Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. íþróttir Enskir Gteli Guðmundsaon, DV, Engkndi: Ardiles sagði nei Osvaldo Ardiles, fyrruin fram- kvæmdastjóri Newcastle, hafhaði tilboði sem hann fekk frá 2. deild- arfélaginu Plymouth. Tahð er öruggt aðRay Wilkinson taki við liði Plymouth sem berst fyrir til- verurétti í 2. deild. Johnston skólaus? Risafyrirtækið Puma, sem fram- ieiðir khattsþyrhuskó, hefur ákveðiö að endumýja ekki aug- iýsingasamning sinn við Mo Jo- hnston, skoska landsliðsroann- inn hjá Everton. Enska félagið keypti Mo frá Glasgow Rangers fyrir tveimur mánuöum á 100 milljónir. Samningur hans viö Puma, sem hljóðaði upp á mm- lega eina milijón króna, rennur út í júní í sumar. Andy Gray vinsæll Andy Gray, miðjuleikmaður hjá Crystal Palace, hefur verið settur á sölulista og virðist svo aö hann geti valið úr tilboðum frá öðrum Lundúnafélögum. Wimbledon hefur boðið 100 milljónir króna og einnig hefur Tottenham boðið í kappann. Gray ætlar að hugsa mál sitt vel en ástæðan fyrir því að hann var settur á sölulista var aö hann þótti ekki sýna félagi sínu nægilegan áhuga. Tottenham í vanda Þrátt fyrir að Tottenham sé bæði í undanúrslitum enska deildabik- arsins og Evrópukeppni bikar- hafa er mikil óánægja með fram- kværadastjóra félagsins. Stjóri liðsins, Peter Shreeves, hefur mátt þola mikla gagnrýni frá áhangendum sem viija fiann helst í burtu frá Lundúnaliðinu. Óánægjuraddimar era kannski ósköp eðlilegar þvi Tottenham hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum. Kendall eygir von Howard Kendall, stjóri Everton, heldur áfram að reyna að ná í Kerry Dixon, framherja Chelsea. Kendall gerði tílraun í upphafi tímabilsins tíl að fá Dixon til Everton en mistókst, Nýverið keypti Chelsea Tony Cascarino frá Celtic og þá vöknuðu vonir hjá Kendall á ný um aö fá Dixon á Goodison Park. Benfica vill Robson Portúgalska stórliðið Benfica hef- ur sýnt óhuga að fá Bobby Rob- son í stöðu framkvæmdastjóra. Robson hættir hjá PSV Eindho- ven í vor og í kjölfarið hefur áhugi hjá mörgum evrópskum liðum vaknaö á að krækja í þenn- an snjalla þjálfara. Benfica hefur rætt viö Robson en Norwich hef- ur víst einnig átt viðræöur viö hann. Batty á förum? David Batty, miðvallarspilari Le- eds og enska landsliðsins, hefur hrifið ítalska liðið Parma. ítalska liðiö ætlar aö fylgjast vel með Battv f úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Svíþjóð í sumar. Batty skrifaði fyrir skömmu undir Jangan samning við Leeds en ef tilboð upp á 300 miiljónir bærist er aldrei að vita hvað gerðist. Svíí æflr með Spurs Varnarleikmaðurinn Jan Eriks- son frá sænska hðinu Norrköping hefur æft með Tottenham und- anfama daga. Ekki er vitað enn- þá hvort Tottenham gerir tilboð í þennan sænska landsliðsmann. Tvenn gullverðlami til Itala: Mig dreymdi fyrir sigri - sagði Deborah Compagnoni sem vann í risasvigi Tombavannstórsvigið - Ömólfur44.enKristinnféll Alberto Tomba frá Ítalíu varð í gær fyrstur í sögunni til að verja ólymp- íutitil sinn í alpagreinum karla þegar hann sigraði