Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Útlönd Daitskikrón- prinsinnflæktur íölvunarakstur Varí voru liðnar tvær klukku- stundir af nýja árinu þegar Friö- rlk Danakrónprins og vinkona hans, Malou Aaraund, voru stöðvuð af lögreglunni í Kaup- maraiahöfn vegna gruns um ölv- unarakstur. Prinsinn sat í farþegasætinu en vinkonan undir stýri þótt hún hafi ekki bílpróf. Friðrik og vinkona hans voru faerð á lögreglustöðlna en dönsk- um blöðum ber ekki saman um á hvaða stöð. Hvað sem öðru líður, verst lögreglan allra frétta af málinu, nema hvað hún viður- kennir aö atvikiö hafi átt sér stað. Norskirbændur tapaáGATT Norsku bændasamtökin telja aö milli 50 og 70 þúsund ársverk muni tapast ef tillögur Arthurs Dunkels, framkvæmdastjóra GATT, um tollfrjálsa verslun með landbúnaðarvörur ná fram að ganga, Bændur telja tillögurn- ar óaðgengilegar. Tillögurnar munu hafa það í fór með sér aö tekjur bænda minnka um tíu milljarða norskra króna, að því er bændasamtökin telja. Útreikningar bændasamtak- anna sýna að milli 35 og 45 pró- sent ræktaðs lands muni verða tekið úr notkun og að í framtíð- inni verði Norðmenn sjálfum sér nógir um minna en 25 prósent af matvælum sínum í staðinn fyrir 40 prósent eins og þaö er nú. Bushtekurekki markámynd- inniumJFK George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann tæki ekki mark á nýrri kvikmynd sem dregur í efa fyrri niðurstöður um morðið á John F. Kennedy og sagðist ekki hafa séð neitt sem benti tál samsæris. Kvikmyndin „JFK“ eftir leik- stjórann Oliver Stone gefur í skyn að bandaríski herinn og leyniþjónustan, CIA, hafi á ein- hvem hátt verið flækt í morðið á Kennedy í Dallas 1963. „Það eru alls konar samsæris- kenningar á kreiki um allt mögu- Iegt. Sagt er að Elvis Presley sé lifandi og við hestaheislu ein- hvers staðar," sagði Bush á blaðamannafundi í Ástralíu þeg- ar hann var spurður um mynd- ina. Bush sagði að hann hefði ekki séð myndina og að hann vissi ekki mikið um hana en hann var ekki á því aö þaö ætti að beita ritskoðun eða neitt í þá veru. Ekki meiri snjó- komaí Jerúsal- emí40ár Miklum snjó kyngdi niður í Jerúsalem í gær og hefur aldrei jafii mikill snjór sést þar á bæ í 40 ár. M voru flóö vegna mikilla rigninga á láglendi í Israel. I fyrrinótt féiiu 40 sentímetrar af snjó á Jerúsalem og sliguðust bæöi tré og rafmagnsstaurar undan snjóþunganum. Umferðin stöðvaðist nær alveg á bröttum götum borgarinnar og skólum var lokað, þar á meðal hebreska háskólanum. Jerúsalembúar sjá örlítinn snjó svo til á hvetju ári en hann bráðnar venjulega innan klukku- stundar. Mesfi spjór sem fallið hefur á Jerúsalem kom árið 1950, eöa um 70 sentímetrar. Áriö 1983 var jafnfallinn snjór 23 sentimetrar. Sitzau, NTB og Reuter Smábátar fuku um eins og hráviði i fárviðrinu sem gekk yfir norðvesturströnd Noregs á nýársdag. Símamynd ntb Óveðurstjónið í Noregi metið á hundruð milljóna: Bæirnir eru eins og vígvöllur í Króatíu Margir bæir á norðvesturströnd Noregs líta út eins og vígvöllur eftir óveöriö sem geisaði þar á nýársdag. Þök fuku af mörgum húsum og önn- ur eru gereyðilögð eftir hamfarimar. í þeim bæjum sem verst uröu úti má nú sjá brotnar rúður, skemmda bíla, upprifm tré og eyöilagöa vegi