Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. 3 dv VidtaJið Nafn: Jón Sigurösson.. Starf: Viöskiptafulitrúi Út- fiutningsráðs í Bandaríkj- unum. Aldur: 35 ára. „Ég mun aðstoöa íslensk fyrir- treki viö að koma vöru og þjón- ustu á framfæri i N-Ameríku og Kanada og að sjálfsögöu einnig fylgjast meö þeim straumum sem geta haft áhrif á útflutning okkar til Bandaríkjanna,“ segir Jón Sig- urðsson um verkefhi sín sem nýráðinn viðskiptafulltrúi Út- flutningsráðs í Bandaríkjunum. Jón verður með aðsetur i New York. Eftir símvirkjapróf vann hann við tæknistörf hjá Elektrisk Bureau S Noregi og hélt síðan til Danmerkur þar sem hann lauk prófi í rekstrartæknifræði frá Tækniskólanum í Óðinsvéum í Danmörku. Eftir að hafa unniö um skeið hjá Bang & Olufsen í Danmörku hélt hann til San Di- ego í Bandaríkjunum og lauk þar prófi frá U.S. Intemational Uni- versity í rekstrarhagfræðl Á ís- landi hefur hann starfað hjá Eim- skipafélagi íslands og Álafossi. Jón er fæddur og uppalinn á Selfbssi, næstyngstur af fimm börnum Sigurðar Þorbjömsson- ar og Guðfinnu Jónsdóttur. Hann er kvæntur Önnu-Marie Sigurðs- son frá Danmörku. Hann á einn son, Gunnar Örn, 15 ára gamlan. Hveraveitireru uppáhaidsstaðurinn Þau Jón og Anna-Marie ferðast mikiö þegar timi gefst. „Við höf- um feröast nokkuð mikiö innan- lands i seinni tið því við eigum mikinn jeppa og öflugan. Við tjöldum og göngum um fjöll og fimindi. Uppáhaldsstaðurinn er auövitað Hveravellir og svo stendur Þórsmörkin alltaf fyrir sínu," segir hann. Jón hefur tekið skokkdefluna eins og fleiri en segist láta sér nægja að hlaupa um íimm kíló- metra einu sirnii til tvisvar á viku. „Konan mán er miklu dug- legri og hleypur meira að segja maraþon,“ bætir hann við. Saga íslands heiflar Jón og um hana les hann aflt sem hann kemst í. „Ég varð mikiö hissa þegar ég uppgötvaði hvað sagan er skemmtileg því mér þótti nú ekki gaman aö íslandssögu í skóla. Það er líka mjög gaman að feröast um landið og geta tengt saman söguna og staðina sem far- ið er á. Þannig fær maður á viss- an hátt þriðju víddina. Svo finnst mér ipjög gaman aö skotveiöi og þegar það má tek ég byssuna með í jeppaferðir og skýt bæði gæsir og hreindýr." Jón lýsir sjálfum sér sem „al- hliða vinnusömura áhugamanni" en viðurkennir í sörau setningu að hann eigi það til að vera bæði þtjóskur og þver. „í fari annarra met ég mest hreinskilni og um- burðarlyndi,“segirhann. -VD _______________________________________________________________Fréttir Heilbrigðiskostnaöur á íslandi í meðallagi miðað við önnur OECD-ríki: Hluti kostnaðarins telst til félagsmála - samkvæmt alþjóðlegum staðll Sameinuðu þjóðanna Heildarútgjöld OECD-ríkja til heilbrigðismála 1989 Sé óUnmar- og ædtirhæfingarpjónusla á islandi talln til heitbrigðisúlgjalela maalist hluttaHlð 8.5% allandslramlMstu íslað 7,6%. HelrnUd: OECD. Heilbrigðisútgjöld hins opinbera 1983-1992 — sem hlutfall af landsframleiðsiu á verðlagi 1991 — Ný úttekt Þjóðhagsstofnunar bend- ir til að heflbrigðiskostnaður hins opinbera hér á landi sé ekki sá hæsti í