Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 2
2
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Fréttir
Allt í háaloft vegna samkomulags á þingi um sjómannaafslátt:
Samþykkjum aldrei
neitt í þessa veru
- segir Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavikur
„Þingmenn, sem teljast til sjó-
manna, töldu sig vera búna aö ná
einhveiju samkomulagi um sjó-
mannaafsláttinn en við getum alls
ekki sætt okkur viö þaö. Þaö eru
hreinar línur með það. Ég hef kynnt
mér afstöðu sjómanna um allt land
til þessa máls í dag og það verður
aldrei samþykkt neitt í þessa veru.
Ég get ekki séð annað en að boðuð
verði vinnustöðvun," sagði Jónas
Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, í samtah
viðDV.
Samkomulag það sem fulltrúar sjó-
manna á þingi töldu sig hafa náð um
sjómannaafsláttinn hefur vakið gíf-
urlega hörð viðbrögð. Jónas og fleiri
forystumenn sjómanna fóru niður á
Alþingi í gær og komu þ§r sjónar-
miðum sínum á framfæri við íjár-
málaráðherra og fleiri þingmenn.
Var mönnum mjög heitt í hamsi.
Jónas segir sjómenn hafa haldið
aö þeir ættu að fá sjómannaafslátt á
skráningardaga, orlofsdaga og þá
daga sem sjómenn væru veikir en í
sjómannalögum segir aö menn skuh
ekki missa laun verði þeir veikir. I
fyrrnefndu samkomulagi eru orlofs-
dagarnir hins vegar ekki inni í
myndinni. Vantar því heilan mánuð
upp á að venjulegir sjómenn fái þann
sjómannafslátt sem þeir hafa verið
með til þessa.
„Við sættum okkur við að loka á
þá sem ekki eru sjómenn, þaö er
bara sanngimismál, en sjómenn
skulu hafa sinn sjómannafslátt og
engar refjar. Við sækjum hann þá
bara ef menn ætla að fara þesa leið.
Þeir fá það óþvegið frá okkur, við
grípum th aðgerða."
Það tekur eina viku fyrir sjó-
mannafélögin að boða verkfah, eftir
að verkfahsheimhdar hefur verið ah-
að. Búist er við að félögin afh sér
verkfahsheimildar fyrir jól og boði
þegar í stað verkfall.
A farskipunum eru menn með
bundinn samning en hægt er að boða
samúðarvinnustöðvun. Yfirmenn á
kaupskipum eru hins vegar með
lausa samninga svo þeir geta boðað
vinnustöðvun með aðeins viku fyrir-
vara. -hlh
Alþingi óstarfhæft vegna deilna:
Ríkisstjórnin
treg til samn-
inga um þinglok
- þagnarþóf tók við af málþófi
Þriðja og síðasta umræöa fjárlaga
hófst á Alþingi síðdegjs í gær eftir
að þingstarf hafði verið frestað um
nokkrar klukkustundir.
Ástæðan frestunar voru dehur
milli stjómarhða og stjórnarand-
stæðinga um hvemig staðið skyldi
að þinglokum. Höfðu þingmenn á
orði að í stað málþófs stjórnarand-
stæðinga hefði þagnarþóf stjómarl-
iða tekið við. Ástæöan var sú að ekki
þótti rétt að halda þingstörfum áfram
fyrr en hnur hefðu skýrst um hvem-
ig að afgreiðslu mála yrði staðið.
Fullkomin óvissa var í gær um hvort
ríkisstjóminni tækist að fá fjárlög
samþykkt fyrir jól.
Innan ríkisstjómarflokkanna ríkir
nokkum veginn eining um fjárlaga-
frumvarpið og önnur fmmvörp því
tengd. Thl að koma þessum frum-
vörpum í gegnum þingið þarf hins
vegar ríkisstjómin að fá samþykkt
afbrigði frá þingsköpum. Th þess
þarf samþykki stjómarandstöðunn-
ar. Það samþykki vhl hún ekki veita
nema að fá eitthvað í staðinn.
