Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 19 Sviðsljós Grænlendingar reyna að græða á jólasveininum - óánægja á heimsþingi jólasveina Grænlendingar reyna nú að koma því inn hjá umheiminum að alvöru heimkynni jólasveins- ins séu á Grænlandi. Þetta gera þeir auðvitað í þeirri von að ferðamenn flykkist til landsins. Opnuð hefur verið sérstakt jólasveinaland í Nuuk, höfuðborg Grænlands, og þykir víst að það vekji reiði annarra Norðurlanda- þjóða sem eignað hafa sér jóla- sveininn. í norðurhéruðum Sví- þjóðar, Noregs og Finnlands hafa um skeið verið starfræktar jóla- sveinamiðstöðvar sem halað hafa inn peninga. Grænlenskir viðskiptamenn og yfirvöld hafa varið sem samsvar- ar hundrað og tuttugu milijónum króna í jólasveinalandið í Nuuk. Þar verður ýmis jólavarningur til sölu, sem og grænlenskur hand- iðnaður. Gert er ráð fyrir að miðstöðin verði alveg tilbúin fyrir næstu jól. Ætlunin er að hafa hana opna allart ársins hring og kynna þar Grænland og grænlenska menn- ingu. Ráðgerðar eru ferðir á sleð- um sem hreindýrum verður beitt fyrir. Milljarður í gróða Þess er vænst að tekjumar af jólasveinalandinu nemi rúmum milljarði íslenskra króna á ári þegar allt verður tilbúið. Græn- lendingar búast við ferðamönn- um í leiguflugi og þá helst frá Noröur-Ameríku og Japan. Grænlendingar búast einnig við að jólasveinalandið verði til þess að bréfum til jólasveinsins frá bömum víðs vegar að úr heiminum fjölgi en hingað til hafa borist um þijátíu þúsund slík bréf til Grænlands fyrir hver jól. Grænienska póststofnunin hefur svarað öllum bréfunum og sent bréfriturum jólakveðju og smágjöf. Deilt um sveinka á íslandi Deilan um jólasveininn kom upp á yfirboröið á fundi Norður- landaráðs á íslandi í fyrra þegar þáverandi formaður grænlensku landssfjómarinnar, Jonathan Motzfeldt, sakaði Finna um stuld á jólasveininum. Motzfeldt sagði að Finnar hefðu flutt jólasveininn frá heimkynnum hans á Græn- landi til flatneskjulegs skógar- svæðis í Finnlandi sem væri ekki í neinum tengslum við jólin. Aðstandendur grænlenska jóla- sveinalandsins em þessu sammála. „Aflir vita að jólasveinninn kemur frá Grænlandi, meira að segja Walt Disney hélt þvi fram.“ Aðstandend- umir segja að jólasveinaland Dis- neys hafi verið haft í huga þegar undirbúningur að miðstöðinni í Nuuk hófst. Hálfmilljón í heimsókn Ádeilan á Finna er að hluta til vegna þess hve vinslBlt jólasveina- land þeirra, sem þeir reistu fyrir sex ámm, hefur orðið. Alls hefur yfir hálf milljón manna heimsótt jólasveinalandið á hveiju ári og Finnar hafa notað tölvu tfl að flokka öfl bréfin sem borist hafa til jólasveinsins. Þau hafa verið að- eins fleiri en gestimir í jólasveina- landinu eða um sex hundmð þús- und. Framkvæmdastjóri grænlenska jólasveinalandsins er ekki á því að láta Finna njóta alls ágóðans af jólasveininum. Hann bendir á það að ef sveinki þyrfti að læra finnsku hefði hann aldrei nógan tíma til að koma jólagjöfum til allra bama. Með þessu er framk væmdastj órinn að vísa til þess hversu erfitt mál finnskan er. Heimsþing jólasveina Andúðin í garð Finna kom aftur upp á yfirborðið á heimsþingi jóla- sveina í Kaupmannahöfn í júlí. Þar lýstu 104 jólasveinar víös vegar að úr heiminum yflr óánægju sinni með tilraunir Finna tfl að græða á sveinka. Reyndar var þeim ekki bara heitt í hamsi. Það fór ekki á milli mála að jólasveinabúningur var ekki heppilegur klæðnaður á þessum árstíma í Kaupmannahöfn því hit- inn var 25 stig. „Evrópskur' jólasöngur Jólasveinamir notuðu þó ekki bara tímann til að agnúast út í koll- ega sinn frá Finnlandi heldur sömdu þeir evrópskan jólasöng sem var samsettur úr jólasöngvum frá nokkrum aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. Hvar svo sem sveinki býr þá em norðurslóðir langt í burtu frá upp- haflegum heimkynnum heilags Nikulásar sem hinn alþjóðlegi jóla- sveinn hefur fengið nafn sitt frá. Heilagur Nikulás var biskup í suð- urhluta Tyrklands á þriðju öld. Finnskir jólasveinar þurfa stundum að ferðast á hjólaskiðum vegna snjóleysis en þeir eru reyndar starfandi allt árið í finnska jólasveinaland- inu. Grænlendingar fullyrða að alvöru heimkynni jólasveinsins séu hjá þeim og hafa reist eigið jólasveinaland til að geta grætt á sveinka eins og Finnar. / DAGBOK Hvers vegna ég ? | ' Samkvæmt lista DV frd 17. desember er þessi bók komin í 9. sæti metsölulistans Þetta er þriðja og lokabindið um hana Kötu. Hún hlýtur mikinn frama í tískuheiminum og hittir æskuástina sína, hann Nic. En veður eru ekki lengi að skipast í lofti. Hér er rómantík og ást, spenna og hraði í ríkum mæli eins og í fyrri bókunum um Kötu. Verð kr. 1.890.- UNGLINGABOKIN ÍÁR ORN OG ORLYGUR Síbumúli 11-108 Reykjavík - Sími: 684866 Veiðivesti frá kr. 3.950 Veiðihjól frá kr. 1.580 Veiðistangir frá kr. 2.480 Veiðijakkar frá kr. 8.775 Fhjgustangarsett f rá kr. 9.950 Fluguhnýtingarsett frá kr. 3.840 Laxarotararfrá kr. 1.790 og m. m. fl„ þar á meðal úrval veiðibóka og myndbanda JOUGJAFAURVAl vi:i»ima\.\si.\s Verslunin Opið í dag frá 10-22 sunnudag frá 13-18 eiðivi Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0)6870*90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.