Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1992, Qupperneq 26
34 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992. Afmæli Unnur Ingunn Steinþórsdóttir Unnnr Ingunn Steinþórsdóttir hús- móðir, Krossholti 6, Keflavík, er fimmtugídag. Starfsferill Unnur Ingunn er fædd í Keflavík og ólst þar upp. Hún gekk í bama- og gagnfræðaskóla þar í bæ og var síðar einn vetur í Húsmæðraskólan- um á ísafirði, eða 1959-60. Unnur Ingunn hóf ung verslunar- störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Hún starfaði fyrst á Hafn- argötu 30 og síðar á Hringbraut 96 en á síðamefnda staðnum var Unn- ur Ingunn deildarstjóri í hálft annað ár. Unnur Ingunn stofnaði ung heimili og hefur sinnt húsmóður- störfum upp frá því. Unnur Ingunn er í söfnuði Sjö- unda dags aðventista og hefur unnið þar að líknarmálum. Unnur Ingunn og fjölskylda henn- ar reka Ofnasmiðju Suðumesja og HótelKeflavík. Fjölskylda Unnur Ingunn giftist 7.10.1961 Jóni William Magnússyni, f. 16.12. 1940, forstjóra Ofnasmiðju Suður- nesja og Hótel Keflavíkur, en for- eldrar hans vom Magnús Jónsson sjómaður og Guðlaug Helga Jó- hannesdóttir húsmóðir en þau bjuggu á Ólafsfirði. Börn Unnar Ingunnar og Jóns: Magnús, f. 2.2.1962, útgerðarmaður, maki Ella Björk Bjömsdóttir hús- móðir, þau eru búsett í Keflavík; Steinþór, f. 22.10.1963, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, maki Hildur Sig- urðardóttir, nemi og húsmóðir, þau era búsett í Keflavík og eiga tvær dætur, Lilju Karen og Katrínu Helgu; Guðlaug Helga, f. 31.10.1966, kennari í Suðurhlíðarskóla, maki Jann Ólafur Guðmundsson, kerfis- fræðingur, þau em búsett í Keflavík og eiga tvo syni, Samúel Albert og Jakob Elvar; Davíð, f. 16.8.1976, nemi, búsettur í foreldrahúsum. Systir Unnar Ingunnar er Lára, f. 12.11.1939, maki Bragi Magnússon, forstjóri Vélsmiðju ísafjarðar, þau eru búsett á ísafirði og eiga þijú böm, Sigríði, Bryndisi og Steinþór. Foreldrar Unnar Ingunnar: Stein- þór Sighvatsson, f. 15.1.1906, d. 25.11. 1991, innheimtumaður hjá Keflavík- urbæ, og Sigríður Stefánsdóttir, f. 10.10.1914, húsmóðir, enþaubjuggu í Keflavík og þar býr Sigríður enn. Unnur Ingunn tekur á móti gest- um á Hótel Keflavík kl. 18-20 í dag. Unnur Ingunn Steinþórsdóttir. Husna A.N. Shamshudin Husna A.N. Shamshudin, hús- móðir og verkakona, Laugarásvegi 1, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Husna fæddist í Tanga í Austur- Afríku og átti þar heima til 1970 er hún giftist Ashig og flutti til Dar-es- salaam í Tansaníu. Þar bjuggu þau til 1978. Husna flutti til íslands 1983 með yngri son sinn en ári síðar kom eig- inmaður hennar með eldri soninn. Hafa þau búið hér á landi síðan. Fjölskylda Husna giftist 22.1.1970 Ashig Husi- ein N. Shamshudin, f. 9.11.1947, starfsmanni við Kassagerð Reykja- víkur. Hann er sonur Amina Shamshudin sem er látinn, og Majmuddin Shamshudin sem búsett eríTansaníu. Synir Husna og Ashig eru Salim A.N. Shamshudin, f. 15.4.1971, kaupsýslumaður í Reykjavík, en sambýliskona hans er Margrét Berg Sævarsdóttir; Safder A.N. Shams- hudin, nemi í foreldrahúsum. Systkini Hunsa: Shahida T. Gaziza, f. 20.12.1945, verkakona í Reykjavík; Sara T. Rúnarsdóttir, f. 9.4.1955, skrifstofudama 1 Reykja- vík, gift Guðbjarti Rúnarssyni og eru böm þeirra Kristján, Þóra Rós ogRúnar. Foreldrar Husna: Taherali Gaziza, f. 10.2.1921, ogBebatul Gaziza, f. 20.1.1925, lengibúsettíTansaníu en hafa búið í Svíþjóð síðustu tíu árin. Husna á ættir sínar að rekja til Indlands. Husna A.N. Shamshudin. Hl hamingju með afmælið 13. febrúar 85 ára JónasÁsgeirsson, HringbrautöO, Reykjavik. Pálí Ásmundsson, Gmndarstíg 11, Reykjavík. Andlát Halldór H. Jónsson Halldór Haukur Jónsson, arkitekt og stjómarformaður Eimskipafé- lags íslands, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags- ins 6.2. sl. Jarðarför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Starfsferill Halldór fæddist í Borgamesi 3.10. 