í stórsvigi eftir æsi- spennandi keppni við Marc Girar- delii frá Lúxemborg. Þetta vora önn- ur gullverðlaun ítala á sama klukku- tímanum því aö rétt á undan sigraði Deborah Compagnoni í risastórsvigi kvenna. „Sigurinn hjá Compagnoni hvatti mig gífurlega. Þetta er stórkostleg stund, ég er búinn að leggja svo hart að mér og ég get ekki lýst því hvem- ig mér líður," sagði Tomba en hann og Compagnoni æfa reglulega sam- Alberto Tomba gefur hér verðlauna- Framkvæmdastjóri þýsku hlaupa- drottningarinnar Katrinar Krabbe hótaði í gær að krafist yrði um 350 miiljón króna skaðabóta vegna íjög- urra ára keppnisbannsins sem hún var dæmd í á dögunum - í kjölfar þess að fyrirtækið Isostar sagði upp stórum auglýsingasamningi við hana. Framkvæmdastjórinn sagði í við- tali við dagblaöið Bild að hann væri tilbúinn í langa og harða baráttu fyr- ir dómstólum til að ná fram rétti hennar. Krabbe, Grit Breuer og Silke Möll- er vora dæmdar í fjögurra ára bann efdr aö sannað þótti að þær hefðu svindlað á lyfjaprófi. Þær neita ásök- Tombá var með 13/100 úr sekúndu í forskot eftir fyrri ferðina en Girar- delli fór næstur á undan honum í síðari ferðinni og náði mjög góðum tíma. í efri hluta brautarinnar var Tomba síðan með lakari tíma en Gir- ardelli en vann það upp neðar í brautinni og náði samanlagt 0,32 sek- úndna betri tíma en Lúxemborgar- maðurinn sem þar með fékk sitt ann- að silfur í Albertville. Vissi ekki að Girar- delli væri fyrstur „Ég vissi ekki að Girardelli væri kominn með forystuna en vissi að Ámodt hafði gengiö vel. Mér tókst að einbeita mér mjög vel, þetta var ekki fullkomið hjá mér efst í braut- inni en mér tókst að gefa allan kraft- inn í seinni hlutann og var útkeyrður þegar ég kom í mark,“ sagði Alberto Tomba. Norðmenn kræktu í enn ein verð- launin því Kjetil Andre Ámodt, ólympíumeistarinn í risastórsviginu, varð þriðji. Enn sáu Svisslendingar á bak verð- launum því Paul Accola varð fjórði, þó örskammt á eftir hinum þremur. Tveir íslendingar vora á meðal þátttakenda í stórsviginu, Kristinn Bjömsson og Örnólfur Valdimars- son. Kristinn keyrði út úr brautinni í fyrri umferð þegar hann var hálfn- aður í brautinni. Hann var búinn að ná ágætum tíma þegar óhappið varö. Ömólfur Valdimarsson tókst hins vegar þokkalega upp í stórsviginu og hafnaði í 44. sæti á samanlögðum tíma 2:25,02 mín. Ömólfur fór fyrri ununum harðlega og segja að verið sé aö reyna að niðurlægja fijáls- íþróttafólk sem keppti fyrir hönd Austur-Þýskalands fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. „Ég er ekki búin aö gefa ólympíu- leikana í Barcelona upp á bátinn, langt frá því,“ sagöi Krabbe í gær. „Einhvers staðar var svindlað en við gerðum það ekki. Stúlkumar eru saklausar," sagði Thomas Spring- stein, þjálfari hennar, í viðtali við þýskt blað í gær. Springstein sagði að búið væri að áfrýja úrskurðinum. Ef áfrýjuninni yrði vísað frá yrði málið sótt fyrir dómstólum. -VS umferöina á 1:13,88 mín. en þá síðari á betri tima eða á 1:11,14 mín. Rúm- lega 130 keppendur voru skráðir í stórsvigið