Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 19
MIÐ VíKUDAGUR' 1:9. 'FEBHOA'R '1992. 19 húsinu Annað kvöld koraa fram á skemmtun í Norræna húsinu skáldin Einar Kárason og Sjón ásamt fijasskvintetl sem skipaður er þeim Tómasi R. Einarssyni, Siguröi Flosasyni, Eyþóri Gunn- arssyni og Einari V. Scheving. Hópur þessi hefur unnið saman að eíhi í dagskrá sem flutt veröur í ýmsum framhaldsskólum landsins á næstu vikum og mán- uðum og veröa hljómleikamir annað kvöld að öllum líkindum þeir einu þar sem hópur þessi kemur fram uían skólanna. Einar Kárason mun lesa kafla úr óbirtri skáldsögu, Sjón man ekki eitt- hvað um skýin og djasskvartett- inn leikur úrval íslenskra og er- lendra laga ásamt ýmsum áhrifs- hljóðum. Nýttíslenskt verkfærtupp afHugleik Áhugamannaleikfélagið Hug- leikur hefur hafið æflngar á nýju verki, Fermingarbamamótínu, sem er frumsamið íslenskt verk en höfundur hefur kosið að koma fram undir naMnu Fjöldahreyf- ingin. Frumsýning er fyrirhuguð um mánaðamótin mars-apríl. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Fermingarbarnamótið er gleði- leikur með mörgum söngvum en grunnt er á alvörunni. í verkinu er að finna ádeilu á það sem mið- ur fer í samfélaginu og undir grimu gamansins er í sífellu varpað til áhorfandans spurning- um, ekki aðeins tílvistarlegs eðlis heldur einnig um hinstu rök tfl- vemnnar. Karlakórinn Þrestir 80 ára f tilefni 80 ára afmæhs Karla- kórsins Þrasta í Hafnarfirði í dag verða haldnir tónleikar í Víöi- staðakirkju í kvöld. Kemur kór- inn þar fram undir stjóm Eiríks Árna Tryggvasonar en einsöngv- ari verður Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Uppistaðan i tón- leikunum er íslensk lög eftir Pál fsólfsson, Pétur Sigurðsson og Oddgeir Krístjánsson, svo ein- hveijir séu nefndir, og einnig er- lend lög eftir þekkt tónskáld. Það var 19. febrúar 1912 aö haldinn var stofnfundur karlakórsins undir stjórn Friðriks Bjamason- ar. Þá voru söngmenn ellefu og kom kórinn fyrst fram á skírdag það ár í Góðtemplarahúsinu. Allt frá þessu ári hefur kórinn starfað þótt lægöir hafl verið inn á milli. Fransktyfir- bragðárauðum sinfóníu- tónleikum Næstu tónleikar sinfóníulfljóm- sveitarinnar em í rauðri áskrift- arröð og verða þeir annað kvöld. Erlendir tónlistarmenn á tónleik- unum eru finnski píanóleikarinn Maritu VMtasalo og franski ifljómsveitarstjórinn Jacques Mercier. Á efiflsskránni verða þrjú ffönsk verk, Suite Provenc- ale eftir Darius Mflhaud. Fanta- sía fyrir píanó og hijómsveit eftir Ciaude Debussy og Symphonie Fantastique eftir Hector Beriioz. Marita Viitsalo kom fyrst fram á hljómleikura 1974 og hefur verið mjög eförsótt síðan í heimalandi sinu og hefur verið gefinn út fjöldi hljóðritana með leik henn- ar. Jacques Mercier hefur hlotiö fjölda verðlamrafyrir hljómsveit- arstjórn. Hann varð 1982 listrænn stjórnandi l’Orchestre National de l’ile de France. ________________________________Menning Menningarverðlaun DV: Fimm tilnef ning- ar í kvikmyndum Menningarverðlaun DV fyrir 1991 verða afhent eftir rúma vflcu eða fimmtudaginn 27. febrúar. Verða þau afhent í hinum glæsflega veislusal á Hótel Holti, Þingholti, en þar hefur afhendingin farið fram alveg frá því Menningarverðlaun DV voru afhent í fyrsta skipti 1979. Undanfarna daga hafa dómnefndir verið að senda frá sér tflnefningar og er nú komið að kvikmyndanefnd- inni að skila sínum tflnefningum. Áður hafa birst tilnefningar í tónhst, myndlist, byggingarhst og bók- menntum. Kvikmyndanefndina skipa Hflmar Karlsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi, Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður og Baldur Hjaltason efnafræðingur. Dómnefndin hefur orðið sammála um fimm eftirfarandi tilnefningar: „Aðstandendur heimildar- og stuttmyndahátíðarinnar Leysingar sem haldin var í tflefni 25 ára afmæl- is Félags kvikmyndgerðarmanna. Var um þarft og merkilegt framlag að ræða þar sem kynntar voru íjöl- margar heimildar- og stuttmyndir, innlendar og erlendar. Gafst