Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 44
52
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991,
Triinm
Iðnaðarmenn í innanhússknattspymu:
Gott fyrir andrúms-
loftið á vinnustaðnum
„Þetta er annað árið í röð sem
við hjá Byggingarfélaginu Kambi
erum með tíma hérna í þessu húsi
og þeir sem mæta eru starfsmenn
fyrirtækisins með einhveijum
undantekningum þó. Við erum
einu sinni í viku og borgum 3000
kr. fyrir tímann og við sjáum ekki
eftir því. Við höfðum spilað áður
saman í hádeginu og því var ákveð-
ið að halda þessu áfram enda hafa
allir gott af hreyfingu og eins er
þetta mjög gott fyrir andrúmsloftið
á vinnustaðnum," sagði Höskuldur
Ragnarsson húsasmiður í samtali
viöDV.
Gullit og Maradona
í íþróttahúsi Bessastaðahrepps
var mikið sparkað og hlaupið þegar
trimmsíðuna bar þar að garði eitt
kvöldið fyrir skömmu. I salnum
voru Höskuldur og félagar að leik
og ákveðnin og einbeitingin var
engu minni en hjá stórstjörnum á
borð við Gullit og Maradona. Eini
munurinn er sá að iðnaðarmenn-
irnir hafa örlitið lakari knatttækni
og eins er þetta ekki þeirra aðalat-
vinna.
Tilgangurinn er reyndar allt ann-
ar og snýst fyrst og fremst um að
fá einhveija hreýfmgu og að hafa
gaman af hlutunum. Það er líka
orðið mjög aigengt aö vinnufélagar
; komi saman til að efla móralinn
/og bæta líkamsformið og hvort
heldur mannskapurinn fer í innan-
hússknattspymu eða einhverja
aðra grein eru tvær flugur slegnar
í einu höggi.
Kunna ýmislegt
fyrir sér
„Menn mæta mjög vel í þessa
tíma og það hefur enginn tími dott-
ið niður. Það er lágmark að átta
strákar komi og þetta er eina hreyf-
ingin sem þeir hafa. Sjálfur var ég
í handbolta í „gamla daga“ í Stjörn-
unni, Haukum og FH en er nú.
hættur og læt mér þetta nægja en
er reyndar auk þess á fullu í hesta-
- segir Höskuldur Ragnarsson húsasmiður
AEROBIC
Skráningarstaðir:
Reykjavik: Suzuki bílar hf., Gym
80, Stúdíó Jónínu og Ágústu,
Ræktin og World Class.
Kópavogur: Alheimskraftur
Hafnarfjörður: Hress
Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu
og Bróa,
Æfingastúdíó og Perlan
Akureyri: Dansstúdíó Alice
ísafjörður: Studio Dan
Höskuldur Ragnarsson, t.v., og Gunnar Þór Halldórsson.
mennsku. En í henni fær maður
mikla hreyfingu. Þaö er verið að
elta hrossin út um allt og svo þarf
að „moka út“, segir Höskuldur á
meöan hann er að sötra ávaxta-
drykk og jafna sig eftir átökin á
knattspymuveflinum.
Umfjöllun um hestamennskuna
verður þó að bíða betri tíma en þaö
er greinilegt að þar er húsasmiður-
inn líka á heimavelli. Þó enginn
þeirra sé kannski margreyndur
knattspyrnumaður er greinilegt að
þeir kunna ýmislegt fyrir sér í
íþróttinni og uppstilling liðanna
var eins og um tvö 1. deildar lið
væri að ræða. Markatækifærin
féflu á báða bóga á meðan trimms-
íðan leit inn en af tílfltssemi við
leikmenn verða úrsUtin látin Uggja
á milfl hluta!
Svarti sauðurinn
Á meðal leikmanna, sem vöktu
athygU í salnum, var Gunnar Þór
Halldórsson en hann var einna
duglegastur við að koma knettin-
um í netið. Þegar á hann er gengið
kemur reyndar í ljós að hann er
„svarti sauðurinn" í hópnum því
að hann hefur ekki lifibrauð af iön-
aðarstörfum heldur er hann fastur
starfsmaður í Prisma í Hafnarfirði.
Gunnar Þór byijaði með Kambs-
mönnum sem nokkurs konar upp-
fylUngarmaður og hélt áfram þótt
iðnaðarmönnunum fjölgaði í
sparkinu. Hvort það er vegna þess
að þeim finnst gott að geta skipt
út af þegar líkaminn þreytist er
trimmsíðunni ekki kunnugt um en
kæmi ekki á óvart þótt svo væri.
Gunnar Þór er annars kunnur goif-
Hamagangur á vítateignum.
spUari og heldur sér auk þess í
formi með því að spfla veggtennis
í World Class.
Alla helgina
til að jafna sig
Kambsmenn eru með tímann í
íþróttahúsi Bessastaðahrepps í
vikulokin en hveiju svarar Hö-
skuldur því hvort menn séu ein-
faldlega ekki alltof þreyttir tíl að
fara þá að djöflast í knattspyrnu.
„Jú, þetta er mjög sniðugur tími.
Við vorum með tíma í fyrra á mið-
vikudögum og þá var maður dauð-
þreyttur á fimmtudögum og fóstu-
dögum en núna höfum við aUa
helgina tíl að jafna okkur." Þeir
félagar láta vel af aðstööunni og
DV-myndir Brynjar Gauti
tiltaka sérstaklega heitan pott sem
stendur iðkendum til boða og þang-
að er farið eftir átökin og leikurinn
ræddur fram og til baka, auk þess
sem menn eru minntir á dauðafæri
sem voru varin, fóru fram hjá eða
yfir, nú eða í markstangimar.
Þeir félagar segja að burtséð frá
félagsskapnum þurfi aUir á ein-
hverri hreyfmgu að halda. Þeir
minnast sérstaklega á fyrsta tím-
ann á haustin en þá er úthaldið
ekki upp á marga fiska en það er
nokkuð sem fljótt er að koma þótt
auðvitað væri e.t.v. æskUegast að
hafa annan tíma til í hverri viku.
Greiðsla fyrir knattspyrnuiðkun-
ina kemur úr sjóðum fyrirtækisins
og það er nokkuð sem forráöamenn
þess sjá ekki eftir.
-GRS
Knattspyrnukappar Byggingarfélagsins Kambs.