Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
31
Um dagsetningu jólanna
Um þetta leyti árs skýtur gjaman
upp kollinum sú fullyrðing að dag-
setning jólanna sem fæðingarhátíö-
ar Frelsarans, Jesú Krists, sé hrein
aðlögxm að rómverskri sólhátíð sem
kristnir menn hafi apað eftir.
Þessi fullyrðing er svo lítið brot
sannleikans mn dagsetningu jól-
anna að hún afskræmir hann og
því er rétt að fara nokkrum orðum
um það hvernig kristnir menn
komust að þeirri niðurstöðu að
Jesús hefði fæðst 25. desember því
að sú niðurstaöa lá fyrir löngu áður
en jólahelgihald var upp tekið.
Sérkennileg
„gleymska"
Séð með okkar augum má þykja
undarlegt að kristnum mönnum
skyldi „takast að gleyma“ fæðing-
ardegi Frelsara síns á skemmri
tíma en liðinn er frá fæðingu Jóns
forseta Sigurðssonar til okkar
daga. En það er til að taka að hvorki
Gyðingar á dögum Jesú né hinir
fyrstu kristnu lögðu rækt við þann
dag er þeir fæddust í þennan heim.
Þeir einu sem getið er í Biblíunni
að hafi haldið hátíðlega fæðingar-
daga sína eru Faraó og Heródes.
Gyðingar héldu innan fjölskyld-
unnar í heiðri „dag umskumarinn-
ar“ og kristnir minntust skírnar-
dags síns. Auk þess héldu kristnir
menn í heiðri „himneskan fæðing-
ardag“ píslarvottanna, þ.e. dánar-
dag þeirra.
í því menningarumhverfi, sem
kristindómurinn bjó við í byrjun,
voru eingöngu haldnar fæðingar-
hátíðir þjóðhöfðingja og merkis-
manna. Slík hátíðahöld voru opin-
ber og í flestum eða öllum tilfellum
voru þau ekki á fæðingardegi við-
komandi heldur á einhverjum
táknrænum degi úr lífi hans eða á
almennt þekktum táknrænum
degi, þar sem mikilmenninu var
við aukið til frekari hátiðabrigða.
Frómar vangaveltur
Jólin eru eina kristna stórhátíðin
sem orðið hefur til í vesturhluta
kirkjunnar. Þar er væntanlega að
finna skýringu þess að þau eru fast-
bundin ákveðinni dagsetningu en
ekki hræranleg eftir tunglkomum.
Kristin hátíðahöld á jólum urðu
heldur ekki til fyrr en á fyrri hluta
fjórðu aldar í tengslum við deilur
um guðdómlega og mannlega veru
Jesú. Að telja 25. desember fæðing-
ardag Jesú er ekki tilraun til að
fullyrða neitt um raunverulega
dagsetningu, því slíkt er ómögu-
legt, heldur niðurstaöa guðfræði-
legra vangaveltna um táknræn atr-
iði.
Þessar guðfræðilegu vangaveltur
grundvaliast á tvennu: Annars
vegar á fullkomleika Guðs og hins
vegar á hliðstæðum í hinum gamla
sáttmála Guðs og þeim nýja, gömlu
sköpuninni (náttúrunni, þar með
töldum manninum) og hinni nýju
sköpun (Jesú Kristi).
Þegar Guð skapaði dag og nótt
skipti hann jafnt á milli þeirra.
Fullkomleiki hans krafðist jafn-
vægis. Menn voru, þegar vanga-
veltur um fæðingardag Jesú fyrst
komu fram, sammála um að vor-
jafndægur væru fyrsti dagur sköp-
unarinnar. Voijafndægur voru
samkvæmt júlíönsku tímatali 25.
mars. Fullkomleiki Guðs krafðist
þess einnig að gamli sáttmáli Guðs
hlypi á heilu ári. Því varð honum
að ljúka sama dag og hann hófst.
Þar eð gamla sáttmála lauk með
friðþægingardauða Jesú hlaut sá
atburður að hafa átt sér stað 25.
mars og það töldu menn sig geta
sannað.
