Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 14
14 M'IÐVÍKUÐACÍUK Í9. FEBRÚAR Í992.' Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Verktakastarfsemin Ekki verður sagt að verktakastarfsemi á íslandi búi ekki við tryggt rekstrarumhverfi. Verktökum er gert að fjárfesta í tækjum og mannafla og gera tilboð í verk, oft með litlum eða engum fyrirvara. Svo koma kannski aðrir og bjóða betur. Eða það sem verra er að hætt er við verkin og verktakarnir standa uppi verkefnalausir. Enda hefur það verið svo lengst af að íslenskir verktak- ar eru smáir í sniðum og hafa fyrst og fremst einbeitt sér að húsaframkvæmdum og blokkarbyggingum. Verk- takafyrirtæki hafa komið og farið og hvergi er líftími fyrirtækja styttri en einmitt í þessari atvinnustarfsemi. Á síðustu árum hafa einkum tvö fyrirtæki hér á landi staðið upp úr. Annars vegar ístak, sem er að mestu í danskri eign. Hins vegar er Hagvirki, sem hefur haslað sér völl í margþættri starfsemi, svo sem virkjanafram- kvæmdum, jarðgangagerð, vegalagningu og hefðbundn- um byggingum. Til viðbótar má svo nefna íslenska aðal- verktaka, sem hafa aftur á móti eingöngu unnið að fram- kvæmdum á Keflavíkurflugvelli. í skjóli þeirrar einok- unar er engan samanburð hægt að gera á íslenskum aðalverktökum og öðrum verktökum enda er sterk fjár- hagsstaða íslenskra aðalverktaka til komin vegna þeirr- ar sérstöðu sem hin ríkisverndaða einokun hefur haft í fór með sér. Hér er hins vegar minnst á íslenska aðalverktaka vegna þess að nú stendur það fyrirtæki á tímamótum. Framkvæmdum á Vellinum er að mestu lokið og fyrir- sjáanlegt að annaðhvort lognast fyrirtækið út af eða færir út kvíamar á hinum almenna markaði. Einn ráð- herra hefur lagt til að íslenskir aðalverktakar verði leystir upp, annar að fyrirtækið verði gert að almenn- ingshlutafélagi. Þessar tillögur báðar má sameina. Er þá átt við að fyrirtækið verði opnað, einokunaraðstaða þess lögð nið- ur og íslenskir aðalverktakar með sína sterku fjárhags- stöðu starfi áfram í samvinnu við þá verktaka, sem þekkja íslenska markaðinn og kunna til verka í al- mennri verktakastarfsemi. Þannig má sameina fjár- magnið og þekkinguna. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, hefur upp- lýst að nú fari fram þreifingar milli Hagvirkis og Is- lenskra aðalverktaka um þessa sameiningu. Á það skal minnt að þetta er nákvæmlega það sem gerðist þegar Sameinaðir verktakar urðu til á sínum tíma en þeir eiga um jiriðjung af íslenskum aðalverktökum. Sameinaðir verktakar voru samtök íslenskra verktaka og iðnaðar- manna, þar sem kunnátta, þekking og fjármagn var sett í einn hatt og gerði íslendingum kleift að ráða við verk- efnin sem fylgdu vamarliðinu. Fljótt á litið sýnist mikil skynsemi í sameiningu Hag- virkis og íslenskra aðalverktaka. Hagvirki býr yfir mik- illi tækniþekkingu og reynslu, er búið góðum tækja- kosti en stendur illa fjárhagslega vegna frestunar á virkj unarframk væmdum og almennum verkefnaskorti. íslenskir aðalverktakar eiga fjármagnið en þurfa á því að halda að skapa sér ný viðfangsefni. Ríkissjóður og almenningur eiga hér hagsmuna að gæta því margar flugur em slegnar í einu höggi ef og þegar gjaldþroti Hagvirkis er afstýrt og íslenskir aðalverktakar