Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. 5 Uppsagnir á HaLkion VE: í þrjá mánuði „Útgerðin bauðst til að greiða mér tryggingu í þijá mánuði. Ég gekk að því og lít svo á að þar með sé málinu lokið,“ sagði Guð- björn Guðmundsson, fyrrverandi 2. stýrimaður á togskipinu Halki- on VE 105 i Vestmannaeyjum.' Halkion var tekinn að meintum ólöglegum veiðum í Hornafjarö- ardjúpi i síðasta mánuði. Þegar skipið kom til hafnar var fimm skipveijum sagt upp fyrirvara- laust. Fjórir þeirra skrifuðu und- ir bréf þess efnis að þeir hefðu gerst brotlegir í starfi. Sá fimmti, Guöbjöm, vildi ekki una þessum málalokum. Ætlaði hann i mál við útgeröina fengi hann ekki bætur. Honum hefur nú verið boðin trygging 1 þrjá mánuði eins ogáðursagði. -JSS Fj aUgöngumaðurinn: Áhægumbata- vegi Ungi QaRgöngiunaðurinn úr ís- lenska alpaklúbbnum, sem of- kældist og var fluttur með þyrlu úr hiíöum Esju þann 22. desemb- er, liggur enn mikiö veikur á gjör- gæsludeild Landspítalans. Sam- kvæmt upplýsingum frá spítalan- um er maðurinn þó á hægum batavegi. Líkamshiti flallgöngumanns- ins, sem er tvítugur, mældist 21 gráða þegar komið var með hann á sjúkrahúsið. Með hjálp hjarta- og lungnavélar tókst þó að lífga hann við. Batahorfur mannsins munu skýrast á næstunni. -ÓTT Roskin kona slasaðistí hörðum árekstri Roskin kona var flutt slösuð á sjúkrahús eftir haröan árekstur tveggja bíla á mótum Vestur- landsvegar og Bjarkarholts í Mosfellsbæ síödegis á nýársdag. Konan var farþegi í öðrum bíln- um og þurfti að nota tækjabíl til að ná henni út. Bílarnir voru báð- ir mikið skemmdir. Voru þeir dregnir á brott af slysstað með kranabíl. -ÓTT Akureyri: Eidurlausísjón- varpstæki Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrsti bruni ársins á Akureyri varð um miðjan dag á nýársdag er eldur kom upp í sjónvarpstæki i íbúö í fjölbýlishúsi við Múlasíðu. M)ög mikill og svartur reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang en íbúðin var mannlaus. Reykkaíarai', sem fóru inn í íbúðina, slökktu eldinn sem var í sjónvarpstækinu og í hillusamstæðu en hafði ekki náð að breiðast meira út. Mjög miklar skemmdir urðu hins vegar af reyk og sóti um alla fbúðina. Söfnunvegna brunans Söfnun er hafin handa Halldóru Helgadóttur er nússti íbúðarhús sitt í Skeijafirði í bruna á Þor- láksmessu. AJlt innbú hússins, sem var óvátryggt, eyðilagöíst í brunanum. Opnaðar hafa verið spari- sjóðsbækur nr. 8135 í Búnaðar- bankanum, útibúinu í Mos- fellsbæ og nr. 6276 í Sparisjóði Reykjavíkur. Framlögum er auk þess veitt móttaka í Hallgríms- kirkju. -IBS Fréttir Formaður Sjómannafélags Eyjafiarðar: Sjómenn f ari úr Al- þýðusambandinu - úrsögn sjómannafélaganna úr Sjómannasambandi íslands ekki á dagskrá Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég kannast ekki við að sjómanna- félög séu að íhuga úrsögn úr Sjó- mannasambandi íslands, það er a.m.k. ekki uppi á borðinu hjá okk- ur. Hins vegar liggur fyrir tillaga hjá Sjómannasambandi íslands frá okk- ur um að sambandið segi sig úr AI- þýðusambandi íslands," segir Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafiarðar. Konráð segir að Sjómannafélag Eyjaíjarðar hafi lagt fram tillögu á síðasta þingi Sjómannasambands ís- lands um úrsögn úr Alþýðusam- bandi íslands fyrir rúmu ári. „Nei, þessi tillaga liggur ekki í salti, síður en svo. Þetta er hins vegar stórt og mikið mál sem tekur sinn tíma að vinna og það þarf að fara rétt í hlut- ina. Ég á von á því að þessi tillaga verði ofan á eftir einhvern tíma. Það þarf að fara fram vinna áður en af þessu getur orðið. Næsta skrefið i því máli er að stofna fleiri sjómannafélög úti um landið, að sjómenn séu ekki í sérstökum deildum innan verkalýðs- félaganna eins og víöa er. Það er mjög viöa og t.d. eru bara tvö sjó- mannafélög á Norðurlandi og ekkert á Austfjörðum," sagði Konráð. Takmarkanir á námuleyf i Kísiliðjunnar framlengdar Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „í raun er þetta einungis staðfest- ing á þvi að umhverfis- og iðnaðar- ráðuneytið vantar meiri tíma til að skoða þetta mál,“ segir Róbert Agn- arsson, framkvæmdastjóri Kísiliðj- unnar við Mývatn, en iðnaðarráðu- neytið hefur ákveðið að framlengja til 31. mars takmarkanir þær á námuleyfi Kísiliðjunnar sem verið hafa í gildi á námusvæðinu í Mý- vatni. Jafnframt hafa iðnaðar- og um- hverfisráðherra ákveðið að hafnar verði frekari rannsóknir á setflutn- ingum í Mývatni. Mældir verða straumar og magn uppleystra efna í vatninu og gert reiknilíkan til að lýsa straumum og setflutningum. Sam- hliða þarf að