Væri 25. mars fyrsti dagur sköp-
unarinnar og síðasti dagur hins
gamla sáttmála hlaut nýi sáttmáli,
ný sköpun, að hafa byrjað sama
dag. Nýi sáttmáh hefst með hold-
Aðalatriðið er að
loforðin voru efnd
Það sem hér hefur verið greint
frá um dagsetningu jólanna sýnir
að kirkjunni var mest í mun að
halda á lofti holdgunarkenning-
unni og guðdómleika Krists. Að
þetta sé dregið í efa og þar með það
kraftaverk sem er grundvöllurinn
að öllu helgihaldi jólanna er ekkert
nýtt. Þessi efi hefur sprottið upp
af og til í aUri sögu kristninnar og
kristinnar kirkju.
Því er ekki síður nú en fyrr þörf
á að halda á lofti öllu því sem Bibl-
ían segir okkur um þá miklu björg-
unaraðgerð okkur til lífs sem hófst
er....Orðið varð hold...“
Þegar upp er staðið skiptir það í
rauninni harla litlu máli hvaða dag
Jesús fæddist. Það sem skiptir máh
er að loforö Guðs lögö í munn spá-
mannanna voru efnd, að Guð kom
inn í líf okkar mannanna í tíma,
rúmi og sögu í Jesú Kristi.
Séra Cecil Haraldsson
guninni er „Orðið varð hold“. Þetta
hafði gerst 25. mars. Þá er þess að
geta að upphafið var ekki fæðing
Jesú heldur var fósturstigið með
tahð. Það sem gerðist 25. mars var
boðun Maríu og níu mánuðum síð-
ar fæddist Jesús, 25. desember.
Þessi röksemdafærsla var til orð-
in í byijun annarrar aldar. TU-
gangurinn með henni var ekki að
stofna th hátíðarhalda tU að minn-
ast fæðingar Jesú heldur var hún
fyrst og fremst niðurstaða fróms
hugsanagangs.
En þetta, að fæðingardagur Jesú
var tahnn vera 25. desember, þegar
um heUli öld áður en hátíðarhöld
í tenglsum við hann komu tU sög-
unnar, er áhugavert í ljósi fuhyrð-
inga um að kristnir menn hafi af
hagkvæmnisástæðum tengt fæð-
ingu Jesú sólarhátíð Rómveija.
Hátíðir þessar voru haldnar sam-
tímis og það hagnýttu kristnir
menn sér að þeirra tíma sið tU að
vinna gegn rómversku hátíðinni.
Vissir þættir hennar voru teknir
upp og gefin kristin túlkun. Þaðan
er kominn sá þungi sem lagður er
á Krist sem sól réttlætisins og upp-
risu sólar sem tákn fyrir upprisu
Krists og endurkomu hans í dýrð
sinni. Af þessu leiddi einnig þá
venju að láta kirkjur snúa aust-
ur/vestur með altarið í austur, í átt
Krists.
Lúkas 1. kap.
í þekktri jólapredikun frá um 400
e. Kr. notaði Chrystostomos kirkju-
faðir 1. kafla Lúkasarguðspjahs tU
að staðfesta 25. desember sem fæð-
ingardag Jesú. Þar er sagt frá reyk-
elsisfórn Sakaría í musterinu. Sú
hátíð, sem þessi fóm tengdist, var
haldin síðari hluta september sam-
kvæmt okkar tímatah. Jóhannes
skírari er getinn um svipað leyti.
Þegar María kom í heimsókn tU
Elísabetar var hún á sjötta mán-
uði. Heimsókn Maríu átti sér stað
í beinu framhaldi af boðun hennar.
Jóhannes fæddist þrem mánuðum
eftir komu Maríu. Fæðing hans er
talin eiga sér stað 24. júní og fæðing
Jesú þá sex mánðum síðar eða 25.
desmber. Að þarna ber einn dag á
mihi að okkar reikningi skýrist af
því að dagsetningar voru taldar
„aftan frá“. í júní eru 30 dagar en
í desember 31. Báðir eru þeir Jó-
hannes og Jesús fæddir á sjöunda
degi fyrir mánaðarlok. Það er ekki
vitað nákvæmlega hvenær jólahá-
tíðahald hófst í Róm en sennUega
er það á fyrsta þriðjungi fjórðu ald-
ar. Frá árinu 336 e. Kr. eru til heim-
ildir um hátíðahald á jólum en fyr-
ir árið 243 hefur það ekki verið.
