Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Síða 18
26
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992.
íþróttir
Stúfar
fráNBA
Áður en Larry Bird
meiddist í síöasta mán-
uðí leiddi hann Bost-
onliðiö á mörgum vig-
stöðvum. Hann var stigahmstur
(20,9 stig), efstur í fráköstum (9,6),
tneð flestar stoðsendingar (6,3) og
með bestu vítahittnina (90,2%).
Svo voru menn að segja aö sumir
væru orðnir gamlir!!!
Mark Prlce hefur
leikið vei
Cleveland hefur leikið vel í vetur
og er til alls liklegt í úrslitunum.
Enginn á meiri þátt í velgengn-
irrni en leikstjórnandinn Mark
Price sem virðist alveg hafa náð
sér af meiðslunum sem hann
hlaut í 16. leik liösins haustið
1990. Price, sem er efstur í NBA
í vítaskotum með hreint ótrúlega ;
hittni (97%), leikur rojög vel og
hefur Cleveland aðeins tapað 6
af þeim 32 leikjum sem hann hef-
ur leitóð.
Dapurt gengí Orlando
og metið í hættu
Orlando tapaöi 15 leikj-
um í desember og 16.
leiknum i byrjun jan-
úar. Þá vantaði 5 tap-
leiki til þess að slá metið sem
Philadelphia 76ers settu 1972-’73,
en þá töpuðu þeir 20 leikjum í
röð!!! Það eru ekki alltaf jólin í
NBA!
Mitwaukeetók
til hjá sér
Eftir ágætt gengi í desembermán-
uöi gekk Milwaukee Bucks frekar
illa í janúar og tapaði 9 af 14 leikj-
um sínum þann mánuð. Liöiö
skipti um þjálfara í desember. Del
Harris gerðist varaframkvæmda-
stjóri en aðstoðarþjálfari hans,
Frank Hamblen, tók við:* Þetta
þykir tíðindum sæta enda Frank
aðeins 4. þjálfari félagsins í sögu
þess.
Menn farnir að
spá i úrsiitin
Menn eru þegar farnir
aö spá í spilin varðandi
úrslitakeppnina enda
þótt mikið sé eftir af
keppnistímabilinu (lýkur 19.
apríl). Regluraar segja að i lokin
veröi 8 efstu liöum í hvorri deild
raöað í sæti eftir árangrí, þó meö
þeirri undantekningu að fyrstu 2
sætin falla ávallt sigurvegurum
riölanna í skaut. Þannig spáum
viö New York 2. sætinu í úrslita-
ríðli sem væntanlegum sigurveg-
ara Atlantshafsriðiisins, þrátt
fyrir aö Cleveland veröi senni-
lega með mun betri árangur eftir
frábært keppnistímabíl og eitt
það besta í sögu félagsins.
Röðiní úrslitunum
Röð liöa í úrslitum gæti þá litiö
svona út:
Vesturdeild Austurdeild
Portland Chicago
San Antonio NewYork
Golden State Cleveland
Phoenix Boston
Lakers Detroit
Utah Atlanta
Houston Philadelphia
Seattle Milwaukee
Baráttusæti:
L.A. Clippers
Baráttusæti:
Miami/NJNets
Fyrsta umferð byði þá upp á
þessa Ieiki:
Phoenix-Lakers
Boston-Detroit
-EB
Halla Björg Þórhallsdóttir
Halla Björg
besthjá
Þrótti
Halla Björg Þórhalisdóttir, tennis-
kona, hefur verið vahn íþróttamaður
Þróttar, Reykjavík, fyrir árið 1991.
Halla, sem er 16 ára gömul, hefur
tekið stórstígum framforum á þeim
tveimur árum sem hún hefur stund-
að íþróttina. í sumar vann hún öll
þau mót sem hún tók þátt í í sínum
aldursflokki. Þeirra á meðal er ís-
landsmótið og svo er hún íslands-
meistari telpna 1991. Á sínu fyrsta
ári í meistaraflokki kvenna náði hún
frábærum árangri í stórmótum sum-
arsins. Hún lék til úrslita í tveimur
af þremur mótum sem hún tók þátt í.
