Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. 9 LivUllmanní felumvegna morðhótana Gízur Helgascn, DV, KaupmannáhQfeL- „Ég hef veriö svo hrædd aö ég hef ekki þorað að láta sjá mig opinberlega," segir norska leik- konan Liv Ulhnann, sem nú vinn- ur við töku kvíkmyndar i Ðan- mörku. Hún hefur hætt við að fara á kvikmyndahátíðina í Berl- ín vegna hræðslu um líf sitt. Talið er að hótanimar séu upprunnar í Þýskalandi en Liv hefur sagt opínberlega að Þjóð- veijar séu svo miklir heimsvalda- sinnar aö þeir muni nú reyna þaö í gegnum Evrópubandalagið sem þeim mistókst í síðari heimssty rj- öldinni. Talið er að Þjóðverjum hafi mish'kað þetta. Dýragarður leitar aðljónelskufólki Dýragarðurinn í Varna, næst- stærsti dýragarður Búlgaríu, er að reyna að selja Ijónsunga sem hann hefur ekki pláss fyrir og vonast til að sannir dýravinir kaupi þá en ekki fólk sem hefur bara áhuga á þeim feldsins vegna. Alls eru fimm ungar til sölu og kosta þeir um tólf þúsund krónur stykkiö, Fjórir ungar eru fyrir í garðinum og ekki pláss fyrir hina. „Vandinn er sá að fólk býðst til að kaupa þá svo það geti sett feld- inn af þeim fyrir framan arin- inn,“ sagði lordan Velkov, for- stjóri dýragarðsins. Simpansa með mannsheila finnstgamanað Rolling Stones Simpansi, sem í hefur verið græddur mannsheili, er búinn að læra þýsku. ígræðslan fór fram fyrir u.þ.b. þremur árum í þáver- andi Austur-Berlín. Austur-þýsk- ir og sovéskir vísindamenn voru viðstaddir aðgerðina þar sem verið var að þróa heilaígræðslu- aöferö til að bjarga sjúkhngum með heilasjúkdóma. Blaðið Weekly World News skýrir frá aðgeröinni í nýjasta tölublaði sínu og segir að yfir henni hvíh enn mikil leynd. Simpansinn heitir Gretel og fékk heila úr pilti á táningsaldri sem lést í umferöarslysi. Að sögn blaðsins áttu vísinda- mennimir í erfiöleikum með að skilja simpansann þar sem hann hefur ekki talfæri. Það tókst þó, og fyrstu orð apans voru: „Ég er svangur.“ En dýrið kann fleira og þegar við á segir það: „Mér finnst gaman að Rolling Stones og Greatful Dead. Vúvú, í, í.“ Stækkunbrjósta erfyrstamerki umkrabbamein Bandarískir læknar hafa kom- ist að því að taki brjóst kvenna að stækka án þess að nokkuð annað óeðlilegt komi í Ijós sé það yfirleitt undanfari brjóstakrabba. Læknamir starfa við háskólann í Suður-Kalifomíu. Rannsóknin leiddi elnnig í ljós að bijóstakrabbi er að nokkru leyti arfgegnur og virðist konum úr sumum fiölskyldum hættara en öðrum. Þá er hættan á bijósta- krabba talin mest skömmu fyrir tíðahvörf. En meginniðurstaða læknanna var sú að hættan væri mest við breytingar á stærð brjóstanna þótt ekki hefði myndast æxh. Reuter og FNB Útlönd Rannsóknir vegna silikonígræðslu vekja ugg: Silíkon tengt gikt og ónæmistruflunum Vísindamenn segjast hafa sann- annir fyrir því að sihkon, sem notað er við brjóstaígræðslu, geti valdið sjúkdómum hjá konum 10-15 áram eftir að silíkonið fer að leka í líkam- anum. Niðurstöður þessar voru kynntar sérstakri nefnd á vegum bandaríska heilbrigðiseftirhtsins, FDA, sem stendur fyrir þriggja daga yfirheyrsl- um vegna hinna umdeildu silíkonað- gerða. Þar er rætt við 55 vísinda- menn, lækna, konur með silíkoní- græðslu, fuhtrúa neytenda- og heil- brigðishópa og fulltrúa framleið- enda. Talsmaður nefndarinnar segir sterkari líkur á þvi nú en áður að tengsl séu milli silíkonleka í líkama kvenna og sjúkdóma eins og giktar, bólgu og ónæmistruflana. 