Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1991, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991. 5 Allt að 35% afslátturí REYKJAYJi^ig ★ Washburn Hljóðfæri ★ Aukahlutir ★ o.m.fl. Þaö er verið að reisa hús á Suður- eyri. Reyndar er það ekki íbúðarhús sem verið er að byggja, því slík standa nú mörg auð á staðnum, held- ur veiðarfærageymslu og beitninga- aðstöðu niðri við höfnina. „Við erum ekki á förum, okkur flytur enginn burt,“ segja þeir sem að nýbyggingunni standa, Guð- mundur Ingimarsson og Valgeir Hallbjörnsson. Þeir stunda línuveið- ar á eigin mótorbát og segja að það sé gott að róa frá Suðureyri. Um leið benda þeir á bátinn sinn þar sem hann liggur skammt frá togaranum Elínu Þorbjarnardóttur sem nú hef- ur verið innsiglaður vegna vangold- ins virðisaukaskatts. Togarinn fylgdi með í kaupunum á Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri sem Byggða- stofnun seldi Norðurtanganum á ísafirði og Frosta á Súðavík. Kauptil- boðið var samþykkt með þeim fyrir- vara að tryggt yrði að til vinnslu kæmu 2.500 tonn af hráefni á ári. Eins og fram kom í DV í gær hefur Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri Freyju, tjáð Byggðastofnun að hann ætli að nýta sér forkaupsrétt sinn á hlutabréfum stofnunarinnar. Hann verður því að ganga inn í kauptilboð Norðurtangans og Frosta. Þeir félagamir segjast vilja fá meiri kvóta til Suðureyrar. „Það á ekki að láta hann allan til Granda eða Út- gerðarfélags Akureyrar. Menn þurfa að fara að hugsa betur um byggða- stefnuna. Reykjavík byggist ekki upp ef landið veröur sett í rúst.“ Gardínulausir gluggar Suðureyri er enn ekki komin í rúst en augljóst er að margir hafa haft sig á brott. Þegar blaðamaður DV hefur á orði við þá Guðmund og Valgeir að gardínulaust sé á mörgum stöðum svarar Valgeir í hálfkæringi: „Ætli það sé ekki bara verið að þvo gardín- urnar fyrir jóhn,“ en játar því svo að margir séu farnir. suður,“ áherslu á. leggja Súgfirðingarnir I hressingargöngu. Valgerður Hallbjörnsdóttir og Ósk Bára Bjarnadóttir segjast aldrei ætla að fara frá Suður- eyri. Valgerður er einn af þeim mörgu bæjarbúum sem eru atvinnulausir. DV-mynd GVA Það er eiginlega líka í hálfkæringi sem þeir segja að nýbygging þeirra sé fyrsta verk húsasmíðameistarans Elvars Friðbertssonar. Elvar segir það vera rétt að þetta sé fyrsta verk- ið síðan hann hlaut meistararéttindi í húsasmíði 1977 fyrir utan orkubúið og fiskverkunina Kögurás sem var boðið út. Það hefur ekki verið nein þörf á að byggja á Suðureyri. „Það þarf að koma fjármagninu út á landsbyggðina, núna sogast allt Þyrlunefnd vlll aukið samstarf við vamarliðið: Tæknilega virð- ast engir mögu- leikar lokaðir - segirupplýsingafulltrúivamarliðsins Valgeir Hallbjörnsson, Guðmundur Ingimarsson og Elvar Friðbertsson við nýbyggingu við höfnina á Suðureyri. Valgeir og Guðmundur eru að koma sér upp veiðarfærageymslu og beitningaaðstöðu. Nýbyggingin er eiginlega fyrsta verk trésmiðsins Elvars Friðbertssonar síðan hann hlaut meistararétt- indi í húsasmiði 1977. DV-myndGVA „Það er ekki varnarliðsins að gera milliríkjasamning, sem fæli í sér aukna samvinnu á sviði björgunar- mála, heldur íslenskra og banda- rískra stjórnvalda. Tæknilega virð- ast hins vegar engir möguleikar vera lokaðir í þessum efnurn," segir Frið- þór Eydal, upplýsingafulltrúi varn- arliðsins. Síðastliðið vor skipaði dómsmála- ráðherra svokallaða þyrlunefnd til að undirbúa kaup á nýrri og fullkom- inni björgunarþyrlu fyrir Landhelg- isgæsluna. Verkefni hennar var einnig að gera tillögur um samstarf við aðra björgunaraðila og varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar var skipaður