Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992.
Útlönd
Grunur leikur á að svissneska
ballerinan Monika Beerle, sem
fannst myrt í farangursskáp á
rútubílastöö 1989, haíi verið fóm-
arlamb djöílaaýrkenda. Lögregl-
an í New York hefur handtekiö
tvo menn grunaða um morðið á
dansmeynni Þelr tengjast báðir
söinuði djöfladýrkenda sera ber
nafnið Raungerðir draumar. I
söfnuði þessum munu hafa verið
geröar tilraunir með ofskynjun-
arlyf, diöfladýrkun og mannfóm-
í fyrra handtók lögreglan mann
sem viðurkenndi að hafa kýlt
dansmeyna í hálsinn og ka>ft
hana eftir að hún hafði rekið
hann á dyr í íbúö sinni. Maöur-
inn, Daniel Rakowitz, var ekki
talinn heill á geðsmunum en í
yfirheyrslum sagðist hann hafa
hlutað lik dansmeynnar niður,
soðið líkamspartana og gefiö
hungruðu fólki á vergangi þá að
óta. Leiddi maðurinn lögregluna
að skáp þar sem beinahrúga
fannst Lögregluna grunar aö
þessi vitskerti raaður hafi auk
tveggja annarra skipst á að stinga
og skera dansmeyna. Lögreglan
athugar nú hvort djöfladýrkend-
urnir tengist fleiri moröum.
LenínafrúM-
unni
Innan tíðar verður mynd
Vladimirs Lenfns tekin af pen-
ingaseðlum í Rússlandi í stað
myndarinnar af Lenín kemur
önnur mynd en rússnesk yfirvöld
hafa enn ekki gefið upp af hveij-
um eða hverju sú mynd verður.
K'ssar útlitsbreytingar á rúbl-
unni munu ekki tengjast mynt-
breytingum af neinu tagi en rúss-
nesk yfirvöld Iiafa átt í vandræð-
um með að sannfæra almenning
um það. Peningavandamál Rússa
hafa aukist vegna óvissunnar
sem skapast hefur vegna áforma
annarra fyrrum Sovétlýðvelda
um myntbreytingar. Óttast rúss-
nesk yfirvöld að íbúar annarra
lýðvelda streymi til Rússlands til
aö eyða rúblunum sínum og komi
markaðnum i uppnám.
Kokkur i mál við
McDonalds
Franski matreiðslumeístarinn
Paul Bocuse hefur höfðaö raál á
hendur hamborgarakeðjunni
McDonalds í Frakklandi. Ástæða
þess erað MeÐonalds notaði nafn
matreiðslumeistarans í auglýs-
ingu þar sem gefið var í skyn að
hamborgararnir brögðuöust bet-
ur en sá matur sem hann galdr-
aöi í eldhúsinu. Veitingastaður i
eigu Bocuse er í nágrenni Lyon
og mun vera mekka matgæöinga
um víða veröld. Hefur kokkur
farið fram á 15-20 milljón dollara
skaðabætur frá hamborgarakeöj*
unni.
Auglýsing McDonalds sýnir að-
stoðarmann Bocuse þar sem
hann lætur sig dreyma um ham-
borgara meöan hann matbýr.
Svíarendur-
Sviar hafa ákveöið að greiða
Eystrasaltsríkjunum fyrir rúm 4
tonn af gulh sem þau komu í
geymslu í Svíþjóð fyrir; yfirtöku
Sovétrikjanna 1940. Sviar létu
Sovétmenn fá gullið, sem mun
vera aö andvirði 46 mifijóna
bandaríkjadala á núvirði, rétt elt-
ir aö Sovétríkin innlimuöi
Eystrasaltsrikin. Utanríkisráð-
herra Svia sagði að vegna
breyttrar pólítiskrar stöðu ríki-
anna væri eðlilegt að greiða þeim
fyrir guilið sem þau treystu
Svíum fyrir á sínum tíma. Sviar
urðu fyrsta þjóðin á eftir nasist- :
mn til að viöurkenna innhmun
Eystrasaltsríkjanna í Sovétrikin.
"' ; Reutcr
DV
George Bush veröur fyrir áfalli í forkosningunum 1 New Hampshire:
Bush er niðurlægður
af sínum eigin f lokki
- sögðu stuðningsmenn forsetans þegar úrslitin lágu fyrir í nótt
„Ég skil þessi skiiaboö. Þetta eru
skilaboð um óánægju og ótta fólks
viö framtíðina,“ sagöi George Bush
Bandaríkjaforseti eftir að fyrir lá aö
hann hefði orðiö fyrir áfalh í forkosn-
ingunum í New Hampshire vegna
væntanlegra forsetakosninga í
haust.
Bush fór að vísu með sigur af hólmi
í sínum eigin flokki, eins og viö var
búist, en hann náöi ekki nema 56%
fylgi. Pat Buchanan, helsti andstæö-
ingurinn, fékk hins vegar yfir 40%
atkvæða. Það er mmi meira en hon-
um var spáð. Endanlegar tölur Uggja
ekki fyrir en ljóst er hver niðurstað-
anverður.
Áköfústu fylgismenn forsetans
voru sárir í nótt þegar þeir ræddu
útreiðina sem forsetinn þeirra hlaut.
