Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 51 Saga-bíó/Bíóborgin - Flugásar ★★ 1 Með Airplane-myndunum hófst bylgja gamanmynda sem byggðu meira á afkáraleg- um sjónrænum bröndurum og hendingum út í loftið en hefðbundum farsa og gaman- leik. Þessar myndir, sem eru flestar verk örfárra bandarískra manna, hafa komið reglulega síðustu misserin og flestum verið Kvikmyndir Gísli Einarsson æðum ararnir (og þeir eru þónokkrir) í Hot Shots! gera grín að alvarlegum hlutum eins og vist- vænum kúrekamyndum og öðrum nýlögðum homsteinum fjöldamenningarinnar. Annars er það með svona myndir að jafnvel þótt þeim takist vel upp (eins og hér að mestu) þá er búið að skera niður möguleika myndar- innar með því að sleppa gamaleiknum og láta „alvöru" leikara fara með misfyndinn textann. Það er líka erfitt að segja sögu þeg- ar aldrei má stoppa grínið. Takið bara til viðmiöunar Monty Python’s Life of Brian eða MP & the Holy Grail og þá sjáið þið hvaö vantar. Það sem verður eftir er bara rétt nóg til að skemmta manni í smátíma og það þarf ekki mikið út af að bregöa til að allt fari í vaskinrt. Á undan Hot Shots! (a.m.k. í Saga-bíói) er sýnd stuttmynd með breska leikaranum Rowan Atkinson í hiutverk hins seinheppna Mr. Bean. Hún var alveg tilvahn upphitun og ljóslifandi dæmi um hve húmor hefur margar hhðar. Hot Shots! (Band-1991) 85 mín. Handrít: Jim Abra- hams (Airplane!, Top Secret!), Pat Proft (Moving Violations). Leikstjórn: Abrahams. Leikarar: Charlie Sheen, Cary Elwes (Princess Bride, Days of Thunder), Valeria Golino (Rain Man), Lloyd Bridges (Tucker, Joe Vs Volcano), Kevin Dunn, Jon Cryer (Pretty in Pink), William O’Leary (Flight ot Black Angel). Kappar með krap vel tekiö. Hot Shots! er þar engin undantekn- ing og' þótt efniviðurinn verði æ þynnri og ófrumlegri þá ganga þessar myndir ennþá vel. Hot Shots gerir grín að myndum á borð við Top Gun og Iron Eagle og allar myndir Reag- an-áranna sem vegsömuðu stríðstól og kappa með krap í æðum. Því miður, fyrir Hot Shots, þá er erfitt að gera grín að kvikmynd- um sem aldrei var hvort eð er hægt að taka alvarlega. Þetta er sami vandi og Spacebahs átti við að etja. Betur tókst th meö þær mynd- ir sem gerðu grín aö grafalvarlegum leyni- lögreglumyndum (Naked Gun) og stórslysa- myndum (Airplane!) og best af ölíum var myndin sem tók spæjaramyndimar fyrir (Top Secret!). Það kemur þvi ekki á óvart að bestu brand- Flugásarnir samankonir. Charlie Sheen er fyrir miðri mynd. Laugarásbíó - Prakkarinn 2 ★★ Vandræðaböm Munaðarleysinginn frá víti snýr aftur, með nýja pabba sínum, sem stóð með honum gegnum súrt og sætt í fyrstu myndinni. Mamman, sem sást síðast lokuð í ferðatösku í svínahóp í pallbíl, er fjarri góðu gamni en feðgamir flytja að heiman að hefja nýtt líf í nýjum bæ. Pabbinn (John Ritter) er auðveld bráð fyrir fráskihnn kvennaskara bæjarins (ma. Lucy úr Dahas) og Junior byrjar í skóla þar sem hann mætir ofjarli sínum, htilh en miskunnarlausri stúlku, Trixie. Framhaldiö er betra en fyrirmyndin og sleppur naumlega fyrir hom sem ágætis skemmtun. Sagan er eftir sömu menn og fyrr og þeir em sko ekki að skrifa neitt