Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Útlönd____________________________________ dv Borís Jeltsín að tapa vinsældunum með ráðstöfunum í efnahagsmálum: Moskvubúa hryllir við nýju matarverði - uppreísnarmenn í Georgíu taka öll völd og mynda bráðabirgðastjóm Uppreisnarmenn í Georgiu hafa öll völd á götum höfuðborgarinnar Tiflis. Hér má sjá uppreisnarmann handtaka mann sem grunaður er um að fylgja Gamsakhurdia forseta að málum. Forsetinn þraukar enn í forsetahöllinni. Simamynd Reuter fengju full yfirráð yfir hemum enda talist sjáifstætt. Hann sagði að Rúss- yrðu þeir að ræða við hin lýðveldin væri þar forsenda þess að ríkið gæti ar yrðu að sætta sig við að eftirleiðis ájafnréttisgrundvelh. Reuter Vopnahlé gengur í gildi í Króatíu í dag: Gæslusveitir SÞ sendar eftir nokkrar vikur íbúar í Moskvu vissu ekki hvort þeir ættu heldur að hlægja eða gráta þegar þeir litu á verðmiðana í versl- unum borgarinnar eftir að ákveðið var aö gefa verðlag frjálst. Sjónar- vottar segja að menn hafi helst fyllst hryllingi þegar þeir litu kjörin sem þeir verða að búa við í framtíðinni. Enn hefur ekki komið til almennra mótmæla eins og margir áttu von á. Þó kann svo að fara á næstu dögum þegar almenningi verður ljós breyt- ingin sem orðin er á öllu verðlagi. Viðbúnaður er hjá lögreglu vegna huganlegra mótmæla. Hagspekingar em ekki á einu máh um hvort skynsamlegt hafi verið hjá Borís Jeltsín Rússlandsforseta að af- létta öllum hömlum á verðlagningu í einu vetfangi án þess að grípa um leið til víðtækra ráðstafana til að milda áhrif verðhækkananna. Ljóst er að margir geta ekki brauðfætt sig í vetur nema þiggja gjafir frá Vestur- löndum. í Moskvu bíða menn nú þess sem veröa vill þegar almenningur þarf að venjast því að launin duga ekki eins og áður. Enn hefur framboð á varningi ekki aukist að marki og ekki er búist við að framleiðendur bregðist við nýjum aðstæðum fyrr en þegar líður á mánuðinn. í Georgíu lágu bardagar niöri í nótt en uppreisnarmenn lýstu í gær yfir útgöngubanni um leið og til- kynnt var að mynduð hefði verið bráðabirgðastjóm sem ætlað er að fara með völd í landinu þar til Gams- akhurdia forseti leggur niður völd. Hann er enn í herkvi í forsetahöll- inni og kemst hvergi. Uppreisnar- menn hafa sett forsetanum úrslita- kosti sem hann segist ekki ræða við glæpamenn. Úkraínumenn halda fast við kröfur sínar um að fá yfirráð yfir herafla gömlu Sovétríkjanna á þeirra eigin landi. Þá eru þeir ekki til viðræðna um annað en að fá herskipaflota Sov- étríkjanna á Svartahafi í sínar hend- ur. Flotinn hefur bækistöðvar í hafn- arborgum í Úkraínu og því telja Úkraínumenn sig eiga að ráða hon- um. Kravtsjuk, forseti Úkraínu, kom fram í rússneska sjónvarpinu í gær og lýsti þar yfir að Úkraínumenn gætu ekki fallist á annað en að þeir KGB>mennyfir- heyrðu banda- riskafanga Háttsettur foringi í KGB, leyni- þjónustu Sovétríkjanna, segir að menn hans hafi áriö 1978 yfir- heyrt Bandaríkjamenn sem tekn- ir vora höndum í Víetnam. Þá voru liðin fimm ár frá því stjóm- völd í Víetman lýstu því yfir að þau hefðu látið alla stríðsfanga lausa. Foringinn heitir Oleg Kalugin og iýsti þessu yfir í rússneska sjónvarpinu. Upplýsingamar liafa vakið verulega athygli í Bandaríkjunum én þar í landi trúa margir því að Víetnamar hafi enn Bandaríkjamenn í haldi en stjórnvöld vestra vilja ekki ræöa málið. Nú vilja nokkrir þingmenn að teknar verði upp viöræöur við stjórnina í Hanoi. Reutcr Stríðandi fylkingar í Júgóslavíu hafa svarið þess eið að virða vopna- hlé sem ganga á í gildi í kvöld svo hægt verði að senda friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna til stríðshrjáðrar Króatíu. í fiögurra klukkustunda viðræðum í Sarajevo í gær hétu yfirmenn króat- ískra varðliða og sambandshersins því að koma á vopnahléi á landi, legi og í lofti klukkan fimm síðdegis í dag. Og þeir sögðu að í þetta sinn mundi það halda. „Þeir hafa tekið á sig meiri skuld- bindingar en nokkru