Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992. Afmæli Páll Ásgeir Tryggvason PáU Ásgeir Tryggvason sendiherra, Efstaleiti 12, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Páll Ásgeir fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942, embættisprófi í lögfræði frá HÍ1948 og öðlaðist hrl. réttindi 1957. Páll Ásgeir varð fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu 1948, fuUtrúi 1 ut- anríkisráðuneytinu 1948, sendifuU- trúi í Stokkhólmi sumarið 1952, deUdarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1956, sendiráðunautur í Kaup- mannahöfn 1960, sendifulltrúi í Stokkhólmi 1963, fyrsti siðameistari utanríkisráðuneytisins 1964, deUd- arstjóri vamarmáladeildar 1968-78, ráðunautur um varnarmál 1979, sendiherra í Noregi, PóUandi og Tékkóslóvakíu 1979, sendiherra 1985 í Sovétríkjunum, Búlgaríu, Rúmen- ínu, Ungverjalandi, Austur-Þýska- landi og MongóUu, og sendiherra 1987-89 í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Austurríki, Grikklandi og Sviss og starfsmaður ráðuneytis- ins hér á landi síðan. PáU Ásgeir var formaður togara- útgerðarfélagsins Júpiters og Mars 1945 og þar til félögin hættu starf- semi, sat í stjórn Aðalstrætis 4 hf. frá 1945 og formaöur þess 1984, var varaformaður stúdentaráðs HÍ 1945-46, sat í stjóm Nemendasam- bands MR1946-56, formaður Stúd- entafélags Reykjavíkur 1951-52, varaformaður Starfsmannafélags stjómarráðsins 1952-54 ogformaður þess 1968-70, formaður Félagsheim- Uis stúdenta 1954-60, sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur í nokkur ár, forseti GoUsambands íslands 1970-80, var stjórnarformaður Pól- arminks hf. 1970-75, einn af stofn- endum Lionsklúbbs Reykjavíkur 1951 og síðan ritari hans en formað- ur klúbbsins 1956-57 og síðan for- maður hans á fjörutíu ára afmæh hreyfingarinnar 1991. PáU Ásgeir hefur unnið tíl fjölda verðlauna í golfkeppnum. Hann vann 2 fyrstu verðlaun í II. flokki á landsmóti árið 1965. Páll Ásgeir hlaut hetjuverðlaun Camegies 1937. Hann er stórriddari íslensku Fálka- orðunnar auk þess sem hann hefur verið sæmdur stórkrossi konung- legu norsku Ólafsorðunnar, stór- krossi þýsku Þjónustuorðunnar, stórkrossi austurrísku Þjónustu- orðunnar, er stórriddari með stjömu af finnsku Ljónsorðunni, stórriddari dönsku Dannebrogsorð- unnar og stórriddari sænsku Norð- urstjörnunnar. Fjölskylda Páll Ásgeir kvæntist 4.1.1947 BjörguÁsgeirsdóttur, f. 22.2.1925, húsmóður. Hún er dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, og konu hans, Dóm Þórhallsdóttur forsetafrúar. Börn Páls og Bjargar eru Dóra, f. 29.6.1947, húsmóðir og kennari, var gift Davíð Janis tölvufræðingi og eiga þau þrjá syni; Tryggvi, f. 28.2. 1949, bankastjóri íslandsbanka, kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur líflyfjafræðingi og eiga þau tvö börn; Herdís Pálsdóttir, f. 9.8.1950, hús- móðir, fóstra og sérkennari, gift Þórhalh E. Guðmundssyni mark- aðsstjóra og eiga þau þrjár dætur; Ásgeir, f. 29.10.1951, flugumferðar- stjóri, kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev og eiga þau þijú böm; Sól- veig, f. 13.9.1959, húsmóðir og leik- ari, gift Torfa Þorsteini Þorsteins- syni flsktækni og eiga þau þrjú börn. Systkini Páls Ásgeirs: Jóhanna, f. 29.1.1925, húsmóðir og fram- kvæmdastjóri; Rannveig, f. 25.11. 