Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 15 Vafalaust treysta landsmenn landsfeðrunum ekki of vel til að ráða við aðsteðjandi vanda. Mesta kreppa eftirstríðsáranna Ekkl er það nú góður jólaboð- skapur. Við erum búin að sigla inn í mestu kreppu eftirstríðsáranna. Þær tölur um samdrátt, sem Þjóð- hagsstofnun er komin með fyrir næsta ár, sýna meiri samdrátt en var í efnahagskreppunni 1967-68, sem var sú mesta síðan á „kreppu- árunum" fyrir stríð. Auk þess höf- um verið að glíma við samdrátt allar götur síðan 1988. Hann ætlar því að standa í 5-6 ár. Ráð hagsýnna húsmæðra En hvað á að gera? Kvennalistinn virðist vilja, að við sláum bara stór erlend lán til að mæta þessu. Þetta eru tillögur hinna hagsýnu hús- mæðra. En dugir þetta? Konumar mundu kannski sjá þannig fyrir heimilinu að taka lán í banka, þeg- ar harðnar á dalnum, og borga lán- in, þegar það lagast. En þá þarf það að lagast bráðlega. Gallinn er sá, að efnahagsástandið hér virðist ekkert ætla að lagast, svo aö sköp- um skipti, fyrstu árin eftir 1992. Hafnrannsóknastofnun gerir ráð fyrir, að þorskveiði glæðist ekki á allra næstu árum. Við getum ekki búizt við stóru álveri alveg á næst- unni. Rikisstjórn Davíðs Oddssonar stendur í eigin samdráttaraðgerð- um. Þær aðgerðir auka á samdrátt í efnahagsmálum almennt. Sumir segja því, að þetta eigi stjómin ekki aö gera. En þetta er þó skiljanlegt hjá stjóminni. Við erum skuldum vafin. Við liggur, að við glötum lánstrausti erlendis vegna þessa ástands. Þar sem efnahagsástandið mun ekki veröa gott á allra næstu árum, er skiljanlegt hjá stjóminni að beita aðhaldi. Það er nógu slæmt samt að hafa margra milljarða rík- ishalla og halda áfram að safna skuldum, þótt við hlaupum ekki til að slá frekari stór erlend lán, þegar að kreppir. Að minnsta kosti finnst þeim, sem þetta skrifar, æskilegra, að landsmenn reyni að þreyja þorr- ann og góuna, lifi ekki bara fyrir hðandi stund. Þetta verður erfitt. Kannski fá þeir flokkar fleiri at- kvæði, sem vilja auka sláttinn er- lendis við þessar aðstæður. Þjóðhagsstofnun hefur nú endur- skoðað spá sína frá í nóvember vegna aðgerða ríkisstjómarinnar. Nýja spáin málar mun dekkri mynd en hin fyrri. Aðgerðimar í ríkisfjármálum eiga að leiða til þess, að „samneyzlan", opinberi geirinn, dregst saman um 0,3 pró- sent á næsta ári, en í nóvember var gert ráð fyrir 0,5 prósent aukningu þar. Ríkisstjómin hyggst skera nið- ur um einn og hálfan milljarð al- mennan rekstrarkostnað og laun. Þetta hefur áhrif á verðlag og kaup- mátt. Verðbólgan verður meiri en ella, kaupmátturinn minni. Stjómaraðgerðir herða kreppuna Ríkisstjómn leggur á gjöld. Ætl- unin var líka að afnema jöfnunar- gjaldið um áramót. Þetta er gjald, sem lagt er á innfluttar iðnaðarvör- ur vegna agnúa, sem voru á sölu- skattskerfinu. Nú er kominn virð- isaukaskattur í stað söluskatts, svo að ekki er heil brú í þvi að viðhalda jöfnunargjaldi. Nú ætlar ríkis- stjórnin samt að halda þessu gjaldi áfram fram á mitt næsta ár. Þetta mun vafalaust leiða til mótmæla viðskiptaþjóða okkar. Þetta er dæmi um, hvemig ríkisstjómin fer að ráði sínu. Afleiðingin verður, að verðbólga á næsta ári verður 5,4 prósent í stað 5,1 prósent í fyrri spá, að mati Þjóðhagsstofnunar. Kaupmátturinn dregst saman um 5,5 prósent í stað 4,7 prósent sam- dráttar í nóvemberspánni. Þetta em afleiðingar stefnu stjómarinn- ar nú. Aðgerðir stjómarinnar herða kreppuna á ýmsan veg. Ein afleið- ingin er, að einkaneyzlan mun dragast saman á næsta ári um 6,1 prósent í stað 5,5 prósent, sem spáð var, áður en aðgerðir stjómarinnar vora teknar með í reikninginn. Og hvað um hagvöxtinn, aukningu framleiðslu í landinu? Auðvitað verður enginn hagvöxtur heldur minnkun framleiðslunnar um heil 4,1 prósent. Þegar Utið er á þjóðar- tekjur, minnka þær um 6,1 prósent á næsta ári að mati Þjóðhagsstofn- unar. Áður en aðgerðir stjómar- innar komu inn í dæmið, var búizt við 5,7 prósent samdrætti þjóðar- tekna. „Ekki svigrúm til að anda" Við búum sem sé nú við þær ógæfulegu aðstæður, að ekki er unnt að reikna með uppsveiflu, eft- ir að árið 1992 verður Uðiö. Við gUmum við vandamál, sem yrðu verri, færi ríkisstjómin aðrar og auðveldari leiðir en hún fer. Við- skiptahafiinn við útlönd verður 18 miUjarðar króna í ár. Því er spáð, Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri