Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. 15 Daglegt bréf til jólasveinsins Því virðast lítil takmörk sett hversu langt fólk gengur í því að rita blaðagreinar með kröfum um fé frá skattgreiðendum. Venjulega hljóma þessi bréf eitthvað á þá leið að íjárframlög ríkisins til hinna og þessara nauðsynlegu, brýnu og mannbætandi mála, verkefna og velferðarþjónustu verði að auka. Að öðrum kosti muni íslendingar dragast aftur úr öðrum siðmennt- uðum þjóöum eða máhð verða blettur á þjóðfélaginu og lands- mönnum til háðungar á erlendum vettvangi. Sérstaklega er vinsælt að setja þá khsju fram „að ef við eigum að standast samanburð við þau lönd sem við berum okkur helst saman við þá þurfi að auka fé th hinna og þessara mála“. Óneitanlega minna þessi bréf á óskahsta barna tíl jólasveinsins að því leyti að bréf- ritarar virðast ekki gera sér grein fyrir því að peningar vaxa ekki á tijánum. Ekki þarf að spyrja að því að við- komandi greinaskrifarar starfa nær undantekningarlaust á því sviði sem þeim finnst vera útundan þegar ránsfé ríkisins af vinnandi fólki er útdeht. Þannig eiga menntamenn það til að skrifa greinar í miklu magni og flytja reiðiræður um hversu mikið fé skortir í menntakerfið. Sjaldnar kemur það fyrir að fólk úr heh- KjaUarmn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi brigðisstéttum tjái sig um svo- nefndan fjárskort menntakerfisins en þeim mun oftar lætur þaö í sér heyra um erfiðleika og auraleysi í heilbrigðiskerfmu! Gaman fyrir hverja? Lengi mætti telja þá hópa sem hafa yndi af því að fara bónarveg th skattgreiðenda í nafni bráðnauð- synlegra og þjóðfélagsbætandi verkefna. Og öh erunj við í hjarta okkar sammála um að flest þessi verkefni séu þannig að gaman væri fyrir einhveija ef hægt væri að veita fé í þau öll. Það væri th dæm- is gaman fyrir áhugamenn um tónhst ef byggt yrði tónlistarhús handa íslenskum tónhstarmönn- um. Það væri gaman fyrir hand- boltamenn ef þeir fengju sína sjö þúsund manna höh í gjafapappír frá skattgreiðendum. Sjómönnum þætti það án efa þæghegt að þurfa alls ekki að borga neina skatta af launum sínum. Það væri gaman fyrir námsmenn ef ríkið útvegaði þeim ekki einung- is endurgjaldslausa menntun og niðurgreitt neyslufé heldur sæi um að þeir kæmust árlega í hressingar- ferð á sólarstrendur. Aht væri „Flestir þeir hópar sem gera út á fé skattgreiðenda hafa komið sér upp áróðursvélum með launuðum pennum og talsmönnum.. .. stjórnmálamenn hafa verið allt of veikir fyrir þessari endalausu frekju," segir m.a. í greininni. þetta fjarska gaman fyrir viðkom- andi aðila en minna spennandi fyr- ir venjulega skattgreiðendur. Launuð umræða Flestir þeir hópar sem gera út á fé skattgreiðenda hafa komið sér upp áróðursvélum með launuðum pennum og talsmönnum og heh stétt manna hefur myndast sem sérhæfir sig í því að tala fyrir mál- um sem einhver þrýstihópurinn heimtar ríkisframlög út á. Fræg- ustu samtök þessarar tegundar hér á landi eru auðvitað bændasamtök- in. Þeim samtökum hefur tekist hreint ótrúlega vel upp við að skrapa skattfé th félagsmanna sinna. Og það út á jafnvonlaust fyr- irbæri og landbúnað í harðbýlasta landi þeirrar heimsálfu sem er yflr- full af landbúnaðarafurðum. - Reyndar höíðu þessi samtök og hafa enn sérstakan hðsstyrk í því kjördæmakerfi sem hér hefur verið við lýði. Svo rótgróin virðist þessi óska- hstaíþrótt vera meðal okkar að for- svarsmenn neytendasamtaka, samtaka vinnandi fólks í landinu, létu öllum hlum látum yfir því að framlag skattgreiðenda í gegnum ríkissjóð til samtakanna var minnkað! Samtökin geta ekki horft framhjá því að stærsti útgjaldalið- ur allra íslenskra neytenda er opin- ber gjöld og skattar. Þeim ber því að fagna því ef ríkisstjórn reynir að koma böndum á þann lið í heim- ihsbókhaldinu. Það versta við þetta aht saman hefur svo verið að stjórnmálamenn hafa verið allt of veikir fyrir þess- ari endalausu frekju. Þeim hefur þótt betra að kaupa sér frið með fé skattgreiðenda en að slást við þrýstihópana og samtakamergð- ina. Þess vegna er mikilvægt að styðja við bakið á þeim stjórnmála- mönnum sem hafa kjark til að bægja sníkjudýrunum frá launa- umslögum landsmanna. Glúmur Jón Björnsson Endurgreiðslur námslána og „atgervisflótti" „ ... það getur tekið námsmanneskju 20 til 40 ár að greiða námslánið til baka af lágum launum," segir m.a. i grein Ingólfs. íslendingar hafa löngum stundað nám erlendis til að hafa aðgang að menntun sem ekki er fáanleg hér- lendis eða einfaldlega th aö víkka sjóndehdarhringinn. Shkt er og hefur verið nauðsynlegt