Eftir að þögn hafði ríkt í sölum
Alþingis um nokkra hríð gáfu stjórn-
arliðar kost á samningum við stjórn-
arandstöðuna. í kjölfarið efndu for-
setar þingsins th funda meö for-
mönnum þingflokkanna.
Krafa stjómarinnar var að ásamt
fjárlögum yrði frumvörpum um
tekju- og eignaskatt, ráðstafanir í rík-
isfjármálum, jöfnunargjald, Hagræð-
ingarsjóð og Verðjöfnunarsjóð komið
í gegnum þingiö fyrir þinglok. Hins
vegar væri hún thbúin að fresta af-
greiðslu lánsfjárlaga fram yfir ára-
mót.
Á þetta gat stjómarandstaðan ekki
falhst og gerði meðal annars kröfu
um að ríkisstjómin féhi frá löggu-
nefskattinum, skerðingu bamabóta
og upptöku skólagjalda. Einnig
krafðist hún þess að beðið yrði fram
yfir áramót með að afgreiöa umeild
atrið sem snerta grunnskólalögin,
Hagræðingarsjóð og ýmsar aðrar
umdehdar aögerðir í ríkisflármálum.
Þegar DV fór í prentun hafði sam-
komulag ekki tekist.
-kaa
Tælandsfar-
anumsleppt
úrfangelsi
Tælandsfaranum Kristjáni Páls- við DV i gærkvöldi.
synl var sleppt úr Hegningarhús- Eins og fram kom i DV i vikunni
inu síðdegis í gær. Dómsmálaráöu- taldi Fangelsisraálasto&iun að
neytiö felldi úr gildi ákvöröun Krislján hefði rofið skhyrði
Fangelsismálastofnunar um að reynslulausnar sem hann hlaut
hann heföi gerst brotlegur með fyir á þessu ári. Var honum þvi
óyggjandi hætti er hann fór á gert að afplána tæplega 3 mánaða
sviknum farmiöa tíl Tælands í refsingu. Lögmaöur Kristjáns
september síöastliðnum. kærði ákvöröun Fangelsismála-
,JVÍér liður mjög vel yflr þessu. sto&iunar th ráðuneytisins sem
Ég losnaöi Wukkan tiu minútur korast að fyrrgreindri niöurstöðu.
fyrir flögur í dag. Ég er mjög -OTT
ánægður með þetta," sagði Kristján
Skyggni var með eindæmum gott á suðvesturhorninu í gær og falleg birta.
Til að njóta þessa sem best lögöu sumir leið sína i Perluna og litu i sjón-
auka. Sólin var lágt á lofti enda vetrarsólstöður, stysti dagur ársins, á
morgun. Frónbúar geta þó verið glaðir i hjarta þar sem á Þorjáksmessu
tekur sköpunarverkið fyrsta hænufetið í átt til langra og bjartra sumardaga.
DV-mynd Brynjar Gauti
Áskriftargetraun DV:
Daihatsu Applause
til Akureyrar
Þaö var ánægður áskrifandi DV frá
Akureyri sem tók viö fyrsta vinn-
ingsbílnum í áskriftargetraun DV,
en fyrsti bíllinn var dreginn út í gær.
Þessi heppni áskrifandi, Sævar
Jónatansson, Hrafnabjörgum 4 á
Akureyri, kom fljúgandi með „kaffi-
vélinni" frá Akureyri í gærdag og tók
viö vinningsbílnum úr hendi Ellerts
B. Schram, ritstjóra DV, í Borgar-
kringlunni, en þar hafði bíllinn verið
th sýnis síðustu daga. Að því loknu
ók Sævar á nýja bílnum heim th
Akureyrar.
Þetta var fyrsti bíllinn af þrettán
sem dreginn var út og næstur í röð-
inmni er Renault 19 sem dreginn
veröur út í janúar. Nánar veröur
sagt frá afhendingu á vinningsbhn-
um í DV-bhum næsta laugardag.
