Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Davíð Oddsson forsætisráðherra um bréf Símon Wisenthal-stofnunarinnar: Tjáði þeim undrun mína á af hendingu bréfsins - því fylgir bæklingur um ásakanimar frá árinu 1962 Það fyrsta sem ísraelsmenn gerðu þegar Davíð Oddsson forsætísráð- herra kom til ísrael seint á mánu- dagskvöld var að afhenda honum bréf frá Símon Wisenthal-stofnun- inni. Þar eru ásakanir á hendur Eð- vald Hinrikssyni sjúkranuddara um glæpi sem hann er sagður hafa fram- ið á gyðingum í Eistíandi í seinni heimsstyrjöldinni. Davið Oddsson var spurður að því í gærkvöldi hvað honum hefði þótt um þessa fyrstu athöfn í heimsókninni? „Ég varð nokkuð undrandi og hafði orð á því við þá. Ég geri hins vegar enga athugasemd við að fá bréf. Ég hélt að þetta væru ekki neinar nýjar upplýsingar því bréfinu fylgir bækl- ingur frá árinu 1962 þar sem skýrt er frá þessum ásökunum.“ Forseti þingsins líka - Hveiju svaraðir þú? Það eina sem ég sagði þá og hef sagt hér er að ég muni líta á þetta mál þegar ég komi heim til íslands. Ég sagðist ekki tjá mig um það frek- ar. Ég sagði hins vegar að ég hefði kunnað betur við að fá þetta bréf í hendur áður en ég lagði af stað til ísraels í stað þess að byrja heimsókn- ina á að fá það í hendur. Þeir svör- uðu því til að þeir hefðu ekki haft bréfið tilbúið fyrr en tveimur dögum áður en ég kom. Þegar ég svo heim- sóttí þingið í dag tók forsetí þingsins máhð líka upp. Mér var sagt það á eftir að hann heíði tekið máhð upp sem einstakhngur en ekki sem þing- forseti. Hann er ættaður frá Litháen og lifði af stríðið þar. Ég svaraði hon- um því einu að ég hefði fengið bréf frá Wisenthal-stofnuninni kvöldið sem ég kom til ísraels og myndi hta á máhð þegar ég kæmi heim til ís- lands.“ Alvarlegar ásakanir - Hversu alvarlega tekur þú þetta bréf? „Ásakanimar í bréfinu eru afskap- lega alvarlegar og hér er um heims- þekkta stofnun að ræða. Ég er hins vegar ekki inni í þessu máh að neinu leytí. Ég hef staðið í þeirri trú að mál Eðvalds Hinrikssonar hafi verið af- greitt fyrir löngu, í Svíþjóð að mér skilst. Én eins og ég sagði, ég er ekk- ert inni í máhnu. I rauninni hef ég ekkert meira um máhð að segja. Ég er með bréfið og get ekkert meira um það sagt á þessari stundu. - Veistu hvers vegna þeir hafa ekk- ert gert í máhnu fyrr? „Það er svo undarlegt að þeir segj- ast ekki hafa vitað hvað varð af Eð- vald Hinrikssyni, fyrr en nú, sem mér þykir nokkuð sérkennilegt," sagði Davíð Oddsson. Mikil gæsla Hann sagði að að öðra leyti hefði verið mikið prógramm í þessari opin- beru heimsókn. Hann sagðist hafa rætt við Shamír um morguninn og síðan snætt með honum hádegisverð. Síðan hitti hann utanríkisráðherra en eftir það var förinni heitið til Betiehem. Þar ræddi Davíð við borg- arstjórann sem á sæti í friðarráð- stefnimefnd Palestínumanna. Eftir það var farið í heimsókn til forseta Israels. Davíð sagðist ekki hefa hitt Peres, hann er á ferð og flugi að berj- ast fyrir póhtísku lífi sínu. Davíð sagðist hafa rætt um atburði síðustu helgar við aha þá sem hann hittí, morðin á hermönnunum og á Hispola-leiðtoganum. Einnig var rætt um handtökumar á Palestínu- mönnunum sem fylgdu í kjölfarið, við aha þessa menn. „Það var farið yfir alla þessa þætti og ég bað um skýringar. Þeir gáfu sínar skýringar á þessu öhu saman. Ég lagði áherslu á það í ræðu sem ég flutti í dag að viö sem vinaþjóð ísraelsmanna legðum áherslu á að þeir gerðu ekkert það sem spUlt gæti fyrir þeim friðarviðræðum sem eru í gangi og við teldum svo mikUvæg- ar.“ Davíð var spurður hvort hann yrði mikið var við spennu á þeim stöðum sem hann hefði farið um vegna þess ástands sem nú ríkir þar eystra. Hann sagði að í dag hefði eldflaugum verið skotið á svæði í ísrael. Þær hefðu ekki verið stórar og engum skaða valdið. „Það er hins vegar greinUegt að gestgjöfum mínum er mikið í mun að láta hta svo út sem hið daglega líf gangi eðhlega fyrir sig. Það er hins vegar nokkuð mitól gæsla. Sérstak- lega var það í dag þegar við fórum tíl Betlehem yfir á svæði Palestínu- manna. Þá fylgdi okkur fjölmennur lögregluvörður sem og nokkrir tugir hermanna með alvæpni," sagði Dav- íð Oddsson. -S.dór Skrif Þjóöviljans um múgmorö Eðvalds: Þetta voni harðar ákærar „Það var alltaf verið að skrifa öðru hveiju