aht frá dögum Jóns Sigurðssonar. Framhaldsnám forréttindi Með lögum um námslán frá 1976 og 1982 var því svo fyrir komiö aö langskólanám íslendinga, hvort heldur sem er hérlendis eða erlend- is, er ekki lengur forréttindi fárra útvahnna þar efnahagur aðstand- enda ræöur langmestu um hver kemst í nám. Þessi þróun sýnist hafa verið verulegur þyrnir í aug- um ráðherra Sjálfsteeðisflokksins því að tvívegis í tíð menntamála- ráðherra flokksins hefur fram- færsluviðmiðun námslána verið skorin niður um tæplega 20%, þ.e. 1986 og 1991. Námslán eru hluti af grundvah- armannréttindum: þau eru for- senda þess að hver og einn ein- staklingur geti stundað það nám sem hugur hans eða hennar stend- ur th. Núverandi fyrirkomulag námslána hefur átt ríkan þátt í því að konur, fólk utan af landi, fólk með böm á framfæri og aðrir sem eiga htið af peningum hafa getað aflað sér margvíslegrar mennflmar sem hefur gert mannlíf á íslandi flölbreythegra. Auk þess hefur núverandi kerfi stuðlað að því að fólk hefur haft KjaUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson uppeldisfræðingur og vara- formaður SÍNE efni á því að velja sér námsleið með það fyrir augum að vinna hjá rík- inu eða öðrum sem borga lág laun að námi loknu. Það að stuðla að slíkri óeigingirni í námsvah hlýtur að vera nokkurs virði fyrir þjóðfé- lagið. Þjóðfélagið þarfnast vel menntaðra hjúkrunarfræðinga, fóstra og kennara og raunar höfum við sífeht meiri og meiri þörf fyrir góða menntún á þessum sviðum. Auk þess geta ekki ahir grætt á því að læra viðskiptafræði. Það eru einfaldlega ekki th óendanlegir peningar th skiptanna. Á að kollvarpa kerfinu? Það er alkunna að menntamála- ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp th laga sem gerir ráð fyr- ir að kollvarpa núverandi kerfi námslána og nú stendur th að keyra það í gegn. Þar er gert ráð fyrir rúmlega tvöföldun endur- greiðslna af námslánum miðað við það sem nú er eöa átta prósent af tekjum að námi loknu. Það er meira en greitt er í útsvar th sveit- arfélaga á yfirstandandi ári. Auk þess gerir frumvarp menntamálaráðherra ráð fyrir því að sljóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna fái aukið vald th að ákvarða um upphæð námslána, bæði th einstakhnga og námsfólks með börn. Óttast margir að það vald verði notað th að skerða námslán vegna framfærslu barna námsfólks en margir fjargviðrast yfir því að námsfólk með böm fái mikla peninga í námslán. Er þá sjaldan htið til þeirrar staðreyndar að t.d. einstæð foreldri og konur með börn, enda þótt í sambúð séu, hafa mun lakari tækifæri th að afla sér góðra tekna með því að vinna með námi heldur en einhleypur karlmaður. Er það virkhega svo að það sé fólki þymir í augum að sam- félagið aðstoði konur með böm th aö afla sér menntunar sem að auki undirbýr þær undir láglaunastörf? Auk þess em námslán verðtryggð og það getur tekið námsmanneskju 20 th 40 ár að greiða námslániö th baka af lágum launum. Koma íslenskir náms- menn erlendis heim að námi loknu? Ég óttast að láglaunastefna ríkis- ins gagnvart menntafólki muni leiða th aukins landflótta fólks sem hefur búið erlendis og kynnst öðr- um viðhorfum en svartagahsraus- inu sem ræður ferðum hjá lands- feðrum vorum og öðrum and- menntunarsinnum. Þorri þeirra sem menntast erlendis kemur heim að námi loknu og margir þeirra fáu sem ílendast eriendis gera það af persónulegum ástæðum, t.d. þeirri að erlendur maki sætti sig ekki við hinn landlæga þjóðemishroka og útlendingafyrirhtningu sem oft er jafnvel látin í ljósi við nýheimkom- ið menntafólk. Eitt af því sem hvetur fólk th heimkomu er sanngjamt náms- lánakerfi. Flest okkar hta á það sem skyldu sína að vinna landi og þjóð gagn og færa þannig heim arð- inn af menntun okkar. Einungis fáir vinna meira gagn með því að búa erlendis þótt sú hafi líklega verið raunin um Jón heitinn Sig- urðsson. Það er hins vegar ástæða th að ætla að ef endurgreiðslukerfi námslána verður breytt th hins verra muni einhveijir neyðast th að setjast að erlendis þar sem fólk með góða menntun hefur mun hærri laun en hérlendis, í sumum tilfellum einfaldlega th þess aö hafa efni á að endurgreiða námslánin. Er þá ekki verr af stað farið en heima setið með breytingar á end- urgreiðslukerfi námslána? Ingólfur Á. Jóhannesson „Eg óttast að láglaunastefna ríkisins gagnvart menntafólki muni leiða til aukins landflótta fólks sem hefur búið erlendis og kynnst öðrum viðhorfum en svartagallsrausinu sem ræður ferð- um hjá landsfeðrum vorum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.