Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991, Triinm Iðnaðarmenn í innanhússknattspymu: Gott fyrir andrúms- loftið á vinnustaðnum „Þetta er annað árið í röð sem við hjá Byggingarfélaginu Kambi erum með tíma hérna í þessu húsi og þeir sem mæta eru starfsmenn fyrirtækisins með einhveijum undantekningum þó. Við erum einu sinni í viku og borgum 3000 kr. fyrir tímann og við sjáum ekki eftir því. Við höfðum spilað áður saman í hádeginu og því var ákveð- ið að halda þessu áfram enda hafa allir gott af hreyfingu og eins er þetta mjög gott fyrir andrúmsloftið á vinnustaðnum," sagði Höskuldur Ragnarsson húsasmiður í samtali viöDV. Gullit og Maradona í íþróttahúsi Bessastaðahrepps var mikið sparkað og hlaupið þegar trimmsíðuna bar þar að garði eitt kvöldið fyrir skömmu. I salnum voru Höskuldur og félagar að leik og ákveðnin og einbeitingin var engu minni en hjá stórstjörnum á borð við Gullit og Maradona. Eini munurinn er sá að iðnaðarmenn- irnir hafa örlitið lakari knatttækni og eins er þetta ekki þeirra aðalat- vinna. Tilgangurinn er reyndar allt ann- ar og snýst fyrst og fremst um að fá einhveija hreýfmgu og að hafa gaman af hlutunum. Það er líka orðið mjög aigengt aö vinnufélagar ; komi saman til að efla móralinn /og bæta líkamsformið og hvort heldur mannskapurinn fer í innan- hússknattspymu eða einhverja aðra grein eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Kunna ýmislegt fyrir sér „Menn mæta mjög vel í þessa tíma og það hefur enginn tími dott- ið niður. Það er lágmark að átta strákar komi og þetta er eina hreyf- ingin sem þeir hafa. Sjálfur var ég í handbolta í „gamla daga“ í Stjörn- unni, Haukum og FH en er nú. hættur og læt mér þetta nægja en er reyndar auk þess á fullu í hesta- - segir Höskuldur Ragnarsson húsasmiður AEROBIC Skráningarstaðir: Reykjavik: Suzuki bílar hf., Gym 80, Stúdíó Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjörður: Hress Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó Alice ísafjörður: Studio Dan Höskuldur Ragnarsson, t.v., og Gunnar Þór Halldórsson. mennsku. En í henni fær maður mikla hreyfingu. Þaö er verið að elta hrossin út um allt og svo þarf að „moka út“, segir Höskuldur á meöan hann er að sötra ávaxta- drykk og jafna sig eftir átökin á knattspymuveflinum. Umfjöllun um hestamennskuna verður þó að bíða betri tíma en þaö er greinilegt að þar er húsasmiður- inn líka á heimavelli. Þó enginn þeirra sé kannski margreyndur knattspyrnumaður er greinilegt að þeir kunna ýmislegt fyrir sér í íþróttinni og uppstilling liðanna var eins og um tvö 1. deildar lið væri að ræða. Markatækifærin féflu á báða bóga á meðan trimms- íðan leit inn en af tílfltssemi við leikmenn verða úrsUtin látin Uggja á milfl hluta! Svarti sauðurinn Á meðal leikmanna, sem vöktu athygU í salnum, var Gunnar Þór Halldórsson en hann var einna duglegastur við að koma knettin- um í netið. Þegar á hann er gengið kemur reyndar í ljós að hann er „svarti sauðurinn" í hópnum því að hann hefur ekki lifibrauð af iön- aðarstörfum heldur er hann fastur starfsmaður í Prisma í Hafnarfirði. Gunnar Þór byijaði með Kambs- mönnum sem nokkurs konar upp- fylUngarmaður og hélt áfram þótt iðnaðarmönnunum fjölgaði í sparkinu. Hvort það er vegna þess að þeim finnst gott að geta skipt út af þegar líkaminn þreytist er trimmsíðunni ekki kunnugt um en kæmi ekki á óvart þótt svo væri. Gunnar Þór er annars kunnur goif- Hamagangur á vítateignum. spUari og heldur sér auk þess í formi með því að spfla veggtennis í World Class. Alla helgina til að jafna sig Kambsmenn eru með tímann í íþróttahúsi Bessastaðahrepps í vikulokin en hveiju svarar Hö- skuldur því hvort menn séu ein- faldlega ekki alltof þreyttir tíl að fara þá að djöflast í knattspyrnu. „Jú, þetta er mjög sniðugur tími. Við vorum með tíma í fyrra á mið- vikudögum og þá var maður dauð- þreyttur á fimmtudögum og fóstu- dögum en núna höfum við aUa helgina tíl að jafna okkur." Þeir félagar láta vel af aðstööunni og DV-myndir Brynjar Gauti tiltaka sérstaklega heitan pott sem stendur iðkendum til boða og þang- að er farið eftir átökin og leikurinn ræddur fram og til baka, auk þess sem menn eru minntir á dauðafæri sem voru varin, fóru fram hjá eða yfir, nú eða í markstangimar. Þeir félagar segja að burtséð frá félagsskapnum þurfi aUir á ein- hverri hreyfmgu að halda. Þeir minnast sérstaklega á fyrsta tím- ann á haustin en þá er úthaldið ekki upp á marga fiska en það er nokkuð sem fljótt er að koma þótt auðvitað væri e.t.v. æskUegast að hafa annan tíma til í hverri viku. Greiðsla fyrir knattspyrnuiðkun- ina kemur úr sjóðum fyrirtækisins og það er nokkuð sem forráöamenn þess sjá ekki eftir. -GRS Knattspyrnukappar Byggingarfélagsins Kambs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.