heiminum eins og Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráöherra hefur haldið fpam. Samanborið við önnur lönd innan OECD árið 1989 var ísland í 9. til 12. sæti hvað varðar heildarút- gjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Miðað við óbreytt útgjöld hjá öðrum OECD- ríkjum lendir ísland á þessu ári í 19. sæti af 24 mögulegum nái ríkisstjóm- in að fylgja eftir fjárlögum ársins 1992. Við útreikning Þjóðhagsstofnunar á heilbrigðisútgjöldum er stuðst við alþjóðlegan staðal Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt þeim staöli ber að flokka öldrunar- og endurhæfingar- þjónustu til félagsþjónustu. Undan- tekning frá því er þó heimil hafi við- komandi öldrunarstofnun heilbrigð- isþjónustu að meginverkefni. Stofn- anir á borð við DAS, Hrafnistu og Grund flokkast samkvæmt þessum staðli til félagsþjónustu. Alþjóðlegt ósamræm.i Hagfræðistofnunar HÍ Nokkurt misræmi er varðandi þessa flokkun eftir löndum. í Dan- mörku er öldrunar- og endurhæfing- arþjónusta alfarið talin til félagsmála en í Svíþjóð er því öfugt farið. Mörg lönd tiltaka þó þennan þátt heilbrigð- isútgjalda sérstaklega og í saman- burði milli OECD-ríkjanna er oftast gert grein fyrir mismuninum. í nýrri skýrslu frá Hagfræðistofn- un Háskólans um heilbrigðiskostnað hér á landi var öldmnar- og endur: hæfingarþjónustan talin með. Á þeim grundvelli reyndist opinber heilbrigðiskostnaður hér á landi einn sá hæsti í heimi. Sé öldrunar- og end- urhæfingarþjónustan hins vegar tal- in til félagsmála, eins og staðafl Sam- einuðu þjóðanna gerir ráð fyrir, lækkar heilbrigðiskostnaðurinn sem nemur 1 prósenti af landsfram- leiðslu. Vöxtur í öldrunar- og endur- hæfingarþjónustu Úttekt Þjóðhagsstofnunar nær til allra opinberra heilbrigðisútgjalda hér á landi á tímabilinu frá 1983 til 1992. Þar kemur fram að meginvöxt- ur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið í öldrunar- og endurhæfingar- þjónustu. Hlutdeild hennar af lands- framleiðslu hefur aukist úr því aö vera 0,6 prósent í þaö að vera rúm- lega 1 prósent. Á 10 ára tímabili hef- ur aukningin reynst um 70 prósent en á sama tíma hefur 65 ára og eldri einungis fjölgað um 20 prósent. Nú renna rúmlega 4 milljarðar til þess- arar þjónustu. Miðað við síðasta ár aukast þessi útgjöld um rúmlega 180 milljónir Kostnaður vegna sjúkrahúsa stöðugur Á þessu sama tímabili hefur kostn- aður við rekstur almennra sjúkra- húsa nokkurn veginn staðið í staö. Sem hlutfall af landsframleiðslu hef- ur hann reynst vera um 4 prósent. í peningum talið hefur kostnaðurinn hins vegar dregist nokkuð saman á undanfórnum fjórum árum. Árið 1988 var hann tæplega 62 þúsund krónur á hvem íbúa, miðað við verð- lag 1991. Síðan hefur hann lækkað jafnt og þétt og reyndist 59 þúsund krónur á síðasta ári. Gangi fram- kvæmd fjárlaga eftir verður kostnaö- urinn í ár rúmlega 52 þúsund á hvern íbúa. í ár er gert ráð fyrir að verja tæplega 14,2 milljörðum í þennan málaflokk en það er skerðing upp á ríflega milljarð frá síðasta ári. Aukning í heilsu- gæslunni skorin niður Fram