Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1992, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 7. MARS 1992.
Sérstæð sakairiál
Þögull sem gröfin
Þann 30. mars 1986 braust enska lögreglan inn í íbúð við
Velder Avenue í Portsmouth. Vinir íbúðareigandans, Craigs
Weldon, sem var fimmtíu og sex ára, höföu gert aðvart því
þeir höfðu hvorki séð né heyrt til hans í tæpan hálfan mán-
uð og gagnstætt venju haíði hann ekki mætt á fundum sem
hann hafði ætlað sér að eiga með viðskiptavinum.
Lögregluþjónarnir fundu Craig Weldon látinn á gólfinu í
svefnherberginu. í fyrstu héldu þeir að hann hefði látist af
hjartabilun en réttarlæknar komust að þeirri niðurstöðu að
hann hefði fengið þungt högg á höfuðið, ef til vill meö
hamri. Sár hafði eldd myndast og því hafði ekki blætt en
höfuðkúpan var brotin á viðkvæmum stað. Líklegast þótti
að hann hefði verið myrtur þann 16. mars.
Andrew Bulande rannsóknarlögreglufulltrúi fékk málið til
meðferðar og í fyrstu voru hann og félagar hans í mestu
erfiðleikum með að átta sig á því hvemig morðinginn hafði
komist inn í húsið. Allir gluggar voru tryggilega lokaðir,
útidyrahuröin var læst innan frá og öryggiskeðjan fyrir. Þá
hafði þjófavarnarbjalla ekki hringt.
Við nákvæma rannsókn fundu tæknimenn rannsóknarlög-
reglunnar smávegis glerull á stigaþrepi fyrir framan dymar
að svefnherberginu og beint undir hlera á loftinu. Þegar
betur var að gáð kom svo í ljós að hægt var að komast um
háaloftið yfir í næsta hús, sambyggt.
Leiðin fundin
Húsið við hliðina var nú nákvæmlega rannsakað. Eigend-
umir vom á löngu ferðalagi erlendis svo að enginn var í
því. Þar fannst einnig glerull undir lofthleranum og ljóst
varð svo að brotist hafði verið inn um bakdyr.
Nú var ljóst hvaða leiö morðinginn hafði farið. Lausn
morðgátunnar var hins vegar ekki í sjónmáh.
Enginn viðskiptavina eða vina Weldons, sem rannsóknar-
lögreglan ræddi við, hafði neitt misjafnt um hann að segja.
Upphaflega hafði hann verið endurskoðandi en árið 1979
hafði hann selt endurskoðunarskrifstofuna og ásamt þáver-
andi konu sinni, Madeleine, keypt hlut í Charus Casino í
miðborg Portsmouth. Árið 1983 höfðu þau hjón skilið en þá
keypti hann hlut hennar í spilavítinu.
Nokkm síðar gekk Craig Weldon frá erfðaskrá og þar var
kveðið á um að vinur hans um langt árabil og félagi í Char-
us Casino, Eric Dunsbury, skyldi erfa hlut hans í spilavítinu
en reiðufé og það sem fengist fyrir íbúð hans og aðrar eign-
ir skyldu renna til góðgerðarfélaga.
Eini maðurinn, sem gat haft hagnað af láti Weldons, var
því vinur hans, Eric Dunsbury. En hann átti fyrir áttatíu
af hundraði hlutabréfanna í spilavítinu, auk stórs einbýlis-
húss, þriggja bfta og talsverðs fjár í banka. Tuttugu hundraðs-
hlutamir í spilavítinu, sem Weldon hafði átt, skiptu Duns-
bury því htlu. Þar að auki hafði vinátta þessara manna ver-
ið mikil og gátu um það vitnað ahir sem þekktu vel til þeirra.
Var það einróma áht þeirra að Dunsbury væri aUs ekki sú
manngerð sem gæti framið morð, hvað sem í boði væri, og
því aUs ekki fyrir þá „smápeninga" sem hlutabréf Weldons
væm.
Óleysanleg ráðgáta?
Þremur mánuðum eftir morðið stóð Bulande rannsóknar-
lögreglufuUtrúi í nær sömu sporam og hann hafði staðið er
hann hóf rannsókn málsins. Vora þá ýmsir famir að halda
að morð Weldons yrði eitt af þeim sem aldrei tækist að upp-
lýsa.
Þá gerðist það dag einn að þijátíu og fimm ára gamaU
maður, Rick Morris, kom inn á lögreglustöðina í Portsmouth
og lýsti yfir því að hann hefði grun um hver morðinginn
væri. Morris vann á oUuborpalU í Norðursjónum og var
þetta fyrsta leyfi hans eftir að morðið var framið.
í janúar 1986 sagðist Morris hafa kynnst Madeleine Wel-
don, fyrrum eiginkonu Craigs Weldon, á krá. Morris, sem
var þá í löngu leyfi, leist vel á Madeleine sem var þá þrjátíu
og níu ára og fóra þau að vera saman. Hún sagði honum frá
því að hún hefði skiUð við mann sinn en greindi honum einn-
ig frá þeim viðskiptum sem hún hefði gert með fyrrverandi
manni sínum og við hann. Hún var ekki bitur yfir neinu,
sagði Morris, en hugmynd hennar var sú að opna sitt eigið
spilavíti fyrir þá peninga sem hún hafði fengið fyrir sinn
helming hlutabréfanna í Charas Casino en að auki ætlaði
hún að leggja í það fé sem hún hefði sparað saman síðan.
Alvarleg skattsvik
Craig Weldon hafði, að sögn Morris, komist að því aö kona
hans hafði staðið í fjármálabraski og hagnast verulega án
þess að telja féð fram tU skatts. Hún hefði síðar orðið hrædd
um að maður hennar fyrrverandi notaði þessa þekkingu sína
til að koma í veg fyrir að hún opnaöi sitt eigið spUavíti sem
yrði að sjálfsögðu keppinautur Charas Casino.
