Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Lenging skóladags 1 grunnskólum: Myndi skila allt að 2,5 milljarða hagnaði á ári - segir 1 skýrslu frá hagfræðistofnun Háskólans Lenging skóladags í grunnskóla í 35 kennslustundir á viku fyrir öll böm myndi skila þjóðarbúinu hagn- aöi upp á allt aö 2,5 milljaröa króna á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræöistofnun Háskóla íslands hefur unniö fyrir menntamálaráðu- neytið. í skýrslunni segir að lenging skóladags í grunnskólum kreíjist þess að skólar séu einsetnir. Þaö sé ekki mögulegt nema kennslurými sé aukið. Nemendaíjöldi í grunnskólum landsins var 41.614 um áramót. Að meðaltali voru um 20 nemendur í hverri bekkjardeild. Er gert ráð fyrir að einsetning grunnskóla krefjist 550 nýrra kennslustofa fyrir þennan íjölda nemenda. Áætlað er að kostn- aður vegna þessa nemi um 468 millj- ónum á ári tíl frambúðar. Kostnaður við aukna kennslu er tahnn 558 millj- ónir á ári og ýmis annar kostnaður 238 milljónir. Á mótí kemur aukinn ráðstöfunar- tími foreldra, sem metinn er á allt að 3.428 milljónir á ári, kostnaðar- sparnaöur við snúninga, sem yröi allt að 170 milljónir króna, og færri umferðarslys sem myndi spara þjóð- arbúinu allt aö 42 milljónir á ári. Eins og fyrr sagði eru þessir út- reikningar miðaðir við 35 kennslu- stundir á viku fyrir öll börn í grunn- skóla. Eins og máhn standa nú fá 6 ára börn 24 kennslustundir á viku. Sama máh gegnir um 2. og 3. bekk. 4. bekkur er með 27 kennslustundir, 5. bekkur með 29, 6. bekkur með 32 og 7. bekkur með 34. Nemendur í þrem efstu bekkjunum eru með 35 kennslustundir á viku. Komi niðurskurðartihögur menntamálaráðuneytísins til fram- kvæmda verður kennslustundum fækkað um tvær í öhum bekkjum nema þrem fyrstu. -JSS Neistaflug í opnu stefninu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Árbakur, togarinn sem Útgerðarfé- lag Akureyringa keypti skömmu fyr- ir áramót, er nú í shpp á Akureyri þar sem unnið er aö miklum breyt- ingum og lagfæringum á skipinu. Búið er að opna stefni skipsins og stendur þar út neistaflugiö þegar verið var að vinna við rafsuðu i stefninu. Rafsuða í stefni Árbakurs. DV-mynd gk Kristileg fjölmiðlun kaupir Stjörnuna Islenska útvarpsfélagið hefur ákveðið um að selja Kristílegri fjöl- miðlun útvarpsstöðina Stjörnuna. Fyrmefnda fyrirtækið hætti útsend- ingum á stöðinni á hádegi í gær. Kristileg fjölmiðlun tekur við rekstri hennar 1. mars næstkomandi. Með kaupum á Stjörnunni hyggst Kristíleg fjölmiðlun nú auka starf- semi sína, þar sem betri tækjabúnað- ur og sterkari sendir gerir henni kleift að ná betri útsendingu. Þá er fyrirhugað að fjölga starfsmönnum, lengja dagskrána og ná th stærra svæðis. Hluthafar í Kristhegri fjölm- iðlun eru nú um 160 talsins. -JSS KLIPA er ný tegund af viðbiti sem ætlað er ofan á brauð. KLÍPA er tvímælalaust tímamótavara. Fitan í henni er aðeins 27% eða þriðjungi minni en í öðru léttu viðbiti. KLIPA hefur einnig þann frábæra eiginleika að fitan, sem notuð er við framleiðsluna, er 4/5 smjör og 1/5 olía. Þess vegna er KLÍPA ekki aðeins afar fitusnauð heldur er af henni Ijúffengt smjörbragð. Bragðaðu á KLÍPU - hún bregst ekki!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.