Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 22
30 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Verslun ■ BOar til sölu Gjöfin hennar. Eitt besta úrvalið af gullfallegum og vönduðum undir fatnaði á frábæru verði. Einnig * æðíslegir kjólar frá East of Eden. Korselett frá kr. 4373, m/sokkum. Samfellur frá kr. 3896. Brjóstahald- arasett frá kr. 4685, m/sokkum o.m.fl. Ath. við erum með þeim ódýrustu. Myndalisti yfir undirfatn. kr. 130.- Opið frá 10-18 mán.-föstud. og 10-14 laugard. Kristel, Grundarstíg 2, sími 91-29559. Gjöfin sem kemur þægilega á óvart. JF Stórkostlegt úrval af stökum titrurum, settum, kremum, olíum o.m.fl. f/dömur og herra. Einnig nærfatn. á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Opið frá 10-18, mán- föstud., 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (Spítalastígs- megin), sími 91-14448. Benz 711D, árg. '87, til sölu, ekinn 173 þúsund km, einn eigandi. Kassi 22 m ', Z-lyfta, 1500 kg. Upplýs- ingar í símum 985-22091 og 91-72119. Stopp. Ertu leiður á hálkunni? Til sölu Subaru station turbo '87, ný nagladekk, ekinn 75 þús. km, rafmagn í rúðum, speglum, samlæsingar, út- varp/segulband. Skipti á ódýrari möguleg. Frábær bíll á frábæru verði. Upplýsingar í síma 91-674686. Fréttir Gagnamiðlun hf. og Kvæmer Eureka A/S: Samstarfssamn- ingur um sölu á Viðhaldsvakanum Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: FuUtrúar Gagnamiðlunar hf. á Akureyri og norska fyrirtækisins Kvæmer Eureka A/S hafa undir- ritað samstarfssamning til tveggja ára en samningurinn felur í sér að norska fyrirtækið selur eingöngu „Viðhaldsvakann" frá Gagnamiðl- un hf. með sinni framleiðsluvöru. Viðhaldsvakinn er nýr og öflugur hugbúnaður sem ætlað er að auð- velda skipsmönnum fyrirbyggj- andi eða stýrt viðhald. Tilgangur stýrs viðhalds er að tryggja rekstraröryggi skips og búnaðar, lengja endingu allra hluta til hins ýtrasta án þess að öryggi skips og áhafnar skerðist og halda jafnframt viðhaldskostnaði í lágmarki. Ef rétt er á haldið mun fjöldi tilfallandi og alvarlegra bilana haldast í lág- marki og nánast öllu viðhaldi verða stýrt með aðstoð Viðhaldsvakans. Viðhaldsvakinn er byggður upp á myndrænan hátt. Þegar kveikt er á tölvunni birtist mynd af skipinu frá tveimur sjónarhomum. Á upp- hafsmyndinni er síðan valinn sá hluti skipsins sem vinna á við hverju sinni. Ef t.d. er bent á vélarúm skipsins birtist yfirlitsmynd af vélarúminu, þar sem sjá má staðsetningu alls vélbúnaðar. Þá er valin vélin, sem notandinn vill skoða, t.d. ljósavél og síðan valið hvort skoða á ein- ingakort eða fá skrá yfir tilheyr- andi varahluti. Á einingakorti koma fram tæknilegar upplýsingar auk upplýsinga um framleiðanda og úmboðsmenn tækisins, yfirlit yfir reglubundnar skoðanir, við- gerðir og viðgerðarsögu vélarinn- ar. Eftirliti með viðhaldi er þægilegt að stjórna með aðstoð tölvunnar. Daglega sýnir dagbókin hsta yfir alla þá verkþætti sem komnir em á tíma og skipsmenn vinna sam- kvæmt honum. Að lokinni skoðun eða viðgerö kvitta skipsmenn fyrir verkinu og skrá hvað gert hafi ver- ið. Þessi skráning er viðgerðarsaga viðkomandi tækis. Kostir Viö- haldsvakans eru margir, rekstra- röryggi eykst, öllum upplýsingum er safnað á einn stað, varahlutalag- er getur verið í lágmarki og ófyrir- séðar bilanir og viðgerðir em nán- ast úr sögunni svo eitthvað sé nefnt. Kvæmer Eureka A/S er eitt af stærstu fyrirtækjum í Noregi og með útibú í öllum heimsálfum, þar af er eitt á íslandi. Kvæmer fram- leiðir allt frá stökum vélarhlutum upp í heilar verksmiðjur og skip auk hernaðartækja. Gagnamiðlun hf. var stofnað á síðasta ári af Slippstöðinni hf. á Akureyri, Fjarhönnun hf„ Ríkis- skipum og nokkram einstaklingum til að annast framleiðslu og sölu á Viðhaldsvakanum sem upphaflega var þróaður í samvinnu viö Skip- aútgerð ríldsins fyrir skip hennar og hefur verið í notkun þar í tvö ár. Aö sögn Guðmundar Einars- sonar, forstjóra Skipaútgerðar rík- isins, hefur Viðhaldsvakinn fylli- lega uppfyllt þær vonir sem við hann vom bundnar í upphafi og hefur nú þegar borgað sig með au- knu rekstraröryggi og minni við- haldskostnaði. EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN SVARSEÐILL Vinsamlegast notið prentstafi: L □ Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. NAFN. HEIMILISFANG/HÆÐ. PÓSTSTÖÐ________________ SÍMI_________ KENNITALA I I I I I I I i I i i i CH Já takk. Ég vil greiða með: □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF ESLAÐESERA KORTNÚMER Athugið! Núverandi áskrifendur þurfa ekki I__I___I I I I I I I I I I l l l i l i i að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. GILDISTÍMI KORTS____________________________ UNDIRSKRIFT KORTHAFA Starfsfólki FRJÁL3RAR FJÖLMIÐLUNAR og mökum þeirra er ekki heimil þátttaka í áskriftargetraun þlaðsins._______________________________________________ SENDIST TIL: DV, PÖSTHÓLF 5380, 125 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ í SÍMA 27022 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 626684. 1 1 I 1 s I 1 I I s s 1 s 1 I 11 I I Ný hljóm- plata með karlakórn- um Heimi Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Út er komin ný plata með karla- kómum Heimi í Skagafirði. Nafn plötunnar er Undir bláhimni en samnefnt lag hefur notið gífur- legra vinsælda í flutningi Heimis og hefur verið á söngskrá kórsins í mörg ár. Á plötunni em alls 16 lög sem flest hafa veriö á söng- skrá kórsins á undanförnum árum. Að sögn Þorvaldar Óskarsson- ar, formanns kórsins, eru flest lögin af léttara taginu, a.m.k. miðað við karlakórsflutning. Platan var tekin upp og hljóðrituð í félagsheimilinu Argarði í Lýt- ingsstaðahreppi í maí sl. Upptöku stjórnaði Sigurður Rúnar Jóns- son. Undirleikarar vom hjónin Richard og Jacklin Simm en stjómandi Stefán Gíslason. Þessu til viðbótar má geta þess að vetrarstarf Heimis er nú í fuil- um gangi. Kórinn hefur fengið nýjan undirleikara, Tom Higgers, tónlistarkennara í Varmahlíð, en söngstjómin veröur áfram í höndum Stefáns Gíslasonar. Stefnt er að því að haida hina árlegu þrettánda-gleði kórsins í Miðgarði fyrstu helgina eftir ára- mót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.