Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. Spumingin Notar þú greiðslukort? Fjóla Guðmundsdóttir: Já, ég geri það og það gengur mjög vel að þorga af því. Jóhannes Þorsteinsson vélstjóri: Já, ég er búinn að gera það í nokkur ár. Þetta er þægUegur viðskiptamáti. Guðrún Fransdóttir sölumaður: Nei, ég er hætt því. Ég eyddi of miklu. Svavar Guðmundsson tæknir: Nei, ég er búinn að leggja það á hilluna. Gunnar Lund sendill: Nei, ég á ekki greiðslukort. Guðný Óladóttir húsmóðir: Já, ég er búin að nota greiðslukort mjög lengi. DV stóraskó Steinar Waage hringdh Vegna fyrirspumar á lesendasíðu í DV sl. roiövikudag vil ég benda Jónu á skóverslanir Steinars Waage. Hjá okkur em seld stór númer og þ.a.l. getum við leyst úr vanda manns hennar sem not- ar skó númer 45. Verslanir okkur eru á þremur stöðum í Reykjavík og auk skó- íátnaðar eigum við ágætt úrval af fatnaði á stórar konur. Ennemn skatturinn Gunnar Jónsson skrifar: Nú mun ákveðið að skattleggja spamað landsmanna og bæta við enn einum skatti í ríkissjóö. Ekkí má gleyma þvi að menn eru bún- ir að borga tekju- og eignaskatt af sínu sparifé. Viðbótarskattur á þetta sparffé er því í hæsta máta ósanngjam. Ég tók mig taki og sparaði út- gjöldin, stóð í skilum meö mínar greiðslur og lagöi nokkurt fé í banka til ávöxtunar og geymslu til síðari tíma og elli. Nú heimtar ríkissjóður þetta fé og þvi má segja að ég hafi farið rangt að. Nær heföi mér verið aö eyða hverjum eyri í ýmiss konar upp- lyftingu sem ekki var nauðsyn- leg, td. skemmtanir og ferðalög. Ef af þessari skattheimtu verð- ur h)á ríkinu vil ég skora á alla sem eiga fé hjá bönkum og íjár- festingarsjóðum að taka sitt fé út og láta ríkið ekki komast upp með slíka eignatöku. Nóg er nú samt greitt í skatta. Skattpíning er ætíð til vanvirðu og leiðinda. Sýniðfordæmi Helgi skrifar: Sijómmálamenn boða niður- skurð þessa dagana en gera svo ekkert sjálfir í sínum málum. Það er skorið niður í heilbrigðis- og menntamálum og hefur sjaldan sést annað eins. En það er ekki nóg að segja öðrum fyrir verkum. Háu herrarnir á Alþingi verða sjálfir að sýna fordæmi svo þjóðin sé tilbúin að takast á við vand- ann. Pólitíkusamir segja að við- kvæðíð hjá hinum ýmsum hóp- um þegar niðurskurðurinn er annars vegar sé „ekki benda á mig“ og má vel vera að það sé rétt. En hvernig á annað að vera. Landslýö finnst það helvíti hart að skera niður nauðsynlega þjón- ustu á meðan ekkert er aðhafst í sukkinu og svínaríinu. En þar á ég við alls konar greiöslur til ráðamanna hvort heldur er í formi dagpeninga eða bílastyrkja. Nei, ráðamenn þjóðarinnar verða að sýna fordæmi og skera niður eigin fríðindi því að öðrum kosti mun landið lenda í enn meiri ógöngum en nú er. Ktám i Sjón- varpinu Kári hrrngdi: Mér brá illþyrmilega þegar ég kveikti á Sjónvarpinu á mánu- dagskvöldið. Á skjánum var þriðji og síðasti þátturinn um Græna manninn og mikið er ég feginn að hafa misst af hinum tveimur. A.m.k. ef þeir voru í h'k- ingu við þennan. Fólk i ástarleikj- um og virtust allir vera með öll- um. Ef Sjónvarpið ætlar að fara að sýna landsmönnum klám er ég hættur að borga afnotagjaldiö. Teogkaffi Björg hringdi: Er einhver sem veit hvar má finna gott úrval tegunda í te- og kaöidrykkjum. Helstu matvöru- verslanir bjóöa aðeins mjög hefö- bundnar og staðlaðir geröir. Er kannski einhver sérverslun sem býður upp á eitthvað spennandi? Ég veit að kafiihúsin luma á ýmsu en þaö er ekki það sem ég er að leita eftir. Lesendur Dæmið ekki fólk til eilífðar G.M. skrifar: Það er ekki tekið út með sældinni nú til dags að bera stimpilinn alkóhó- hsti í þessu velmegunarsamfélagi okkar sem allt vih fyrir börnin sín gera. