Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. Fréttir Fyrrum hluthafi í fyrirtækjum Rækjuness - Björgvins í Stykkishólmi: Kærir meðeiganda fyrir tugmilljóna fjárdrátt - segist hafa veriö „loginn út“ þegar hrein eign var 203 milljónir Fyrrum hluthafi í fyrirtækinu Rækjunes - Björgvin hefur kært meðeiganda sinn til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir umfangs- mikinn fjárdrátt og brot á hluta- fjárlögum. Kærandi var hluthafi að 35-48 prósenta eign í fisk- vinnslufyrirtækjunum Björgvin, Rækjunesi og Rækjunes - Björg- vin. Jafnhliða þessum fyrirtækjum rak meðeigandi hans fyrirtæki í eigin nafni. Þrír stjórnarmenn voru í fyrir- tækjunum þremur, mennirnir tveir og eiginkona þess kæröa. Þau eru sökuð um að hafa fært fjár- magn upp á tugi milljóna króna frá hlutafélögunum, m.a. til ýmissa fjárfestinga, án samþykkis fyrrum meðeigandans. Þarna er meðal annars um að ræða ýmsar peninga- færslur til Sölufélags Hraðfrysti- húsanna í gegnum sölufyrirtæki í Bandaríkjunum. Kærandinn telur að með þeim færslum hafi 40-60 milljónir króna glatast. Maðurinn telur sig hafa verið beðinn um aö víkja úr stjórn Rækjuness - Björgvin og selja hlutabréf sín árið 1988 á fölskum forsendum. Segir hann meðeig- anda sinn hafa komið að máli við sig og sagt honum að viðskipta- banki þeirra setti það sem skilyrði fyrir áframhaldandi rekstri að meðeigandinn ræki það einn. Hon- um var tjáð að fyrirtækið væri svo til gjaldþrota. Vegna þessa seldi maðurinn hlut sinn gegn því að skuldir hans yrðu greiddar. Fyrir- tækið greiddi hins vegar ekki um- samda skuld í nafni eiginkonu kærandans sem leiddi til að hún varð gjaldþrota. Hús þeirra er nú til uppboðsmeðferðar. Kærandinn fullyrðir nú að á sama tíma og hann hefði verið fenginn til að afsala sér hlut sínum heföi endurskoðandi fyrirtækisins sýnt fram á að hrein eign allra hlutafélaganna væri 203 milljónir króna. Af þessu frétti hann ekki fyrr en eftir aö hann var farinn. Kærandinn fullyrðir að eign fyrirtækjanna þriggja hefði veriö færð yfir á fjölskyldufyrir- tæki meðeiganda síns án sinnar vitundar. Farið er fram á rannsókn á fjár- festingum meðeigandans í bygg- ingu iðnaðarhúsnæðis í Reykjavík sem áttu að skila ávöxtun en gerðu ekki. Fjöldi annarra fjárfestinga er nefndur til sögunnar - allt fram- kvæmt með undirskriftum meðeig- andans og eiginkonu hans án þess að leitað væri heimildar stjórnar- fundar né hluthafa. Þar er m.a. um að ræða uppbyggingu jarðar þeirra hjóna þar sem 30-40 milljónum var varið til að byggja stórt hesthús, stækka íbúðarhús, kaupa vélar og hesta og fleiri fjárfestinga. -ÓTT Verum vinir! Vináttuhátíðin ’91 verður haldin i Laugardalshöllinni á laugardag en undanfariö hefur staðið yfir undirbúningur að hátíðinni. Tilgangurinn er að auka tengsl, samskipti, vináttu og aðra jákvæða hluti í samskiptum manna í stað þess að dvelja við skuggahliðar lifsins, eins og ofbeldi eða vimuefnanotkun. Krakkarnir i Folda- skóla tóku örlítið forskot á vináttusæluna í gær, tókust í hendur og mynduðu vináttuhring. DV-mynd Brynjar Gauti Verkfall bitnar á neyt- endum strax á fyrsta degi - segir mj ólkursamlagsstj órinn á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er eðlilegur gangur þegar samningar eru lausir og ekki semst að boðað sé til verkfalls,” segir Þór- arinn E. Sveinsson, mjólkursamlags- stjóri KEA á Akureyri, en verkalýðs- félagið Iðja hyggst grípa til verkfalls hjá fyrirtækinu innan skamms takist ekki samningar varöandi greiöslur til Iðjufélaga hjá fyrirtækinu vegna starfsnáms. Um 30 félagsmenn Iðju starfa hjá Mjólkursamlaginu og þeir hafa sótt slík námskeið, en deilan stendur um þaö að Mjólkursamlagið viil ekki meta slík námskeið til launahækk- ana. „Ég vil ekki opinbera neina skoðun um það hvort og þá hversu mikið á að meta slík námskeið til launa- hækkunar. Það er metið til launa- hækkunar í öllufh matvælaiðnaöi nema í mjólkuriðnaði ef fólk hefur sótt slík námskeið, en það eru ýmis rök fyrir því að gera það ekki. Þetta mál er hins-vegar komið á rétta leið núna að mínu mati, hingað til hefur verið þrýst á mjólkursamlög KEA og KÞ á