Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992.
25
^ _
Iþróttamaður ársins 1991 útnefndur í gærkvöldi:
Ragnheiður
önnur konan
á 36 árum
Ragnheiður Runólfsdóttir, 25 ára
gömul sundkona frá Akranesi, var í
gærkvöldi útnefnd íþróttamaður árs-
ins 1991 af Samtökum íþróttafrétta-
manna. Hún er aðeins önnur konan
í 36 ára sögu kjörsins sem hlýtur
þennan eftirsótta titil og sú fyrsta í
27 ár. Sigríður Sigurðardóttir hand-
knattleikskona hlaut hann árið 1964.
Ragnheiður hlaut afgerandi kosn-
ingu, fékk 310 atkvæði af 380 mögu-
legum og var með 94 atkvæðum
meira en sá sem næstur kom, Sigurð-
ur Einarsson, spjótkastari. Þriðji
varð síðan Eyjólfur Sverrisson
knattspyrnumaður en hann varð 67
atkvæðum á eftir Sigurði. Listinn í
heild er birtur hér fyrir neðan.
Ragnheiður fer í dag til Bandaríkj-
anna en þar stundar hún nám í
íþróttalífeðlisfræði við háskólann í
Alabama. Hún kemur sennilega ekki
aftur til landsins fyrr en að loknum
ólympíuieikunum í Barcelona í sum-
ar.
Langaði að hoppa
upp og öskra
Ragnheiður var að vonum ánægð
með útnefninguna og sagði við DV
að henni lokinni að þetta væri
stærsta stundin á ferlinum. „Ég gerði
mér ekki miklar vonir, hélt að Siggi
Einars myndi sigra og hann hefði
verið vel að því kominn. Ég trúði
þessu ekki fyrr en ég heyrði nafnið
mitt lesið upp og þá langaði mig til
að hoppa upp og öskra," sagði Ragn-
heiður.
Hún sagði að það sem upp úr stæði
á árinu 1991 væri þegar hún hreppti
7. sætið í 200 metra bringusundi á
Evrópumeistaramótinu og einnig
væru minnisstæðir sigrar á alþjóð-
legum mótum. Þar hlaut hún meðal
annars 6 gullverðlaun á Evrópuieik-
um smáþjóða. Hún setti 7 íslandsmet
á árinu og á alls 14 gildandi met. Á
ferlinum hefur hún sett um 200 ís-
landsmet, það fyrsta 13 ára gömul,
daginn fyrir ferminguna! Hún hefur
verið í landshði íslands í sundi frá
árinu 1980.
Hættir eftir
ólympíuleikana
Árið sem nú er nýhafið verður vænt-
anlega hennar síðasta keppnisár.
„Ég hef ákveðið að hætta eftir ólymp-
íuleikana og lít á þá sem endapunkt-
inn. Þar geri ég mér vonir um að
komast í hóp átta bestu og það á að
vera möguleiki ef ég bæti mig. Ég
mun æfa mjög vel fyrir leikana og
fer meðal annars til Ekvador í
þriggja vikna æfingabúðir ásamt
þremur af bestu sundkonum Banda-
ríkjanna. Það hefur verið mér mjög
mikilvægt að æfa og keppa í Banda-
ríkjunum, á móti mörgum af þeim
bestu í heiminum, og með því hef ég
verið vel undirbúin þegar ég hef
komið á stórmót. Ein þeirra sem ég
æfi með er Angel Mayer, sem er best
í heiminum í 100 metra skriðsundi,
og það hefur haft mikið að segja fyr-
ir mig.“
Tiiboð frá Banda-
ríkjunum og Kanada
Ragnheiður þarf ekki að kvarta yfir
aðgerðaleysi þó hún hætti að keppa
í sumar. Hugur hennar stefnir til
sundþjálfunar og hún hefur þegar
fengið mörg tilboð þar aö lútandi, frá
Bandaríkjunum, Kanada og íslandi.
„Frá Kanada hef ég fengið boð frá
Edmonton, Vancouver og Victoria og
byrja líklega að þjálfa einhvers stað-
ar í haust,“ sagði Ragnheiður Run-
ólfsdóttir.
