Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. 15 Ríki og fjölmiðlun Fjölmiölun á íslandi virðist ekki ætla að þróast í takt við þjóðfélags- breytingar í umheiminum. Veru- legur hluti þjóðarinnar býr enn við það að geta einungis náð ljósvaka- miðlum ríkisins. Rök fyrir óbreyttu ástandi hafa verið talin þau að Rík- isútvarpið styrkti málvitund, neyslu innlendrar menningar og væri þar með ómissandi í vernd og viðhaldi íslenskrar þjóðarvitundar í sífellt sterkari straumi fjölþjóð- legra menningaráhrifa. En hversu nálægt raunveruleik- anum skyldi sú mynd vera sem þetta álit byggist á? Jafnvel þó að maður gæfi sér að hún væri rétt, skyldi þetta áht vera ásættanlegt? Stefna byggð á röngu mati Það að sterkari erlend menning- aráhrif flæði yfir þjóðina nú frem- ur en nokkum tíma áður er bein- hnis rangt. Sem nýlenduþegnar tjáðu íslendingar sig á dönsku- skotnu máh í viðskiptum og opin- berri stjómsýslu. Fyrir nokkrum áratugum hlustaði ungt fólk mun meira á erlenda tónhst og gat þá valið um Gufuna, Lux og Kanann sem síðar var reyndar lokað fyrir í þröngsýni. Gervihnattamóttakarar fyrir sjónvarp hafa ekki náð verulegri útbreiðslu enn og aimenn tungu- málakunnátta þjóðarinnar hefur varla aukist því jafnvel stúdentar eiga erfitt með að tjá sig lýtalaust á eigin tungu hvað þá erlendri. Dagblöðin hafa haldið fast í hefðir, innlend dægurmál fylla síður þeirra og ítarleg umfjöllun um er- lend málefni er fremur sjaldgæf. Faglega sterkur og alþjóðlega samkeppnisfær íslenskur auglýs- ingaiðnaður hefur orðið ofan á er- lendum í því að ná til neytenda vöm og þjónustu en vel að merkja; einungis af því að verk hans em framúrskarandi, ekki af því að þau eru íslensk. Erlend tímarit seljast hérlendis myndskreytinganna Kjállarinn Jón Hjálmar Sveinsson fyrrv. sjóliðsforingi vegna, ekki vegna hins ritaða máls, og jafnvel afþreyingarbókmenntir verður að þýða á íslensku eigi þær að seljast hér. Erlendir farand- verkamenn eru fáir og ílendast aðeins í undantekningartilfehum og eftir að hafa lært íslensku. Hvar í ósköpunum eru svo öll þessi er- lendu áhrif sem ríkisútvarpið á að vernda íslenska menningu gegn? Ótti við frjálst val Setjum svo að einhverjir misvitr- ir hafi ákveðið að frjálsir menning- arstraumar erlendis frá væm ís- lendingum óholhr og að frjáls ljós- vakamiðlun yrði mannskemm- andi, nokkuð sem virðist inntak opinberrar fjölmiðlastefnu hér á landi. Ríkisútvarpinu er þvi greini- lega ætlað að vera uppistaðan í andlegu fóðri frá degi til dags. Það er forneskja og alræðishneigð að ætla ríkisstofnun, eða yfirleitt nokkrum einum aðila, .shkt hlut- verk. Þar fyrir utan er það óraun- sætt þrátt fyrir landfræðhega ein- angrun. Fréttaval, fréttaskýringar, val þátttakenda í umræðuþætti, allt ber þetta vott um póhtíska miðstýr- ingu Ríkisútvarpsins. Einstökum tónlistarmönnum virðist stöðugt hyglað í dagskrá án tillits til hvort þeir eru vinsæhr eða ekki. Þættir með innhringingum hlustenda em ritskoðaðir af stjórnendum, sumt má tala um, annað ekki, persónu- legar skoðanir einstakra stjóm- enda dynja endurtekið á hlustend- um í lítilsigldri þrætubókarhst. Klassísk tónhst er notuð sem fyll- ingarefni. Fólki er ekki ætlað að leita henn- ar, uppgötva og njóta í næði af eig- in frumkvæði heldur skal hún blás- in í eyru þess við dagleg störf. Hef- ur einhver séð Bemstein vaska upp og hlusta um leið á Óðinn til gleð- innar? Asninn skal ekki bara leidd- ur