-GH
Handknattlelkur - Þýskaland:
Siggi í lið
vikunnar
Þóiaiim Siguiösson, DV, Þýskalandi:
Sigurður Bjamason, landsliðsmað-
ur hjá Grosswallstadt, var valinn í
„lið vikunnar" í þýsku úrvalsdeild-
inni af tímaritinu „Deutsche Hand-
ballwoche" sem kom út á þriðjudag.
Það er í fyrsta stópti á tímabilinu sem
Sigurður er valinn.
Eins og fram hefur komið í DV
skoraði hann 8 mörk í sigri Gross-
wallstadt á Niederwúrzbach, 21-20.
Sex markanna gerði hann í síðari
hálfleik.
Konráð Olavsson er markahæsti
leikmaður Dortmund í 2. deildinni í
vetur. Hann hefur skorað 135 mörk,
þar af 48 úr vítaköstum. Hann er
fjórði markahæsti leikmaðurinn í
suðurriðli 2. deildar.
Þjálfari Dússeldorf, liðs Héðins
Gilssonar, tók áhættu undir lok
leiksins gegn Lemgo á laugardaginn.
Lemgo var yfir, 18-17, undir lotón,
en þá tók þjálfarinn markvörð liðsins
út af, var með sjö útispilara og mark-
ið tómt - og Dússeldorf náði að jafna!
Dregið á mánudaginn
Á mánudaginn hittast fulltrúar þjóðanna sem eiga landslið í 5. riðli
forkeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Búdapest og raöa leikj-
um niður í riðlinum.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Ásgeir Elíasson, landsliösþjálfari,
fara til Ungverjalands um helgina og verða viðstaddir niðurröðunina.
íslendingar eru sem kunnugt er í riðli með Ungverjum, Júgóslövum,
Grikkjum, Lúxemborg og Samveldi sjálfstæðra ríkja.
Stefnt er að því að fyrsti leikur íslendinga í riðlinum verði 2. september
í Reykjavík en öll þessi mál skýrast á fundinum í Búdapest á mánudaginn.
-JKS
Portland vann Phoenix
- tveir tapleikir í röð hjá Boston og Cleveland
Portland Trail Blazers vann góðan
útisigur á Phoenix Suns, 97-107, í
toppleik bandarísku NBA-deildar-
innar í körfuknattleik í nótt. Liðin
tvö eru efst í Kyrrahafsriðli og jafn-
framt í Vesturdeildinni.
Boston Celtics og Cleveland Cavali-
ers töpuðu bæði leikjum sínum í
nótt og í fyrrinótt. Boston tapaði
óvænt í Dallas í nótt og Cleveland í
Denver. Þetta þýðir að New York
Knicks hefur náð Cleveland og liðin
eru jöfn í 2.-3. sæti Austurdeildar-
innar.
Úrslitin í nótt urðu þessi:
76ers-NJNets Indiana - NY Knicks 87-102 104-111
Dallas - Boston 108-100
Denver - Cleveland Phoenix - Portland 108-102 97-107
LA Clippers - Houston..... 97-95
Sacramento-Washington..... 98-97
Úrslitin í fyrrinótt:
Orlando - Indiana.........
Miami - 76ers.............
Atlanta - Charlotte.......
Chicago - NJ Nets.........
Milwaukee - Detroit.......
Minnesota - LA Lakers.....
SA Spurs - Boston.........
Utah - Cleveland..........
Golden State - Washington....
Portland - Denver.........
Seattle - Houston.........
. 94-100
.102-114
.108-113
.133-113
.104-87
.108-116
.100-84
.111-109
.139-127
.121-112
.105-99
Umdeild sigurkarfa
Stocktons fyrir Utah
John Stockton tryggði Utah sigur á
Cleveland með umdeildri körfu á síð-
ustu sekúndunni. Michael Jordan
gerði 34 stig fyrir Chicago gegn New
Jersey Nets og 40 stig frá Aakem
Olajuwon dugðu Houston ekki til sig-
urs gegn Seattle.