-VS
Atkvæði til 38 íþróttamanna
Alls hlutu 38 íþróttamenn atkvæði I kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 1991.
Atkvæði féllu þannig:
1. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund.............310
2. SigurðurEinarsson, spjótkast...............216
3. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna...........149
4. Sigurbjöm Bárðarson, hestaíþróttir..........91
5. Bjami Friöriksson, júdó.....................74
6. Einar Vilhjálmsson, spjótkast...............55
7. Valdimar Grimsson, handknattleikur..........49
8. Alfreð Gíslason, handknattleikur............47
9. Teitur Örlygsson, körfuknattleikur..........38
10. SigurðurGrétarsson, knattspyrna........... 37
11. Pétur Guðmundsson, kúluvarp............... 35
12. BroddiKrisfjánsson,badminton................25
13-15. Guðmundur Steinsson, knattspyrna.........23
13-15. Guðni Bergsson, knattspyma...............23
13-15. Ólafur Eiriksson, íþróttir fatlaðra......23
16. Hjalti Árnason, kraftlyftingar..............20
17. Úlfar Jónsson, golf........................ 18
18. Karen Sævarsdóttir, golf................. 17
19.PéturOrmslev,knattspyma..................... 16
20-22. Guðni Sigurjónsson, kraftlyftingar...... 15
20-22. Magnús Olafsson, sund................... 15
20-22. Sigurður Jónsson, knattspyma........... 15
23-24. Guðmundur Bragason, körfuknattleikur.... 11
23-24. Ólafur H. Ólafsson, glima............... 11
25. Sigrún Huld Hraöisdóttir, íþróttir fatlaðra.10
26-28. Atli Eðvaldsson, knattspyrna............. 6
26-28. Jón Kr. Gíslason, körfúknattleikur....... 6
26-28. Martha Ernstdóttir, frjálsar íþróttir.... 6
29-31. Birgir Sigurðsson, handknattleikur....... 4
29-31. Freyr Gautl Sigmundsson,júdó............. 4
29-31. Þorvaldur Örlygsson, knattspyrna......... 4
32-33. Birkir Kristinsson, knattspyma........... 3
32-33. Laufey Sigurðardóttir, knattspyma........ 3
34-36. Ath Helgason, knattspyrna................ 2
34-36. Kristínn Björnsson, skíði................ 2
34-36, Kristján Arason, handknattleikur......... 2
37-38. Amór Guðjohnsen, knattspyrna............. l
37-38. Atli Einarsson, knattspyrna.............. 1
___________íþróttir
Sport-
stúfar
Pétur Óskarsson,
knattspymumaður, er
genginn í raðir Fram-
ara frá Fylki. Pétur,
sem er 23 ára varnarmaður og
hefur spilað með 21 árs landslið-
inu, lék með Fraro áður en hann
gekk til liðs við Árbæjarliðið.
Stórleikur á Stöð 2
Það verður stórleikur í beinni
útsendingu Stöðvar 2 á sunnu-
daginn klukkan 13.25. Þá leika
AC Milan og Juventus í ítölsku
1. deildinni í knattspymu sem
hefst nú að nýju eftir þriggja
vikna hlé. Milan liðið er í efsta
sæti deildarinnar en Napoli er í
3. sæti, þremur stigum á eftir. ■
Rush enn iengurfrá
Ian Rush, framherjinn mark-
sækni hjá enska knattspyrnulið-
inu Liverpool, getur ekki byrjaö
að leika á ný fyrr en í fyrsta lagi
eftir sex vikur. Hann hefur verið
frá siðan um miöjan nóvember
vegna aðgerðar á fæti, og nú þarf
hann aö gangast undir aöra slíka.