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra aðferða sem ráðamenn okkar beita til þess að fylgja eftir mannúð sinni. Lögregla og barnaverndar- nefnd gera umsát um hús. Ellefu ára gamall drengur er gripinn með valdi og haföur á brott. Móðir hans er handjámuð af fílefldum karlmönn- um og dregin út af heimihnu sínu á sokkaleistunum frá sjö mánaða gömlu bami sínu líkt og væru þau eftirlýstir stórglæpamenn. Konan fær síðan ekkert aö heyra af syni sínum og loforð um það að hann fá aö hringja í hana daginn eft- ir eru svikin. Þegar hún svo biður um að fá að halda drengnum, sem vih hvergi annars staöar vera, og segist fuhsátt við að eftirlit verði með þeim haft em óskir hennar virtar aö vettugi. Það verður að segjast að þessar aðferðir bera mun meiri keim af háttemi kúgunar og harðræðis- stjóma heldur en lýðræðissamfélagi þar sem borgarinn á að geta treyst á rétt sinn og heimihð á að heita frið- helgt. Já, það fer að verða varhugavert að leita sér aðstoðar vegna áfengis- vandamáls þar sem viðkomandi get- ur átt það á hættu að missa sjálfsögð mannréttindi sín í kjölfarið og sæta jafnvel ofsóknum. Ég skora á þá sem ábyrgir em fyr- ir þessum aðgerðum að hugsa sig um tvisvar og hafa frekar kærleikann og rétfiætið að leiðarljósi heldur en gamla og afdankaða lagabókstafi. Eðh lífsins er að vaxa en ekki standa í stað. Það getur ekki tahst þroskað sjónarmið að dæma fólk th eiliföar vegna glappaskota í fortíöinni. Stöðvum ósómann! - peningamyllan Bifreiðaskoðun íslands „Látum því Bifreiðaskoðun íslands ekki verða kennslubókardæmi um hvem- ig einkavæðing á ekki að eiga sér stað.“ Lárus Eliasson skrifar: Lögin um Bifreiðaskoðun íslands kveða á um að eigendur hennar eigi rétt á hæfilegri ávöxtun eða 10% af eiginfé fyrirtækisins. Af hvaða eiginfé? Ávöxtunin í fyrra var um 41%. Ef henni er ætlað að vera það í nokkur ár th viðbótar, á meðan fyrirtækið er að byggja upp skoðunarstöðvar hér og þar á land- inu, segjum t.d. þrfú ár, þá hefur eig- inféð rétt tæplega fjórfaldast á þess- um fjómm árum. Réttmæt ávöxtun eigendanna, þ.e. 10% af eiginfé, yrði þá 40% ef miðað er við uppmnalegt eiginfé. Á meðan Bifreiðaskoðunin „strit- ar“ við að koma upp mannsæmandi skoðunarstöðvum víðs vegar um landið á sérstökum aðlögimartíma er í raun verið að búa th peninga- myhu sem skhar eigendum sínum 40% ávöxtun um ókomin ár. Hér úir og grúir líka aht í blekking- um. Reynt er að telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að byggja þetta upp fyrir eigin fé. Staðreyndin er hins vegar sú að svona fyrirtæki með trygga innkomu (lögreglan kemur jú með viðskiptavininn ef hann streitist á móti) þurfa mjög htið eigiðfé þar sem þau eiga góðan aðgang að lánsfé. í Bandaríkjunum, þar sem veitu- fyrirtæki eru gjaman í einkaeign, er hlutfah eiginfjár á móti skuldum venjulega lágt. Og það sem meira er, ávöxtun á eiginfé er aha jafna lág. Löggjöfin þar og fjárfestar telja nefiúlega að lág ávöxtun sé nægjan- leg vegna þess hvað áhættan er hth. Látum því Bifreiðaskoðun íslands ekki verða kennslubókardæmi um hvemig einkavæðing á EKKI að eiga sér stað. Stöðvum ósómann strax! Misbrestur á kvik- myndagagnrýni I Kvikmyndaáhugamaður skrifar: Kvikmyndagagnrýni DV um Lögg- una á háu hælunum (sýnd í Bíóborg- inni), sem ísak Öm Sigurðsson skrif- ar, fór fyrir brjóstið á mér. Ég hef ekkert út á stjömugjöf myndarinnar að athuga en hins vegar er þetta í þriðja skipti á skömmum tíma sem I.Ö.S. fer ranglega með upplýsingar um leikstjóra kvikmynda. Um áðumefnda mynd segir Í.Ö.S. að leikstjórinn, Jeff Kanew, hafi enn- fremur leikstýrt Ordinary People, frægri óskarsverðlaunamynd, en hið rétta er aö Robert nokkur Redford var leikstjóri þeirrar myndar. Fleira má tína tíl. Í.Ö.S. segir Barry Sonn- enfeld (leikstjóra Addams Famhy) hafa fyrr á ferlinum leikstýrt mynd- unum Misery, Raising Arizona og Big, allt nokkuð þekktar kvikmyndir en sú staðhæfing er röng. Leikstjórar áðumefndra mynda vom Rob Rein- er, Joel Coen og Penny Marshall. Éf kvikmynd fær góða dóma í blöð- um er því óspart hampað af kvik- myndahúsunum í auglýsingaskyni. Sama á við ef leikstjórar, framleið- endur og jafnvel handritshöfundar hafa áöur verið viöriönir frægar myndir, þá er því hampað. Þ.a.l. er afar mikhvægt að svona upplýsingar séu réttar. Lesendur eiga kröfu á því að kvik- myndagagnrýnendur DV fari með rétt mál. Eg beini því þeim tilmælum th umrædds gagnrýnanda að hann afli sér betri upplýsinga í framtíð- inni. Hringið í sima 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið Nafn og símanr. verður aö fylgja brífum Kvikmyndahúsin hampa jákvæöum blaöagreinum um einstaka myndir og þvi verður að vanda slfka umfjöllun I blööum og allar upplýsingar veröa að vera réttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.