Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Helgarpopp Ný dönsk í stórsókn á plötumarkaðnum: Hringferðirnar farnar að hafa sitt að segja Hljómsveitin Ný dönsk. Fimmmenninganna bíður að velja úrval bestu laga fyrir enska útgáfu eftir áramót. „Eg hreinlega veit ekki hvað er að gerast. Þessar viðtökur koma mér og okkur öllum þægilega á óvart," segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Ný danskrar. Um síðustu helgi haíði plata henner, Del- uxe, selst álíka mikið og platan sem kom út fyrir jólin í fyrra - Regnboga- land. Jón segir að hann og félagar hans hafi sett sér það markmið áður en upptökur hófust að vinna hratt og reyna að láta það koma fram í tónlist- inni að þeir hefðu gaman af því sem Umsjón Ásgeir Tómasson þeir væru að gera. Deluxe var tekin upp á sex dögum. Engar tölvur voru notaðar við upptökumar. Ný dönsk hefur verið mikið á ferð- inni á árinu sem er að líða. Hún spil- aði á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyj- um, kom fram á minningartónleik- unum úm Karl Sighvatsson, lék í Perlunni með Rafni Jónssyni og var að sögn Jóns Ólafssonar talsvert í sviðsljósinu. „Ætli þetta skih sér ekki í meiri plötusölu en áður. Allar hringferðimar um landið eru senni- lega farnar að hafa sitt að segja. Við urðum til dæmis áþreifanlega varir við betri móttökur á dansleikjum síð- asthðið sumar en sumarið ’90.“ Gagnrýnendur hafa einnig tekið Deluxe vel. „Það sýnir bara að stefn- an að vera við sjálfír fellur í kram- ið,“ segir Jón. „Með þvi á ég við að hver og einn í hljómsveitinni spilar eins og honum sjálfum er eðlilegast. Ég skipti mér ekkert af gítarleik Stef- áns, Stefán skiptir sér ekkert af bassaleik Bjössa og svo framvegis. Við erum ekki að reyna að fylla upp í einhverja fyrirfram skapaða mynd. Þrátt fyrir þetta held ég að Ný dönsk sé ekkert síður heilsteypt hljómsveit en hver önnur.“ Eftir áramótin bíður þaö verkefni Jóns Ólafssonar, Bjöms Friðbjöms- sonar, Stefáns Hilmarssonar, Daní- els Haraldssonar og Ólafs Hólm að selja enska texta við nokkur laganna af Deluxe og fyrri plötum hljómsveit- arinnar. Til stendur að safna saman efni á eina erlenda útgáfu. Todmobile og Sáhn hans Jóns míns hafa áður unnið slíkar erlendar plötur úr sín- um fyrri plötum. „Ég reikna síðan með því að við verðum á fullu á næsta ári eins og í fyrra," segir Jón. „Reyndar er ekkert farið að ræða formlega um næsta ár. En miðað við viðtökur Deluxe held ég að okkur sé ekki stætt á öðru en að vera vel virkir næsta árið.“ Alelda Vinsælasta lagið á Deluxe er tví- mælalaust Alelda. Það heyrist í út- varpi oft á dag og virðist þegar búið að skipa sér í flokk með Frelsinu, Nostradamusi og Kirsuberi svo að nokkur vinsæl lög með Ný danskri séu nefnd. Alelda er eftir Jón Ólafs- son og Daníel Haraldsson. „Ég samdi þetta lag heima og kom svo einn daginn með það á æfingu," segir Jón. „Félögum mínum þótti lag- ið vont. Svo datt einhveijum í hug að breyta einum hljóm í því, færa hann úr moh og í dúr og þá var eins og við værum með aht annað lag í höndunum. Textann sömdum við Daníel svo á ísafirði skömmu áður en við áttum aö byija að spila. Við vorum eldsnöggir með hann. Þessi texti er að vísu óskiljanlegur en það hefur enginn kvartað yfir honum ennþá!