Craig Weldon.
Madeleine Weldon.
Rick Morris.
Af þessum sökum bauð hún Morris fimm þúsund pund
fyrir að brjótast inn í hús Craigs og stela þar skjölum sem
sönnuðu skattsvik hennar.
Fimm þúsund pund voru freistandi, sagði Morris, og féUst
hann á að fremja innbrotið. Skyldi það fara fram þann 16.
mars og lýsti Madeleine því fyrir honum hvernig hann gæti
komist inn í íbúð Craigs með því að brjótast inn í húsið við
hliðina og fara síðan um háaloftið. Þessi hluti frásagnar
Morris sannfærði Bulande fuUtrúa um að hann segði satt
því aldrei hafði verið opinberlega skýrt frá því hvernig morð-
inginn fór inn í íbúð Weldons.
Morris hafði undrast yfir því að Madeleine skyldi vUja láta
brjótast inn til Weldons á þeim tíma er hann kynni að vera
heima og því fékk hann grun um að hún hefði annað og
meira í huga en innbrotið eitt. Og hann reyndist hafa rétt
fyrir sér. Daginn áður en innbrotið skyldi framið bauð Madel-
eine honum fimm þúsund pund að auki ef hann myrti mann
sinn fyrrverandi.
Morris hafnaði tilboðinu. En nú var Madeleine komin í þá
aðstöðu að hún gat ekki fundið annan til að fremja morðið
en Weldon skyldi myrtur daginn eftir.
Þegar Morris las svo síðar í blaði að Craig Weldon hefði
verið myrtur þann 16. mars þóttist hann næstum fullviss
um hver þar hefði verið að verki.
Bankareikningurinn
MadeUine Weldon var nú tekin tU yfirheyrslu og beðin að
svara þeim ásökunum sem fram höfðu komið í yfirlýsingu
Ricks Morris. Hún neitaði því að vita nokkuð um innbrotið
í hús manns síns fyrrverandi eða um skjöl sem sannað gætu
á hana skattsvik. Þá kvaðst hún heldur ekki þekkja neinn
Morris.
Bulande fuUtrúi þóttist viss um að hann væri búinn að
finna lausnina á morðgátunni en hann vissi líka að þau gögn
sem hann hafði í höndunum dygðu engan veginn til að fá
Madeleine Weldon sakfellda.
Bulande fékk heimild til að gera húsleit heima hjá Madel-
eine en þar fundust engin skjöl sem sýndu fram á skattsvik
hennar né neitt annað sem talist gat koma málinu við. En
þá fékk Bulande þá hugmynd að ræða við starfsfólk bankans
sem Madeleine skipti við.
Skoðun á bankareikningi hennar sýndi að þann 14. mars
hafði hún tekið út tíu þúsund pund í reiðufé en það er svo
há upphæð að vakið hafði athygli starfsfólksins.
Þá kom einnig í ljós að þann 17. mars lagði hún alla pening-
ana inn á reikninginn aftur. Með útskrift úr bankareikningn-
um í höndunum fór Bulande aftur að yfirheyra Madeleine
Weldon, enda lá nú það mikið fyrir að líklega yrði hægt að
ákæra hana fyrir morðið.
Að tryggja þögn
Er máhð kom fyrir rétt þótti fljótlega ljóst að saksóknarinn
hefði sannfærandi gögn í höndunum. Og niðurstaða kvið-
dómenda var á þá leiö að Madeline væri sek. Hún hafði þekk-
ingu á húsinu, sem Craig Weldon hafði búið í, sem og húsinu
við hliðina. Þá hafði hún ástæðu til að fremja morðið og að
auki var útskriftin úr bankareikningnum til staðfestingar á
sögu Ricks Morris en hann hafði haldið því fram að hann
hefði átt að fá greiðsluna fyrir innbrotið þann 15. mars. En
einmitt þann dag hafði Madeline boðið honum tvöfalda þá
upphæð sem hún hafði áður nefnt við hann ef hann vildi
taka að sér að myrða mann hennar fyrrverandi. Kom heildar-
upphæðin heim og saman við það sem hún haföi tekið út
af reikningum daginn áður. Hann hafði hins vegar hafnað
tilboðinu og þá var ekki um annað að gera fyrir hana en að
leggja féð aftur inn á bankareikninginn.
Niðurstaða réttarhaldanna varð því sú að Madeline Weldon
hefði ekki séð neina leið aðra til að tryggja þögn manns síns
fyrrverandi en þá að ráða hann af dögum og það hefði hún
gert þegar Morris hafnaði tilboði hennar.
Bíður dómur fyrir skattsvik?
Madeleine Weldon situr nú í Holloway-kvennafangelsinu.
Eigi hún sér enn draum um að koma á fót spilavíti kann svo
að fara að hann rætist aldrei. Raunar gæti sá möguleiki ver-
ið fyrir hendi því ekki er loku fyrir það skotið að hún fái
síðar frelsið og geti þá gripið til fjárins sem hún á enn í bank-
anum. Það er hennar og viö því gat lögreglan ekki hreyft.
Það er allhá upphæð sem safnar talsverðum vöxtum.
Hins vegar bendir ýmislegt til að skattalögreglan vilji
kanna nánar hvað það var sem hún vildi ékki að maður
hennar gæti skýrt frá. Og komi eitthvað óhreint í ljós í tengsl-
um við skattaframtölin kann svo að fara að hún fái reikning
sem yrði það hár að ekki yrði mikið eftir á bankareikningn-
um hennar.