Röðin í deildunum tveimur er þessi
en átta efstu í hvorri komast í úrslita-
keppnina:
Áusturdeild: 1. Chicago, 2-3. Cleve-
land, 2-3. NY Knicks, 4. Boston, 5.
Detroit, 6. Atlanta, 7. 76ers, 8. Mil-
waukee, 9. Miami, 10. NJ Nets, 11.
Indiana, 12. Washington, 13. Charl-
otte, 14. Orlando.
Vesturdeild: 1. Portland, 2. Phoen-
ix, 3. Golden State, 4. Utah, 5. LA
Lakers, 6. SA Spurs, 7-8. Houston,
7-8. Seattle, 9. LÁ Clippers, 10. Den-
ver, 11. Sacramento, 12. Dallas, 13.
Minnesota.
-VS
Sporkstúfar
Fram og Stjaman mætast í
kvöld í 1. deild karla í handknatt-
leik. Leikurinn fer fram i Laugar-
dalshöll og hefst kl. 20.
• í kvöld fer fram stórleikur í
Japisdeildinni i körfuknattleik.
Keflvíkingar, sem eru efstir í A-
riöli, taka á móti KR-ingum, sem
eru i öðru sæti í B-riðli. Leikurinn
í kvöld hefst tóukkan 20.
• Afturgongurnar héldu atram
sigurgöngu sinni í kvennadeild-
inni í keilu á tnánudagskvöldið.
Þær unnu PLS, 6-2, og eru með
96 stig í efsta sæti. Stelpumar
söxuðu þó aðeins áforskotið með
því: að vinna Skutiumar, 8-0, og
eru í öðru sæti með 80 stig. HA!
er í þriðja sæti með 78 stig eftir
sigur á Kúlunum, &-0.
• Fyrsta námskeiðið í knatt-
spyrnuskóla KB i Belgíu á þessu
ári verður dagana 23.-31, maí.
Eins og áður er Wlodek Lubanski
aðaiþjálfari og raeð honum Rick
Van Cauteren. Srmon Tahamata
og Guðmundur Benediktsson,
leikmenn með 1. deildar liði
Ekeren, heimsækja skólann.
Miög góð verðlaun verða veitt
besta leikmanni skólans og einn-
ig eru viöurkenningar fyrir
framfarir. Námskeiðið er sett upp
eins og fyrir atvinnumenn, æft
tvisvar á dag. Aðeins 20 piltar eru
teknir hm á hvert námskeið.
• Það var ekki alveg rétt sem
greint var frá í D V í gær um fyrir-
hugaðan landsleik gegn Skotum
í knattspyrnu í sumar. KSÍ hefur
verið að þrýsta á Skotana að
koma en þeir hafa ektó látið
heyra í sér.
Larry Bird og félagar í Boston hafa
mátt þola tvö töp á jafnmörgum
dögum.
DV kynnir NBA-liöin 1 Atlantshafsriðli - 2. hluti:
Svartnætti hjá New Jersey Nets
Hér heldur áfram kynning DV á
liðunum í Atlantshafsriðli og fer
hér annar hluti af þremur.