félags- raunsæi. Þeir eru heldur engir spéfuglar en myndin hður hjá án teljandi vandræða. Leik- arar em yfir meðahagi og persónur þeirra Kvikmyndir Gísli Einarsson ákjósanlegar miðað við aðstæður. Fátt er um efni í hrossahlátur (nema þegar hundurinn var dáleiddur) en kímnin er í lagi. Einstaka brandarar eru þó í vafasamari kantinum. Góður punktur er að Amy Yasbeck, sem lék taugaveikluðu mömmuna í fyrstu myndinni, leikur aðra gjörólíka persónu hér og er nán- ast óþekkjanleg. Trixie er skemmtilega leikin af Ivyann Schwann, sem vakti eftirtekt sem ofvitinn í Parenthood. Lykilorðin, sem verð- ur að hafa í huga þegar farið er á myndina, eru og verða „engar væntingar". Það er ak- kúrat það sem ég hafði og tókst bara bæri- lega. Problem Chlld 2 (Band-1991) 91 min. Handrit: Scott Alexander, Larry Karaszweski. Leikstjórn: Brian Levant. Leikarar: John Ritter (Skin Deep), Michael Oliver, Jack Warden, Laraine Newman, Amy Yasbeck, Gilbert Gottfrled, Paul Wilson, Charlene Tilton (Lucy). Þetta Trixie sem keppir við Junior um prakkaraskap í Prakkarinn 2. Saga-Bíó - Benni og Birta í Ástralíu ★★ !4 Ævintýramynd, ekki ævintýri Þetta er ein af betri teiknimyndum frá Walt Disney undanfarin ár. Sagan er ekki merkileg og hefur ekki yfir sér þann klass- íska ævintýrablæ, sem hefur reynst Disney svo vel, heldur er hún snaggaraleg blanda af Indiana Jones og Crocodile Dundee með góðum persónum og geysilega góðri teikni- tækni. Þetta er mynd sem er jafnskemmtileg fyrir fuhorðna og böm. Benni og Birta, hér í sinni annarri mynd, eru mýs sem tilheyra alþjóðlegum björgun- arhring músa. Neyðarkah berst frá snáða í Ástralíu, sem er í klóm óforskammaðs veiði- þjófs. Benni og Birta (á frummáli Bemard og Bianca) þjóta þangað á vængjum mávsins Orvih og undir niðri tekur kengúrumúsin Jake á móti þeim. Veiðiþjófurinn hefur safn- að dágóðum hópi dýra til sölu en helst vhl hann klófesta einstaklega tignarlegan öm, en strákurinn er sá eini sem veit hvar hann er. Þekktir leikarar ljá teiknuðum persónum rödd og stundum persónluleika. Orvih er augljós John Candy og veiöiþjófurinn er nauðalíkur George C. Scott. Persónusköpun- Benni og Birta ásamt einum áströlskum félaga þeirra. in er með því besta sem Disney hefur gert í sem sést hefur. Sjónarhomið er hreyft og áratugi en teikningamar eru með því albesta beygt á aha þá kanta sem ómögulegt væri að gera í leikinni bíómynd. Þetta er í fyrsta sinn sem Disney beitir þessari tækni í þess- um mæh en það hefur örlað á henni í síð- ustu myndum. Japanir vom fyrstir th að nýta sér þetta fullkomna frelsi frá takmörk- um nútíma kvikmyndatækni og eru mun framar Disney í þeim efnum enn. Kvikmyndir Gísli Einarsson Aðeins eitt að lokum: Því miður er myndin aðeins sýnd í þrjúbíó um helgar og það er ævintýri útaf fyrir sig að lifa af shka skríl- samkomu. Þeir sem ekki era vanir þessu verða að hafa sterkar taugar en það er þess virði. The Rescuers Down Under (Band., 1990), 74 min. Leikstjórn: Hendel Butoy, ’Mike Gabriel. Leikradd- ir: Bob Newhart, Eva Gabor, George C. Scott, John Candy, Tristan Rogers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.