um allt. Smábátar og stærri skip köstuðust á land og gripahús á mörgum bæjum skemmdust svo mikiö að bændur uröu aö slátra búpeningi. Tjóniö af veðurofsanum er talið nema hundruðum milljóna norskra króna. Það er talið ganga kraftaverki næst að enginn skyldi láta lífiö í óveðrinu sem talið er hið versta sem gengið hefur yfir norðvesturströnd Noregs um langa hríð. Álasund var stærsti bærinn sem varö fyrir baröinu á veðrinu og þar mældist vindhraðinn meira en eitt hundrað hnútar eða um tvö hundruð kílómetrar á klukkustund. Símasambands- og rafmagnslaust varð í fjölmörgum bæjum. Á fimmtu- dag voru 35 þúsund manns enn án rafmagns í bænum Kristiansund og nærliggjandi héruðum. Þúsundir laxa sluppu úr eldis- kvíum viö ströndina í fárviörinu og er það talið mikið áfall fyrir laxeldið sem þegar rambar á barmi gjald- þrots. Talið er að 700-750 tonn af laxi hafi sloppið úr kvíunum og hafa aldr- ei fleiri fiskar losnað í einu áður. „Myndir frá sumum stöðum á norðvesturlandinu minna á sjón- varpsmyndir þær sem maður sér frá Króatíu," sagði Harry Otterlei sem stjórnaði björgunaraðgerðunum. Hann sagði að fólk hefði tekið óveðrinu og tjóninu með ótrúlegri stillingu og vildi hann rekja það til þess að íbúar á þessum slóðum væru vanir vondum veðrum og þeir væru vanir að bjarga sér sjálfir. Otterlei sagðist reikna með að það tæki eina viku áður en yfirlit fengist yfir skemmdirnar en hann segir þó ljóst að þær verði metnar á mörg hundruð milljónir norskra króna. NTB Frakkar senda hundruð hermanna til Tsjad - uppreisnarmenn hafa tekiö tvo bæi við höfuðborgina Frönsk stjórnvöld fyrirskipuðu í gær að hundruð hermanna skyldu send til Afríkuríkisins Tsjad og settu hluta flughers síns í viðbragösstöðu eftir aö fréttir bárust um aö tsjadísk- ir uppreisnarmenn hefðu náð tveim- ur bæjum í nágrenni höfuðborgar- innar á sitt vald. Aðgerðir Frakka í gær fylgja í kjöl- far frétta frá stjórnarerindrekum fyrr um daginn þess efnis aö upp- reisnarmenn hliöhollir Hissene Habré, fyrrverandi forseta, hefðu hertekið bæina Bol og Liwa eftir harða bardaga. Franska vamarmálaráðuneytið sagði að þrjú herfylki fallhlífarher- manna, sem í væm meira en þrjú hundmö menn, yrðu send til styrkt- ar þeim 1200 hermönnum sem Frakkar hafa í Tsjad. Heimildir herma að eitt hundrað hermenn hafi þegar verið sendir á staðinn frá bækistöðvum á Fílabeinsströndinni. Franska utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum vegna ástandsins í Tsjad sem er fyrmm frönsk nýlenda. uppreisnarmenn i Tsjad eru sagðir hafa náð tveimur bæjum í nágrennl höfuðborgarinnar á sitt vald i bar- dögum síðustu daga. Idriss Deby, forseti Tsjad, sem steypti Habré af stóli í desember 1990 með aðstoð Líbíumanna, herti örygg- isgæslu í höfuöborginni N’Djamena og sagði að stjóm sín sætti árásum andlýðræðislegra afla. Uppreisnarmennirnir hertóku Bol, sem er 150 kílómetra norðvestur af N’Djamena, og smábæinn Liwa á miðvikudag og fimmtudag, að sögn stjórnarerindreka. Þó svo að stjóm- völd í Tsjad hafi viðurkennt að ráöist hafi verið á bæina hafa þau ekki skýrt frá því að þeir hafi fallið í hend- ur uppreisnarmönnum. Heimildarmenn meðal stjórnarer- indreka sögðu að allt aö þrjú þúsund hermenn hliöhollir