1912. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1931 og prófi í arkitektúr frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1938. Halldór rak eigin teiknistofu í Reykjavík frá 1939. Hann teiknaði ijölmörg þekkt stórhýsi, m.a. Bændahöllina, Sjávarútvegshúsið, íslandsbanka í Lækjargötu, versl- unarhús Garðars Gíslasonar hf.,H. Benediktssonar hf. og Kjörgarðs, Domus Medica, skrifstofu- og iðnað- arhús Sameinaðra verktaka hf. og íslenskra aðalverktaka sf. auk Húsafellskapellu, Borgameskirkju og Háteigskirkju ogíjölda íbúðar- húsa. Halldór varð framkvæmdastjóri útflutningsdeildar Garðars Gísla- sonar hf. 1940. Hann var formaður Arkitektafélagsins 1943-44, sat í stjóm VSÍ1952-79, var um skeið stjómarformaöur Sameinaðra verktaka frá stofnun 1951, sat í stjóm BændahaUarinnar, um skeið stjómarformaður ísals hf. frá stofn- un 1966, Háskólasjóðs hf„ Eimskipa- félags íslands hf. frá 1974, Skipafé- lagsins Bifrastar hf. frá 1980, Is- lenskra kaupskipa hf. frá 1980, Borgarvirkis hf. og Byggingarmið- stöðvarinnarsf. Hann átti sæti í stjómum Garðars Gíslasonar hf„ Steypustöðvarinnar hf. 1947-73, íslenskra aðalverktaka sf„ Áburðarverksmiðju ríkisins 1960-78, Olíufélagsins Skeljungs hf„ Flugleiða hf„ Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. Hann var fyrsti ræð- ismaður Sviss á íslandi og heiðurs- félagi Verkfræðingafélags íslands. Halldór var sæmdur riddara- krossi íslensku fálkaorðunnar 1962, stórriddarakrossi 1970, stórriddara- krossi með stjömu 1980, kommand- örkrossi sænsku norðurstjömunn- ar 1975 og stórriddarakrossi norður- stjömunnar með stjörnu 1988. Fjölskylda Halldór kvæntist 12.4.1940 eftirlif- andi konu sinni, Margréti Garöars- dóttur, f. 12.4.1917, húsmóður. Hún er dóttir Garðars Gíslasonar, stór- kaupmanns í Reykjavík, og konu hans, Þóm Sigfúsdóttur húsmóður. Synir Halldórs og Margrétar em Garðar, f. 1942, húsameistari ríkis- ins, kvæntur Birnu Geirsdóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur, Margréti Bimu, f. 1972, og Helgu Maríu, f. 1975; Jón, f. 1946, hrl. í Reykjavík, kvæntur Ingigerði Jóns- dóttur hjúkmnarfræðingi og eiga þau tvo syni, Halldór Hauk, f. 1979, og Jón Gunnar, f. 1988; Halldór Þór, f. 1951, verkfræðingur og flugmaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Pálsdóttur flugfreyju og eiga þau tvær dætur, Margréti, f. 1974, og Áslaugu Þóra, f. 1981. Systkini Halldórs: Bjöm Franklín, f. 1908, nú látinn, hagfræðingur við Landsbankann; Guðrún Laufey (Blaka), f. 1910, einkaritari forseta Islands og síðar starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins, búsett í Reykja- vík; Selma, f. 1917, d. 1987, listfræð- ingur og forstöðumaður Listasafns íslands, var gift Sigurði Péturssyni gerlafræðingi. Foreldrar Halldórs voru Jón Bjömsson, f. 11.6.1878, d. 24.3.1949, kaupmaður í Borgamesi, og kona hans, Helga María Bjömsdóttir, f. 1.4.1880, d. 16.8.1972, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Bjöms, hreppstjóra á Bæ í Borgarfirði, bróður Snorra, b. á Laxfossi, afa Snorra Jónssonar, læknis og fyrrv. knattspymukappa. Bjöm var sonur Þorsteins, b. á Húsafelli, bróður Eiríks, langafa Baldurs Líndal efnaverkfræöings. Annar bróðir