að læknum heldur líka hellt ofan í hann þar til hann springur. í átt til Albaníu Þegar krafist er frjáls vals eru þau rök sem höfð eru fyrir óbreyttu ástandi ekki endilega þau að frjálst val sé í sjálfu sér slæmt heldur er lymskulega sagt að frjálst val sé nokkuð sem þú aldrei fáir. Sagt er að það séu auglýsendur sem ráði og gjarnan bent á bandaríska íjölmiðlun sem mótaða af auglýs- endum. Galhnn við þessa kenningu er bara sá að auglýsandinn, fram- leiðandi vöru eða þjónustuaðih stjórnar ekki neytendum. Vel- gengni hans er fólgin í því hversu vel honum tekst að sjá nýjar þarf- ir, fylgja auknum kröfum og breyt- ingum í smekk neytenda. Málið væri einfalt ef hann gæti bara spilað með neytandann. í fyrr- greindu áhti kemur fram vantraust á þroska og dómgreind íslendinga þegar látið er liggja aö meintu upp- eldishlutverki Ríkisútvarpsins. Fólk á að vera háð mótandi forsjá þess, einstakhngnum er því ekki treyst. Líti maður framhjá því hvort þetta viðhorf standist siðferðhega og horfi á eina af fyrirsjáanlegum afleiðingum þess að það fái að ráða íslenskri ljósvakamiðlun áfram þá mun hæfni íslendinga til að koma þjónustu sem unninni vöru að á eriendum mörkuðum verða lömuð. Rukkað fjórum sinnum Almenningur greiðir fjórfalt fyrir dagskrá Ríkisútvarpsins. Fyrst með sköttum sem fara sem ríkis- framlag til rekstrar RÚV, síðan með afnotagjöldum sem enginn sem njóta vill ljósvakamiðla kemst undan að greiða, þá í vöruverði auglýsenda sem kaupa auglýsingar í RUV og einnig í verði þjónustu aðila sem styrkja gerð einstakra þátta. Hlutverk ríkisins í ljósvakamiðl- un ætti einungis að vera rekstur dreifikerfis sem næði til ahra landsmanna og að leigja rásir þess einkaaðilum til fjölmiðlunar. Menning verður til meðal fólksins sjálfs og dafnar vegna utanaðkom- andi áhrifa en ekki þrátt fyrir þau. Hún er ekki eitthvað sem ríkinu þóknast að hella yfir almenning, jafnvel þó að athæfið styðjist við forneskju nefnda útvarpslög. Jón Hjálmar Sveinsson „Almenningur greiðir fjórfalt fyrir dagskrá Ríkisútvarpsins," segir m.a. í greininni. „Hlutverk ríkisins í ljósvakamiðlun ætti einungis að vera rekstur dreifi- kerfis sem næði til allra landsmanna og að leigja rásir þess einkaaðilum til fjölmiðlunar.“ Ríkisskattur á sveitarfélög „Fyrir Akranes nemur lækkunin væntanlega 11 milljónum (2,2%),“ seg- ir m.a. i greininni. Föstudaginn 20. desember skrif- aði Ellert B. Schram ritstjóri leið- ara hér í blaðið sem bar yfirskrift- ina Viðbrögð sveitarfélaga. Þar finnur Ellert mjög að því að sveit- arfélögin í landinu skuh ekki með þegjandi þögninni taka á sig svo- nefndan löggæsluskatt sem ríkis- stjórnin hefur haft í hyggju að leggja á þau. Orðrétt segir Ehert: „Sveitarfé- lögin veröa hins vegar að horfast í augu við kreppuna og slæman íjár- hag þjóðarbúsins. Þau geta ekki verið stikkfrí þegar þjóðin þarf að spara. Þegar ríkisvaldið þarf að losa sig undan verkefnum eða draga saman seglin er eðlilegt að sveitarfélögin kosti nokkru til og taki þátt í þeim allsheijarráðstöf- unum sem þjóðfélagið verður allt að gangast undir.