Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Fólk í fréttum Ólafur Davíðsson Ólafur Davíösson, hagfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík 4.8. 1942. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1962 og prófi í Dipl. Volkswirt í þjóðhagfræði í Kiel í Þýskalandi 1968. Ólafur var hagfræðingur hjá Efnahagsstofnun 1969, hjá Fast- eignamati ríkisins 1970, hjá hag- fræðideild Seðlabanka íslands 1970-71 og hjá Efnahagsstofnun, síð- ar hagrannsóknadeOd Fram- kvæmdastofnunar ríksins og Þjóð- hagsstofnun, frá 1974. Hann var for- stjóri Þjóðhagsstofnunar 1980-82 og hefur verið framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskraiðnrekendafrá 1983. Ólafur sat í stjóm Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga 1973-78 og var þar formaður 1975-78, sat í stjóm Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins 1980-82, í stjóm Nor- ræna hagrannsóknarráðsins 1980-82, í efnahagsnefnd EFTA 1974-76, í sendinefnd íslands á árs- fundi OECD um ísland 1973-82 og formaður nefndarinnar 1980-82, sat í stjóm Iðnlánasjóðs 1983 og til árs- loka síðasta árs, í stjórn Lífeyris- sjóðs verksmiðjufólks 1986 og til ársloka síðasta árs, er stjómarfor- maður Þróunarfélags íslands frá 1986, var stjómarformaður verö- bréfasjóðs Fjárfestingarfélagsins árið 1991, sat í ráðgjafarnefnd EFTA frá 1984 og til ársloka 1991 og form- aður hennar 1989 og 1990, í stjóm íslensku ópemnnar 1985-89 og situr í stjóm Hins íslenska bókmenntafé- lags. Fjölskylda Fyrri kona Ólafs var Kládía Ró- bertsdóttir, f. 11.10.1943, leiðsögu- maður. Sonur þeirra er Mikael Róbert, f. 11.4.1965, starfsmaður hjá Siglinga- málastofnun. Seinni kona Ólafs er Helga Einars- dóttir, f. 18.12.1953, viðskiptafræð- ingur. Foreldrar hennar era Einar Sæmundsson iðnrekandi og Þrúður Guðmundsdóttir ráðskona. Börn Ólafs og Helgu eru Davíð, f. 13.11.1981, ogKjartan, f. 12.10.1983. Systir Ólafs er Sigrún, f. 30.10. 1955, íslenskufræðingur, búsett í Kaupmannahöfn og á hún þijá syni. Foreldrar Ólafs eru Davíð ðlafs- son, f. 25.4.1916, fyrrv. seðlabanka- stjóri, og kona hans, Ágústa Gísla- dóttir, f. 4.4.1918, húsmóðir. Ætt Föðurbróðir Ólafs er Gísh rit- stjóri, faðir Ólafs listmálara. Faðir Davíðs var Ólafur, framkvæmda- stjóri í Viðey, bróðir Magnúsar skrifstofusijóra, fóður Gísla píanó- leikara. Ólafur var sonur Gísla, b. á Búðum í Fáskrúðsfirði, bróður Önnu, ömmu Margrétar Þorsteins- dóttur kjólameistara. Gísli var son- ur Högna, j árnsmiðs á Skriðu í Breiðdal, bróður Kristínar, langömmu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Högni var sonur Gunnlaugs, prests á Hallormsstað, Þórðarsonar, prests í Kirkjubæ í Tungu, Högnasonar „prestafóður", prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móðir Högna var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, systir Rósu, langömmu Páls, fóður Sigurð- ar rithöfundar og Þorsteins, afa Herdísar Þorgeirsdóttur ritstjóra. Móðir Ólafs var Þorbjörg Magnús- dóttir, prests í Heydölum, Bergsson- ar og konu hans, Vilborgar Eiríks- dóttur, systir Benedikts, langafa Júlíu, móður Valgeirs Sigurðssonar, fræðimanns á Þingskálum. Móðir Davíðs var Jakobína Davíðsdóttir, framkvæmdastjóra Pöntunarfélags Eyfirðinga, Ketilssonar, bróðir Kristins, fqður Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS, og Sigurðar, föður Aðalbjargar, forystukonu í bama- vemdarmálum, móður Jónasar Haralz. Móðir Jakobínu var Mar- grét Hallgrímsdóttir Thorlacius, b. á Hálsi í Eyjafirði, bróður Þorsteins, Olafur Davíósson. afa Vilhjálms Þór, ráðherra og for- stjóra SIS. Bróðir Hallgríms var Jón Thorlacius, afi Kristjáns Thorla- cius, formanns BSRB. Ágústa er dóttir Gísla, prests á Mosfelli í Grímsnesi, Jónssonar, b. á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, Þór- hallasonar, bróðir