1926, húsmóðir og þýðandi; Herdís, f. 29.1.1928, húsmóðir; Anna, f. 19.8. 1935, húsmóðir. Foreldrar Páls Ásgeirs voru Tryggvi Ófeigsson, f. 22.7.1896, d. 18.6.1987, skipstjóri og útgerðar- maður í Reykjavík, og kona hans, Herdís Ásgeirsdóttir, f. 31.8.1895, d. 3.10.1982, húsmóðir. Ætl Tryggvi var sonur Ófeigs, b. í Ráðagerði í Leim, bróður Helgu, langömmu Ama Þ. Arnasonar, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneyt- inu. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. á Fjalh, bróður Sigríðar, langömmu Kristins Finnbogasonar fram- kvæmdastjóra. ðfeigurvar sonur Ófeigs ríka, b. á Fjalli og ættföður Fjahsættarinnar, Vigfússonar, bróður Sólveigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Móðir Ófeigs á Fjahi var Ingunn Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ættföður Reykjaættar- innar. Móðir Tryggva var Jóhanna Frímannsdóttir, b. í Hvammi í Langadal, Bjömssonar, b. í Mjóadal, Þorleifssonar. Móðir Frímanns var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, föður Am- ljóts á Bægisá, langafa Amljóts Bjömssonar prófessors. Móðir Jó- hönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum, Bjamasonar. Móðir Eiríks var Ingigerður, systir Þor- leifs ríka í Stóra-dal, langafa Jóns alþingisforseta, fööur Pálma á Akri. Móðir Ingigerðar var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jóns- sonar, ættföður Skeggsstaðaættar- innar. Herdís var dóttir Ásgeirs, skip- stjóra í Reykjavík, Þorsteinssonar. Móðir Ásgeirs var Herdís Jónsdótt- ir, systir Guðrúnar, langömmu Jó- hannesar Nordal, og systir Margrét- Páll Ásgeir T ryggvason. ar, móður Jóns Þorlákssonar for- sætisráðherra. Móðir Herdísar var Rannveig Sigurðardóttir, skipstjóra í Reykjavík, Símonarsonar, bróöur Kristjáns, langafa Hahs Símonar- sonar blaðamanns og Sigríðar, móð- ur Friðriks Ólafssonar stórmeist- ara. Bróðir Sigurðar var Bjarni, fað- ir Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans, afa Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara. Páll Ásgeir og Björg taka á móti gestum að heimili sínu, Efstaleiti 12, á afmælisdaginn milli klukkan 17 ogl9. Eiríkur Hreiðarsson Trygevi Gíslason iiríkurHreiðarssongarðyrkju- búsettíReykjavíkogeigaþriúbörn, -- J / ^ Eiríkur Hreiðarsson garðyrkju- bóndi, Grísará I, Eyjatjarðarsveit, erfimmtugurídag. Starfsferill Eiríkur er fæddur á Nesjavöhum í Grafningi en ólst upp á Laugar- brekku í Hrafnaghshreppi. Hann útskrifaðist sem garðyrkjufræðing- ur frá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi 1962. Eiríkur vann hjá föður sínum í Garðyrkjustöðinni Laugarbrekku th 1972. Stofnaði hann þá félagsbú með föður sínum og bróður, Hreið- ari, og starfaði aö þvi th 1983. Eirík- ur hefur rekið Garðyrkjustöðina Grísará ásamt eiginkonu sinni frá 1984. Eiríkur sat í hreppsnefnd Hrafna- ghshrepps í 16 ár og í stjórn Ung- mennafélagsins Framtíöar í 6 ár. