Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Sérstæð sakamál
Leynivopnið
Frú Ruth Lucas.
Philip Ellis.
Frú Lucas haföi um árabil farið
út í almenningsgarð til að gefa fugl-
um. Og það var í einni slíkri ferð
að hún sá það sem hún taldi vera
upphafið á alvarlegu afbroti. Þrátt
fyrir háan aldur og talsverða
áhættu ákvað hún að gera sitt til
að koma í veg fyrir það.
Ekkja
Frú Ruth Lucas var búin að vera
ekkja um langt árabil þegar sá at-
burður gerðist sem er efni þessarar
frásagnar. Fyrstu árin eftir að hún
missti manninn var hún oft að því
spurð hvort hún ætlaði ekki að gift-
ast aftur en svar hennar var ætíð
hið sama: „Ég hef bara elskað einn
mann og gæti aldrei elskað annan.“
Dætur þeirra hjóna, Gwendohne
og Katharine, voru bara níu og
fimm ára þegar faöir þeirra dó.
Móðir þeirra hugsaði vel um þær
í uppvextinum og þegar þær urðu
eldri komu þær sér saman um að
einhvem tíma skyldu þær endur-
gjalda henm aUa umhyggjuna. Og
þegar þær vom báðar giftar og
móðir þeirra farin að eldast fannst
þeim tími til kominn aö efna lof-
orðið. Þær buðu henni því að búa
hjá sér. Skyldi hún búa hálft árið
hjá annarri og hálft árið hjá hinni.
Þáði hún það og reyndist þetta fyr-
irkomulag vel enda var skammt á
milli heimila dætranna í Derby á
Englandi.
Áhyggjur
Það var þó eitt sem dætumar
vom ekki ánægðar með þegar árin
liðu. Á hveijum degi gekk móðir
þeirra út í almenningsgarðinn í
hverfinu til að gefa fuglum. í upp-
hafi hafði lítið verið þar að óttast
en með tímanum hafði garðurinn
orðið aðsetur smáglæpamanna.
Óttuðust dætumar að sá dagur
kæmi er ráðist yrði á móður þeirra.
Hún hafði hins vegar að engu að-
vörunarorð þeirra og lýsti því yfir
að hún myndi halda áfram að gefa
fuglunum meðan hún gæti staðiö á
fótimum. Og þegar hún gæti ekki
lengur gengið myndi hún biðja
dótturdótturina, Elizabeth, að aka
sér þangað í hjólastól. Elizaheth
var eina bamabam Ruth.
Um hugsanlega árás á sig sagði
gamla konan einu sinni: „Veri Guð
þeim náðugur sem ætlar aö ráðast
á mig því ég hef mitt leynivopn."
En hvert það var vildi hún aldrei
segja.
Atvikið í almenn-
ingsgarðinum
Það var á fostudegi síðla vetrar
að Ruth Lucas hélt, einu sinni sem
oftar, út að gefa fuglunum. Það
hafði snjóað mikið um nóttina en
það kom þó ekki í veg fyrir að hún
gengi þá sjö hundmð metra sem
vom tU garðsins. Þó var það ekki
létt fyrir hana því hún var farin
að þjást nokkuð af gigt.
Vegna veðurins vora enn færri í
almenningsgarðinum en venju-
lega. Fuglamir söfnuðust strax
umhverfis konuna sem hugsaði svo
vel til þeirra og hún tók fram
brauöpokann. í næsta nágrenni
var í fyrstu engan að sjá en svo tók
Ruth eftir bU sem stóð viö garðinn.
í honum sat maður en hann gat
varla séð Ruth þótt hún sæi hann,
því hún stóð á bak við nokkuð háan
runna og varð að teygja úr sér tíl
aö sjá hann.
Þaö vakti athygli Ruth að bíllinn
skyldi vera þama því snjór hafði
ekki verið raddur af þessari götu
enn þá. Snjóraðningsmennimir
vora aUir að störfum í miðbænum
og kæmu ekki að garðnum fyrr en
síðar um daginn.
Á leið heim
úr skólanum
Anne Short var átta ára og á leið
heim úr skólanum. Hún fór stystu
leið sem lá um almenningsgarðinn.
Ánægð gekk hún í snjónum og
hlakkaði til að koma heim svo hún
gæti lagt frá sér skólatöskuna og
farið út að leika sér. En þegar hún
gekk fram hjá bUnum sem stóð við
garðinn opnaöi maöurinn í honum
dymar, steig út og kaUaði á hana.
Ruth Lucas sá, þar sem hún stóð
á bak við rannann og gaf fuglun-
um, hvað gerðist. Henni brá en
hugsaöi meö sér að ef tU viU væri
maöurinn bara að spyrja til vegar.
En augnabliki síðar varð ljóst aö
það var ekki það sem hann hafði í
huga. Hann hJjóp til og greip í Utlu
stúlkuna þegar honum varð ljóst
að hún myndi ekki hlýða kaUi
hans. Svo reyndi hann að draga
hana með sér inn í bílinn. En það
reyndist honum ekki auðvelt því
hún barðist rnn á hæl og hnakka.
Eins hratt og gigtarverkimir
leyfðu hljóp Ruth Lucas fram und-
an rannanum og í áttina að bfinum.
