Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. 31 Erlendmyndsjá Þetta furðulega tæki frá bílaverksmiöjunum General Motors sigraði i keppni um fegursta skrúðgönguatriðið í Rósaskrúðgöngunni í Pasadena í Kaliforníu á nýársdag. Apparatið á að tákna geimrannsóknafarartæki. Hann á ekki sjö dagana sæla, þjófurinn sem reynir að komast fram hjá þessum glæsilegu gæsum. Þær eru hluti stórs gæsaflokks sem í eru rúmlega eitt hundrað fuglar og hafa það hlutverk að gæta birgðaskemmu Ballan- tine’s viskiverksmiðjunnar í Dumbarton á Skotlandi. Gæsirnar fara að öskra og garga við minnstu mannaferöir. Menn fagna áramótum á ýmsan hátt eins og mynd þessi ber með sér. Hún er af ísraelskri konu sem skartar nýstárlegu höfuðfati sem gert er úr hárum. Sumoglímukappinn Akebono skemmtir sér greinilega hið besta við að lemja hrísgrjónin í Tokyo fyrir áramót. Hann var að undirbúa bakstur á hrísgrjóna- kökum sem Japanir borða mikið af þegar þeir fagna nýju ári. Þessi litli górilluungi var tekinn með keisaraskurði af læknum dýragarðsins í Sydney í Ástralíu 30. desember og liggur nú þar á gjörgæslu. Api þessi er merkilegur fyrir þær sakir að hann er fyrsta górillan sem fæðist í Ástralíu og hefur komið undir eins og náttúran ætlaðist til. Simamyndir Reuter Það er eins og hann svífi hátt yfir Alpafjöllunum þessi skíðastökkvari sem var að æfa sig fyrir stökkmót sem fram fór í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi um áramótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.