fá end- umýjun lífdaga. Fyrirtækið yrði leyst upp í sinni núver- andi mynd en jafnframt lagður grannur að íslenskri og öflugri verktakastarfsemi. Samtímis yrði almenningi gefinn kostur á að kaupa hlut ríkisins. Þessa leið á að reyna til þrautar. Ellert B. Schram WOÐARINNAR í m kY MÍNU ^LkmFARAÍ l menntun | J* nám ER LÍFÆÐ J W3SALEIGU í „í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um LÍN, sem nú er til umræðu, hafa sjónarmið námsmanna verið að mestu leyti hundsuð." Afleitríkisstjóm Ræðst á hags- muni námsmanna Við síðustu stjómarskipti misst- um við framsóknarmenn þá að- stöðu sem viö höfum haft í 20 ár til aö verja hagsmuni námsmanna. Til valda kom ríkisstjórn sem er andvíg námsmönnum. Ríkisstjóm, sem hefur það að markmiði að safna íjármunum þjóðarbúsins á hendur hinna betur megandi og láta einkum þá er minna mega sín bera byrðarnar, sjúka, aldraða, barnafólk og námsmenn. Ég ætla ekki hér að fjölyrða um þær breyt- ingar sem núverandi ríldsstjóm er að gera á þjóðfélaginu, grundvall- arbreytingar sem snúa að flestum þáttum þjóðlífsins. Þeir em að end- urskapa þjóöfélagið til hagsbóta fyrir túna ríku, kollvarpa velferð- arþjóðfélaginu þar sem þegnamir hafa búið við félagslegt öryggi og jafnrétti til menntunar og menn- ingarlífs. Eignir almennings skulu færðar Kolkrabbanum, þaggað skal niður í þeim sem ekki taka málstaö nú- verandi valdhafa. Þeir eru búnir aö drepa Þjóðviljann og em að kyrkja Tímann, boða að afhenda Kolkrabbanum ríkisfjölmiðlana. Þannig að áður en núverandi kjör- tímabih lýkur hafi stuðningsmenn Sjálfstæöisflokksins einir algjör- lega óskomð yfirráð allrar fjöl- miðlunar í landinu. Sjálfstæðis- menn verði einir um alla upplýs- ingadreifmgu í þjóðfélaginu. Þá verði allir íjölmiðlar í landinu orðnir ámóta „frjálsir og óháðir" eins og Morgunblaðið, DV og fréttastofa Stöðvar 2 era í dag. Árás ráðherranna á fréttastofu ríkisútvarpsins nýverið er fors- mekkurinn að því sem koma skal. Ég gæti nefnt ótal dæmi um það þegar mér hefur fundist fréttastofa ríkisútvarpsins veita sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins óþarflega mikla athygli en sniðganga sjón- armið okkar framsóknarmanna. Þrátt fyrir allt er ekki hægt með haldbærum rökum að saka frétta- stofu útvarpsins um viðvarandi hlutdrægni í fréttaflutningi. Með flokkslegri einokun Sjálf- stæðisflokksins á allri íjölmiðlun í landinu vonast núverandi ríkis- stjóm eftir að Kolkrabbinn launi ríkisstjóminni góða þjónustu á núverandi kjörtimabiíi og leggi henni það fé sem dugi til að vinna næstu kosningar og geri henni kleift að sitja að völdum annað kjörtímabil. Aðför að menntakerfinu Nú er á dagskrá sá þáttur þessar- ar aðfarar sem snýr að námsmönn- um. Ofan á niðurskurð á grunn- skólastigi er búið að krenkja Há- skólann, leggja skólagjöld á blanka nemendur og ganga svo frá að sennilega telur Háskóhnn sér ókleift að innrita nýnema næsta haust. Þannig yrði hindmð eðlfleg Kjallariim Páll Pétursson alþingismaður námsframvinda þess hluta heils árgangs sem hyggur á háskólanám. Þeir yrðu þá að fara út á yfirfullan vinnumarkaðinn og ykist þá enn það þungbæra atvinnuleysi sem ríkisstjórnin hefur skapað og er að skapa í landinu með aðgerðum sín- um. í frumvarpi