Györíðar, langömmu Jóns Helgasonar land- búnaöarráðherra og Hjörleifs Gutt- ormssonar. Móðir Agústu var Sig- rún, systir Kjartans, afa Kjartans Ragnarssonar leikritahöfundar. Ág- ústa var dóttir Kjartans, prests í Skógum undir Eyjafjöllum, Jóns- sonar, b. í Drangshlíð, Björnssonar. Afmæli Til hamingju með afmælið 3. janúar 85 ára Reykjavikurvegi 31, Reykjavík. Guðbjörg Böðvarsdóttir, Lára Pétursdóttir, Efstasundi 11, Reykjavík. Klapparstig 16, Njarðvík. - 50ára 80 ára Snjólfur Gíslason, Jóhannes Bergsteinsson, Boðahleín 1, Garðabæ. Sæbergi8, Breiðdalsvik. Andrés Viðar Ágústsson, Bergsstöðum, Skarðshreppi. 75 ára Margrét Þórarinsdóttir, Grundartúni 5, Akranesi. Hafsteinn Helgason, Hraunbæ 96, Reykjavík. Martha Árnadóttir, Engjavegi 22, ísafirði. ” Bergþora Gisladottir, Helgugötu 6, Borgarnesi. Gréta Jónsdóttir, Árholti5,ísafirði. Stefanía Jónsdóttir, Flyðrugranda 12, Reylgavík. 40 ára 70 ára Margrét María Palsdóttir, Skúlaskeiði28, Hafnarfirði. GuðnýBerndsen, Krummahólum 8, Reykjavík. Guðný S. Kristjánsdóttir, Aöalstræti 30, Akureyri. oigriður Fnðgeirsdottir, Rauöalæk38, Reykjavík. Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Vallholti 15, AkranesL Eiríkur Einarsson, 60ára Kristján Már Ólafsson, Austurgerði 1, Reykjavík. Björn Kristinsson, Hjarðarhaga 29, Reykjavík. Rögnvaldur Bjarnason, Reynigrund 41, Kópavogi. Hanneraðheiman. Þórarinn Jón Magnússon, Smyrlahrauni 40, Hafnarfirði. Garðar Gislason, Hátúni6,Reykjavík. Sigurjón Valdimarsson Sigurjón M. Valdimarsson rit- stjóri, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, er sextugurídag. Starfsferill Sigurjón hlaut almenna menntun til átján ára aldurs. Hann vann al- menna verkamannavinnu í sveit og þéttbýli á sumrin og eftir að skóla- göngu lauk og var ennfremur um tíma við sjómennsku á erlendum farskipum. Sigurjónhófverslunar- störf tæplega 25 ára gamall og vann við þau nálægt tvo áratugi en þá tók við starf sveitarstjóra á Suðureyri við Súgandafjörð sem hann gegndi í tvö ár. Frá þeim tíma hefur hann starfað við blaðamennsku og var meðal annars á Vísi og Tímanun. Sigurjón hefur verið ritstjóri Sjó- maimablaðsins Víkings síðustu átta árin. Sigurjón er einn af stofnendum Eiðfaxa, blaðs hestamanna, og var ritstjóri þess fyrsta árið. Ritstörf Sigurjóns tengjast þeim blöðum sem hann hefur starfað við á hverium tíma og hafa birst eftir hann greinar um hin ýmsu málefni samfélagsins en þó einkum er varða sjómenn og sjávarútveg. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 8.7.1984 Dóru Björgu Gissurardóttur, f. 15.1.1946, skrifstofumanni. Foreldrar hennar: Gissur Þorsteinsson, f. 8.4.1906, d. 26.2.1975, bóndi í Akurey í V-Land- eyjum, og Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 10.10.1915. Sigurjón kvæntist 10.6.1957 Sól- veigu Stefánsdóttur, f. 10.6.1939, þau skildu 1968. Foreldrar hennar: Stef- án Jónsson, kennari á Hvanneyri og Hólum og hrossaræktarbóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum, og Sess- eljaJóhannsdóttir. Sonur Sigurjóns og Herdísar Egg- ertsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði er Eggert, f. 31.8.1953, kennari, maki Þrúöur Aðalbjörg Gísladóttir hús- móðir, þau eiga fjögur börn, Gísla Frey, Oskar Óm, Magnús Fannar og Jóhönnu Herdísi. Synir Sigur- jóns og Sólveigar Stefánsdóttur: Stefán Sturla, f. 4.6.1959, leikari, maki María Moritz Sigurðardóttir kennari, þau eiga tvær dætur, • Söndru Björgu og Sólveigu; Sigur- finnur, f. 10.5.1961, húsasmiður, maki Valgerður Friðriksdóttir bankastarfsmaður, þau eiga tvö böm, Heiðar Örn og Silju Rut; Kristján Valdimar, f. 20.2.1963, kvik- myndagerðarmaður, maki Lena Lindergart hstamaður, þau eiga tvær dætur, Li og Sunnu, Kristján Valdimar átti áður Önnu Kötlu Amöndu með Cristine Orrbeck. Stjúpbörn Siguijóns