Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. Mikill hiti er enn í Palestínumönnum í Líbanon og fylgdu þúsundir þeirra Abbas Musawi, einum leiðtoga Hizbollah- hreyfingarinnar, til grafar i gær. Hefnd eftir hann hefur ekki komið fram enn en talið er að verið sé að skipu- leggja hana. Símamynd Reuter Hizbollah bíður rétta tímans með árás á gyðinga: Hefndin kemur og verður hörð - Palestmumennætlaaðtakaþáttífriðarviðræðimum Saddam bannar leiðslu Stjómvöld í írak bönnuöu sœl- gætisfVamleiðslu í landinu í fyrradag tíl aö reyna að stemraa stigu við geigvænlegum verð- hækkunum á sykri og matarolíu. Banniö er enn eitt merki þess Ixve miklar áhyggjur íraksstjórn hefur af áhrifum viðskiptabanns- ins á landið sem George Bush Bandaríkjaforseti segir að sé ætl- að að steypa Saddam Hussein ir- aksforseta af stóli. Sfjómvöld niðurgreiða þriðj- ung neyslu hverrar fiölskyldu en afjganginn verða menn að kaupa á frjálsum markaði þar sem verð- lag er allt að átján sinnum hærra en það sem stjómin setur upp. Leyniskýrslur hersinsfundust áfornsölu Leyniskýrslur frá breska hern- um hafa fúndist í skjalaskáp sem áður var í eigu vamarmálaráöu- neytisins en var síðan seldur manni sem rekur verslun með notuð húsgögn. Skýrslufundurínn er aöeins nýjasta vandræðamáhð þar sem upplýsingar hersins hafa komist í hendur óviðkomandi aðilum. Húsgagnasalinn, sem reyndar er fyrrum hermaður, skilaði skjölunura til réttra aðila. Vam- armálaráðuneytið segir aö málið sé í rannsókn. í desember 1990 var tölvu meö leyniáætiunum bandamanna um Persaflóastríðiö stolið ur bíl for- ingja í flughemum. Þjófúrinn skilaði tölvunni. Þá fannst önnur tölva frá hemum á hollenskri skransölu í fyrra. Kennslustund í rússneskrirúll- ettuferilla Spænskur öryggisvörður skaut sjálíhn sig til bana þegar hann var að útskýra hvernig rússnesk rúlletta gengur fyrir sig. Maðurinn, sera var 26 ára gam- aii og staríaöi í næturklúbbi, haföi tvisvar tekið í gikkinn og beint byssunni að höíði kunn- ingja sinna. En þegar hann setti hlaupið að eigin höfði og tók í gikkinn hljóp skot úr byssunní með fyrrgreindum aíleiðingum. Heimastjórnin vilistjómaveið- umáGrænlandi Grænlenska heimastjómin vill hafa stjóm á því hvaða dýr em veidd í landinu og hvemig. Hún telur aö hægt sé aö stýra veiöinni með því að gefa út veiðileyfi. Til- laga þess efnis verður lögð fram á vorþinginu sem hefst i mars. Veiðileyfagjaldlö á að greíða fyrir eitt ár í senn og leyfið verð- úr aöeins afhent gegn því að skil- að sé veiðilista. Þar með geta yfirvöld fylgst náið meö því hvemig veiðum er háttaö á 47 tegundum spendýra og fugla. Nú em það aðeins þeir sem stunda veiðar í atvinnuskyni sera skila skýrslu. Finnskaverði viðurkennd Finnskukennarafélag Svíþjóð- ar krefst þess að finnska öðiist sömu stööu sem minnihlutamál og samiska og fieiri mál. Félagiö vill lika að bæjarfélög séu skuld- bundin til að veita finnskum bömum í Svíþjóð kennslu í móö- urmálisinu. Reuter og TT Leiðtogar Hizbollah-hreyfingar- innar í Líbanon ítreka enn að fylgis- menn þeirra muni hefna sín grimmi- lega vegna morðsins á Abbas Musawi, einum helsta stjómanda þeirra. í yfirlýsingum viö útfór Musawis var sagt að hefndin myndi koma þeg- ar rétti tíminn gæfist. ísraelsmenn og gyðingar hvarvetna um heim gætu hins vegar treyst því að tími hefndarinnar rynni upp og þá yrði eftir því munað. Nær látlausar skærar hafa verið milh skæruliða í Suður-Líbanon og ísraelsmanna frá því að ísraelsmenn drápu Musawi í þrautskipuiegri árás á bifreiö leiðtogans. Mikill viðbúnað- ur er og í ísrael til að mæta hugsan- legri árás. „Ég efast ekki um aö þeir munu ráðast á okkur og við ætlum að bregðast við af fullri hörku,“ sagði Moshe Arens, varnarmálaráðherra ísraels, í gær þegar hann var á ferö um Norður-ísrael aö kanna afleiðing- ar eldflaugaárása á landið. Nokkrar flaugar hafa lent innan lándamæra ísraels en ekki valdið teljandi tjóni og enginn hefur særst. í ísrael er þó almennt htið svo á að eldflaugaárásimar séu ekki annaö en æfingar til að hrella landsmenn og byggja upp spennu því líklegast sé að skæmhðamir reyni fyrir sér með óvæntum hætti. Þá er ekki úti- lokað að gyöingar í öðrum löndum verði fyrir barðinu á Hizbollah. Bjartsýni ríkir nú um að friðarvið- ræðurnar fyrir Mið-Austurlönd fari ekki út um þúfur eins og óttast var fyrst eftir aö ísraelsmönnum og Pa- lestínumönnum lenti saman um helgina. Samningamenn