Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 12
12 Lesendur FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Spumingm Hvernig fannst þér áramótaskaupiö? Sigríður Björnsdóttir nemi: Mér fannst það alveg ógeðslega lélegt. Elva Guðmundsdóttir nemi: Hund- leiðinlegt. Það mættu vera aörir leik- arar. Örn Yngvason skrifstofumaður: Ég horfði ekki á þaö. Ásdis Sveinsdóttir nemi: Mér fannst það hundleiðinlegt. Jón Kjartansson nemi: Lélegt. Elín Baldvinsdóttir nemi: Allt í lagi. . Ég horfði ekki á þaö! Hvernig fást var- anlegar vinsældir? Ríkisstjórnir koma og fara. - Tveir forsætisráðherrar, hinn fyrrverandi og sá núverandi. Óskar Einarsson skrifar: Fólk er ginnkeypt fyrir skoðana- könnunum um vinsældir stjórn- málamanna. í annan tíma lætur það sig litlu varða hvað stjórnmál hér á landi snúast um í raun. Að nefna til vinsælasta stjórnmálamanninn og þann óvinsælasta er auðvelt. - Davíð er minn maður, Steingrímur er minn maður - þetta eru slagorð sem eru ær og kýr íslenskra kjósenda sem láta reka sig eins og fé í rétt þegar kosningar standa yfir. Að fólk gaumgæfi hins vegar hvað þessi eða hinn stjórnmálamaðurinn stendur fyrir eða hvað hann er mað- ur til að efna, það er bara ekki í myndinni. Sá stjórnmálamaður sem lofar mestu og er sí og æ tilbúinn til að játa þvi sem fréttamenn ýta að honum í formi spurninga, hann safn- ar í sarpinn fyrir næstu vinsælda- könnun. Hann verður efstur. - Hvaða máh skiptir það t.d. þótt við- komandi flokksformaður láti sig ekkert varða nema framgang síns flokks? Bara að hann sé með allt á hreinu. Er það ekki einmitt þetta sem gerst hefur hér undanfarna áratugi í sfjórn landsins? Ríkisstjórnir hafa komið og farið og forsætisráðherrar þeirra láta sem þeir séu einungis ábyrgir fyrir sínu ráðuneyti. Þeir hafa leyft hinum ráðuneytunum og ráðherrum að ganga sjáUala, sagt að það væri þeirra mál hvernig þeir tækju á mál- unum. - Þveröfugt við það sem tíðk- ast hjá öðrum þjóðum. Nú er nýbirtur enn einn vinsælda- listi stjómmálamanna hér. Davið Oddsson er efstur þar og einnig efst- ur á lista yfir þá óvinsælustu. Stein- grímur Hermannsson er í öðru sæti vinsældalistans. Núverandi forsætisráðherra hefur tekið þá afstöðu að segja landsmönn- um hvar við stöndum. Við verðum að söðla um eigum við ekki að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum. Hann vill líka hafa afskipti af öðrum ráðu- neytum og lætur sig varða hvað þau gera. Þetta er ekki til vinsælda fallið. Sá ráðherra sem síðast var í forsæti og sagði ekki meira en fólkið þoldi að heyra, hann er enn í öðru sæti vin- sældalistans. Sá er hins vegar boðar „ill tiðindi“ í formi sannleikans, hann er ekki vinsæll þessa stundina. Er þá nokkuð annað fyrir hann að gera en að fara að segja góðærissögur og lofa reddingum hér og þar? Eða er útilokað að forsætisráðherra öðl- ist vinsældir fyrir að segja sannleik- ann? Skapast vinsældir með því taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og segja einfaldega: Þetta er ekki eins slæmt og virðist, við munum skipa nefndir og þær munu gera úttektir og skila áliti, álitin verða birt, og svo munu nýjar nefndir kanna þau, og svo munum við, og svo munum