“ Óskar Guðnason sendir frá sér Gamlan draum: í hljómsveitum frá tólf ára aldri Bubbi Morthens, Helga Möher, Ari Jónsson og Örvar Kristjánsson eru meðal söngvara á kassettu sem var að koma út. Hún nefnist Gamall draumur. Útgefandi hennar og aðal- lagahöfundur er Óskar Guðnason tónhstarmaður sem ekki hefur mikið borið á hingað til en hefur eigi að síður leikið með hljómsveitum frá tólf ára aldri. „Ferilhnn er að vísu ekki samfelld- ur í rúmlega aldarfjóröung,“ segir Óskar. „Ég lék með ýmsum hljóm- sveitum á Homafirði fram yfir 1975, meðal annars með Grétari Örvars- syni um tíma. Síðan hætti ég í nokk- ur ár, fór svo í FÍH skólann fyrir svo sem tíu árum og hef síðan spilað með ýmiss konar hljómsveitum með hlé- um, til dæmis gömludansahljóm- sveitinni Fjómm tíglum og pöbba- sveitinni Barlómunum." Vel mannaö Á kassettunni Gömlum draumi era tólf lög. Sex þeirra era eftir Óskar Guðnason. Tom Shoemaker samdi tvö, Martin Bunke, Mariam Colrad og Birgir Jóhann Birgisson eiga eitt hvert og höfundur eins lags er ókunnur. Birgir Jóhann er einnig í hópi hljóðfæraleikara ásamt Þor- steini Magnússyni, Pálma Gunnars- syni, Ingólfi Steinssyni og fleiram. Ekki má svo gleyma Örvari Kristj- ánssyni sem þenur nikkuna í einu lagi. „Við Örvar spiluðum saman í hljómsveit í Færeyjum fyrir nokkr- um áram,“ segir Öskar. „Þar hitt- umst viö sveitungamir og urðu þar fagnaðarfundir." Meöal annarra sem Óskar hefur unnið með á löngum tónhstarferh era Austfjarðadjassist- arnir Ragnar Eymundsson og Sæ- mundur Harðarson „og ekki má gleyma Guðbergi Auðunssyni. Við blúsuðum saman um tíma. Nú er Guðbergur búinn að slá í gegn að nýju á Hótel íslandi svo að það er enginn tími fyrir blúsinn að sinni.“ Gamall draumur Óskar Guðnason segir að það megi segja að með kassettunni Gömlum draumi sé gamah draumur að ræt- ast. Flesta tónhstarmenn langi til að láta eitthvað hggja eftir sig. „Hins vegar verður ákvörðunin um það að bíða hvort lögin tólf koma út á geisla- diski,“ segir ðskar. „Ef kassettan fær góðar viðtökur ætla ég að athuga máhð. En ég gef hana út sjálfur svo að ég verð að taka mark á því hvað markaðurinn vih. Það þýðir ekkert að ana áfram í óraunhæfri bjart- sýni.“ Brian Wilson, efst til vinstri, ásamt tyrrum félögum í Hlfómsveitinni The Beach Boys. Málaferlum ættingja Brians Wil- sonsvið sálfi'æðing hans er lokið með sáttum utan dómsalarins. ÆUingjarnir vildu meina að Wil- son hafi verið riljalaust verkfæri í höndum sála frá árinu 1983. Meðal þess sem fram kemur í sáttinni er að Brian Whson fær heföbundnar sálfræðilegar ráð- legginar frá Eugene Landy sálfræð- ingi en fær að haga lifi sínu að öðru leytí eins og hann kýs sjálfur. Að sögn lögfræðings Wilsons er hann mjög sáttur viö niðurstöðuna og feginn að dehan er leyst. Upphaflega voru það Carl Whson og Stan Love, fyrrum leikmaður með Los Angeles Lakers, sem höfð- uðu mál á hendur Landy th að losa Brian Wilson úr höndum hans. Carl og Brian era bræöur og stofn- endur Ihjómsveitarinnar Beach Boys ásamt frænda þeirra Mike Love, bróður Stans Love.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.