Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Menniiig Ragnheiður Davíðsdóttir, annar höfunda Egils og Garps. Umferðar- reglur í lit Egill og Garpur eru vinir. Þeir kynntust þegár Egill átti afmæli. Þá kom Garpur í ofurlitlum pappakassa sem amma og afi báru undir hendinni. Ekki vissi Eg- ill hvað var í kassanum og allra síst að þarna myndi leynast lítill Garpur. En þegar lokinu var lyft stökk eitthvað kolsvart og loðið með hvítar lappir og trýni upp. (bls. 15) Þarna var þá Garpur kominn, hvæsandi kisugrey. Egill lofar að hugsa vel um kisa og passa aö hann fari sér ekki að voða, en inni í borginni er mikið af hættum sem þarf að vara sig á. Hættan er mest í umferðinni en Egill er alveg útskrifaður í umferöar- reglunum og veit því alveg hvemig á að haga sér þar sem bílar og önnur farartæki eru á ferð. Hann hefur lært allt slikt því hann er jú orðinn sex ára gamall. Garpur er hins vegar hinn mesti óyiti og þar að auki kisulóra, og hefur því ekkert vit á bílum. Hvað þá umferðarreglum! Hann æðir úfa götur án þess að hta til hægri og vinstri, og einn góöan veðurdag gáir hann ekki að bíl sem kemur æðandi með þeim afleið- ingum að keyrt er á hann og hann liggur fótbrotinn í götunni. Betur fer en á horfðist og Garpur nær sér að fullu eftir slysið. Atvikið kennir Agh hins vegar hversu mikilvægt það er að fara varlega óg tileinka sér vel þær reglur sem honum hafa verið kenndar. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar hér af þekkingu þar sem hún hefur starfað um árabil við löggæslustörf. Bókmenntir Telma L. Tómasson Með þessu framtaki er hún að leggja áherslu á mikil- vægi þess að börn geri sér grein fyrir hættum umferð- arinnar. Bókin er ætluð þeim börnum sem enn láta foreldra sína lesa fyrir sig og er umræðan sem hún vekur til þess að efla enn fræðslu á þessu sviði. Efninu er komið til skila á myndrænan hátt ekki síður en efnislegan. Stefán Kjartansson hefur séö um að myndskreyta bókina og gerir það ágætlega. Egill og Garpur Sagan af kettinum sem kunni ekki umferðarreglurnar. Ragnheiður Davíðsdóttir. Stefán Kjartansson. Fróði 1991. Að vera kaldur karl Sumir unglingar halda að mikilvægasta £if öhu sé að fólk haldi að þeir séu haröir af sér, ákveðnir og kaldir. Þá halda þeir að félagarnir sjái ástæðu til að líta upp til sín. En líklega er þetta eftirsókn eftir vindi. Eftir- sókn eftir einhverju sem hefur ekkert gildi, er eins konar yfirborð en það sem undir býr kemur aldrei í ljós. Það er þetta sem Karl Helgason fjallar um í bók sinni Svalur og sveh- kaldur. ívar er á þrettánda ári og honum finnst foreldar sínir beita sig órétti og vill bregðast við því með því að gera þeim á móti skapi. Hann vih ekki að fólk haldi að hann sé góður drengur heldur harður í horn að taka. Hann á samskipti við marga en alltaf kemur það sama í ljós, að hann er viðkvæm sál á bak við brothætta grímuna. ívar hefur alltaf sýnt þroskaheftum pilti vinsemd en meðal þess sem hann gerir í reiðikasti er að láta reiði sína bitna á honum, þeim sem síst skyldi. Og hann gerir gömlu fólki grikk, hvattur af öðrum dreng sem reyndar hefur talsvert meiri reynslu af að áreita annað fólk. Þetta er önnur bók Karls Helgasonar. Fyrir þá fyrstu, í pokahorninu, hlaut hann barnabókaverðlaunin 1990 og víst vekur ný bók hans eftir- Bókmenntir Sigurður Helgason væntingu. Bókin fer hægt af stað. Samt skynjar lesandinn nánast frá fyrstu síðu miklar tilfmningar og erfiðleika söguhetjunnar í samskiptum við fólk. Þau eru erfið og hann er alltaf að draga einhverjar ályktanir