Björn Bjarnason alþingismaður. í nýlegri skýrslu nefndarinnar kemur fram það álit hennar að það sé nauðsynlegt að íslenska ríkið starfræki björgunarsveit, vel búna þyrlum, og að æskilegt sé að fram- hald verði á núverandi samstarfi Landhelgisgæslunnar og þyrluvakt- ar lækna. Þá leggur nefndin til að íslensk stjórnvöld afli sér heimildar til formlegra viðræðna við bandarísk stórnvöld um framtíðarskipan björg- unarstarfsemi fyrir varnarliðið um leið og kannað verði til þrautar hvort nýjar þyrlur varnarliðsins hæfi ís- lenskum björgunaraðilum. í áliti nefndarinnar er vitnað til greinargerðar Alberts Jónssonar, starfsmanns öryggismálanefndar, þar sem skýrt er frá möguleikunum á nánari samvinnu íslendinga og varnarliðsins á sviði björgunarmála. Albert segir einkum tvo kosti koma til greina. Annars vegar að íslending- ar annist rekstur allra björgunar- þyrlna á landinu og að varnarhðið greiöi fyrir þá þjónustu sem það fái, til dæmis meö því að láta af hendi þyrlur, eldneytisflugvél og önnur tæki. Hins vegar sér hann kost í því að íslendingar kaupi sér sams konar þyrlu og Bandaríkjaher notar og á sömu kjörum. Telur hann að með því mætti bæði spara stofn- og rekstrar- kostnað. Segir hann þennan kost gefa möguleika á margs konar samstarfi, til dæmis að íslenskir og bandarískir flugmenn fljúgi saman en það gæti skipt miklu vegna þekkingar ís- lenskra flugmanna á staðháttum. -kaa Skrifin neikvæð Þeim þykir skrif fjölmiðla um ástandið á Suöureyri hafa verið nei- kvæð og dregið kjark úr fólki. „Við hefðum viljað vera í friði. Umfjöllun fjölmiðla gerði illt verra þegar erfið- leikar Freyju byrjuðu og það sama var uppi á teningnum þegar hrepp- urinn þurfti að semja við lánar- drottna." Elvar hefur þó ekki látið draga úr sér kjark frekar en þeir Guðmundur og Valgeir sem aldrei hafa landað einum ugga annars staðar þó nú gæti orðið breyting á þegar enginn er til að taka á móti aflanum. Elvar hefur ásamt félaga sínum fjárfest í gamla kaupfélagshúsinu. Hugmynd þeirra er að opna byggingavöru- verslun með tímanum og vera með aðra þjónustu tengda bygginga- vinnu. Þessir hreinræktuðu Súgfirðingar geta einnig hugsað sér annars konar þjónustu á staðnum, eins og til dæm- is þjónustu við útlendinga. í fyrravor var þýskri konu, sem heillaðist af Suðureyri og umhverfi og vildi reisa sumarhús á staðnum, úthlutað leigu- lóð en hún hefur enn ekki látið í sér heyra. í hressingargöngu Það virðist einnig ríkja óvissa varð- andi margt annað á Suðureyri þó heimamenn vilji sem minnst um það tala. Nokkrir tugir íbúanna eru at- vinnulausir og framtíðin óljós. Marg- ar kvennanna, sem annars væru í fiski, hafa tekið sig saman og stunda gönguferðir sér til hressingar. Út- sendarar DV rákust á tvær göngu- konur, Valgerði Hallbjörnsdóttur og Ósk Báru Bjarnadóttur sem voru að koma úr sinni daglegu átta kílómetra göngu. Valgerður vann hjá Freyju en Ósk Bára tekur það fram að hún hafi verið heimavinnandi og sé því ekki atvinnulaus. Þær eru, eins og bjartsýnismenn- irnir við höfnina, reiðar skrifum íjölmiðla. „Það hefur verið gert lítið úr okkur. Þaö er skrifaö um okkur eins og Vestfirðir séu baggi á þjóðfé- laginu. Þetta þorp hefur skilað sínu og vel það gegnum árin.“ Um auðu húsin segja þær: „Það fóru héðan tvær fjölskyldur í haust en það var ekki vegna atvinnu- ástandsins. Það var einnig margt fólk flutt héðan áður en Freyja var seld. En það er ekki rétt að nánast allir séu farnir nema presturinn," segja þær og taka fram að þær muni aldr- ei fara. -IBS Fréttir Suðureyri: „Við erum ekki á förum“ - segja bjartsýnir Súgfirðingar og reisa hús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.