Þorsteins var Guö- mundur á Vatnsenda, afi Páls á Bjamastööum, afa Páls veðurstofu- stjóra, föður Bergþórs ópemsöngv- ara. Þriðji bróðir Þorsteins var Gísli á Augastöðum, afi Vilhelmínu, móð- ur aflaskipstjóranna Auðunssona. Þorsteinn var sonur Jakobs Blom, smiðs á Húsafelli, Snorrasonar, prests og skálds á Húsafelli og ætt- fóður Húsafellsættarinnar, Bjöms- sonar. Móðir Þorsteins var Kristín Guðmundsdóttir, systir Ragnheið- ar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Björns var Ingibjörg, systir Þuríðar, ömmu Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Bróðir Ingi- bjargar var Jón í Áskoti, afi Þor- bjamar, kaupmanns í Borg, langafa Bjöms Theodórssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Flugleiðum, og Jóhannesar Helga rithöfundar og langalangafi Jóns Hjaltalíns, for- manns HSÍ. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Deildartungu, bróður Þor- valds á Stóra-Kroppi, áfa Jóns, afa Jóns Ásgeirssonar tónskálds. Jón var sonur Jóns, dbrm. og hrepp- stjóra í Deildartungu og ættfóður Deildartunguættarinnar, Þorvalds- sonar. Móðir Ingibjargar var Guð- ríður Jónsdóttir, b. í Stóraási, Þór- ólfssonar, og Hallfríðar fllugadótt- ur. Móðir Jóns í Borgamesi var Guð- rún, hálfsystir, samfeðra, tengda- móður sinnar, Ingibjargar. Móöir Guðrúnar var Guðrún, hálfsystir Helgu, langömmu Guðmundar Am- laugssonar, fyrrv. rektors MH, og langömmu Önnu, móður Flosa Ól- afssonar leikara. Guðrún var dóttir Halldór H. Jónsson. Böðvars, b. í Skáney, Sigurðssonar, og Þuríðar Bjamadóttur, hálfsystur, sammæðra, Guðríðar í Deildar- tungu. Helga María var systir Jóns, kaup- manns í Borgamesi, afa Ingólfs Hannessonar íþróttafréttamanns; systir Guðmundar, sýslumanns í Borgamesi, afa Ottós J. Bjamason- ar dósents, og systir Kristjáns, foður Þuríðar, prófessors við KHÍ. Helga María var dóttir Bjöms, b. á Svarf- hóli í Stafholtstungum, Ásmunds- sonar, b. á Laxfossi, Þórðarsonar, prests í Hvammi í Norðurárdal, Þor- steinssonar. Móðir Bjöms var Margrét Bjömsdóttir, prests í Hítar- nesþingum, Sigurðssonar. Móðir Helgu Maríu var Þuríður, ljósmóðir og skáld, systir Málfríðar ljósmóð- ur, móður Málfríðar Einarsdóttur rithöfundar. Þuríður var dóttir Jóns, b. á Hofsstöðum, Halldórsson- ar, fræðimanns á Ásbjamarstöðum, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórdís Einarsdóttir Sveinbjamarsonar, bróður Þórðar dómstjóra. Móðir Þuríðar var Helga Oddsdóttir, langalangamma Jóns Oddssonar hrl. Ilse W. Ámason, Oddgeirshólum 2, Hraungerðis- hreppi. Gunnar Guðmundsson, Lindarbrekku 1, Beruneshreppi. Guðrún Jóhannesdóttir, Ijósheimum 2, Reykjavík. Helgi Eiríksson aöalbókari, Grænuhlíð 7, Reykjavík. Hann er aö heiman. Guðmunda Tyxfmgsdóttir, Lækjartúni 1, Ásahreppi. Ingi Rúnar Árnason, Njörvasundi 27, Reykjavik. Jóna M. Sigurjónsdóttir, Skildinganesi 4, Reykjavík. Hörður Bj öm Finnsson, Kríuhólum 2, Reykjavík. Hrefna Kristinsdóttir, Miðengi 1, Selfossi. Kjartan í>orgrímsson, Lækjarvegi 4, Þórshöfn. Margrét Marinósdóttir, Hofteigi 21, Reykjavík. Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir, Leirutanga 33, Mosfellsbæ. Guðjón Magnússon, Kjarrhólmae, Kópavogi. Svanfríður Guðrún Bj arnadótt- Dalbraut 1 b, ísafirði. Rósa Kjartansdóttir, Hafnarbraut33, Hólmavík, Ragnhildur Helga Ragnarsdótt- Bemgötu 24, BorgamesL Ella Kristín Karlsdóttir, Holtsbúö 41, Garðabæ. Sigrún Jóhannsdóttir, Bugðulæk 6, Reykjavík. Gerður Salóme Ólafadóttir, Ytri-Reykjum, Ytri-Torfustaða- hreppi. Ragnar Jón Guðjónsson, Hrauntúni 34, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.