Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Fréttir Nýjasta plata Sykurmolanna önnur af tveimur bestu smáskifum vikunnar í Bretlandi: Hótanir um úrsögn úr FFSÍ: Boðnir velkomnir aft- ur af Melody Maker Anna Hildur Hildibiandsdóttir, D V, London: í nýjasta hefti Melody Maker er nýjasta afurð Sykurmolanna „Hit“ valin önnur af tveimur bestu smá- skífum vikunnar. Þeir eru boðnir velkomnir af gagnrýnanda blaðsins með orðunum „Halló aftur“, en hann telur smáskífu þeirra nú þá bestu frá því að þeir sendu frá sér „Birthday". Sykurmolarnir eru einnig í heii- síðu viðtali í New Musical Express þessa vikuna í tilefni af útkomu breiðskífunnar „Stick Around For Joy“. Einar Öm segir m.a. í viðtalinu að nafnið sé tilkomið af þvi að tónlist þeirra Molanna sé jákvæð, jafnvel þótt þeir skilji ekki alltaf sjálfir eigin texta, eða afhverju þeir séu að þessu, þá sé hún samt sem áður jákvæð. Björk Guðmundsdóttir undirstrik- ar í sama viðtali að Sykurmolamir séu ekki dóp fyrir fólkiö, þeir séu ekki í þjónustubransanum, heldur að gera þetta fyrir sig sjálfa. Enska pressan hafi hins vegar verið orðin svo leið á sjálfri sér og hljómsveitum sínum þegar þeir komu fram með „Birthday" að hana hafi lengt eftir einhveiju algerlega öðmvisi til að skjóta upp í loftið. Sykurmolarnir hafa aftur slegið í gegn i Bretlandi með nýjustu smáskífunni sinni. - segir Reynir Traustason „Það eru Austfirðingamir sem eru að ýja að því að segja sig úr samtökunum. Ég held að þetta sé mál sem á að leysa á milli sjó- mannafélaganna annars vegar og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins hins vegar. í mörgum tiMkum eru þessar hótanir um úrsagnir byggðar á miklum mis- skilningi. Forystumemi FFSÍ hafa ekki veriö svíkja félaga sína í einu eða neinu,“ segir Reynir Traustason, formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar á Vestfiörðum, um hótanir Sjómannafélaga um úrsögn úr Farmanna- og fiskimannasam- handi íslands vegna óánægju meö nýjar reglur um sjómannaafslátt. „Það liggur fyrir að það er ein- hver skerðingá sjómannaafslætti en ég tel skynsamlegt að sækja hana í næstu kjarasamnmgum, Ef menn eru ósáttir við vinnu- brögð einhverra ákveðinna ein- stakhnga þá gera þeir það upp innan sambandsins. Það er algert músarholusjónarmið að ætla að faraað sprengjaFFSÍ útaf þessu. Ég hef aldrei reynt Guðjón A. Kristjánsson að neinu öðru en heilíndum og hef ég þó unnið mikið meö honum í gegnum tíð- ina. Mitt sjónarmiö er að það eigi að leysa þetta innan FFSI. Bylgj- an hefur fundað um þetta mál. Við hormum vissulega þær skerðingar sem orðiö hafa en ég get ekki farið að skrifa þær á ein- staka þingmenn,“ segir Reynir. -J.Mar Drög að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1992: Fjárhagsaðstoð við ffátæka verður lækkuð - leiðrétting en ekki niðurskurður, segir Ami Sigfússon borgarfulltrúi í drögum að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir yfirstand- andi ár er gert ráð fyrir að fjárhags- aðstoð við skjólstæðinga Félags- málastofnunar lækki um um ríflega 43 milljónir. Á síöasta ári voru veitt- ar 399 milljónir í þessa aðstoð en miðaö við drögin verða fátækir skjól- stæðingar Félagsmálastofnunar að skipta á milli sín tæplega 355 milljón- um. Að sögn Áma Sigfússonar borgar- fulltrúa er hér um að ræða leiðrétt- ingu frá veittum framlögum á síðasta ári en ekki niðurskurð. Engin áform séu uppi um að breyta þeim reglum sem gilda um greiðslu fiárhagsað- stoðar. Því þurfi enginn skjólstæð- ingur Félagsmálastofnunar aö óttast tóman kassa og uppuma peninga þegar hann sækir um aðstoð. „Það þjónar engum tilgangi að yera með vitlausa fiárhagsáætlun og áæfia peninga í eitthvað sem ekki er þörf á,“ segir hann. í heildina lækka framlög til Félags- málastofnunar ekki. Til fram- kvæmda félagsmála hækkar fram- lagið úr tæplega 161 milljón í tæplega 179 milljónir. Til almennrar félags- málaþjónustu á borð við heimilis- hjálp, starfsemi unghngaathvarfa og útideildar og fleira hækkar framlagið úr 200 milljónum í 232 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að 50 milljónir renni til þeirra foreldra sem hafa börn sín heima í stað