fágætt tækifæri að sjá þessa grein kvik- myndaiðnaðar, sem lítið hefur verið íjallað um hér á landi, á breiðtjaldi í kvikmyndahúsi. Ágúst Guðmundsson fyrir leik- stjóm sína á sjónvarpsmyndinni Lit- brigði jarðarinnar. Leikstjórn Ágústs byggir á ákveðinni hefldar- yfirsýn yfir verkið og byggir upp litla veröld frá liðnum tíma sem er í senn trúverðug og ljóðræn. Börn náttúrunnar.Nýjasta kvik- Sigurður Sverrir Pálsson. mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er áhrifamikfl og mannleg kvikmynd og erfitt aö taka þátt eins í gerð myndarinnar fram yfir annan. Sam- vinna margra aðila skapar eftir- minnilega kvikmynd, má þar nefna framúrskarandi leik aðalleikaranna, góða tónlist og leikstjóm Friðriks. Sigurbjörn Aðalsteinsson fyrir gerð stuttmyndarinnar Ókunn dufl. Sig- urbjörn fer ekki troðnar slóðir í gerð myndarinnar sem er frumleg, fyndin og nálgast stundum fáránleikann. Leikstjóm Sigurbjöms er ömgg og markviss og þaö ásamt skemmtileg- um sviðsetningum gerir Ókunn dufl að áhugaverðri kvikmynd þar sem hlutimir gerast hratt og myndmáhð segir okkur oft jafnmikið og textinn. Sigurður Sverrir Pálsson fyrir kvikmyndatöku sína á sjónvarps- myndinni Sjóarinn, spákonan, blómasahnn, skóarinn, málarinn og Sveinn. Kvikmyndataka Sigurðar einkennist af listrænni smekkvísi og fagmannlegu öryggi. Myndmáhð er fágaö og markvisst, lýsing skapar sterk hughrif og skapar það ljóðræna í verkinu. Myndlausnir eru hug- kvæmnislegar og sterkar. í heild ber kvikmyndatakan vott um handbragð listamanns sem náð hefur miklum þroska og nálgast viðfangsefni sitt á markvissan hátt með næmni og skilningi." Hver það verður sem fær Menning- arverðlaun DV í kvikmyndum fyrir árið 1991 verður svo ljóst fimmtudag- inn 27. febrúar. -HK Ágúst Guðmundsson. Sigurbjörn Aðalsteinsson er hér við tökur á Okunnum duflum. Börn náttúrunnar. Úr einni kvikmyndinni á heimildar- og stuttmyndahátíðinni Leysingum. Rauði drekinn, fyrsta Úrvalsbók ársins: Margar sömu persónur og í Lömbin þagna Rauði drekinn eftir Thomas Harris er fyrsta bókin í flokki Úrvalsbóka sem kemur út á þessu ári. Er hér um að ræða bók eftir sama höfund og skrifaði Lömbin þagna sem er mest selda bók sem Úrvalsbækur hafa gef- ið út. EUefu bækur hafa komið út í bóka- flokknum frá því að sú fyrsta kom út haustið 1990. Þetta eru allt vel skrifaðar og bókmenntalega vel gerðar spennusögm- og má benda á að tvær þeirra hafa vakið athygh erlendis eftir að þær komu út hér á landi. Önnur þeirra er Lygi þagnar- innar eftir Brian Moore. Hún kom út hér á landi um sama leyti og hún kom á markaðinn erlendis og hefur hún fengið mjög góöa dóma. Fjallar sú bók um mann sem óvfljandi flæk- ist inn í átökin hörmulegu á írlandi. Hin bókin ert Á elleftu stundu eftir David Laing Dawson. Vakti sú bók mikla athygli og er nú rætt um að innan skamms verði gerð kvikmynd eftir henni. Á elleftu stundu íjallar á eftirminnflegan hátt um málefni gamla fólksins, jafnframt því að vera spennusaga. Persónur í Rauða drekanum eru að hluta tfl þær sömu og í Lömbin þagna. Eins og Lömbin þagna fjallar bókin um raömorðingja. Hann bítur, hann afskræmir, hann myrðir heflar fjölskyldur. Fyrrverandi lögreglu- þjónn, Will Graham, er þvingaður tfl aö koma tfl starfa aftur vegna hæfi- leika síns til að hafa uppi á raðmorð- ingjum. Sá síðasti sem hann handtók og sá sem gerði það að verkum að hann hætti í lögreglunni var enginn annar en Hannibal Lecter sem, eins og í Lömbin þagna, situr í fangelsi þegar sagan hefst. Næsta Úrvalsbók er Víghöfði eða The Executioners eins og hún nefnist á frummáhnu. Er hér um að ræða eina af þekktustu skáldsögum spennusagnahöfundarins kunna, Johns D. MacDonald og hefur hún verið kvikmynduð tvisvar undir heitinu Cape Fear. Bókin mun koma út um sama leyti og seinni kvik- myndin verður frumsýnd hér á landi en í þeirri mynd leika Robert De Niro, Jessica Lange og Nick Nolte aðalhlutverkin. Leikstjóri er Martin Scorsese. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.