Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. IBMáíslandi: Breytt í sjálf- * stætt hlutafélag IBM á íslandi veröur á næstunni breytt í sjálfstætt hlutafélag. Þá eru Skrifstofuvélar-Sund hf. og IBM aö sameinast. Þessar breytingar voru tilkynntar starfsmönnum fyrirtæk- isins síðdegis í gær. Hið nýja fyrir- tæki mun sjá um sölu og þjónustu á IBM-tölvubúnaði hér á landi og verða öflugasta tölvúfyrirtæki landsins. Helstu hluthafar í hinu nýja ís- lenska hlutafélagi verða, auk IBM, Vogun hf„ Skrifstofuvélar-Sund og Draupnissjóðurinn. Þá mun IBM í Danmörku einnig eiga hlut í fyrir- tækinu. Hlutafé er áætlað um 200 milljónirkróna. -JSS/JGH Kasparovefstur Heimsmeistarinn Garri Kasparov er kofninn í efsta sætið ásamt Boris Gelfand og Indverjanum Anand á stórmeistaramótinu í Reggio Emilía. Hann vann Ivanchuk í 4. umferð og gerði jafntefli við Gelfand í 5. um- ferð. Staöan eftir 6 umferðir: Kasparov, Gelfand og Anand 4 v„ Karpov 3'A v„ Ivanchuk og Khalifman 3 v„ j^Gurevic 2 'A v„ Polugajeveski 2 v. og biðskák, Salov 1 'A v. og biðskák og Beljavskí 1 'A v.-hsím Fannstillaásig kominn á gæslu- velliímorgun Maður fannst rænulítill og kaldur á gæsluvellinum bak við Bíóborgina við Njálsgötu um níuleytið í morgun. Hann var fremur fáklæddur í hnipri með buxurnar á hælunum og illa á sig kominn. Maðurinn var íluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þegar DV fór í prentun var óljóst ' -O' hvort áverkar væru á manninum svo og hver ástæöan var fyrir því aö hann hafði hafst við svo illa á sig kominnágæsluvellinum. -ÓTT Hlutabréfasalan: 500 milljónir áfjórumdögum Hlutabréfasalan í desember varð betri en búist var við eftir lélega sölu síðastliðið haust. Salan tók hins vegar kipp á milli jóla og nýárs. Þá seldust á fjórum dögum hlutabréf fyrir tæpan hálfan milljarð. Á sama tíma í fyrra seldust -flrhlutabréffyrir um 1 milljarð króna. Heildarsalan í desember varð um 667 milljónir miðað við um 1.200 milljónir krónaídesemberífyrra. -JGH Réðst á 18 ára sorp- hreinsunarmann Lögreglan leitar að ungum „Ég var að koma með kerruna og í baki. Lögreglunni í Grindavík Aðspurður hvort hann ætlaði að manni sem réðst harkalega á 18 ára útfráeinuhúsínuþegartveirpiltar var tilkynnt um árásina strax í fara aftur til Grindavikur að Njarðvíking sem var aö hreinsa komu á móti mér spurðu hvort gærmorgun. Formleg kæra verður hreinsa sorp sagöi pilturinn að sorp í einbýlishúsahverfi í Grinda- þeir mættu fá sorpkerruna lánaða lögð fram til rannsóknarlögregl- hann ætlaði ekki að vera einsamall vík í gærmorgun. Pilturinn var frá - þeir ætluðu að lelka sér að henni. unnar í Keflavik 1 dag. aftur við svipaðar aðstæður. vinnu í gær eftir árásina. Er hann Síðan rifu þeir alla pokana og Pilturinn sem ráðist var á vinnur „Við erum að hugsa um að vera sárogaumureftirmörghnefahögg dreifðu þeim út um allt. Þeir hjá sorpbílafyrirtækinu Njarðtak tveir á ferðinni og fara í húsin sitt og spörk. Atvikið varð við Borgar- spurðu lika hvaðan ég væri. Svo sf. frá Njarðvík sem sér um hirð- hvorum megin í sömu götu," sagöi hraun á sjöunda tímanum í gær- réðst annar þeirra á mig. Hann ingu sorps í Grindavík. Félagi pilturinn. morgun. Árásarmaðurinn er tahnn kýldi mig nokkrum sinnum í and- hans, sem einnig var að hreinsa Lögreglan í Grindavík hafði ekki vera 17-19 ára gamall. Hann var á litið og sparkaði i annan fótinn á sorp, varínágrenninuþegarárásin fundiðárásarmanninnþegarsíðast gangi með öðrum pilti á svipuðu mér og í siðuna. Hinn horfði bara varð, svo og maöur sem ók sorp- fréttist. Talið er að hann sé úr reki og var greinilega ölvaður. Pilt- á,“ sagði pilturinn sem ráðíst var á bílnum. Þeir komu báðir að félaga Grindavík. amirerutaldirhafaveriðaðkoma i samtali við DV. sínum skömmu eftir að árásin var -ÓTT úr nýársgleðskap í húsi í Grinda- Pilturinn er bólginn í andliti, yfirstaðin. Árásarmennirnir voru vík. aumur í öðrum fætinum, síðunni þá horfnir. Nýja áriö hefur heilsap Reykvikingum með töluverðri snjókomu. Ekki var annað að sjá en að biskupshjónin, herra Ólafur Skúlason og Ebba Sigurðardóttir, væru hin ánægðustu með snjókomuna er Ijósmyndari DV rakst á þau í gær. DV-mynd GVA 5 mánaða fang- elsifyrirfíkni- efnamál Þrítugur Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft tæplega 50 grömm af am- fetamíni í fórum sínum sem hann kastaði frá sér á flótta undan lög- reglu í janúar 1991. Áður en dómur- inn gekk í Sakadómi í ávana- og fikniefnamálum hafði sami maður gengist undir samtals tólf dómssáttir og dóma vegna ýmissa afbrota, meðal annars fyrir strok úr fangelsi, þjófn- að, skjalafals og fiknefnamál. Við yfirheyrslur játaði maðurinn að hafa, áður en hann var handtek- inn, verið að koma frá því að sækja 50 grömm af af amfetamíni við Hall- grímskirkju. Kvaðst hann hafa átt að greiða 250 þúsund krónur fyrir efnið. Ætlaði hann nokkrum dögum síðar að skilja peningana eftir á sama stað og hann náði í efnin við kirkj- una. Maðurinn sagðist hafa ætlað að drýgja efnið og selja grammið á 5 þúsund krónur til að fjármagna kaupin. Hann kvaðst ekki hafa þekkt seljandann. Við sakfellingu mannsins var tekið mið af skýlausri játningu hans. Refs- ing þótti hæfileg 5 mánaða fangelsi. Bjarni Stefánsson hjá Sakadómi í ávana- og fikniefnamálum kvað upp dóminn. -ÓTT LÓKI Þetta endar með steinum fyrir brauð hjá ísal! Veðriðámorgun: Léttskýjað vestan- lands Á morgun verður norðaustan gola eða kaldi. Smáéel við norð- austurströndina en annars þurrt. Léttskýjað verður um sunnan- og vestanvert landið. Frost verður á öllu landinu, 6-8 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.