þess að senda þau á dagvistarheimili. Að sögn Ólínu Þorvarðardóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, sætir niðurskurðurinn á fiárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar furðu í Ijósi þess efnahagsástands sem nú er. Sýnt sé að þörfin verði meiri á þessu ári en því síðasta enda gert ráö fyrir auknu atvinnuleysi og hækkun á ýmis konar þjónustugjöldum. Segir hún að þeim 50 milljónum sem renna eigi til heimavinnandi foreldra betrn- varið í aukna aðstoð við fátæka. -kaa Vörum stolið fyrir um hálfa milljón 1 Nóatúni í MosfeUsbæ: Fylltu svarta plast- poka með sígarettum Brotist var inn í verslunina Nóat- ún við Þverholt í Mosfellsbæ á aðf- aranótt síðastliöins laugardags. Vörum og skiptimynt fyrir um hálfra milljón króna var stolið. Þjófurinn, eöa þjófarnir, brutu sér leið inn með því að spenna upp útihurð. Síðan þurftu þeir aö kom- ast í gegnum hurð í anddyri til að komast alla leið inn. Af ummerkj- um að dæma fundu þjófamir svarta plastpoka í hillum verslun- arinnar og létu síðan greipar sópa um sígarettubirgðir á lagemum. Nýlega var búið að endumýja birgðirnar. Talið er að sígarettum fyrir and- virði um 400 þúsund krónur hefði verið stolið og haft á brott í svört- um plastpokum. Sælgæti og skipti- mynt var einnig stohð. Máhð er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Eins og fram kom í DV í gær vom þijár rútur og vörubifreið stór- skemmdar í áhaldahúsi Mosfehs- bæjar um síðustu helgi. Einnig voru rúður brotnar í apótekinu í Mosfellsbæ. Líkur hafa verið leidd- ar að því aö sömu aðilar hafi verið þar að verki og í stórmarkaðinum Nóatúni við Þverholt. -ÓTT Sala Ríkisskipa: Ekki hægt að búast við því að starfsmenn ráði einir við reksturinn segir Halldór Blöndal samgönguráðherra „Auðvitað er ég ekki nema ánægður með það ef starfsmenn treysta sér tíl að ganga inn í þenn- an rekstur og geta fengið utanað- komandi aðUa tU aö standa á bak við sig í því. En á hinn bóginn er fyrirtækið of umsvifamikið og rekstur þess of erfiður til þess að hægt sé að búast við því að starfs- menn einir ráði við hann,“ sagði HaUdór Blöndal samgönguráð- herra um fyrirhugaða sölu á Skipa- útgerð ríkisins. Nú standa yfir viðræður milh samgönguráðuneytis og undirbún- ingsnefndar að stofnun hlutafélags um rekstur Skipaútgeröar ríkisins um kaup starfsmcmna fyrirtækis- ins á því. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Ríkis- skipa. Ákveðið hefur verið að leggja Öskju og segja um 30 starfs- mönnum upp. „Ég vonast til þess að þessi mál muni skýrast mjög fljótt," sagði samgönguráðherra. „Það er fiUlur vUji fyrir að selja fyrirtækið og hætta opinberum rekstri á strand- siglingum. Það verður óhjákvæmi- lega gert á þessu ári. “ -JSS Togarinn Haraldur Kristjánsson aflahæstur: Gaman að komast yf ir 6 þúsund tonna markið - segir Páll Breiöbörð Eyjólfsson skipstjóri „Aflinn á síðasta ári losaði rúm 6 þúsund tonn, að mestu karfi. Inn við beinið finnst mér mjög gaman að hafa náð því að komast upp fyrir 6 þúsund tonna markið. Það tókst í lok síðasfa túrs. Annars snýst þetta nú á dögum kvótakerfis orðið meir um gæði en magn. Þar tókst okkur bæri- lega upp enda aflaverömætið hjá okkur með þvi hæsta eöa rúmar 520 mUljónir," segir PáU Breiðfiörð Eyj- ólfsson, skipstjóri á Haraldi Krist- jánssyni sem gerður er út af Sjóla- stöðinni í Hafnarfirði. Togarinn Haraldur var aflahæsta skip landsins á síðasta ári. Úthalds- dagar þess voru ríflega 300 og má því segja að áhöfnin, sem er 27 manns, hafi mátt hafa sig alla við tíl að ná þessum árangri. Að sama skapi voru laun hennar góð. „Þegar upp er staðiö gefur svona mikil vinna vel í aðra hönd fyrir áhöfnina. Launin gerast vart betri í þjóðfélaginu, en að baki hggur óheyrileg vinna. Áhöfnin tekur sér sjaldan frí, í mesta lági tvo til þijá túra,“ segir PáU. Togarinn og áhöfn hans hélt úr höfn í gærkvöldi eftir 10 daga inni- veru. Næstu tvo til þijá túra verður skipið á þorskveiðum en eftir það mun áhöfnin leita uppi úthafskarfa. Að sögn Páls er það vondur kostur enda dugir verðið á úthafskarfanum varla fyrir útgerðarkostnaði. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.