Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 31. ÖRTÓBER 1991. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Sumarbústaðir er rétti tíminn að panta fyrir vorið, getum þó ennþá útvegað nokkur fyrir veturinn. Heilsárshúsin okk- ar eru vel þekkt, vönduð og vel ein- angruð. 10 gerðir. Þetta hús er t.d. 52 m2 og kostar fullbúið og uppsett 2.650.(XX). Teikningnar sendar að kostnaðarlausu. Greiðslukjör. RC & Co hf„ sími 670470. É Bátar „Jólin nálgast". Talandi Bart Simpson vekjaraklukka. Vekur með raunverulegri rödd Barts Simpson. Kynningarverð aðeins 2490 kr. Póstverslun, smásala, heildsala, Öskjuhlíð hf. Sími 91-621599. Spyrnubílar, kr. 2.085, með sírenu og ljósum, kr. 2.955. Póstsendum. Tómstundahúsið, sími 91-21901. Hausttilboð. RS 5500 GPS, hentugur í smærri báta, hagstætt verð. Visa og Euro. Friðrik A. Jónsson hf„ Fiskislóð 90, sími 91-14135. Það er þetta með bilið milli bíia... ■ Varahlutir ■ BQar til sölu Til sölu MMC Pajero dísil Intercooler, stuttur, árg. ’89, ekinn 65 þús. km, góður bíll, verð kr. 1.700 þús„ einnig Opel Ascona Berlina, sjálfskiptur, árg. ’84, ekinn 91 þús. km, mjög góður bíll, einn eigandi frá upphafi, verð kr. 400 þús. Upplýsingar í símum 92-12468 og 92-15131. Brettakantar á Pajero og fleiri bila, einnig lok á Toyota double cab skúff- ur. Boddíplasthlutir., Grensásvegi 24, sími 91-812030. Blazer, árg. 1978, til sölu, góður bíll, verð kr. 550.000, skipti á ódýrari. Einnig til sölu MMC Colt, árg. 1981, verð kr. 90.000. Upplýsingar í síma 91-78193 eftir kl. 18. GMC Jimmy S-15 ’85 til sölu, tvílitur brúnn/gullsans, sjálfskiptur, vökva- stýri, álfelgur. bíll í toppstandi. Fæst á góðum kjörum eða með góðum stað- greiðsluafsl. Uppl. hjá Bílasölu Reykjavíkur í síma 678888. Subaru station 1800 GL, árg. 1988, til sölu, ekinn aðeins 48 þúsund km, sjálfskiptur, vökvastýri, centrallæs- ingar, útvarp/segulband o.fl. Ath„ einn eigandi, reyklaus. Upplýs- ingar í síma 91-680159 eftir kl. 19. Range Rover '87 til sölu, ekinn 47 þús. Uppl. í síma 96-23068 kl. 18-21. Toyota Xtra Cab DLX, árg. ’85, 5 manna, 33" ný radialdekk, álfelgur, gullfall- egur bíll. Skipti á ódýrari. Uppl. í síma 92-11190. Daihatsu Charade '88 til sölu. Ekinn 60 þús„ blár, beinskiptur, 4 gíra,. Verð 500 þús. Staðgr. ath. Uppl. í síma 37085 á kvöldin og s. 92-68555 á daginn. Toyola Tercel, arg. '87. lil solu, skoðað- ur ’92, verð aðeins kr. 660.000. Upplýs- ingar í síma 91-43457 eftir kl. 17. ■ Sport Pajero Wagon, árgeró ’88, dökkblár, gullfallegur bíll, 5 gíra, ekinn 77 þús- und km, 31" dekk, útvarp, segulband, nýlega yfirfarinn og með ’92 skoðun. Verð kr. 1.850.000, skipti á ódýrari, t.d. station-bíl. Aðrar upplýsingar í síma 91-685870 eða 624205 á kvöldin. iRAiir ■ mcnoss KLUBBURINN Rallycrossæfingakeppni verður haldin á brautinni við Krísuvíkurveg sunnu- daginn 3. nóvember. Mæting kl. 10. Keppni hefst kl. 14. Aðgangseyrir 400 kr. Skráning verður fimmtudaginn 31. okt. frá kl. 20-22 í félagsheimilinu Bíldshöfða 14. Góða skemmtun. Meiming____________________________pv Muggur vors ogblóma - lokadagar sýningar 1 Listasafni í slands Nú fer hver að veröa síðastur til að sjá sýningu Listasafns íslands á verkum Guömundar Thorsteinssonar, Muggs, en henni lýkur á sunnu- dag. Sýningin var sett upp í tilefni af því að nú eru hundrað ár liðin frá fæðingu þessa „fyrsta húmorista íslenskrar myndlistar" eins og Björn Th. Björnsson nefndi hann í bók sinni. Önnur bók um Mugg var gefm út í tilefni af þessari sýningu. Þar er farin sú leið að greina list hans í þrjá flokka og er það að mörgu leyti réttlætanlegt. Þótt Júlíana Gottskálksdótt- ir