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 13.10.1962 Jónu Sigrúnu Sigurðardóttur, f. 4.1.1944, garðyrkjubónda. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, vörubíl- stjóri hjá Þrótti, og Sigríður Emiha Bergsteinsdóttir, þau bjuggu í Reykjavík. Börn Eiríks og Jónu: Sigríður Emiha, f. 1.8.1962, húsmóðir, maki Einar Þ. Einarsson, annar eigenda Stáhðjunnar í Kópavogi, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn, Eirík Bjöm, Karitas Rós og Einar Baldur; Hreiðar, f. 18.9.1963, rann- sóknarlögreglumaður, búsettur á Akureyri; Sigurður, f. 3.3.1966, starfsmaður Kaupþings Norður- lands, maki Hafdís Hrönn Péturs- dóttir, nemi í Verkmenntaskólan- um, þau eru búsett á Akureyri; Snjólfur, f. 23.8.1979, búsettur í for- eldrahúsum. Systkini Eiríks: Úlfar Stígur, f. 27.5.1943, húsvörður í íþróttahúsi Hrafnaghsskóla, maki Hildur Gísla- dóttir, starfsstúlkaá Kristnesspít- ala, þau er búsett að Grísará n og eiga fjögur börn; Sigríður Margrét, f. 2.10.1944, húsmóðir, maki Hörður Jóhannsson, starfsmaður Amtbóka- safnsins, þau eru búsett á Akureyri og eiga þrjú börn; Vigdís Ingibjörg, f. 18.12.1947, húsmóðir, maki Olafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar, þau em bú- sett á Hlébergi í Eyjaíjarðarsveit og eiga þijú börn; Hreiðar, f. 14.6.1949, atvinnurekandi, maki Þórdís Bjamadóttir atvinnurekandi, þau em búsett að Skák í Eyjafjarðar- sveit og eiga íjögur böm; Ragnheið- ur, f. 20.11.1961, aðstoðarráðskona á Kristnesspítala, maki Benedikt Ingi Grétarsson matreiðslumaður, þau em búsett á Sléttu í Eyjaíjarðar- sveit og eiga tvö böm. Hálfsystir Eiríkur Hreiðarsson. Eiríks, samfeðra, er Hrafnhhdur, f. 23.4.1938, hún er búsett í Reykjavik ogátvöböm. Foreldrar Eiríks em Hreiðar Ei- ríksson, f. 7.5.1913, fyirum garð- yrkjubóndi í Laugarbrekku, og Ragnheiður María Pétursdóttir, f. 21.12.1921, fyrrum garðyrkjubóndi, þau bjuggu í Laugarbrekku í Hrafnaghshreppi en em nú búsett á Sléttu í Eyjafjarðarsveit. Eiríkur tekur á móti gestum á heim- ih sínu á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 19. febrúar 95 ára Herdís Kr. Finnbogadóttir, Grettisgötu 76, Reykjavik. Hagamel 12, Skilmarmahreppt Guttormur Amar .Jónsson, Reykíanesvegi 16, Njarðvik. Jón Þóröarson, Stigahlíð 67, Reykjavík. 50 ára Kristinn J. Jónsson, Urðargötu 26, Patreksfirði. 70 ára Guðrún Bergsdóttir, Hólavegi 32, Sauöárkróki. Rósa HarðardÓttir, Króki 4. fsafirði. Vilheiminn Salbcrgsdót tir, Vesturbergí 110, ReyKSavík. Ingvar Ingvarsson, Vesturbergi 5, Reykjavík. Guðmundur Baidur Jóhannnson, Hraunhólutn 7, Garðabæ, 60 ára Guðrún Ásbjörnsdóttir, Lyngheiöi 19, Selfossi. Hún er að heiman. HaJla Gunnlaugsdóttir, Sigurður Gestsson, Brekkubyggð 38, Garðabæ. Kristján Hallbert ÞorleifssOn, Hvammabraut 12, Hafharfirði. Agnar Eggert Jónsson, Birklhliö 12, Reykjavík. ísleifur Hólm Guömundsson, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Guðbrandur Rúnar Leósson, Frostaskjóii 31, Reykjavík. Eiuar Sölvi Guðmundsson, Reykjafold 6, Reykjavík. Ólafur Ingi Baldvinsson, Hátúni 4, Bessastaðahreppi. Helgi Guðmundsson, Flúðaseli 67, Reykjavík. Kristjana Markúsdóttir, Furugrund, Reykholtsdalshreppi. Helga