Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Blaðsíða 9
' FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 9 Utlönd DV Það var Ijót aðkoma eftir umferðarslys skammt frá Washington í Bandaríkjunum i gær þegar öskubíll keyrði yfir lítinn fólksbíl. Hér sést hvar verið er að bjarga farþega úr aftursæti litla bílsins. Hann komst lifs af en farþegi í framsæti lést. Simamynd Reuter NÝ SENDING AF HÚSGÖGNUM GLÆSILEGIRHORNSÓFAR, SÓFA- SETT, SVEFNSÓFAR OG BORÐ- STOFUHÚSGÖGri ÚRVAL ÁKLÆÐA Verð 86.000 staðgr. % húsgögn Banaslys skammt frá Washington DC: Öskubíll flatftð smábfl FAXAFENI 5, SIMI 674080 - 686675 Ein kona lét lífiö og þrennt slasað- ist, þar af þriggja ára gamalt barn, í hryllilegu bílslysi skammt frá Was- hington, höfuöborg Bandaríkjanna, í gær. Slysið varð með þeim hætti að stór og þungur öskubíll ók aftan á litla fólksbifreið og fór hreinlega yfir hana. Bílamir tveir runnu síðan áfram á stóran flutningabíl sem var á þjóðveginum. Farþegi í aftursæti fólksbílsins var fastur í flakinu í eina og hálfa klukkustund áður en tókst að bjarga honum. Þykir mikil mildi að hann skuli hafa sloppið lifandi undan öskubílnum. Flogið var með hann á sjúkrahús í borginni Fairfax í Virgi- níufylki þar sem honum var sagt líða vel eftir atvikum. Konan sem lést var farþegi í fram- sæti. Eiginmaður hennar ók bílnum og slasaðist hann nokkuö, svo og þriggjaárasonurþeirra. Reuter Bílstjórinn var njósnari ffyrir KGB Bílstjóri breska sendiherrans í Moskvu hefur játað að hafa stundað njósnir fyrir sovésku leyniþjón- ustuna, KGB. Hann hleraði m.a. sam- töl bresku sendiherranna sem hann þjónaði á meðan hann ók þeim um í Rolls Royce glæsivagni sendiráðsins. Á blaðamannafundi í Moskvu í gær iðraðist Konstantín Demakhín bíl- stjóri tvöfeldni sinnar og sagðist hafa verið miklu betri bílstjóri en njósn- ari í þau tuttugu ár sem hann hefur unnið fyrir sendiráðið. Hann var „enginn James Bond“ sagði hann. „Eg er þeirrar skoöunar að KGB sé orðin jafnrotin og „kommúnísk framtíð okkar“. Útblásnir starfs- menn hennar voru gegnsýrðir þeirri hugmynd að aö þeir stæðu sig vel í baráttunni við heimsvaldastefnuna," sagði Demakhín. Starfsmenn breska sendiráðsins tóku fréttinni um bílstjórann með hinni mestu ró og neituðu að tjá sig um málið. Tímaritið Literaturnaya Gazeta skýrði fyrst frá njósnum bíl- stjórans í síðustu viku. Talsmaður breska sendiráðsins sagði líklegt að Demakhín héldi áfram starfi sínu sem bílstjóri núver- andi sendiherra Bretlands, Sir Rodric Braithwaite. Konstantín Demakhín, bilstjóri breska sendiráðsins í Moskvu til tuttugu ára, hefur játað að hafa stundað njósnir fyrir leyniþjón- ustuna KGB. Simamynd Reuter Demakhín sagði að hann hefði afl- að fremur lítilla upplýsinga með því að hlera samtöl manna í sendiráðinu þar sem alltaf væri gert ráð fyrir því að bílstjórinn væri á mála KGB. Reuter Grænlands- verslun skipt upp Hinu tvö hundruð ára gamla fyrir- tæki, Grænlandsverslun, verður á næstunni skipt í smærri sjálfstæð fyrirtæki. Og þar með hefst nýr kapítuli í atvinnulífi á Grænlandi. Það var meirihluti þingmanna á grænlenska landsþinginu sem ákvað þetta á þriðjudag. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig fyrirtækinu, sem áður fyrr hét Hin konunglega Grænlandsverslun, verður skipt en líklegt má þó telja að það verði í út- gerðarfélag, heildsölu, verslun, póst- þjónustu o.fl. Ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en á vorfundi landsþingsins. Hugmynd landsþingsins er að markaðsöflin eigi að hafa meiri áhrif á þróun mála í landinu, m.a. í þá átt að lækka allan tilkostnað atvinnu- lífsins. 3ja daga tilaoð EURO SKO DOMUSKOR Litur: Svartur Stærð: 36-41 Verð: 1990,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Auglýst eftir menntastefnu Opinn umræðufundur um menntastefnu og viðhorf í menntamálum; námslán, framhaldsskólann, menntun á háskólastigi, iðnmenntun, brottfall úr námi. Fundurinn er haldinn á vegum útgáfu- og fræðslunefndar BSRB í samráði við Stúdentaráð, Bandalag íslenskra sérskólanema og Iðnnemasamband íslands. Markmið fundarins eru opin skoðanaskipti og upplýsingamiðlun um stöðu fram- haldsmenntunar í landinu. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89, 4. hæð, í dag - fimmtudaginn 31. október - kl. 17.00 til 19.00. F rummælendur: Gísli Árni Eggertsson, æskulýðsfulltrúi og varaformaður Starfsmannafélags Reykj avíkurborgar Guðmundur Magnússon, formaður nefndar á vegum menntamálaráðherra um endurskoðun námslánakerfisins Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Islands. Einnig sitja fyrir svörum: Pétur Óskarsson, fulltrúi námsmanna í stjórn LÍN Bjarni Ingólfsson, formaður BÍSN fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu Útgáfu- og fræðslunefnd BSRB Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.