ríkisstjómarinnar um LÍN, sem nú er til umræðu, hafa sjónarmið námsmanna verið að mestu leyti hundsuð. Þrengt er aðgengi að sjóðnum, vextir teknir upp á námslán, lánstími styttur en endurgreiöslur stórhertar og kosti námsmanna þröngvað á flestum sviðum. Nú er ætlun stjómarflokkanna að öU námslán verði veitt eftir á þegar námsáfanga lýkur. Þannig verða námsmenn að lifa á víxlum aUan námstímann. Þetta er óbæri- legt. Eg skil frumvarpið svo að með sameiningu skuldabréfa við náms- lok skuU öll lánin hUta þeim kjör- um sem verða í gfldi þegar síðasta skuldabréf er gefið út. Þannig er verið að svíkjast aftan að því fólki sem nú er í námi og ógflda þau skuldabréf og kjör sem á þeim voru þegar lánin voru tekin í góðri trú - þetta er ófært og verður að breyt- ast. Ég get ekki falUst á að skuldabréf- in beri 3% vexti. Þetta er bara byij- unin. Vextimir verða fljótlega hækkaðir upp í það sem stjómar- herrunum þóknast að hafa þá á hinum almenna lánamarkaði ef fariö er inn á þessa vaxtabraut á annað borð. Endurgreiöslur samkv. frum- varpinu eiga að hefjast ári eftir námslok. Þetta er of skammur tími og því verður að breyta í tvö ár. Tveimur áram frá námslokum er hægt að ætlast tfl að námsmaður sé búinn að stofna heimili til fram- búðar, fá sér vinnu í sínu fagi og koma sér þannig fyrir að endur- greiöslur geti hafist. Eitt ár er of skammur undirbúningstími. Formúlan fyrir endurgreiðslunni er ennfremur óréttlát. Endur- greiðslur eru of strangar, geta orð- ið 8% af útsvarsstofni. Þá sitja þeir sem fara í tekjurýrari störf uppi með alltof þunga byröi við lok láns- tíma. Einnig er húsnæðislánakerf- ið lokað þorra þeirra er ljúka námi. Þá er þetta fmmvarp galopið. í mörgum greinum er ráðherra og/eða stjórn sjóðsins veittar tak- markalitlar og alltof víðtækar heimfldir til að herða að náms- mönnum, t.d. herða kröfu um námsframvindu. Þetta skapar þeim öryggisleysi sem er óþolandi. Valdið er kjósenda Þó er rétt að vekja athygli á þvi að fulltrúar ráðherra í stjórn sjóðs- ins hverfa með ráðherrunum. Þetta ákvæði sýnir námsmönnum hver eru áhrif þeirra og ábyrgð þegar þeir ganga að kjörborði. Þeir náms- menn er kusu núverandi stjómar- flokka í síðustu kosningum geta sjálfum sér um kennt. Þeir kusu þessi ósköp yfir sig með því að gefa núverandi stjómarflokkum þing- ræðislegt færi á að ná saman í rík- isstjóm og þannig færi á aö skemma þjóðfélagið. Námsmenn á Islandi verða að gefa gaum að þessu. Ef þeir vflja að nám veröi ekki bara einskorðuð forréttindi þeirra sem eiga efnaða aðstandendur verða þeir að gera sitt á kjördegi til þess aö koma í veg fyrir að núverandi stjómar- flokkar fái þingræðislegt tækifæri tfl aö halda völdum og halda áfram að skemma þjóðfélagið. Afleiðing þess, ef þetta fmmvarp verður lög- fest, er að allmargir veröa að hverfa frá námi af fjárhagsástæð- um eða hætta við að hefja það, þótt þeir hafi gáfur, dugnað og hæfi- leika engu minni en þau efna- mannaafkvæmi sem hér eftir hafa forgang að námi á háskólastigi. Páll Pétursson „Nú er ætlun stjórnarflokkanna að öll námslán verði veitt eftir á þegar námsáfanga lýkur. Þannig verða náms- menn að l£fa á víxlum allan námstím- ann, þetta er óbærilegt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.