Stefánsdóttir, Vesturási 37, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, Miðtúní 37, fsafirði. Bjarni Jónsson, Rein, Mosfellsbæ. Tryggvi Gíslason pípulagninga- meistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, ersjötugurídag. Starfsferill Tryggvi er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Austur- bæjarskólann og lærði síðar pípu- lagnir hjá Lúter Salómonssyni. Tryggvi fékk sveinspróf í iðninni, 1950. Hann hefur starfað sem pípu- lagningameistari frá 1953. Tryggvi var í fulltrúaráði iðn- nemafélaganna í Reykjavík og Hafn- arfirði 1946-49, formaður Iðnnema- sambands íslands 1948, fuhtrúi í sveinasambandi byggingarmanna 1950-53 og formaður þess 1953-54. Hann hefur verið fuhtrúi á iðnþing- um frá 1955 fyrir félag pípulagninga- meistara ásamt öðrum trúnaðar- störfum fyrir félagið, m.a. í lögghd- ingamefnd og í prófnefnd frá 1960 og sem formaður hennar frá 1987. Tryggvi var heiöraður af Lands- sambandi iðnaðarmanna 1982. Hann hefur verið í stjóm félags pípulagningameistarafrá 1959, sæmdur guhmerki þess 1980 og gerður að heiðursfélaga 1984. Tryggvi hefur starfað sem fuhtrúi meistara á mælingastofu pípulagn- ingamanna frá 1984. Hann er höf- undur félagsmerkis félags pípulagn- ingameistara. Var formaöur tafl- og bridgeklúbbsins 1968-78 og 1984-86. Tryggvi var í stjóm Bridgesam- bands íslands 1970-78. Fjölskylda Tryggvi kvæntist 30.9.1944 Öldu Siguijónsdóttur, f. 3.2.1924, hús- móður. Foreldrar hennar vom Sig- uijón Stefánsson, f. 21.3.1895, d. 16.8. 1970, sjómaður, og Ólafía Kristjáns- dóttir, f. 2.11.1902, d. 3.3.1979, hús- móðir, en þau bjuggu í Reykjavík. Böm Tryggva og Öldu: Gísh Þór, f. 5.4.1945, pípulagningamaður, maki Ingibjörg Steina Guðmunds- dóttir, Gísli Þór á einn son; Ólafur Þór, f. 29.9.1946, pípulagningameist- ari, maki Svanhvít Hlöðversdóttir, Tryggvi Gíslason. þau eiga þijú böm; Sigurjón Þór, f. 1.7.1950, starfsmaður á Kleppi, hann á einn son; Tryggvi Þór, f. 20.5.1952, skrifstofumaður, hann á tvö böm; Rannveig, f. 13.8.1955, leirlistar- kona, hún á tvo syni; Heimir Þór, f.23.1.1960, fuhtrúi. Systkini Tryggva: Sigurður Svav- ar, f. 29.8.1920, d. 12.6.1988, hótel- stjóri, kona hans var Jóna Salvör Eyjólfsdóttir, látin, þau eignuðust sex böm; Guðríöur Sigrún, f. 28.12. 1924, húsmóðir, maki Helgi Hjör- leifsson skósmiður, þau eiga þijú böm; Guðrún Ester, f. 13.10.1926, húsmóðir, hennar maður var Valtýr Guðmundsson, látinn, hafnsögu- maður, þau eignuðust íjögur börn; Þorkeh Jón, f. 9.1.1934, borgarfóg- eti, maki Margrét Davíðsdóttir, þau eigaþrjúböm. Foreldrar Tryggva vom Gísh Þor- kelsson, f. 26.9.1857, d. 26.6.1943, steinsmiður og múrari, og Rannveig Jónsdóttir, f. 23.9.1897, d. 10.9.1978, húsmóðir, en þau bjuggu í Reykja- vík, Gísh var formaður og einn stofnenda félags múr- og steinsmiða og ennfremur einn stofnenda Múrarafélags Reykjavíkur en þar var hann heiðursfélagi. Tryggvi tekur á móti gestum í sal iðnaðarmanna í Skipholti 70 í Reykjavík nk. föstudag (21.2) kl. 16-19. KAUTT yOSþfí»RAUTT {/OS/ ||UMFEROAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.