sinni fyrr,“ sagöi heimildarmaður innan föru- neytis Cyrusar Vance, sérlegs sátta- semjara SÞ í deilunni sem skipulagði viðræðurnar. Heimildarmaðurinn sagði að her- foringjamir hefðu fallist á að eiga samvinnu hvor við annað þegar vopnahléið væri brotið og koma á fót sameiginlegum nefndum til að fjalla um vopnahlésbrotin. „Þetta gefur þeim færi á að sýna að þeir vilji í raun og vem koma á vopnahléi," sagði embættismaður- inn sem ekki vildi láta nafns síns getið. Svo virðist sem samkomulagið í gær sé sigur fyrir Vance sem kom í fimmtu friðarfór sína til Júgóslavíu. Þá lagði hann áherslu á að friðar- gæslusveitir yrðu ekki sendar til Króatíu nema raunverulegu vopna- hléi hefði verið komiö á. Þrettán vopnalé til þessa hafa öll farið út um þúfur. Um sex þúsund manns hafa fallið í bardögunum í Króatíu frá þvi lýð- veldið lýsti yfir sjálfstæði sínu í júni í fyrra. Búist er við að Vance fari frá Júgó- slavíu í dag til að gefa skýrslu til Boutros Boutros Ghah, fram- kvæmdastjóra SÞ. Aðspurður hversu lengi þyrfti að bíða þar til Vance væri sannfærður um að vopnahléið væri nógu traust til að hægt yrði að senda friöargæslu- sveitirnar, sagöi embættismaðurinn að það væri spursmál um daga eða vikurenekkimánuði. Reuter 108blaðamenn sifjaífangelsi umvíðaveröld Alls sitja um eitt hundrað og átta blaðamenn i fangelsi víðs vegar um heiminn, þar af um fjórðungur í Kína. Þetta kemur fram í tölum sem frönsku blaða- mannasamtökin Reporters sans Frontieres (Blaðamenn án landa- mæra) birtu í gær. í könnun samtakanna kemur fram að í Kína dúsa 26 blaðamenn í fangelsi, níu í israel og átta í írak, Maldíveyjum og Sýrlandi. Meðal annarra landa sem enn hafa hömlur á starfsemi blaða- manna má nefna Saudi Arabíu, Líbýu, íran, Burma, Norður- Kóreu og Kúbu. Þá segja samtök- in að stjórnvöld í Kúveit eígi enn eftir að slaka á ritskoöun þrátt fyrir loforö sem krónprinsinn gaf þegar hann var í útlegð á meðan á Persaflóastríðinu stóð. Danskirlæknar rannsakaekki gigtogastma Danskir læknar hafa ekki áhuga á að rannsaka gigt, astma og flogaveiki. Á hinn bóginn standa þeir í biðröðum eftir að fá að rannsaka sjúkdóma sem ekki eru eins útbreiddir, svo sem eyðni, krabbamein og hjartasjúk- dóma. Þeirfáu læknar sem leggja sig eftir venjulegri sjúkdómum hafa heldur ekki mikla peninga til að moða úr og þeir geta heldur ekki vænst efitir glæstum frama. Danskir læknar fá á hverju ári um eitt hundraö milljónir danskra króna úr rannsóknar- sjóði ríkisins og um helmingur ljárins fer til rannsókna á eyðni, krabbameini og hjartasjúkdóm- um. Skýringin er sú að flestar um- sóknirnar koma frá læknum sem vilja rannsaka „vinsæla“ sjúk- dóma. Danskarborgir slást umjárn- brautarferjuhöfn Dönsku borgimar Hirtshals, Frederikshavn og Álaborg bítast nú um hver þeirra fái til sin nýja járnbrautarferíu milli Norður- Jótlands og Noregs. Máliö tók nýja stefhu eftir fund í hafnar- stjórn Frederikshavn í gær. Hafnarstjómin þrýstir nú á sænska útgerðarfélagið Stena í tilraun sinni til að tryggja að Frederikshavn fái ferjuna. Norð- menn hafa verið við það að gefast upp á Frederikshavn og beint sjónum sinum til Álaborgar þar sem Stena hefur forgangsrétt á hafnarmannvirkjunum í Frede- rikshavn. Þá telur einn þingmaöur jafn- aðarmanna að ef feijan fer til Frederikshavn muni það grafa undan ferjusamgöngum sem þeg- ar eru milii Hirstshals og Kristj- ánssands í Noregi. Tóbaksf iklar í íranandaléttara aðsérreyknum Reykingamönnum í Iran létti mikið í gær þegar lagafrumvarp gegn tóbaksreykingum strandaði í þinginu i annað sinn. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að sölu og innflutningi á sígarett- um veröi hætt á næstu sjö árum. Þá gerir framvarpið ráð fyrir reykingabanni á opinberum stöö- um og stjómvöldum er óheimilt aö ráða reykingamenn. Frumvarpinu er m.a. ætlað aö fækka þeim 45 þúsund dauðsföll- um sero veröa af völdum tóbaks- reykinga á ári hveríu. Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.