Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. 33 Þau Bjöm Th. Björnsson og Steinunn Sigurðardóttir voru að vonum ánægð með styrkinn. Bjöm og Stein- unn fá styrk Rithöfundarnir Björn Th. Björns- son og Steinunn Sigurðardóttir hlutu á gamlársdag hinn árlega styrk sem veittur er úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins. Að þessu sinni komu 350 þúsund krónur í hlut hvors þeirra en í fyrra fékk einungis einn rithöfundur 350 þúsund krónur. Ástæða þessa er sú að tekjur sjóðs- ins hafa aukist verulega að raungildi undanfarið og auðveldara hefur reynst að ávaxta sparifé sjóðsins. Styrkina geta rithöfundamir notað til ritstarfa eða til undirbúnings þeim, t.d. með utanfórum. Þeir eru þó meö öllu án skuldbindingar. Fjöldi manns var viðstaddur styrkveitinguna. F.v. Jónas Kristjánsson frá Árnastofnun, Björn Th. Björnsson, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. DV-myndir Hanna SMÁAUGLÝSINGASÍMINIM FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 DV GRLÆNI SÍMINN DV -talandi dæmi um þjónustu! Sviðsljós Dóttir Roberts Kennedy: Varð ástfangin af manni dæmdum fyrir hryðjuverk Ástarmál Kennedy-fjölskyldunn- ar eru enn einu sinni í sviðsljósinu. Það er Courtney Kennedy, dóttir Roberts Kennedy og Ethel, sem er ástfangin af manni sem dæmdur hefur verið fyrir hryðjuverk. Sá hamingjusami, Paul HUl, hef- ur setið fimmtán ár bak við lás og slá fyrir að hafa tekið þátt í sprengj- utilræði á krá í Englandi sem olli dauða fimm manns. Paul er einn af fjórmenningunum frá Guildford sem handteknir voru 1974. Fimmt- án árum seinna voru þeir látnir lausir er í ljós kom að lögreglumað- ur hafði gefið rangar upplýsingar. Paul bíður nú eftir því að réttað verði yfir honum vegna annars máls því honum er gefið að sök að hafa átt þátt í drápi á breskum her- manni fyrir sautján árum. Paul neitar sakargiftum. Courtney, sem er 34 ára og frá- skilinn, hitti Paul Hill, sem einnig er fráskilinn, þegar hún var með bróður sínum Joseph á ferð í Eng- landi. Joseph var einn af þeim sem barist höfðu fyrir því að flórmenn- ingarnir yrðu látnir lausir hið fyrsta. Courtney kærir sig kollótta um hvað fólk álítur um samband henn- ar og Pauls og naut hverrar mínútu þegar þau fóru saman í tveggja vikna frí til írlands ekki alls fyrir löngu. Courtney Kennedy ásamt kærastanum sinum, Paul Hill. Starfsmann vantar til alhliða verslunarstarfa. Heildverslun Eiríks Ketilssonar, Vatnstíg 3 JÓLATRÉSSKEMMTUN Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 5. janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi. Miðaverð fyrir börn kr. 550 og fyrir fullorðna kr. 200. Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur NÝIR UMBOÐSMENN HAFNIR Eygló Einarsdóttir Seljavogi 2, sími 16947 RAUFARHÖFN Sólrún Hvönn Indriðadóttir Ásgötu 21, sími 51179 VÍK í MÝRDAL Ragnar Freyr Karlsson Árbraut 3, sími 71215

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.