Frá Róm breiddist siðurinn út í
austurátt og er vitað um hann í
Konstantínópel árið 379, í Alex-
andríu árið 432 og í Jerúsalem um
450 e. Kr.
Opinberunarhátíðin
Það sem að framan er sagt leiðir
hugann að annarri hátíð, epifania
eða 'opinberunarhátíðinni sem
haldin var frá því einhvern tímann
á annarri öldinni eftir Krist. Upp-
haflega var þessi dagur hátíölegur
haldinn sem skírnardagur Jesú af
þeim sem töldu að það væri fyst í
skírninni sem hann varð Guðs son-
ur en hvorki við boðun Maríu né
við fæðinguna. Þetta var afneitun
á holdgunarkenningunni. Litið var
á Jesú eingöngu sem mannlega
veru sem Guð „ættleiddi" við
skírnina í ánni Jórdan en ekki var
htið á hann sem guðdóm, eins og
postullega kirkjan boðaði. Fyrir
postullegu kirkjuna varð það því
mikilvægt að halda á lofti sönnum
guðdómi Jesú og fæðingu hans sem
kraftaverki. í hreinni samkeppni
var því í austurhluta kirkjunnar
farið að halda upp á fæðingu Jesú
sama dag og þessi hátíð var haldin,
6. janúar. En skím Jesú var einnig
haldin hátíðleg, enda var engin
ástæða til að afneita henni sem
verknaði og samkvæmt erfðasögn-
um átti skímin sér staö þennan
dag. Smám saman tóku menn þar
eystra upp rómverska háttu og
héldu upp á fæðingu Jesú 25. des-
ember en helgihald í tilefni skím-
arinnar var áfram 6. janúar. í arm-
ensku kirkjunni em jóhn þó enn í
dag 6. janúar.
Kirkjuþing
árið325 e. KR.
Á kirkjuþinginu í Nicea, um það
leyti sem jólahelgihald hófst, var
því slegið föstu sem heilagri trú
kirkjunnar að Jesús Kristur er.
sannur Guö af Guði sönnum, get-
inn eigi gjörður, sama vera og Fað-
irinn...“
Og í beinum tengslum við 25. des-
ember sem fæðingardag Frelsarans
voru ákveðnir aðrir hátíða- eða
messudagar. Umskurn Jesú 1. jan-
úar, kirkjugöngudagur Maríu 2.
febrúar, boðunardagur Maríu 25.
mars og fæðing Jóhannesar skír-
ara 24. Júní.
Meðal annarra daga, sem tengjast
dagsetningu jólanna, má nefna
næstu daga á eftir, þá minnst var
þeirra sem fylgdu Jesú, Stefáns
píslarvotts 26. desember, postul-
anna (Jóhannesar) 27. desember og
saklausu barnanna í Rama 28. des-
ember. Frá því um 1100 er tíl mál-
tæki sem segir: „Fyrst fæddist
Kristur, þá kirkja hans.“ Fuhtrúar
kirkjunnar eru píslarvottamir,
postulamir og almenningur.
... er haukur í horni fyrir þá sem skipuleggja
vilja tíma sinn. Dagskinna er nýtt íslenskt dag-
bókarkerfí, klætt í fyrsta flokks kálfskinn. Allar
upplýsingar eru á íslensku, lagaðar aft íslenskum
aðstæðuin og Dagskinnu fylgir fjögurra tíma
námskeið í tímastjórnun.
j. Dagskinna er árangurs-
ríkt dagbókarkerfi í glæsi-
legum búningi. Hún er
góð gjöf og ekki síðri eign,
og tveimur stærðum, sú minni á
7.900,- kr. og sú stærri á
1 1
r v rg. ■jbg ■, ii OO
9.900,- kr. Innifalið í
verði er gylling á nafni
eiganda Dagskinnunnar.
Kynntu þér Dagskinnu
frá Leðuriðjunni bf.
Atson—Lcðuriðjan
Hvcrfisgötii 52 • 101 Hcykjavík
Sími 91-2 14 58 • Fax 91-2 14 54
oítSOft
Dagskitina
frá degi til dags...