Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SÍMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Bjargvættur einokunar Utanríkisráðherra hefur álpazt til að verða helzti bjargvættur einpkunar á íslandi. Hann framlengdi her- mangseinokun íslenzkra aðalverktaka til fjögurra ára og hann framlengdi flugafgreiðslueinokun Flugleiða til fjögurra ára. í báðum tilvikum var þetta tímaskekkja. Almenningur eru betur upplýstur en áður um spill- ingu einokunar. Komið hefur í ljós, að 90% fólks hafna einokun íslenzkra aðalverktaka og að 75% fólks vilja, að framkæmdir varnarhðsins verði boðnar út, fremur en að hermangið verði- víkkað til fleiri gæludýra. Flugafgreiðslueinokunin er ekki síður alvarleg. Á Keflavíkurvelli hafa Flugleiðir misnotað aðstöðuna til að hrekja á brott hvert útlenda flugfélagið á fætur öðru, sem hefur reynt að fljúga á ódýran hátt með íslenzkar sjávarafurðir til fjarlægra landa, svo sem til Japans. Utanríkisráðherra var fyllilega kunnugt um, að þess- ar framlengingar voru báðar siðlausar. Honum var fyfli- lega kunnugt um, að hann gat brotið blað í sögunni með því að styðja réttlæti og markaðsbúskap, en hann kaus að leggja sitt lóð á vogarskál spiflingar og sóunar. Einokun af tagi íslenzkra aðalverktaka og Flugleiða dregur úr sjálfsvirðingu þjóðarinnar og framleiðir rotn- un í þjóðfélaginu. Um slíka einokun verður heldur aldr- ei neinn friður, því að svo mörgum er siðleysi hennar ljóst, að hún fær ekki endalaust að vera í friði. í báðum tflvikum hefur einokunargróðinn verið not- aður tfl að búa til kolkrabba, sem seilist til áhrifa á öðrum sviðum í þjóðfélaginu. Þannig hafa Flugleiðir lagt undir sig vaxandi hluta ferðaskrifstofumarkaðar- ins, bílaleigumarkaðarins og hótelmarkaðarins. Á sama tíma og utanríkisráðherra breiðir vængi sína yfir spillingu einokunar, er hreyfing í átt til afnáms ein- okunar. Fólk er vakna upp við vondan draum og sjá, að einkavæðing einokunaríýrirtækja ríkisins hefur í reynd leitt til stóraukinna útgjalda þjóðarinnar. Mest er talað um dæmi Bifreiðaskoðunar íslands, sem hefur farið hamfórum í óbeizlaðri græðgi. Einnig hefur verið vakin athygli á, að einokun Sorpu veldur miklum kostnaðarauka í þjóðfélaginu, svo og að ekki er allt með felldu í tekjuöflunarkerfi Endurvinnslunnar. Merkflegt er, að ráðamönnum þjóðarinnar skyldi detta í hug, að einkavæðing ríkiseinokunar væri til bóta. Það, sem er til bóta, er markaðsvæðing ríkisfyrir- tækja. Hún gerist á þann hátt einan, að einkaréttur ríkis- fyrirtækja er afnuminn um leið og þau eru seld. Einkavæðing ein út af fyrir sig flytur spfllinguna bara tfl hliðar og fyllir vasa gæludýra úti í bæ. En mark- aðsvæðing afnemur spillingu og eflir þjóðarhag. Þess vegna ber ríkinu að bjóða út framkvæmdir varnarflðs- ins og leyfa flugfélögum að afgreiða sjálf vörur sínar. Utanríkisráðherra og blaðurfufltrúi hans segja, að afgreiðslueinokun á Keflavíkurvelli megi afnema, þegar komið verði á fót fríhöfn þar syðra. Orsakasamhengið er öfugt. Smám saman verður unnt að rækta fríhöfn, eftir að einokun á þessu sviði hefur verið afnumin. Utanríkisráðherra framlengdi einokunarsamninga gæludýra sinna, einmitt þegar þjóðin á í miklum erfið- leikum og þarf að skera niður þjónustu á mörgum svið- um, svo sem í heilsugæzlu og menntamálum. Þetta sýn- ir vel, hver er forgangsröðin í þjóðfélaginu. Framlengingamar á Keflavíkurvelli eru dæmi um, að ráðherrar taka þrönga og spiflta hagsmuni gæludýra fram yfir almannahagsmuni og almannasiðferði. Jónas