og böm Dóra Bjargar og Björns Hallgrímssonar: Guöný Lilja, f. 28.6.1963, maki Snorri Harðarson rafvirki, þau eiga eina dóttur, Ingudóru, Guðný átti áður Einar Örn með Þresti Arnar- syni; Jónas Bjöm, f. 2.3.1968, sjó- maður, maki Ingigerður Guð- mundsdóttir hárgreiðsludama, Jón- as Björn átti áður Guðjón með Ragn- heiði Guðjónsdóttur. Systkini Sigurjóns: Ó. Jóhanna, f. 14.2.1930, húsmóðir, maki Sigtrygg- ur Jónsson bóndi; Ásta Sigurdís, f. 25.5.1933, starfsmaður á Hrafnistu Sigurjón M. Valdimarsson. í Reykjavík, fyrri maður hennar var Steingrímur B. Björnsson húsa- smíðámeistari, þau skildu, seinni maður hennar var Sr. Bjöm H. Jónsson, þau skildu; Kristján Guö- mundur, f. 31.8.1934, d. 1961, síma- maður, hans kona var Sigrún Art- húrsdóttir kaupkona; Ólafur Valdi- mar, f. 28.9.1935, hreppsstarfsmaður á Hvammstanga, maki Anna Jörg- ensdóttir sjúkrahússtarfsmaður; Anna, f. 16.11.1936, húsmóðir, maki Einar Ársælsson bóndi; Aðalsteinn, f. 23.3.1938, smiöur, maki Ástríður Sveinsdóttir gæslukona. Hálfsystir Sigurjóns, sammæöra: Valgerður Ásmundsdóttir, f. 8.8.1944, verslun- armaður. Foreldrar Sigurjónfe: Valdimar Ól- afsson, f. 20.2.1906, d. 28.5.1939, bóndi og bátasmiður í Hvallátram á Breiðafirði, og Fjóla Borgfjörö, f. 2.7. 1911, d. 6.10.1985. Pálmar Einarsson Lára Herbjömsdóttir LáraHerbjömsdóttirhúsmóðir, Ásgarði 63, Reykjavík, er sjötug í dag. Fjölskylda Lára fæddist að Hömrum í Lax- árdal í Dalasýslu. Hún giftist 9.9. 1944 Ásgeiri Armannssyni, f. 21.2. 1921, bókbindara. Ásgeir er sonur Ármanns Jóhannssonar, verka- manns í Reykjavík, og Guðnýjar Jónsdóttur húsmóður. Böm Lára og Ásgeirs: Áróra Sjöfn, f. 14.5.1942, d. 5.2.1989, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík; Ásgerð- ur, f. 25.5.1945, húsmóðir á Hvols- velli; Guðbjörn, f. 31.12.1950, renni- smiður í Ólafsvík; ÁrnýSigríður, f. 11.5.1956, húsmóðir í Reykjavík; Einar, f. 9.5.1960, verslunarmaður íReykjavík. Systir Lára er Guðbjörg Vil- hjálmsson, húsmóðir í Garðabæ. Foreldrar Láru voru Herbjöm Guðbjömsson, f. 31.5.1898, d. 12.2. 1984, verkamaður í Reykjavík, og Guöbjörg Jónsdóttir, f. 9.9.1896, d. 30.10.1991, húsmóðir. Lára og Ásgeir taka á móti gestum í dag, föstudaginn 3.1., í Sóknarsaln- um, Skipholti 50A, eftir klukkan 17.00. Lðra Herbjörnsdóttir. Pálmar Einarsson húsasmiður, Sæbóh 30, Grandarfirði, er fertugur ídag. Starfsferill Pálmar fæddist í Grundarfirði og ólst þar upp. Hann lærði húsasmiði við Iðnskólann á Akranesi og rekur nú trésmíðaverkstæði í Grundar- firði. Þá er Pálmar lærður sjúkra- flutningamaður og ekur sjúkrabíln- um í Grundarfirði í félagi við þrjá aðra. Pálmar er formaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar og formaður skíða- deildar Grundarfjarðar. Fjölskylda Pálmar kvæntist21.5.1972 Odd- rúnu Ástu Sverrisdóttur, f. 2.1.1952, póstafgreiðslumanni og húsmóður. Hún er dóttir Sverris Áskelssonar málara, sem nú er látinn, og Hall- dóra Ólafsdóttur, húsmóður á Akranesi. Fósturfaðir Oddrúnar Ástu er Hermann Torfason verka- maður. Pálmar og Oddrún Ásta eiga fjög- ur börn. Þau eru Sverrir, f. 4.2.1972, húsasmíðameistari, búsettur í Grundarfirði; Kristín Ýr, f. 26.2. 1974, nemi í hárgreiöslu; Rúnar, f. 29.4.1977; Dóra Lind, f. 1.4.1985. Pálmar á fimm systur. Þær era Sigríður, f. 1954, húsmóðir í Hafnar- firði; Jakobína, f. 1955, húsmóðirí Reykjavik; Svandís, f. 1956, húsmóð- ir og verslunarstjóri í Stykkishólmi; Sædís, f. 1956, húsmóöir í Ólafsvík, tvíburasystir Svandísar; Svava, f. 1965, hárgreiðslumeistari í Reykja- vík. Foreldrar Pálmars era Einar Skarphéðinsson, f. 24.8.1927, iðn- verkamaöur í Grundarfirði, og kona hans, Kristín Pálsdóttir, f. 24.7.1932, húsmóðir og verkakona í Grundar- firði. Pálmar og Oddrún Ásta verða að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.