Snjórinn var svo mjúkur að það
heyrðist ekki til hennar og maður-
inn sneri baki í hana. Hann gerði
sér ekki grein fyrir hvað var aö
gerast er gamla konan sveiflaði
handtöskunni sinni og sló hann í
höfuðið. Hann missti þegar takið á
Utlu stúfikunni og stakkst á haus-
inn í snjóinn. Enn einu sinni sveifl-
aði Ruth töskimni sinni og sló. Að
því búnu settist hún klofvega á
manninn og gerði sig líklega til að
láta hann fá að kenna frekar á tösk-
unni. Var greinUegt að hann hafði
Utinn áhuga á því. Hann hreyfði sig
í fyrstu ekki og reyndi ekki að kom-
ast undan henni.
Náð í hjálp
„Flýttu þér að húsinu númer
sautján og náðu í hana dótturdótt-
ur mína, hana Elizabeth," sagði
Ruth Lucas nú við Anne Short.
„Segðu henni að kaUa á lögreglu-
þjón.“ Litla stúlkan var enn hrædd
en þó ekki svo að hún gerði ekki
það sem bjargvættur hennar sagði
henni að gera. Hún hljóp eins hratt
og fætumir gátu borið hana en á
meðan sat Ruth Lucas sem fastast
á fanga sínum og sagði: „Ef þú svo
mikið sem reynir að hreyfa þig slæ
ég úr þér hefiann."
Hann reyndi um stund ekki að
hreyfa svo mikið sem einn fingm-
en hugði þó á flótta.
Elizabeth var fljót að koma þegar
hún hafði fengið að heyra hjá Anne
hvað var að gerast. En áður en hún
hljóp út úr húsinu greip hún það
næsta tiltæka sem komiö gæti að
gagni í baráttunni við óþokkann,
kökukefli. Síðan skipaði hún Anne
aö hlaupa á næstu lögreglustöð,
sem var rétt hjá, en hélt síðan tíl
ömmu sinnar.'
Maðurinn hafði nú tekið þá
áhættu aö reyna að hreyfa annan
handlegginn því honum var hætt
að lítast á ástandið. Var hugmynd
hans að velta konunni ofan af sér
og taka síðan tíl fótanna. En þá kom
Elizbeth með kökukeflið og hann
ákvað á ný að Uggja kyrr. Og
nokkrum augnablikum síðar komu
tveir lögreglubfiar vælandi.
Fyrir rétt
Þremur mánuðum síðar kom mál
mannsins, sem ætlað hafði að mis-
bjóða Anne Short, fyrir rétt. Þá var
leiddur í sakbomingastúkuna
kraftalega vaxinn maður, PhUip
EUis, fimmmtíu og þriggja ára.
Dómarinn ávarpaði hann með
þessum orðum: „Eg skal ekki full-
yrða hvað þú hafðir í huga að gera
við Utlu stúlkuna þótt ég eigi ekki
erfitt með aö geta mér tU um það.
Mig langar hins vegar til að segja
þér að ef þú reynir nokkra sinni
að gera frú Lucas eða dótturdóttur
hennar mein skaltu fá aö iðrast
þess svo um munar."
Þegar ElUs hafði verið leiddur úr
réttarsalnum hrósaði dómarinn
dugnaði og áræðni Ruth Lucas en
lagði síðan þá spumingu fyrir sak-
sóknarann hvað það hefði verið
sem hún hafði í handtöskunni.
Leynivopnið
Saksóknarinn gekk til dómarans
og hvíslaði einhverju að honum.
Síðan var Ruth Lucas köUuð tíl
dómarans og beðin um að skýra frá
leyndarmáU sínu.
Hún opnaði þá handtöskuna sína
og tók fram skeifu. „Þegar ég og
maðurinn minn giftum okkur,“
sagði hún, „festi hann þessa skeifu
upp á vegg og sagði að hún ætti
eftir að færa okkur hamingju. Þeg-
ar ég fluttist úr húsinu tók ég hana
niður og hafði með mér. Þegar öU
þessi rán og ofbeldisverk fóru að
færast í aukana, ekki síst í almenn-
ingsgarðinum, setti ég skeifuna í
töskuna mína með það í huga að
grípa til hennar ef einhver af þess-
um óþokkum ætlaði að ráðast á
mig.“
Hún þagnaði og leitá dómarann.
„Þú ætlar vonandi ekki að taka
hana af mér?“ sagði hún svo.
„Nei, hafðu skeifuna þína,“ sagði
dómarinn. „Settu hana aftur í tösk-
una og notaðu hana ef einhver ætl-
ar að ráðast á þig.“
Málalok
Dómarinn undraðist enn að jafn
fuUorðin kona og frú Ruth Lucas
skyldi hafa getað ráðið við jafn
sterklegan mann og Philip EUis og
bað hana um aö skýra sér frá því
hvemig hún hefði fariö að.
„Ég hitti á réttan stað í fyrsta
skiptið, herra dómari," sagði hún.
„Svo settist ég bara á hann og í
hvert sinn sem hann ætlaði að
hreyfa sig eftir það sló ég hann með
töskunni. Og hann hafði vit á því
að Uggja að mestu kyrr og eftir að
dótturdóttir mín, Elizabeth, kom
reyndi hann hvorki að hreyfa legg
né Uð.“
Dómarinn brosti þegar hann
sagði: „Það get ég vel skfiið. Og
rétturinn veröur að færa þér og
dótturdóttur þinni þakkir fyrir að
hafa bragöist svona við. Ég er ekki
í neinum vafa um að þið komuð í
veg fyrir alvarlegt afbrot.“
PhUip ElUs fékk þriggja ára dóm.
Að lokinni dómsuppkvaðningu
fór frú Ruth Lucas með dætrum
sínum og dótturdóttur á Utið veit-
ingahús á móti dómhúsinu til að
drekka te.