rannsaka áhrif setflutn- inganna á fæðuvef vatnsins og mikil- vægi setsins sem fæðu fyrir dýr. Framlenging á takmörkuðu námuleyfi hefur engin áhrif á starfsemi Kisiliðj unnar, segir Róbert Agnarsson framkvæmdastjóri. Skipaður verður ráðgjafarhópur til þess að gera tillögur um rannsókn- aráætlun og skipulag rannsóknanna og er gert ráð fyrir að hópurinn skih áliti sínu fyrir 15. mars 1992. Þá verð- ur hópnum falið að gera tillögur um takmarkanir á námuleyfmu meðan á rannsóknum stendur. Nú í ársbyrjun verður boðað til funda með sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir og Náttúru- verndarráði til þess að fjalla nánar um rannsóknir sem fram fóru á veg- um sérfræðinganefndarinnar og nauðsynlegar framhaldsrannsóknir samfara áframhaidandi námu- vinnslu. Róbert Agnarsson sagði að ákvörð- un um framlengingu á takmörkun- um námuleyfa til 31. mars hefði eng- in áhrif á starfsemi Kísiliðjunnar því að efnistaka ætti ekki að hefjast í vatninu fyrr en í maí. Framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands: Lít ekki á þetta sem gálgafrest - aö litlu flugfélögin fljúgi áfram með einn flugmann Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég ht aUs ekki svo á að hér sé um neinn gálgafrest að ræða. Það að hafa einn flugmann í þessum minni flugvélum er almenn regla í heimin- um í dag en nú er í fyrsta sinn verið að samræma reglur milli landa. Það er ekki verið að setja mönnum strangari reglur til að vinna eftir,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, en samgönguráðherra hefur slegið á frest þeirri ákvörðun að skylt verði að hafa tvo flugmenn í öllu far- þegaflugi hérlendis. Sigurður Aðalsteinsson segir áð það hefði þýtt mikinn samdrátt hefði þeirri ákvörðun verið fylgt eftir. Hann væri því ánægður með ákvörð- un ráðherra. Flugfélag Norðurlands hafði ekki geflö út nýja áætlun vegna þeirra reglna sem taka áttu gUdi um ára- mótin en hefur nú verið frestað. Þó hefur verið tekin ákvörðun um að sameina flug til Þórshafnar og Vopnafjarðar og fella niður eina ferð til Raufarhafnar á viku. Þessar ákvarðanir voru teknar óháð þeirri breytingu sem koma átti til fram- kvæmda varðandi tvo flugmenn og að sögn Sigurðar komu þær til vegna lítUlar arðsemi á þessum flugleiðum. Ökufært um allt Hlíðarfjall á jeppa Stefnt að af- greiðslu í þess um mánuði Gyifi Ktísíánssan, DV, AkiHeyri: „Eins og staðan er í dag stefnum við að því að fjárhagsáætlun bæjar- ins komi tíl fyrri umræöu 14. jan- úar og tU siðari umræðu tveimur vikum síðar. Vonandi tekst aö ljúka aUri vinnu við áætlunina fyr- ir lok janúar," segir HaUdór Jóns- son, bæjarstjóri á AkureyrL Halldór segir að drög aö fjár- hagsáæöuninni hafi verið send nefndum bæjarins, þar sem þau hafa verið í endurskoðun að und- anfornu, og nefndimar muni sldla þeim inn í þessari vUcu og hefjist þá lokafrágangur. „Það má segja sem svo að ýmsar forsendur séu breyttar frá þvi að við lögðum Unumar fyrir okkar fóUc í haust og þær hugmyndir sem þá komu fram vom miðaöar við verðlag í október. Það er auðvitað spumingin um framrelkning en svo er þaö tekjudæmi bæjarins og álögur sem háfa breyst verulega. En við höldum okkur enn við þriggja ára áætlun okkar sem hefur að meginmarkmiði ákveðið hlutfall rekstrargjalda af tekjum. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort það gengur eftir,“ sagði HaUdór. 84 brunaútköll á síðasta ári Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Hér er ökufært á jeppa um aUt fjall og ég er t.d. núna, þegar ég tala við þig, á jeppa á leiðinni upp Hjalla- brautina þar sem skíðamenn ættu að vera að renna sér ef aUt væri eðU- legt,“ sagði ívar Sigmundsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli, í gærmorgun. ívar sagði að sá UtU sujór sem kom- inn var í fjallið hefði aUur fokið burt í sunnanroki miUi jóla og nýárs. „Nú þurfum við mikinn snjó til þess að hægt verði að fara að gera eitthvað hér. Ég myndi telja að lágmarkið væri að fá 30-40 cm snjólag tíl þess aö hægt verði að opna,“ sagði ívar. Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: SlökkviUð Akureyrar fór í 84 brunaútköU á síðasta ári, 8 fleiri en árið áður. Mestu brunarnir, sem slökkviUðið þurfti að kljást við, voru er íbúðar- húsið að Klöpp á Svalbarðsströnd brann í marsmánuði og bruninn er varð aö bænum GuUbrekku í Eyja- fjarðarsveit í lok ágúst þar sem gripahús brunnu og margar kýr brunnu inni. Sjúkraflutningar á síðasta ári voru 1110 talsins. Þar af voru 184 bráðatU- feUi og 173 heUdarútkaUanna voru utanbæjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.