-JR
Guöjón A. Kristjánsson:
Erumí
varnar-
stöðu
„Ég er ekki hissa þó sjómenn
séu óánægðir enda er þetta ekki
sá endapunktur sem við hefðum
vhjað sjá í málinu. Eins og málið
er nú erum við í vamarstööu,
erum að reyna að ná því skásta
sem við teljum okkur geta náð.
Eftir standa öh viðbrögö sjó-
manna, hvort sem þeir sigla í
land eða afla sér verkfahsheim-
ilda og boða verkfah frá 1. jan-
úar," sagði Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Farmanna- og
fiskimannasambands íslands og
sitjandi þingmaður Vestfírðinga,
viðDV.
Sj ómenn eru æfir vegna þeirrar
niðurstööu um sjómannafslátt-
inn sem varö hjá þingmönnum
sjtórnarflokkanna í fyrrakvöld
en hún þýðir um 8 prósent skerð-
ingu á sjómannaafslættinum.
„Við erum hér að reyna að ná
fram þeirri stööu sem viö teljum
besta en meirihlutinn ræður. Við
ráðum engu þó við höfum aðra
skoðun."
- Munuð þið sem gagnrýnt haf-
ið skerðingu aflsáttarins greiða
núverandi tihögum atkvæði?
„Komi fram betri tihaga fylgj-
um við henni en þar sem við er-
um í minnihluta reikna ég meö
að við styðjum tihöguna eins og
hún Iítur út núna.“
Guöjón sagði ekki vafamál að
sjómenn reyndu að sækja skerð-
ingu sjómannaafsláttarins í
kjarasamningum ef Alþingi lög-
festir skerðinguna eins og hún
liggur fyrir.
-kaa/hlh
Verslaniropn-
artii 22íkvöld
Verslanir verða opnar th klukk-
an 22 í kvöld. Á þetta bæði við
um stórmarkaði, Kringluna og
verslanir viö Laugaveginn.
Á morgun, sunnudag, verða
verslanir almennt opnar frá
13-18, nema Mikligarður sem
verður opinn tíl klukkan 20. Á
Þorkláksmessu verða verslanir
við Laugaveg opnar frá 9-23.
Kringlan verður opin frá 10-22
og Hagkaup Skeifunni og Mikh-
garður 9-22.
Útsölustaöir Áfengis- ogtóbaks-
verslunar ríkisins eru lokaðir yf-
ir helgina. Á Þorláksmessu verða
þeir opnir frá 10-22. Jólatréssölur
verða opnar th 22 báða helgar-
dagana.
Helstu markaðir verða opnir
um helgina. Kolaportið er opiö í
dag frá klukkan 10-16. Á morgun,
sunnudag, verður það opið
klukkan 11-17. Síðan veröur það
lokað tíl 11 janúar næstkomandl
Markaðstorgið i Kringlunni fylg-
ir afgreiðslutíma annarra versl-
ana þar. í Jólaskeifunni verður
opiö th 22 í kvöld, 12-19 á morgun
og 10-23 á Þorláksmessu. Undra-
land við Grensásveg veröur opiö
tíl klukkan 18 í kvöld, 11-18 á
morgun og 15-21 á Þorláksmessu.
Þæ- er lokaö á aðfangadag.
Okeypis verður í öll bhahús,
bílastæði og stöðumæla á vegum
borgarinnar um helgina, svo og á
Þorláksmessu. Búist er við mik-
ihi umferð bila i miðborginni.
Okumönnum skal bent á að þeir
geta lagt bhum sinurn í bílahús á
horni Vesturgötu eða viö Berg-
staöastrætí. Opin stæði eru síðan
við Olís við Sæbraut, Ingólfsgarö
og á lóö Eiraskips mhli Vatnsstigs
og Frakkastígs. Einnig má benda
á Bakkastæði og opna stæðiö við
Alþingishúsið.