í rússnesk blöð um málaferh gegn mönnum sem taldir voru hafa framið einhvers konar afhrot á stríðsárunum. í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fóru einnig fram shk rétt- arhöld og það var gefin út bók um þau sem mér var send í rússneskri þýðingu. í henni voru ýmsir Eist- lendingar sakaðir um hitt og þetta hæpið. Einnig voru nefndir til sög- unnar menn sem voru landflótta, þar á meðal var kafli um Eðvald Mikson. Þetta voru mjög harðar ákærur og það sem ég tók eftir var að hann var bendlaður við afdrif eistneskra gyð- inga. Mér þóttu þessar ásakanir tíð- indum sæta og ég skrifaði eina grein í Þjóðviljann um málið. Greinin var endursögn úr þessum bókarkafla," segir Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri en hann var námsmaður í Moskvu árið 1961 þegar hann skrif- aði umrædda grein í Þjóðviljann. „í greininni var sagt frá því að eist- lenska lögreglan hefði tekið þátt í að leita uppi gyðinga og handtaka þá. Þaö voru ljósmyndir í bókinni af skjöum með undirskrift Eðvalds." I ævisögu sinni, Úr eldinum í ísinn, segir Eðvald um skrif Þjóðviljans: „Þriðjudaginn 14. mars 1961 sá ég svohljóðandi fyrirsögn á forsíðu blaðsins: „íslenskur ríkisborgari sakaður um múgmorð." Fréttin var frá Árna Bergmann, fréttamanni blaðsins í Moskvu. Með henni fylgdi lögn þýðing úr bókinni Mörvarid maskita (Grímulausir morðingjar) en hún hafði komið út í Talhnn nokkrum vikum áður. Bók þessa skrifaði Ants nokkur Saar. Hann fæddist árið 1920 en hóf að taka virkan þátt í starfsemi ungl- iðahreyfingar kommúnista í ágúst 1941. Þegar svo Eyðileggingarher- deildin var stofnuð sumarið eftír gekk hann strax í hana. Dauðasveit sú sem hann var í forsvari fyrir starf- aði aðallega í mið- og norðurhluta landsins og honum tókst síðar að flýja austur yfir áður en hann yrði handtekinn. Hann hafði nú tileinkað mér fimm síðna kafla í bókinni und- ir fyrirsögninni, Morðingi og njósn- ari undir fólsku flaggi. Þennan kafla notaöi Þjóðviljinn til að koma á mig óorði. Níðskrif þessi voru sett saman á hefðbundinn sovéskan hátt; fáeinar Aidrei heyrt á málið minnst - segirGuðmundurBenediktsson „Eg hef aldrei heyrt talað um mál Eðvalds Hinrikssonar. Ég veit ekki til að ráðimeytið hafi nokkurn tim- ann fjallað um mál hans og sýnilega hefur það heldur ekki komið til kasta dómsmálaráðuneytisins. Þegar ráðherrarnir komu hingað í heimsókn frá Eystrasaltslöndunum í fyrra var heldur ekki einu orði minnst á þetta mál svo að ég viti,“ segir Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu. „Það virðist heldur ekki hafa verið fjallað um mál hans þegar haim fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1956.“ Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í gær að hann hefði látið fara fram könnun á því í dómsmálaráðuneyt- inu hvort ráðuneytið hefði fjallað um málefni Eðvalds. Elstu og reyndustu starfsmenn í ráðuneytinu mundu ekkieftirslíku. -J.Mar ■ ♦ FRlSTÆÐ EÐA INNBYGGÐ FRÁBÆR HÖNNUN, AÐ UTAN SEM INNAN. H X B X D = 49,5 X 55,5 X 57,0 cm. a ASKO Nýja ASKO-ASEA uppþvottavélin er fyrirferðarlítil, rúmgóð, vandvirk, fljót og þögul. Rúmar 6-manna borðbúnað + 8 bolla eða glös. Þvær „hraðþvott" á 25 mín. og notartil þess aðeins 11 Itr. af vatni og 0,4 KwSt af orku. TILBOÐSVERÐ 20% VERKSMIÐJIMFSLÁTTUR Nú aðeins kr. 43.000 Staðgreitt kr. 39.990 Góðir greiðsluskilmálar: 7% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan). EURO og VISAraðgreiðslurtilallt að 18mánaða, án útborg- unar. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91124420 staðreyndir tengdar saman með hafsjó lyga og hálflyga." „Eftir að Þjóðviljinn hafði slegið þessu upp sem frétt byrjaði mikfil darraðardans á milli Morgunblaðs- ins og Þjóðviljans. En Morgunblaðið hafði það eftir Eðvald að hann væri saklaus. Síðan var lagt út frá því á þann hátt að þetta væru ofsóknir og álygar þar sem það væri ekkert að marka Rússana. Máhnu lyktaði með því að Þjóðviljinn vildi að málið yrði rannsakað en það varð ekkert úr því,“ segir Arni. -J.Mar Davið Oddsson forsætisráðherra lagði í upphafi opinberrar heimsóknar sinnar til ísraels blómsveig til minningar um þær milljónir gyðinga sem féllu i seinni heimsstyrjöldinni. Ráðherrann er með bænahúfu gyðinga. DV-mynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.