kemur í úttekt Þjóðhags- stofnunar aö kostnaöur við heilsu- gæsluna hefur aukist nokkuð á und- anfórnum árum. Sem hlutfall af landsframleiðslu er aukningin frá 1984 um 50 prósent, var 0,8 prósent 1984 en reyndist rúmlega 1,2 prósent í fyrra. í ár er gert ráð fyrir að verja tæplega fjórum milljörðum í þennan málaflokk en það er um 600 mifljóna króna skerðing frá síðasta ári. -kaa Svavar Gestsson alþingismaður: Heilbrigðisráðherra sá dýrasti í OECD-ríkjunum - segir Island stefna í 19. sætið varðandi heilbrigðisútgjöld „Samkvæmt útreikningsaðferðum Sighvats Björgvinssonar erum við með dýrasta heilbrigðisráðherrann á mann af öllum OECD-ríkjunum. í þessum töflum Hagfræðistofnunar Háskólans er ekkert tiflit tekið til þess að við búum í stóru en fámennu landi. Yfirstjórn heilbrigðisþjón- ustunnar er því hlutfallslega dýrari hér á landi en annars staðar," segir Svavar Gestsson alþingismaður. Heilbrigðisráðherra hefur látiö í veðri vaka að útgjöld íslendinga til heilbrigðismála séu þau hæstu í heimi. Þá hefur hann fullyrt að mik- il útgjaldaaukning hafi átt sér stað til þessa málaflokks á undanfómum árum, einkum til sjúkrahúsa. Máli sínu til stuönings hefur hann meðal annars vísað til nýrrar skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Að sögn Svavars efast hann ekki um réttmæti þeirra útreikninga sem hagfræðingar Háskólans hafa fram- kvæmt. Á hinn bóginn segir hann framsetningu Sighvats Björgvins- sonar mjög vafasama og villandi. Skýrslan sé unnin á skjön við það sem almennt tíðkast í alþjóðlegu mati á heilbrigðiskostnaði. Til að mynda sé það venja að telja öldrun- ar- og endurhæfmgarþjónustu ekki með £egar þessi kostnaður er áætlað- ur. I skýrslu Hagfræðistofnunar er þessi þjónusta hins vegar talin með. Á þann hátt er sú niðurstaða fengin að heilbrigðiskostnaður hins opin- bera sé óvíða hærri en á íslandi. Svavar segir að á árinu 1989 hafi heilbrigðisútgjöld á mann verið 7,6 prósent af landsframleiðslu. Að frá- dreginni öldrunar- og endurhæfing- arþjónustunni sé ísland í 9. til 12. sæti varðandi kostnað á mann meðal OECD-ríkjanna. Til samanburðar má geta þess að miðað við verga Svavar Gestsson segir Sighvat Björgvinsson dýrasta heilbrigðis- ráðherra OECD-ríkjanna. landsframleiðslu á mann eru íslend- ingar í 12. sæti meðal OECD-ríkj- anna. „Heilbrigðismálaráðherra hefur haldið því fram að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna hafi þanist út á undanfornum árum. Staðreyndin er sú að frá 1989 hafa þessi útgjöld farið lækkandi. Til dæmis hafa út- gjöld til almennra sjúkrahúsa lækk- að samfellt frá 1989, eða úr því að vera 4,34 prósent af landsframleiðslu niður í 3,78 prósent. Gangi stefna rík- isstjórnarinnar eftir varðandi fram- kvæmd fjárlaga lækka heflbrigðisút- gjöldin sem hlutfall af landsfram- leiðslu niður í 6,9 prósent í ár. í sam- anburði við önnur OECD-ríki værum við þá komin í 19. sætið. Tyrkland er í neðsta sætinu með 3,9 prósent en ég fæ ekki séð að það sé keppikefli að nálgast það sæti.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.