JólamótTFK
Jólamót Tennisfélags
Kópavogs fór fram í
Snælandsskóla um jól-
in og voru keppendur
70 talsins. Guðjón Gústafsson
sigraði í drengjaflokki en Sigurð-
ur Andrésson varð annar. Arnar
Sigurðsson vann Svein Einarsson
í úrslitum í piltaflokki. Valdimar
Hjartarson vann VigniHreinsson
i úrshtum í hnokkaflokki. Eva
Hlín Dereksdóttir vann Heiðu
Ólafsdóttur í úrslitum í stúlkna-
flokki og Harpa Auðunsdóttir
vann Stellu Kristjánsdóttur í úr-
slitum í snótaflokki.
Akureyrarmótið
í handknattleik
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Akureyrarmótiö í
handknattleik fer fram
um helgina og þar
mætast Þór og KA í
öllum flokkum. Keppni byrjar í
Glerárskóla klukkan 13.30 á
morgun og verður síðan fram
haldið í íþróttahöllinni klukkan
13 á sunnudag. Mótinu lýkur með
leik Þórs og KA í meistaraflokki
karla klukkan 19.30.
Konur fram úr körlum
í maraþoni árið 1998?
Vísindamenn í Kali-
forniu skýröu frá því í
gær að líkur væru á
að konur hlypu mara-
þonhlaup á skemmri tíma en
karlar árið 1998. Það byggja þeir
á rannsóknum á framforuro
karla og kvenna síðustu 75 árin.
Ennfremur komust þeir aö þeirri
niðurstööu að um miðja 21. öldina
yrðu konur orðnar fremri körl '
um í flestum hlaupagreinum.
írðlaun
Laufey er markahæst
- hefur skorað 64 mörk fyrir Gróttu í 1. deild kvenna
Laufey Sigvaldadóttir úr Gróttu er
markahæsti leikmaður í 1. deild
kvenna í handknattleik. Hún hefur
skorað 64 mörk fyrir Seltiminga sem
er ríflega 40 prósent af mörkum liðs-
ins í deildinni í vetur.
Eftirtaldar 20 stúlkur hafa skorað
flest mörk til þessa í vetur:
Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu.......64
Sigríður Pálsdóttir, KR.............57
Ragnheiður Stephensen, Stjörnu......57
Hgjni Mezei, Keflavík...............53
Halla Helgadóttir, Víkingi..........51
Margrét Theodórsdóttir, Haukum....48
Una Steinsdóttir, Val...............42
Jolita Klimavicene, FH..............42
Björg Gilsdóttir, FH................38
Rut Baldursdóttir, FH..............37
Andrea Atladóttir, Víkingj.........37
Auður Hermannsdóttir, Fram.........35
Sigurlaug Benediktsdóttir, KR......31
Díana Guðjónsdóttir, Fram..........31
Svava Sigurðardóttir, Víkingi......31
Berglind Ómarsdóttir, Val..........29
Judit Ezstergal, ÍBV...............29
Harpa Magnúsdóttir, Stjömunni......28
Þórdís Ævarsdóttir, Gróttu.........28
Hulda Bjamadóttir, Fram............28
Keppni byrjar
aftur á þriðjudag
Keppni í 1. deild kvenna hefst á ný á
þriðjudaginn en þá mætast Stjaman
og FH, Grótta og KR, og ÍBV og Ár-
mann. Staðan í deildinni er þannig:
Víkingur....... 9 8 1 0 214-156 17
Stjarnan....... 9 7 2 0 188-127 16
Fram...........10 7 1 2 204-150 15
FH............. 9 6 0 3 199-167 12
Grótta......... 9 5 0 4 151-175 10
Keflavík....... 9 4 0 5 165-164 8
Valur.......... 9 3 1 5 150-146 7
KR............. 9 2 2 5 158-191 6
ÍBV............ 8 2 1 5 149-172 5
Haukar......... 8 1 0 7 128-153 2
Ármann......... 9 0 0 9 141-246 0
Átta efstu liðin leika til úrshta um
meistaratitilinnívor. -BÓ/VS
Fimleikar
Getum tekið inn byrjendur (drengi og
stúlkur) á aldrinum 5-8 ára í fimleika.
Innritun fer fram í síma 74925 og
74907 fram yfir helgi.
Þá eru nokkrir lausir tímar fyrir áhuga-
hópa í íþróttahúsi Gerplu.
íþróttafélagið Gerpla