Kristjánsson Falskir en frægir spámenn þykjast sjá fyrir endalok alls ef þeir finna að eitthvað mikilvægt hefur runnið sitt skeið í þeirra eigin lífi. Hégóm- lyndið er slikt að þeir vilja að heim- urinn farist svo „komandi kynslóð- ir“, sem fæðast væntanlega aldrei að honum loknum, geti sagt: Hinir vitni höfðu á réttu að standa. Örlítið í sama mótsagnakennda dúr er andrúmsloftið hjá sumum ráövilltum vinstrihreyfingum sam- tímans. Þær líta á sig sem munaðar- leysingja mandsmans og halda svipað og andstæðingar þeirra, að hann sé liðinn undir lok. Um leið leysa þær sig frá efa- og efnishyggju og taka upp óskhyggju, meðan þær reyna að ráða fram úr, hvemig þær geti skotið sér á „skáhöllum skoð- unum“ inn í volgan og sáttfúsan móðurkvið morgunblaðanna. Þeir sem hafa á síöasta áratug „Ein ástæðan fyrir því að frjáls hugsun efahyggjunnar siglir núna að okkur er sú að fólk í stórum hluta heimsins, í fyrrum Sovétríkjunum, fylgiríkjum þeirra og fylgjendur og andstæðingar kommúnismans á Vesturlöndum hefur varla hugsað neitt að ráði í 70 ár.“ Hugsjón deyr velsæmið vaknar htið örlítið í kringum sig í hugar- heimi Evrópu og líka hér, vita aö „póstmarxisminn" hefur reynt að vekja, rétt fyrir andlát Sovétríkj- anna, umræður um siðfræði. Hún er ekki sú ameríska „endursiðvæð- ing“ eða the moral rearmament sem „kommamir" hæddu og átti að styðja hemaðar- eða vamar- stefnu Nato á sjötta áratugnum og styðja sómakær vestræn vopn gegn siðleysi hinna sovésku, heldur hafa spekingar eða hálfgildings hugsuð- ir sem em upprunnir úr röðum verkalýðsins og hafa komist að dyrum milli- eða hástéttanna með menntim sinni, farið að boða eða tönnlast á „siðfræði". Drullusokkar og subbur í ljósi íhaldshrynunnar sem gengur yfir Evrópu minnir þessi „nýsiðvæðing" talsvert á Viktoríu- tímabilið á Englandi, þegar rétt hegðun var í höndum sannra kvenna sem stunduðu góðgerðar- starf með Krist, klór og lýsól gegn óguðlegum hugmyndum og lykt- inni úr koppalífi bresks almenn- ings. En karlmenn fóm með óheft framtak einstaklingsins strax úr móðurkviði til að bjarga hráefnun- um í löndum „frumstæðra þjóða“, enda höfðu þær ekkert vit á nota- gildi. Á þessum tíma var talið aö líkt væri með óæðri kynstofna og verkalýð, báðir öfunda og ógna vönduðu og heilbrigðu fólki sem hefur komist áfram með því að beita hagkerfi siðfræðinnar. Drullusokkar og subbur gátu að- eins átt krakka eða verið veik og fyrir það varð duglegt og heiðarlegt fólk að borga. Samfélag og markað- ir urðu að vera opin, en það varð að kenna lágstéttunum með sið- fræði að halda opum líkamans hreinum og í skefjum. Lokaður munnur var lýðnum fyrir bestu nema við bænahald. Eftir byltinguna í Rússlandi hljóp þessi fagurfræði fljótt í hið nýja þjóðfélag, ekki í kerlingarlíki Vikt- oríu drottingar, heldur í líki dug- lega bóndans í Kreml. Núna þegar falli karlveldisins í Kreml er lokið og það örlar á vissu kerlingaveldi í „léttum búningi" á Vesturlöndum finnst valdhöfum vera sérstök hætta á ferðum frá óháðri hugsun karla og kvenna efa- semdanna. Því er þörf á siðfræði. Ein ástæðan fyrir þvi aö fijáls hugsun efahyggjunnar sighr núna að okkur er sú, að fólk í stórrnn hluta heimsins, í fyrrum Sovétríkj- unum, fylgiríkjum þeirra og fylgj- endur og andstæðingar kommún- ismans á Vesturlöndum hefur varla hugsað neitt að ráði í 70 ár. Það hefur verið með eða móti vissri þjóðfélagsgerð, án þess að hugsa í raun og veru. Líklegt er að miklar hungurtungur vakni strax til með- vitundar eða eftir aldamótin. Þá hefst