við... - VUl fólk láta ljúga að sér? Eyðni og óbeislað kynlíf: Hvað er að hjá fólki? Einar Ingvi Magnússon skrifar: Sagt er að eyðniveiran eigi gott uppdráttar í Tælandi. Þar eru vænd- iskonur sagðar selja blíðu sína fyrir fáeina dollara. Menn og konur; lítið ykkur nær. Ekki er hægt að tryggja aö skemmtistaöir Reykjavíkur séu án sýktra einstaklinga. Mig langar til að gera að umtalsefni vissan hóp kvenna. Margar konur hafa gengist undir aðgerð til að láta gera sig ófijóar. Þær eru teknar úr sambandi og verða þar af leiðandi ekki bamshafandi við kynmök. Þess vegna þurfa þær ekki að nota smokk- inn sem er sagður einhver vörn gegn eyðniveirunni. Mörgum konum þyk- ir nefnilega, alveg eins og körlum, ekki eins gott að hafa kynmök með smokknum. En hvað þýðir þetta? Hefur ekki hefili þjóð verið boðið að nota smokk- inn í hórdómi sínum? Hvað ætli land- læknisembættið segi við þessu, emb- ættið sem berst á móti eyðni og smit- hættu hennar? Mikil hætta er á því að hér kunni að verða mannfellir ef þessi skæða plága heldur innreið sína hér, ef til vill innan fárra ára. - Karlmenn eru að vísu ábyrgir gerða sinna. Eða hvað? Ófrjóar konur ganga um götur Reykjavíkur, barnslega saklausar og barnalegar í hugsun, en lífshættuleg- ar lífi manna. Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera að hjá fólki sem ekki getur lifað og búið með einum maka í gegnum lífið. - Er það svo miklu óheppfiegri kostur en óbeislað kynlíf á válegum tímum? „Fyrsta brosið“ í Sjónvarpinu Einar skrifar: Ég hlakkaði mjög til að heyra og sjá þáttinn sem nefndur var „Þitt fyrsta bros“ og sýndur í Sjónvarpinu annan dag jóla. Þannig fór þó að þátturinn varð mér tfi mikfilar raunar og von- brigða. Lögin voru alls ekki þau þekktu og vinsælu lög Gunnars Þórð- arsonar, þess frábæra lagasmiðs. Þarna var um að ræöa lög (flest þeirra), sem ekki hafa mikið heyrst áður, og með þeim sett á svið ein- hvers konar hreyfihst eða fíflagang- ur með forynjum með gipslappir og hauskúpuandlitum. Atriöi sem mis- heppnaðist fullkomlega. Hvað var t.d. verið að trfila upp með gömlu karlana í upphafi, dauðan hund og dauðan karl? Eða gas- grímufígúrumar í kjallaranum að róta í drash sem Sjónvarpið hefur Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 ~eða skrifíð ATH.: Nafn og símanr. veröur að fylgja bréfum áreiðanlega kostað ærnu fé til að safna saman? - Hví mátti ekki ein- faldlega syngja hin fahegu lög Gunn- ars af munni fram rétt eins og Pálmi Gunnarsson og Björgvin Halldórs- son gerðu best í þættinum? Sviðsetja söngvarana og jafnvel fá góða hljóm- sveit tfi að leia undir. Lagiö „Gaggó vest“ fékk einna verstu útreiðina. Hauskúpufólkið fór um með ofsa, tætti sundur bækur, og kennarinn illúðlegi lamdi svipu í borð. (Þulurinn var nýbúinn að til- kynna að nú yrði lagt af ofbeldi og barátta í dagskránni!). - Þessi þáttur varð Sjónvarpinu sannarlega ekki sú rós í hnappagatið sem margir höfðu vænst. Þeir Pálmi og Björgvin björg- uðu því sem þjargað varð. - Sviðsett- ir skemmtiþættir eru ekki þeir þætt- ir sem Sjónvarpinu ferst þest úr hendi, það sannaðist hér sem oftar. Það er óþarfi að kosta miklu af fé skattborgaranna í þeim tilgangi ein- um að gera sem flestum listamönn- um til geðs á einu bretti eins og hér virtist tilgangurinn. „Þeir Pálmi og Björgvin björguðu þvi sem bjargað varð,“ segir m.a. í bréfinu. Miðstýringog verðstýring Lúðvíg Eggertsson skrifar: Mætir menn í háum stöðum geta stundum ruglast í ríminu. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri segir í blaði nýlega að rík- isljármál hafi meira vægi í fram- tíð en Seölabankinn minna þegar gengi er fest og íjárstreymi inn og út úr landinu gert frjálst. Hagkerfiö er í upplausn vegna skorts á samvinnu tjármálaráðu- neytis og Seðlabankans. Sú sam- vinna veröur nauðsjmlegri með viðskiptum við EB-löndin. Því fer flarri að ríkið eigi að keppa um lánsfé og vera tilbúið að breyta vöxtum frá degi tfi dags. Verð- bréfaviðskipti Seðlabankans og eyöslustefna ríkissjóðs verða sameiginlega að tryggja stöðug- leika í vöxtum og fast gengi, ella fer aht úr skoröum. Lánasýsla ríkisins er purkunarlaust íjáröfl- unartæki og gengur á snið við hefðbundna hagstjórn. - Enginn þarf að halda að við tengjumst ECU meðan við höfum gjörólíkt pemngakerfi, þ.e. verðtryggingu fjárskulbindmga. Dýrogódýrham- horgarhryggur Kristín Magnúsdóttir skrifar: Landsmenn borða líklega nú orðið ,jólamat“ aha daga ársins. Ég er ein þeirra sem alltaf hef hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöld. Ég átti um tvennt að velja; kaupa hrygg á 998 kr. kg, sem ég sá í Miklagarði, unninn þar, og svo Ali-hamborgarhrygg á 2,195 kr. kg. Báðir htu vel út og voru með svipaðri úrbeiningu. Ég keyptíþann ódýrari og hann var alveg frábær í alla staði. Mér finnst hér vera nokkuö mikill verömunur og geri mér enga grein fyrir því i liverju hann get- ur legið. Áramótaspárnar Gunnhildur skrifar: Hvers vegna eru áramótaspár blaðanna ekki látnar í friði af ljósvakamiðlunum? Tímarit með spánum eru t.d. varla komin út fyrr en þáttagerðarmenn út- varpsstöðvanna taka sig til og lesa þær svo til orðrétt. Maður vill fá að lésa þetta sjálf- ur i góðu tómi en ekki láta lesa fyrir sig. Er þetta bara leyfilegt, er þetta ekki eins konar ritstuld- ur? Eða eru útvarpsstöðvarnar svona fátækar af efni að þær verði að sækja það allt í blöð og timarit? Jón Ólafsson hringdi: Árið 1992 hlýtur að verða ahm- iklu ööruvísi en undangengin ár. Ekki síst vegna þess að nú er í fyrsta sinn reynt að sporna gegn ofureyöslu sem þjóöin hefur stað- ið sjálfa sig að lengi. Ég skora á landsmenn að láta nýja árið ekki fara í taugarnar á sér þótt eitthvað þrengist um á markaði magafylh og makinda. Sameinist allir í spamaði og varkárni ættum við í árslok aö geta fagnað miklum sigri og litið björtum augum á framtíðina. Rokktónlist áStjörnunni Siguijón Skæringsson hjá Stjörn- unni skrifar: í tilefni aflcsendabréfi í DV 27. des. sl. með fyrirsöginni „Meira af Guns and Roses“ vil ég upplýsa eftirfarandi. Hér á útvarpsstöðinni Stjörn- unni er þátturinn Rokkhjartað á dagskrá hvert þriðjudagskvöld, Þar hefur m.a. verið leikin tónlist með „Guns and Roses“ Þátturinn verður áíram á dagskrá á hveiju þriöjudagskvöldi og munum viö þar leika vandaða tónhst, m.a. með áöumefndri hljómsveit, svo sem verið hefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.