Palestínu- manna hafa lýst því yfir aö þeir ætii sér að mæta tii viðræðnanna þegar þær hefjast að nýju í Washington þann 24. febrúar. Af hálfu Palestínumanna er þó það skilyrði sett að þeir verði ekki fyrir yfirgangi af hálfu ísraels og fái frelsi til að láta skoðanir sínar í ljós. Stjórn ísraels hefur frá upphafi viðræðn- anna ekki viljað samþykkja Palest- ínumenn sem málsaðila og reynt að ekkleðli- legríheilsu Charles Mann, breski gíslinn sem var manna lengst í haldi raannræníngja í Beirút, liggur enn á sjúkrahúsi og svo virðist sem hann ætli ekki aö ná eðli- legri heilsu. Mann er 77 ára gamall. Hjartaö er mjög veikt og hann hefur einn- ig fengið sýkingu í lungu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi á Kýpur. Hann var mjög illa haldinn þegar hann slapp úr haldi mannræn- ingjanna seint á síðasta ári. Unglistakona sestaðí HúsiThatcher Isis Nassar, ung listakona frá Sviss, hefur fengið hús Margrétar Thatcher í Lundúnum tíl íbúðar. Edward faöir hennar keypti hús- ið fyrir skömmu eins og greint hefur verið frá í DV. Edward sagði aöspurður að hann ætlaði sér ekki að búa í húsinu sjálfur enda hentaöi það honum ekki. Hins vegar væri það kjöriö fyrir listakonuna dóttur sína. Margrét hefur kvartaö sár- an undan lágu veröi sem fékkst fyrir húsið. NASAIeggst gegn kynntök- umíhimin- geimnum Sagt er að mönnum haíl lánast aö gera nánast hvaö sem er úti í geimnum. Enn hefur þó enginn geimfari haft kynmök í þyngdar- leysi og vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni NASA finnst verkefniö ekki spennandi. Sálfræðingar og líffræðingax eru þó á öðm máli og segja að ekki verði öllu lengur vikist und- an að gera tilraunir á þessu sviði úti í geimnum. Þeir vilja að tæki- færi verði notað í haust þegar fyrstu hjónin fara saman í geim- ferö. Aðrir vilja ekki bíða svo lengi. Hjá NASA er litið svo á sem veriö sé að gera grín að stofhun- innl með tali um samfarir úti í geimnum. Slíkar tilraunir hafi ekkert vísindalegt gildl Slökkvaeldinn viðgröf óþekkta hermannsins Ríkisstjóm Eistlands hefur ákveiö að slökkva „hinn eilifa eld“ viö gröf óþekkta hermanns- ins í höfuðborginni Tallin. Þetta er gert til að spara gas. Eldurinn hefur logað við gröf- ina í Tallin frá því í lok síöari heimsstyrjaldarinnar eins í svo mörgum öðrum höfuðborgum. Ekki er vitað hvenær yfirvöld hafa efni á aö kveikja eldinn á ný. Sekurum þús- unddónaleg símtölviðkonur Maður aö nafhi Timothy White- acker hefur verið ákærður fyrir dónalegt símtal við konu í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta þætti ekki í frásögur færandi ef ekki hefði komið í Ijós við rannsókn máisins að Timothy haföi þúsund sinnum áöur leikið þennan sama leik, bæði í Ohio og Michigan. Þá haíði hann og flett sig klæð- um á almannafæri ef konur vom nærri. Timothy er nú í vörslu lögreglunnar sem þykist haia komist í feitt. halda þeim utan viðræðnanna. Reuter Sænskir ríkisstarfsmenn þykja andlega óvirkir: Nota bara eitt pró- sent af getu heilans - læraaðnotahin99prósentin Sænskum ríkisstarfsmönnum er nú boðið á námskeiö þar sem þeim verður kennt aö nota möguleika heilans til hins ýtrasta. Yfirmenn sænska stjómarráðsins telja að starfsmenn búi yfir miklu af ónýttri vitrænni starsemi og meiru af andlegri getu en þeir gera sér gerin fyrir. Því þurfi aldeiiis að ráða bót á. í blaði sænskra ríkisstarfs- manna, þar sem athygli er vakin á námskeiðinu, er fullyrt að ríkis- starfsmenn noti aöeins 1 prósent af getu heilans. Við blasir slagorð- ið: Andleg geta þín er meiri en þú heldur. Á námskeiðinu er ætlunin aö gera ríkisstarfsmönnunum grein fyrir hinum 99 prósentiim heilagetunnar sem þeir láta ónot- aöa og vita hreinlega ekki að sé til. Vonast yfirmenn til að afkastageta og nýting vinnustunda stóraukist eftir námskeiðið. Á námskeiðinu er kennd ýmis tækni til að auka námshæfni og betri nýtingu þess efnis sem með- tekiö er í starfi. Þannig er kennd tækni við að taka niður minnis- punkta, tækni sem er meira í takt við starfsaðferðir heilans. Þá verða numdar aðferðir til að muna betur mikið magn sérhæfðra upplýsinga og til að skilja kjamann frá hism- inu við lestur skýrslna og bóka. Þá veröur kennt um einbeitingu og hvatningu sem aö sögn þykir tíma- bært. Fyrir tveggja daga heilanýting- amámskeið greiða sænskir ríkis- starfsmenn sem nemur 15 þúsund íslenskum krónum. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.