bendi réttilega á það að fyrsti flokkurinn, sem tekur yfir þjóðsagna- og ævintýrateikningar sé vafalítið merkasta og viðamesta framlag Muggs til íslenskrar myndlistar. Úti er ævintýri Sérstaða Guðmundar Thorsteinssonar í hérlendum myndlistarheimi fyrrastríðsáranna er ekki hvað síst fólginn í kímninni, sem mörgum hef- ur vafalaust þótt harla dönsk á þeim tíma. Enda ólst kaupmannssonurinn Guðmundur upp við skandinavískar fagurbókmenntir, sem oft hafa verið Myndlist Ólafur Engilbertsson ríkulega myndskreyttar og nefnir Júlíana þar saem ábyrgðarmenn þá Thedór Kittelsen og ívar Arosenius. Líkt og þessir höfuðteiknarar Skand- inavíu um og fyrir aldamót, lét Guðmundur blýantinn sveiflast milli glettni og angurværðar í ævintýramyndum sínum. Og líkt og Ásgrímur Jónsson teiknar hann tröll, en á allt öðrum og galsafengnari forsendum. Tröll Ásgríms eru ógnvekjandi eins og óútreiknanleg náttúruöflin en tröll Guðmundar í myndskreytingum viö söguna af Búkollu eru fremur klaufa- leg og lítil ógnun við sallarólegan smaladrenginn. Fólk í gleði og sorg Á sýningunni eru verk sem orkar tvímælis hvort eigi að telja til ævin- týraflokksins eða þess næsta sem tvímælis hvort eigi að telja til ævintýra- flokksins eða þess næsta sem Hrafnhildur Schram íjallar um; Maðurinn og umhverfi hans. Þar má nefna sílúetturöðina „Tre yndige Smaapiger sad i en Have“. Þessar klippimyndir, sem Guðmundur var afar leikinn í að útfæra má með nokkrum fyrirvara nefna fyrstu íslensku myndasög: una. Þessa fjögurra mynda röð gerði Guðmundur árið 1920, einmitt um þaö leyti sem dagblöð í Evrópu hófu reglulega birtingu myndasagna. Annars teljast margvísleg verk til ofangreinds flokks og sum hver býsna ólík því sem helst er talið með Muggsblæ. Þar á meðal eru olíukrítar- og vatnslitamyndir frá heimsborginni New York sem hafa ekki yflr sér sama innileikann og t.d. „gjenturnar" frá Sætersdal eða síldarstemmningarnar frá Siglufirði. En galsa sumarsins fylgdi vetrardrungi og spænska veikin 1918-1919 hjó stórt skarð í fjölskyldu Guðmundar. Frá þeim tíma er t.d. „Kolaburður í Reykjavík", en þar blandast þungbær sorg eins og ósjálf- rátt vinnuþunganum. Trúarleg verk í kjölfar þungra áfalla tók Muggur að hneigjast meir að trúarlegri myndgerð. Þar hlýtur að teljast merkust altaristaflan „Kristur læknar sjúka“, sem hefur staðiö uppi í Bessastaðakirkju, en er eign Listasafns- ins. Bera Nordal skrifar um tilurð þeirrar myndar og af því má ráða aö Guðmundur hafi litið á hana sem sitt mikilvægasta verk og prófstein á getu sína í málaralist. Meðgangan tók heil fimm ár og e.t.v. má þakka það gljápappírsleysi ítala að verkið kom í heiminn fullskapað, en ekki einungis í skyssuformif!) En efniviður á borð við gljápappírinn og annað fóndurkyns, s.s. taubúta, bendir á hinn bóginn glögglega til þess aö Mugg- ur hafi síður en svo gertsér grillur um sjálfan sig sem forframaðan lista- mann. í bók Listasafns íslands og á sýningu þess kemur einmitt skýrt í ljós hve hann hefur verið fordómalaus og fullur hluttekningar með hinu smáa í kringum sig. Af því gætu margir lært. NAFN BRÚÐHJÓNA: Þessar upplýsingar verða birtar í DV á fimmtudegi fyrir brúðkaupið og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi. KENNITALA: HÚN 1 1_1111_ 1 1_!_!_L HANN 111111-11111 HEIMILISFANG/ SÍMI_________________________________ VÍGSLUSTAÐUR_____________ DAGUR/TÍMI_______________ BORGARALEG VlGSLA/PRESTUR NÖFN FORELDRA____________ SENDIST TIL ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. SJÁUMST MBJENDURSKM RÁÐ Já... en ég nota nú yfirleitt beltið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.