot fiskeldisfyrirtækis ...“ um sinn. Margir sjá endalok íslenskrar menningar verði tengst Evrópu- bandalaginu nánar en nú er. Aðrir telja að því fylgi andleg endurnýjun og efhng fjárhags og félagslégra dyggða. Ekki skal um það dæmt, einungis bent á að viðskiptasamn- ingar skera í sjálfu sér ekki úr um framtíð íslenskrar menningar. Það er þroski þjóðarinnar sjálfrar, vit- und hennar um möguleika sína og þróttur sá sem býr í öllum almenn- ingi sem þar ræður mestu. Þjóðin þarf að vilja vera íslendingar, við- halda tungunni og hindra eftir mætti að hún brenghst og úrættist. Það verður að skapa hér skilyrði fyrir öflugu menningarlífi, stór- bættu skóla- og uppeldiskerfi, rannsóknarstarfi á þeim sviðum sem fámenn þjóð getur vel við ráð- ið. Stjómmálamenn verða aö hætta að verja mihjörðum og aftur mihj- örðum í vonlaus gæluverkefni en skera í sífellu niður framlög til menningar og menntamála. Mont- hús eru reist fyrir milljarða á með- an dregið er úr stuöningi við leik- starfsemi. Tónhstarhús væri unnt að reisa fyrir álíka upphæð og einn banki tapar við gjaldþrot fiskeldis- fyrirtækis (sem hinir svoköhuðu „eigendur" hafa verið búnir að hagnast vel á, l.s.g.). Ráðherrar svara ekki bréfum um örlítinn tímabundinn stuðning við útgáfu undirstöðurits um íslenska þjóð- menningu, þar sem fjögur bindi eru til að efla og auðga íslenska menn- ingu. Þetta fólk er sú brjóstvöm sem hvorki stjórnmálamenn né peningafurstar eru. Um veturnæt- ur gerðust tíðindi sem auka mér trú á þjóðina og það hljóðláta starf sem þar fer fram í trássi við menn- ingarátök og auglýsingamennsku. Hið íslenska bókmenntafélag gefur á hverju ári út nokkur af merkileg- ustu ritum þess menningarheims sem okkur stendur næst, hinum grísk-evrópska. Það skyldi enginn örvænta meðan okkur er fært í ís- lenskum búningi höfuðverk Platós, Ríkið, í þýðingu ungs mennta- manns með ítarlegum inngangi þar sem gerð er grein fyrir þýðingu þess. Og samtímis annað rit sem allir þeir sem leitast við að skilja eitthvað í menningu og vísindum nútimans verða að lesa. Orðræða um aðferð eftir Descartes í þýðingu hins gagnmerka menntamanns, Magnúsar G. Jónssonar, er undir- stöðurit sem hver og einn hefur gagn af að lesa. Meðan Eyjólfur Kjalar Emilsson situr við að snúa ritum Platós úr grísku á íslensku og meðan til er forlag sem gefur út verk Descartes á íslensku er íslensk menning ekki í hættu. Sé hætta á ferðum þá staf- ar hún af því að svo verði þrengt að þeim sem fást við slík störf að þeir neyðist til að fást viö eitíhvað annað „vegna ástandsins í fjármál- um ríkisins" svo gripið sé til orða- vals kansihanna. Haraldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.