New Jersey Nets
Svartnætti hefur ríkt í búöum liðs-
ins undanfarin ár og langt er um
liðið síðan það komst síðast í úrsli-
takeppnina. Heldur rofaði þó til í
fyrra með góðum leik nýliðans
Derrick Coleman og menn fylitust
bjartsýni þegar þeir völdu sl. vor
nr. 2 Kenny Anderson. Anderson
lenti þá í miklum samningsdeiium
við liðið, missti úr allt æfmgatíma-
bilið og mætti ekki fyrr en í 4. leik
liðsins sl. haust. Þá lenti þeim sam-
an honum og Bill Fitch, þjálfara
liðsins, og nú situr Anderson, sem
af mörgum var talinn besti nýlið-
inn í valinu, mest á varamanna-
bekk. Hann leikur u.þ.b. 20 mínút-
ur í leik með 8,9 stig og 4,0 stoðsend-
ingar í leik. Ótrúleg heimska og
þetta verður stjóm félagsins að
laga. Annars hefur Drazen
Petrovic, Júgóslavinn skemmtilegi
sem kom frá Portland, hreint út
sagt sprangiö út og hann skorar
20,5 stig að meðaltali í leik. Hann
tekur fleiri 3-stiga skot en allir aðr-
ir í liðinu til samans og hittir ágæt-
lega úr þeim, 58 af 118 = 49%!! Sam
Bowie virðist nú loksins vera að
finna sig (17,8 stig og 9,3 fráköst) í
miðherjastöðunni og þegar Chris
Morris nennir getur hann gert
ótrúlega hluti!!! Mookie Blaylock
hefur staðið sig vonum framar sem
leikstjómandi, en breiddin er lítil
í liðinu. Spá: 5. sæti í riðlinum.
Ektó í úrsliti
Washington Bullets
Michael Adams kom aftiu- til Bell-
ets frá Denver og hefur leikið vel.
Þessi eldfljóti leikstjómandi er allt
í öllu hjá liðinu. Hann leikur flestar
mínútur (40,2), skorar mest (22,3
stig), á flestar stoðsendingar (8,5)
og flesta „stolna bolta“ (2,3). Þá er
hann 4. hæsti í fráköstum þrátt
fyrir smæð sína (4,7 fráköst)!!! Per-
vis Ellison (á 3. ári frá Louisville)
er nú fyrst að sýna hvað í honum
býr (20,5 stig og 11,9 fráköst) og
Harkey Grant (bróðir Horace hjá
Chicago) hefur aldrei leitóð betur
(18,3 stig og 6,3 fráköst). Ágætur
nýliði, Larry Stewart frá Coppin
háskólanum, hefur staðið sig vel
(13,7 stig og 7,2 fráköst) og David
Wingate stendur alltaf fyrir sínu.
Ágætir varamenn eru þeir A.J.
English, nýliði frá því í fyrra (12,3
stig) og Tom Hammonds á 3. ári
(12,4 stig), en liðið saknar illilega
Bemhard Kings sem hefur verið
meiddur. Spá: 6. sæti í riðlinum.
Ekki í úrslit.
Orlando Magic
Eftir miklar framfarir sl. vetur
(31-35), ríkti töluverð bjartsýni
meðal hinna áhugasömu stuðn-
ingsmanna Orlando. Byrjunin var
í lagi þar sem þeir unnu 6 af 14 leikj-
um sínum í nóvember þrátt fyrir
meiðsli lykilmanna, en svo dundu
ósköpin yfir!!! í desember léku þeir
15 leiki og töpuðu öllum!!! Meiðsli
hrjáðu liðið og í einum leiknum
mættu ektó nema 8 leikmenn til
leiks!! Hlutimir geta ekki versnað
og þrátt fyrir erfiða leitó í janúar
(10 af 15 á útivelli) tókst þeim að-
eins að rétta úr kútnum og imnu 6
af þessum leikjum. Þaö er þó ljóst
að allir draumar um frægð og
frama em fyrir bí hjá Orlando í ár.
Helstu leikmenn em: Scott Skiles,
bakvörðurinn skemmtilegi (15,0
stig og 7,7 stoðsendingar) sem er
reyndar handarbrotinn núna,
Dennis Scott (19,9 stig) og Nick
Anderson sem hefúr leitóð mjög
vel (18,3 stig og 6,8 fráköst). Einnig
skila alltaf sínu þeir: Terry
Catledge (12,6 stig og 7,6 fráköst)
og Jerry Reynolds (12,2 stig). Lítið
hefur komið út úr nýliðunum Stan-
ley Roberts og Brian Williams. Ro-
berts fór þó í byijunarliðið í des-
ember og stóð sig sæmilega. Spá:
7. sæti í riðlinum. Ektó í úrslit.
-EB