Húsavík í þessu máli en nú er farið að tala við heildarsamtökin. Það verður að semja við mjólkuriðn- aðinn í heild í þessu máh en ekki bara eitt eða tvö samlög." Þórarinn sagöi að verkfall myndi hafa áhrif strax á fyrsta degi. „Það bitnar á neytendum að fá enga mjólk í verslanir og strax á fyrsta degi færi að vanta fersku vörurnar," sagði Þórarinn. „Það geta ekki orðið nema örfáir dagar þangað til við boðum til verk- fallsins ef það kemst ekki hreyfing á þetta mál,“ segir Kristín Hjádmars- dóttir, formaður Iðju á Akureyri. Hún sagði aö viðsemjendur þeirra yrðu að fara að sýna máhnu áhuga. Gerist það ekki mega Akureyringar eiga von á mjólkurleysi o.þ.h. áður en langt um líöur, því til verkfaUsins verður þá boöað með viku fyrirvara. Vöruskiptahallinn 329 milljónir fyrstu átta mánuðina: Verðmæti sjávaraf urða jókst um 6,3 prósent - einungis fjórðungur útflutningsverslunar við lönd utan EES HalUnn á vöruskiptum við útlönd var fyrstu átta mánuöi ársins rúm- lega 329 milljónir. Án viðskipta ís- lenska álfélagsins hefði hallinn orðið 1.913 mUljónir. Vöruskiptajöfnuður- inn á sama tíma í fyrra var jákvæður um 4,4 milljarða á sama gengi. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti Hagtíðinda. Frá janúarbyrjun til loka ágúst í ár voru alls fluttar út vörur fyrir ríf- lega 62,4 milljarða, þar af nam verð- mæti úttfluttra sjávarafurða 51,3 milljörðum. Samanborið við sama tímabU í fyrra er 0,6 prósent aukn- ingu í útflutningi. Vegur þar þyngst 6,3 prósent aukning í verðmæti sjáv- arafurða. Verðmæti innfluttra vara reyndist tæplega 62,8 milljarðar, sem er aukning upp á 8,8 prósent miðað við í fyrra. Það sem af er árinu hefur útflutn- ingurinn veriö mestur til Bretlands, en þangað höfðu í lok ágúst verið seldar vörur fyrir rUlega 14,3 millj- arða. Næst á eftir koma Bandaríkin sem keypt hafa fyrir um 8 milljarða og síöan Þýskaland með tæplega 7,4 milljarða. Varðandi innflutninginn hefur hann verið mestur frá Þýska- landi en samtals höfðu verið fluttar þaðan vörur fyrir tæplega 8,8 millj- arða í lok ágúst. Næst á eftir koma Bandaríkin með tæplega 7,7 millj- arða og þá Holland með tæplega 7,2 milljarða. Tæplega 76 prósent útflutnings- verslunar og rúmlega 69 prósent inn- flutningsverslunarinnar var fyrstu átta mánuðina til þeirra landa Evr- ópu sem samið hafa um myndun evrópsks efnahagssvæðis. Innflutn- ingur á sama tímabili frá Bandarikj- unum og Kanada var tæplega 12 pró- sent af heildinni og útflutningurinn rúmlega 13 prósent. -kaa Atlantslax: Gjaldþroti enn frestað Beiðni um gjaldþrot laxeldisfyrir- tækisins Atlantslax í Grindavík var enn frestaö hjá bæjarfógetanum í Keflavík á mánudag. Lánardrottnar féllust á að fresta-gj aldþrotaú rsk urði til 3. desember. Ástæðu frestunar- innar má rekja til áhuga norskra aðila á að koma inn í fyrirtækið með fjármagn og hefja ræktun sjaldgæfra fisktegunda. Gjaldþrotsúrskuröi At- lantslax var frestað á sömu forsend- um fyrir hálfum mánuði. Um sama leyti sagði DV fréttir af slæmu ástandi laxa í kerum fyrir- tækisins. Þeir voru illa fóðraðir og mjög horaðir. Héraðsdýralæknir sagðist aldrei hafa komið að öðru eins og vöknuðu auk þess grunsemd- ir um að sýking, kýlapest, hefði stungið sér niöur. Hjá fógetanum í Keflavík fengust þær upplýsingar að sýking hefði ekki fundist við rannsókn sýna úr kerun- um en að dýralæknir hefði gefið fyr- irmæli um að laxinn yrði flokkaður og hirtur betur eftirleiðis. -hlh Útgerðarfélag Akureyringa: Styttist í að gamli Sólbakur f ái hvíldina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Einn af sjö togurum Útgerðarfé- lags Akureyringa fær senn hvíld- ina en ákveðið hefur veriö að leggja „gamla“ Sólbak um áramótin. Kvóti hans verður þá fluttur yfir á aðra togara fyrirtækisins, en þeir eru frystiskipin Sléttbakur og „nýi“ Sólbakur og ísfisktogararnir Harðbakur, Kaldbakur, Svalbakur og Hrímbakur. Að sögn Einars Óskarssonar hjá UA hefur afli togara fyrirtækisins verið fremur slakur að undanf- örnu, enda hefur tíðarfar verið erf- itt þótt vetrarhörkur hafi enn ekki gert vart viö sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.