Habré hefðu tek- ið þátt í bardögunum. Franskir herforingjar í N’Djamena gerðu lítið úr þætti stuðningsmanna Habrés í bardögunum og embættis- menn í París höiðu eftir þeim að árásarmennirnir heíðu verið um 800 og þeir hefðu ekki lotið neinni stjóm. Þeir sökuðu uppreisnarmennina um rán og gripdeildir. Ekki höfðu borist neinar staðfestar fréttir af mannfalh en heimildar- menn innan hersins og franska al- þjóðaútvarpið sögðu að hundmð særðra hefðu verið flutt á sjúkrahús íN’Djamena. Reuter DV Kveiktiíséreftir deilurviðkær- ustuna Tuttugu og fimm ára gamall þýskur ferðamaður hellti yfir sig bensíni og kveikti í í borginni Pilsen í Tékkóslóvakíu á nýárs- dag. í dagblaðinu Mlada Fronta Dnes í gær sagði að maðurinn, Ralf Gumbel frá Ludwigshurg, heíði hlaupið um hálfnakinn áð- ur en starfsmaöur nærliggjandi prentsmiðju slökkti eldinn með handslökkvitæki. Flogið var með Gumbel á sjúkrahús í Prag og var hann með þriðja stigs brana á 95 prósent líkamans. Sjónvarvottar sögðu lögregl- unni aö maðurínn hefði verið að rífast við tékkneska kærustu sina áður en haim kveikti i sér. Vondlyktaf málinuíKeníu Lögfræðingur nokkur í Keníu kallaði þrjú hundruð dauða fiska til vitnis í réttarsalnum á dögun- um og lyktin af þeim varö svo óbærileg að hann varð að biðja um að þeir yrðu fiarlægðir. Málið, sem tii meðferðar var, er gegn tveimur mönnum frá þorpi nokkru í miöhluta Keníu. Þeir era sakaðir um að hafa skemmt eignir bónda nokkurs þegar þeir tæmdu tjörn eina með þeim afleiðingum að allur fiskur- inn í henni drapst. Mennimir tveir neita sakargift- um og verður málinu framhaldið þann 6. mars. Ekki er vitað hvort fiskarnir veröa aftur kallaðir til vitnis. Belgískirbíl- stjórarverðaað læraaðkeyra Belgiskir bílstjórar, sem hafa orð á sér fyrir að vera einhverjir hinir verstu í allri Evrópu, eiga nú að fara að læra að létta aðeins á bensínfætínum og nota hrems- urnar aðeins oftar. í landinu þar sem fyrir aðeins 25 árum var ekki nauösynlegt að taka bílpróf til að setjast undir stýri hafa nú verið settar ýmsar takmarkanir á ökuhraöanra í borgum og bæjum verður há- markshraöi framvegis 50 km á klukkustund í stað 60 áður og á flestum þjóðvegum verður há- markshraðinn 90 km í stað 120. Áfram verður leyfilegt að aka með 120 km hraða á klukkustund á hraðbrautum landsins. Nýliöar í umferðinni fá prófið aðeins tií reynslu í níu mánuði og á þeim tíma mega þeir aöeins hafa einn farþega. Þeir mega heldur ekki keyra á kvöldin og um helgar. Breska kónga- fólkið duglegt í fyrra Breska konungsfiölskyldan hefur oft sætt gagnrýni fyrir skemmtanafikn en nú hefur hins vegar komið í fiós að hun lagði harðar að sér t fyrra en áður. Fólk úr fiölskyldu Elísabetar drottningar var viðstatt 3.270 at- hafhir af ýmsu tagi, svo sem há- degisveröarboð, stórveislur og móttökur, í fyrra eða 324 fleiri en árið þar á undara Þá stóðu fiöl- skyldumeðlimír sína plikt 1022 sinnum á erlendri grundu. Anna prinsessa vann manna mest. Hún var við 504 athafnir heima og 241 erlendis. Ekki lá Sara Ferguson, öðru naíhi her- togaynjan af Jórvík og eiginkona Andrésar prins, heidur á liöi sínu, var viðstödd alls 321 athöfn, heima og heiman. Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.