en 91 keppandi lauk keppni. Tileinka læknunum gullið - sagði Compagnoni Deborah Compagnoni, 21 árs gömul ítölsk stúlka, hreppti í gær ólympíu- gullið í risastórsvigi - þrátt fyrir aö henni hefði í upphafi ekki verið rað- að meðal fimmtán bestu í greininni. Compagnoni er aðeins önnur ít- alska konan sem vinnur gullverð- laun í alpagreinum á ólympíuleikum en Poala Magoni sigraði í svigi í Sarajevo 1984. „Ég vil tileinka þessi verðlaun læknunum sem komu mér til bata,“ sagði Compagnoni sem gekkst undir tvær skurðaðgerðir árið 1990. „Mig dreymdi í nótt aö ég myndi vinna, ég sá nafnið mitt efst á úrslitatöfl- unni,“ bætti hún við. Carole Merle frá Frakklandi var mjög sigurstrangleg, ekki síst þar sem hún var með besta tímann eftir að 15 þær bestu höfðu lokið keppni. En þá var komið að ítölsku stúikunni sem náði 1,41 sekúndu betri tíma og Merle mátti sætta sig viö silfrið. Katja Seizinger frá Þýskaiandi fékk bronsið og færði þjóð sinni fyrstu verðlaunin í alpagreinakeppninni í Albertville. Hún fékk 1/100 úr sek- úndu betri ‘tíma en hin fræga Petra Kronberger frá Austurríki sem varð fjórða og missti öðru sinni af verö- launasæti með þeim mun á leikun- um. Hrakfarir Svisslendinga héldu áfram því bæði Chantal Boumissen og Heidi Zurbriggen féllu og Zoe Haas varð í 10. sæti. -VS/JKS Katrin Krabbe neitar öllum ásökun- um um aö hafa svindlaö á lyfjaprófi og hún hefur ekki gefið ólympíuleik- ana í Barcelona upp á bátinn. Lög- fræðingar hennar eru tilbúnir að sækja málið fyrir dómstólum. peningi sínum léttan koss. Símamynd/Reuter Tomba á spjöld sögunnar Alberto Tomba er kominn á spjöld sögunnar sem eini skíða- maðurinn sem hefur varið ólymp- íutitil sinn í alpagrein. Hann er líka kominn í hóp þriggja einstaklinga frá upphafi sem hafa samtals fengið þijú ólympíugull í alpagreinum og á möguleika á því aö veröa sá fyrsti með fjögur á laugardaginn - takist honum að sigra í sviginu. Þeir einu sem á undan honum höfðu fengið þrjú gull voru Jean- Claude Killy frá Frakklandi, sem nú er í framkvæmdastjóm leik- anna, og Tony Sailer frá Austur- ríki. Tomba hefur ekki dvalið í Albert- ville, hann æfir í Sestriere á Ítalíu og kom með þyrlu þaðan til að keppa í stórsviginu. Strax eftir verðlaunaafhendinguna í gær bjóst hann til heimferðar, til frekari æf- inga fyrir svigið á laugardaginn. Þar á hann annan ólympíutitil að verja. -VS Katrin Krabbe segir: Einhvers staðar var svindlað Björn Dæhlie gekk síðasta sprettinn fyrir t á leik. Dæhlie gekk með norska fánann s gegnum endamarkið. Sjöundu gullverð Vegard Ulvang varð í gær fyrsti norski skíöagöngumaöurinn til að vinna þrerni gullverðlaun á sömu ólympiuleikunum þegar hann var í sigursveit Noregs í 4x10 km boðgöngu. Norðmenn fengu þaraa sin sjöundu gullverðlaun á leikunutn og þar af fiórðu í göngugreinum. Svíar voru fyrstir eftir lyrsta sprett- inn, Norðmaðurmn Teije Langli var þó alveg á hælum þeirra. Þá tók Ul- vang við og náöi góöri forystu, Skjeld- al bætti við á þriðja spretti og Bjöm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.