hin mikla hungurtimguöld. KjaUarirm Guðbergur Bergsson rithöfundur Siðfræði í plokkfisk Ég held að spekingar ættu aö fara með gát í því aö bjóða mönnum leifamar af upphitaöri siöfræði í plokkfisk frá síöustu öld, þótt þeir hafi syndgað ihugsun með Marx á háskólaárum sínum og á svolitlum fylliríum. Þeim ber að vara sig með hliðsjón af reynslu mannkynssög- unnar og því hlutverki sem engil- saxar eru að fá aftur. Það er líka kominn einhver Viktoríudrottn- ingarkeimur af hreyfingu kvenna, lykt af lýsóh og sólskinssápu í loft- inu og lúsakamburinn ekki langt undan á komandi fátæktartíð. Um þetta ætla ég samt ekki að íjaUa, þótt hægt sé að anda að sér endurvakinni stefnu í vetrarblæn- um yfir öUu. Það er engu líkara en lélegir heimspekingar og spámenn segi: Eitt er til ráöa, við höldum innreið í BibUuna á ný og göngum þar, karlar og konur, í eina skírlíf- issæng af því Sovétríkin hafa sokk- ið í gjá Helvítis og í Vestrinu ógnar eyðnin munaðar- og spillingargöt- um líkamans, þar sem andskotinn hefur aUtaf átt griðastað. Þegar stórar hugsjónir bregðast beinist hugur mannkynsins ekki strax að nýjum framtíðardraum- um. Hann reikar um stund og verð- ur harmsögulegur. Fylgismenn hinnar follnu hugsjónar vilja taka með sér í loftkastalagröfina þá sem stóðu yfir höfuðsvörðum þeirra. I ráðleysi tímans bíður stór hluti vinstrimanna eftir því aö það fari ekki betur fyrir Bandaríkjunum en þeim sovésku. Einhvem veginn finnst þeim að stórveldunum sé skylt, sem sundurþykkum en sam- lyndum hjónum kaldastríðsins, að fara jafnfætis í gröf mannkynssög- unnar. Hugljómun galdrakarls Ef maður hittir menntamenn er algengt að þeir forðist að minnast á harmleik sinn en reyna að kom- ast í hugljómun galdrakarls yfir að „það sé kreppa í heimi kapítalism- ans og bandaríska hagkerfið sé að syngja sitt síðasta“. Þeir bæta við, líkt og í þeim blundi leifar af al- þýðumanni, upprunanum, þrátt fyrir skólagönguna: „Þetta á allt eftir að fara til Helvítis." Það er til einskis að reyna að hugga og koma vitinu fyrir menn sem sjá aðeins „svörtu götin“ í geimi mannlífsins, með því að benda á að bölsýnt viðhorf sé ekki einkennandi fyrir íslenska vinstri- menn og aö í Bandaríkjunum sé ekki eitt hagkerfi, heldur mörg eða minnsta kosti þrjú: tvö, hvort á sinni vestur- og austurströnd, en eitt í miðju landi og sjaldan falh hin heilaga þrenning í einum rykk. Þeir vilja halda í bölmóð karlsins: allt eigi eftir að fara til andskotans, Þjóðviljinn sé farinn þangaö. Ég veit að krafa mín er óréttlát en hún er menningarnauðsyn: Ég legg. til, að Morgunblaöið fari á hausinn Þjóðviljanum sínum til samlætis. Það er sama réttlætismál og að heimsauðvaldiö fari í fúlan pytt með Sovétríkjunum. Jafn- skjótt mun vaxa úr ökrum og sæ alheimsins „nýfrjóvguð fjölskylda innan blandaðs hagkerfis af kyni íhalds og komma". Hún mun halda galvösk út í framtíðina með prýði- legt lokapróf í siðfræði hugsjóna niðurskurðar og núllstöðu og mál- gagn hennar hér á íslandi verður það sem ég. hef löngum kallað Morgunþjóðvfijinn. Ekki er hægt að bjóða bömunum okkar upp á minna. Guðbergur Bergsson „Eg veit að krafa mín er préttlát en hún er menningarnauðsyn: Eg legg til að Morgúnblaðið fari á hausinn Þjóðvilj- anum sínum til samlætis. Það er sama réttlætismál og að heimsauðvaldið fari 1 fúlan pytt með Sovétríkjunum. Jafn- skjótt mun vaxa úr ökrum og sæ al- heimsins „nýfrjóvguð Qölskylda innan blandaðs hagkerfis af kyni íhalds og komma““.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.