20. apríl næstkomandi mun bandaríska heil- brigðiseftirhtið síðan ákveða hvort notkun silíkons til ígræðslu verður áfram leyfð í Bandaríkjunum. Farið var fram á bann við sihkoní- græðslu í janúar síðasthðnum. Þá komu fram upplýsingar sem drógu aðferðir stærsta silíkonframleiðand- ans vestra, Dow Coming, við gæða- eftirlit og framleiðsluprófun mjög í efa. Japanskar rannsóknir á silíkon- leka hafa stutt grun um tengsl silí- konígræðslu og sjúkdóma. Á morg- un, fimmtudag, mun nefnd vísinda- manna og lækna kveða upp úrskurð um framhald silíkonígræðslu og gefa Visindamenn segjast sjá sterkari tengsl en áður milli silíkonigræðslu og ýmissa sjúkdóma hjá konum. hehbrigðiseftirlitinu ráð. Ráð þetta þungt í endanlegri rákvörðun eftir- er ekki bindandi en mun vega mjög litsins í apríl. Reuter Læknum var skipað að drekkja börnum „Að ég best veit óhlýðnuðust flestir læknar skipunum um að drekkja bömum sem vafi lék á hvort ættu sér lífsvon. Samt sem áður verður því ekki á móti mælt að mörgum börnum var drekkt,“ segir Hans-Henning Axtheim félagsmálaráöherra um ásakanir sem komið hafa fram á hendur læknum og ljósmæðmm í Austur-Þýskalandi þess efnis að börnum hafi verið drekkt á fæðing- ardeildum. Búið er fyrirskipa opinbera rann- sókn á þessum morðum og tekur hún tíl ahra 34 fæðingardeilda sem starf- ræktar voru í Austur-Þýskalandi meðan það ríki var og hét. Ljósmæð- ur hafa vitnað um það opinberlega að börnum undir fjórum mörkum hafi verið drekkt að skipun yfir- valda. Nú er ætlunin aö komast að hve mikil brögð voru að þessu. Læknar, sem störfuðu í Austur- Þýskalandi, segja að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að drekkja börnunum því þeir hafi ekki haft aðstöðu til að halda lífi í þeim sem fæddust veikburða. Hin síðari ár hafi þó verið aðstaða til að annast börnin. Reuter Lögreglan myrð- iraðjafnaðitvö bömádag Þingnefnd í Brasihu héfur komist aö þeirri niðurstöðu að sérsveitir lög- reglunnar þar í landi myrði að jafn- aði tvö böm á dag. Nefndin var skip- uð á síðasta ári eftir að fréttir af barnamorðum í Brasilíu leiddu til alþjóðlegra mótmæla. I sumum tilvikum hefur tekist aö sanna morð upp á einstaka lögreglu- menn en yfirleitt finnast lík barn- anna án þess að nokkuð verði sannað um hlut lögreglunnar í dauða þeirra. Reuter SVALIR Er kominn timi á svalimar þínar? Erum byijaðir aftur meðhöndlun með hinum frábæru efnum ffá PACE, litaval. STEYPT ÞÖK Lélegt viðhald húsa er algeng ástæða verðmætarým- unar. Láttu það ekki liggja fyrir þinni eign! Við veitum ráðgjöf - gerum úttekt á eigninni og tillögur um úrbæt- ur ... þér að kostnaðarlausul VISA/EURO raðgreiðslur TfRHF. Símar 641923 - 11715 Slétt, steypt þök bjóða hættunni heim. Meðhöndlun með PACE-hlifðarefnum er varanleg lausn, enda ábyrgjumst við vinnu okkar manna og ffamkvæmum eftirlit með henni næstu 10 árin eftir meðhöndlun! E Scholtes SKYNDISALA! IþíJOI * ■ .•? • „ (n •' *->-*• 4t* * MHMÉanHHÉMÍ . ■" i" m' F4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. £2^70^ kr. 46.900.- kr. stgr. Lok fyrir örbylgiuofn 2&450^kr. 20.370.- kr. stgr. Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastilli og hitaljós. 54-rT90^kr. 37.350.- kr. stgr. LV 8 343 Uppþvottavél 8-manna, 45 sm breið, 4 kerfi, þar af eitt sparnaðarkerfi, svört og hvít. Q3A40^kr. 53.900.- kr. stgr. Aðeins 25 eintök af hverju tæki! Funahöfða 19 sími685680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.