að viðskiptahallinn verði 15 miUj- arðar króna á næsta ári. Það er því „ekkert svigrúm til að anda“, eins og kunnur hagfræðingur sagði í spjalh við DV í gær. Ef við færum aðrar leiðir og reyndum að draga úr samdrættinum á næsta ári, yki það hættuna. Það mundi sem sé ekkert duga við vandanum að varpa peningum úr flugvélum yflr landsmenn. Pen- ingaprentunin verður ekki fær leið við svona aðstæður. Horfur eftir 1992 gefa ekki tílefni tíl bjartsýni. Sumir horfa tíl loðnunnar og segja, að þar fáist einhver gróði. Það er kannski eini ljósi punktur- inn. Rannsóknir fiskifræðinga benda til þess, að loðnustofninn sé sterkari en áður var haldið. En þetta dugir okkur skammt. Rannsóknir fiskifræðinga gefa tU kynna, að ekki verði unnt að auka þorskveiðina næstu ár eftir 1992. Aðrir stofnar eru yfirleitt ekki mjög sterkir heldur. Meiri samdráttur en 1968 Hagfræðingar telja, að hagvöxt- urinn verði enginn árið 1993. Við verðum á núUpunkti, „ef vel geng- ur“. Samdrátturinn á næsta ári verð- ur meiri en hann var jafnvel hörm- ungaárið 1968. Þá höfðum við orðið fyrir því áfaUi, að síldin hvarf. Við vorum nokkur ár að komast upp úr því. En samdrátturinn er nú sá mesti, sem verið hefur frá kreppu- árunum á fjórða tug aldarinnar. Samdrátturinn 1968 var 6 pró- sent. Nú er spáð 6,1 prósent sam- drætti á næsta ári, sem sé broti meira en var 1968. Áldraumurinn er búinn. Á hon- um höíðu margir byggt vonir um uppsveiflu á næstu áram. Fyrr á árinu gerði Þjóðhagsstofnun ráð fyrir, aö hagvöxturinn yrði 4-5 pró- sent árin 1993-94. En nú segja spek- ingarnir, að gera megi ráð fyrir litl- um hagvexti 1994, það er að fram- leiðslan vaxi sárahtö það ár. Kunnugir segja, að engar líkur séu til þess, að tekin verði ákvörð- un um álver á næsta ári, 1992. Ekki megi búast við aukinni þorskveiði fyrr en á seinni hluta þessa áratugar. Þá hafa menn byggt vonir um hagnað af væntanlegri aðild okkar að EES, Evrópska efnahagssvæð- inu. Það samkomulag tekur í fyrsta lagi gildi árið 1993, ef það verður þá eitthvað af því. Síðan tekur það tíma, að árangur þessa samkomu- lags fari að sjást á efnahag okkar. Þetta hafa hagfræðingar, sem DV ræddi við, lengst þorað að spá í spilin. 3000 atvinnulausir Efnahagsvandinn, sem við sigl- um inn í á næsta ári, stafar að miklu leyti af því, að það þarf að draga úr þorskveiðinni. Sumir álíta, að við ættum ekkert að draga úr þorskveiði þrátt fyrir það hversu stofninn er veikur. Þeir segja, að við eigum að hætta við þann samdrátt, auka veiðina og sjá, hvað setur, nú þegar ástandið er yfirleitt svo slæmt. En um þá rök- semd gildir hið sama og áður var sagt: Við sjáum ekki fram á skjótan bata á næstu áram. Því er ekki vit- urlegur búskapur, eins og hagsýn- ar húsmæður eiga að sjá, að ganga til dæmis á „útsæðið“ í fiskveiði- málum eða auka erlendar skuldir okkar upp úr öllu valdi. Samdrátturinn á næsta ári kem- ur auövitað mjög sterkt fram í af- komu veiða og vinnslu. Þaðan fær- ist svo vandamálið yfir þjóðfélagiö allt. Verulegt tap verður á veiðum og vinnslu fisks á næsta ári. Sam- eiginlega verður tapið líklega 5-6 prósent af tekjum á næsta ári. Þarna er um að ræða tap upp á 3 milljarða króna. Atvinnuleysis mun gæta í sjávar- útvegi. Við lendum alls í atvinnu- leysi, sem gæti orðið 2,6 prósent af mannaflanum, eða um þrjú þúsund manns. Þá má búast við „land- flótta" eins og það hefur verið kall- að. Menn minnast þess frá fyrri árum, til dæmis frá kreppunni 1967-69. Ríkisstjórnin ber sig að vonum illa yfir töpuðum tekjum ríkissjóðs. Þingið hefur verið aö koma saman flárlögum fyrir næsta ár, samdrátt- arárið, en Úla gengið vegna áráttu þingmanna til að veija tímanum í þref. Vandinn er mikill og halla- rekstur ríkissjóðs vaxandi. Gert er ráð fyrir, að samdráttur í efnahags- lífinu skerði tekjur ríkissjóðs um 3-3,5 milljarða króna á næsta ári. Halli á ríkissjóði hefur þenslu- áhrif. Ríkishalhnn og viðskipta- hallinn þýða vaxandi skuldasöfnun erlendis. Með tilhti til allrar stöð- unnar hlýtur að teljast rétt hjá rík- isstjóminni að beita aðhaldi. Við höfum nógu oft lifað fyrir hð- andi stund í efnahagsmálum og goldið þess. En við erum mun betur í stakk búin til að mæta efnahagslegum samdrætti en við vorum 1968. Haukur Helgason ITTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.