“ llla aflögufær Þama verður Ellert iha á í mess- unni. Að sjálfsögðu eru sveitarfé- lögin aldrei „stikkfrí" þegar sam- dráttur verður. Þá dragast tekju- stofnar þeirra nefnilega saman á nákvæmlega sama hátt og tekju- stofnar ríkisins. Þau verða því að rifa seghn í sínum rekstri alveg eins og ríkið. Þau eru þess vegna illa aflögufær. Sveitarfélögin standa undir margs konar þjón- ustu við almenning eins og ríkið. Um verkaskiptinguna er sam- komulag og þegar tekjur beggja dragast saman verður hver að sýna aðhald í sínum rekstri. Við þetta bætist að atvinnuástand er bágborið víða um land og horfur ekki góðar. Til að forðast fjöldaat- KjaUarinn Jón Hálfdánarson eðlisfræðingur vinnuleysi hafa því mörg sveitarfé- lög neyðst til að leggja fram umtals- vert fé til atvinnurekstrar. Það fer því saman að tekjur minnka og útgjöld aukast. Þetta aht er ef th vih best að skýra út með dæmi. Ég sit í bæjarstjórn Akraness og við erum farin að leggja drög að fjárhagsáætlun næsta árs. I ár verða hehdartekj- urnar um 500 mihjónir og endar ná saman. Breytingar verða En á næsta ári verða breytingar að öllu óbreyttu. Minnkandi tekjur samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar 2-3%: 12,5 milljónir (2,5% af heild- arveltu hæjarsjóðs). Fyrirhugaöur löggæsluskattur: 2.850 kr/íbúa, 5.250 íbúar á Akra- nesi: 15 mhljónir (3,0%). Afleiðing löggæsluskattsins er að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga lækkar af því að stór sveitarfé- lög hafa hækkað útsvarsprósentu í leyfilegt hámark, 7,5%, til að mæta skattinum og taka því th sín úr sjóðnum svo að minna verður til skiptanna. Fyrir Akranes nemur lækkkunin væntanlega 11 mhljón- um (2,2%). Ríkisstjórnin ætlar að breyta lög- um um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota og eins lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélag leggi fram 3,5% af söluverði í hvert sinn sem félagsleg íbúð er seld á staðnum. Þessir tveir hðir gætu hljóðað upp á 2,4 mihjónir (0,5%). Varla verður veröbólgan núll. Varleg áætlun er 3% á árinu sem gerir 12 mihjónir á rekstrarhði (2,4%). Bæjarsjóður Akraness hefur eignast stóran hlut í tveimur fyrir- tækjum í bænum við endurskipu- lagningu þeirra. Það er ekki stefna bæjaryfirvalda að standa í atvinnu- rekstri en reynt verður af fremsta megni að forðast það að stórir vinnustaðir stöðvist. Erfitt er nú að áætla hvort eða þá hversu mikið bærinn þarf að reiða fram th at- vinnurekstrar á næsta ári, þó eru 15 mhljónir lág tala í þessu sam- hengi (3%). Ekkert sem réttlætir... Leggi ég aha þessa hði saman fæ ég skerðingu sem nemur 68 milij- ónum eða 14% af tekjum bæjar- sjóðs í ár. Afleiðing álaga ríkisins eru 6%. Þessu er ekki hægt að mæta með því að hækka útsvarið því sá tekjustofn er fuhnýttur. Og þá er aðeins að vitna aftur í leiðara Ellerts: „Þetta er nokkur upphæð en ekki óviðráðanleg þegar haft er í huga að hér er verið að dreifa byrði á íjölmörg sveitarfélög og þá í samræmi við stærð þeirra og umsvif.“ Ég held að ég bjóði Ellert upp á býtti í byrjun janúar; hann tekur þátt í að koma saman fjár- hagsáætlun Akranesbæjar en ég skrifa fyrir hann leiðara á meðan! Þegar ég ht yfir ofangreindar töl- ur fæ ég ekki betur séð en vandi sveitarfélaganna sé hlutfallslega miklu meiri en sá vandi sem Al- þingi er að fást við. Því sé ég ekk- ert sem réttlætir að ríkið skattleggi sveitarfélögin nú þegar þrengir að hjá báðum. Það er von mín að þetta verði hka sú réttlætisniðurstaða sem þing- menn komist að þegar þeir verða búnir að ná sér eftir síðustu átök á Alþingi og jafna sig um jóhn, hver í sínu sveitarfélagi. Jón Hálfdánarson „Afleiðing álaga ríkisins er 6%. Þessu er ekki hægt að mæta með því að hækka útsvarið því sá tekjustofn er fullnýttur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.