í skoðanakönnunum fyrir kosning-
amar var honum spáð yfir 60% fylgi
en svo virðist sem fólk hafi verið að
snúa við honum baki allt til síðustu
stundar.
Einn stjómmálaskýrandi orðaði
ástandið svo að repúblikanar hefðu
ekki aðeins viljað vekja Bush af
þymirósarsvefni heldur hefðu þeir
beinlínis barið hann í höfuðið með
hamri.
Pat Buchanan var að vonum
kampakátur með árangur sinn.
Hann sagðist í kosningabaráttunni
stefna að sögulegum úrshtum og
sagði í nótt að það hefði tekist. Þegar
kosið verður í öðmm ríkjum verður
Buchanan stöðug ógn við forsetann
og kann enn að gera honum skráveif-
ur.
Buchanan hefur óspart gagnrýnt
Bush fyrir að sinna ekki innanlands-
málum eins og best sæist á stöðugt
hnignandi efnahag. Demókratar
fognuðu og hrakfórum Bush. Bill
Clinton hellti ohu á eldinn með því
að segja aö flokkur sinn myndi vinna
frækinn sigur á Buchanan í sjálfum
forsetakosningunum. Reuter
George Bush reyndi að bera sig vel þrátt fyrir vonbrigði með úrslit forkosninganna í New Hampshire. Hann fékk
aðeins um 56% atkvæða en var spáð yfir 60% fylgi áður en kosið var. Pat Buchanan fékk hins vegar yfir 40% fylgi.
Símamynd Reuter
Tsongas sigraöi naumlega í forvali demókrata:
Clinton þóttist sleppa vel
að falla ekki endanlega
Paul Tsongas sigraði í forvali demókrata en náði ekki þeirri forystu sem
hann vonaðist eftir. Bill Clinton taldi sig hafa unnið varnarsigur.
Símamynd Reuter
Bill Chnton fagnaði niðurstöðunni
í forvah demókrata í New Hampshire
þótt hann yrði í öðm sæti á eftir
Paul Tsongas. CUnton sagði að allir
hefðu afskrifað sig á lokasprettinum
en hann hefði sýnt með árangri sín-
um að hann ætti enn möguleika.
Clinton hefur átt mjög undir högg
að sækja síðustu vikur vegna
kvennamála sinna og áburðar um að
hann hefði komið sér undan herþjón-
ustu. Honum var spáð lakri kosningu
en fékk þó að lokum 28% atkvæða.
Tsongas fékk 34% atkvæða frá
demókrötum en aðrir frambjóðend-
ur vom með um 10% hver. Tsongas
vonaðist eftir að fá afgerandi kosn-
ingu þannig að hann hefði ótvíræða
forystu í komandi forkosningum.
Næst verður kosið í Suðurríkjunum
og þar á Clinton meira fylgi en
Tsongas.
Tsongas er einkum vinsæll meðal
frjálslyndra kjósenda í Norð-Austur-
ríkjimum en reynslan sýnir að það
fylgi dugar skammt þegar komið er
út í sjálfar forsetakosningamar.
Demókratar em lítt sáttir við nið-
urstöðuna í New Hampshire þótt
þeir fylhst þórðargleði vegna árang-
urs Bush forseta. Margir demókratar
vildu að einn frambjóðandi frá þeim
fengi nú afgerandi stuðning þannig
að eftirleiðis yrði aðeins talað um tvo
menn í forsetakosningunum; Bush
og frambjóðanda demókrata.
Þessi mðurstaöa leiðir hins vegar
til þess að þeir Clinton og Tsongas
verða að bítast allt þar til forkosning-
unum er lokið og því gefast færri
tækifæri en ella til að beina spjótun-
um að Bush.
Þessi niöurstaða veldur því að
margir demókratar vilja að Mario
Cuomo, ríkisstjóri í New York, fari í
framboð þótt hann hafi misst af upp-
hafi baráttunnar. Cuomo getur hafið
þátttöku hvenær sem er en hann er
samt að sögn enn staðráöinn í að
fara ekki í framboð.
Reuter
Forsetakjörið:
Kjósa full-
trúa á lands-
fundi
Forkosningamar í New Hamp-
shire em þær fyrstu í röð 51 for-
kosningar sem fara munu fram í
Bandaríkjunum fram til 10. júní.
í forkosningunum, þar sem kosið
er um frambjóðendur demókrata
og repúblikana, er í raun verið
að velja fulltrúa á landsþing
flokkanna sem haldin verða í
sumar. í raun er um að ræða
tvennar aðskildar forkosningar
hvors flokks um sig. Á landsfund-
unum í sumar verður síðan end-
anlega ákveðið hvaða frambjóð-
endur flokkanna tveggja verða í
forsetakosningunum 3. nóvemb-
er.
í New Hampshire kjósa demó-
kratar 18 fulltrúar á 4.282 manna
landsþingið sem haldið verður í
New York í júh. Repúblikanar
kjósa 23 fulltrúa á 2.206 manna
landsþing sitt sem haldið verður
í Houston í Texas í ágúst. Forseta-
frambjóðandi hvors flokks þarf
helming atkvæða landsfundar-
fulltrúa plús eitt til að fá útnefn-
ingu landsfundarins.
Til samanburðar við New
Hampshire má nefna að í for-
kosningunum í Kalifomíu er kos-
ið um 382 fulltrúa demókrata og
201 fulltrúa repúblikana.