af látbragði fólksins í kringum sig og oftar en ekki reynast þær vera rang- ar. Hann heldur til dæmis að foreldrum hans þyki ekki vænt um hann og honum finnst allt umhverfið vera sér andsnúið. Karl Helgason er mjög athyglisverður rithöfundur. Hann byggir upp ákveðna stigmögnun í sögunni. Atburðarásin færist í aukana og höfundi tekst að krydda hana með skemmtilegum atvikum. Og það sem er einna athyghsverðast við söguna er stíhinn. Þessi knappi sthl með stuttum setn- ingum sem sumar hverjar virðast jaöra við að vera tæpast fullburða. En það fer ekki framhjá þeim sem bókina les að lögð hefur verið alúð í text- ann. Sthhnn er mjög persónulegur og kannski endurspeglar hann veröld unglinganna betur en margt annað. Eru unghngar til dæmis vanir að hafa mörg orð um hlutina? Eru þeirra samskipti ekki mjög oft í knöppu formi? Svalur og svellkaldur er hlý og notaleg saga. Hún er lýsing á ákveðnu þroskaskeiði unghngs þegar hann er að finna nýjar, áður óþekktar hvat- ir læðast fram á sjónarsviðið. Hún er lýsing á lífshlaupi gamals manns sem vhl í ljósi reynslu sinnar gefa öðrum og láta gott af sér leiða. Hann vill ekki að sín lífsreynsla verði reynsla unghnganna í byggðarlaginu þar sem hann dvelst ævikvöldiö. Hann vhl leiða þá á braut lífsstefnu sem er mikilvæg og veitir gleði og þroska. Karl Helgason hefur með þessari bók sýnt að hann á sér framtíð á rit- vellinum. Svalur og svellkaldur vekur vonir um að við fáum meira frá honum að heyra. Frágangur bókarinnar allur er útgefendum th sóma og káputeikning Búa Kristjánssonar er enn ein fjöður í hans fjöörum prýdda hatt. Karl Helgson. Skrifar um stráka sem vilja vera kaldir. Að njóta sannmælis 9. desember sl. birtist ritdómur í þessu blaði um ljóðabók mína Ávexti. Öm Ólafsson ritaði dóminn, sem við fyrstu sýn virtist vera vel unn- inn. Hann náði th að mynda yfir hálfa síðuna. Það vih nefnhega oft brenna við að ritdómar séu aht of stuttir og beri með sér að þeir sem þá rita séu lentir í tímahraki. í dómi Arnar kemur fram sú skoðun að ljóð mín séu oft á tíðum líkari töluðum orðum heldur en stuttum ljóðum. í dóminum birtir Öm meðal annars ljóð eftir mig sem heitir Nánd. Hann misritar ljóðið og sleppir úr því orðunum „sem stafár" en það breytir auðvit- að ljóðinu. Þetta þykir mér slæmt, sér í lagi þar sem um kynningu á bókinni er að ræða. En svona er þetta ljóð í raun og vera: herbergið okkar er dimmt en birtan sem stafar frá augum þínum er engu lík Örn tekur fleiri dæmi. Síðasti hluti bókarinnar er bálkur sem samanstendur af stuttum ljóðum. Þar hrærir Öm saman tveimur erindum. Hann tekur efstu línu úr einu erindi og skellir henni neðan við erindið fyrir framan. Þetta birt- ir hann síðan. Eins og Öm greinir rétthega frá fjallar þessi ljóðabálkur um sjálfs- morð. Til leiðréttingar birti ég hér erindið í sinni réttu mynd: í upphafi fahsins finnst þér þú hafa tekið rétta ákvörðun en hraðinn er andsnúinn líkamanum líkt og fleygur renni gegnum þig Ég get í sjálfu sér ekki fundið að skoðunum Arnar. En mér finnst hann ekki vera sérlega háttvís. Hann ætti aha vega að vitna rétt í texta þegar hann birtir eitthvað innan gæsalappa. Þar sem hann vitnar í það sem ritað er aftan á kápu bókarinnar fer hann rangt með. Þar sleppir hann fyrra nafni mínu, þó þaö standi þar skýrum stöfum. Þetta þykja mér undarleg vinnu- brögð. Það er lágmark að bók- menntafræðingar vitni rétt í dæmi sem þeir taka úr' bókum. Aðeins þannig fær maður notið sannmæl- is. Margrét Lóa Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.