Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992.
Fréttir
Ökumaður strætisvagns sem lenti í árekstri á Laugavegi árið 1989:
Dæmdur fyrir mann-
dráp af gáleysi
- talinn hafa sýnt mjög vítavert athæfi með of hröðum akstri
Sakadómur Reykjavíkur hefur
dæmt strætisvagnabílstjóra til aö
greiöa 60 þúsund krónur í sekt og til
sviptingar ökuleyfls í 6 mánuði
vegna banaslyss sem varö á mótum
Laugavegs og Vitastígs aö morgni 15.
júní 1989. Strætisvagn og Volkswag-
enbifreið lentu þá í höröum árekstri.
Fólksbíllinn kastaöist til, snerist og
fór inn um glugga í verslun Bern-
harðs Laxdal á Laugavegi 63. Tvær
ungar stúlkur köstuðust út úr fólks-
bílnum. Önnur þeirra lést en hin
slasaðist mjög alvarlega.
Slysiö varð með þeim hætti að
strætisvagninum var ekið niður
Laugaveginn en fólksbílnum upp
Vitastíg. Að sögn þriggja vitna sem
voru farþegar í strætisvagninum var
vagninum ekið fremur hratt. Vitni
báru einnig að talsverð ferð hefði
verið á fólksbílnum. Strætisvagna-
bílstjórinn taldi sig hafa ekið á um
eða undir löglegum hraða sem var
50 km á klukkustund. Bílstjórinn
kvaðst hins vegar ekki hafa litið á
hraðamælinn.
Sakadómur taldi sannað með fram-
burði fjögurra vitná að strætisvagna-
bílstjórinn hefði ekið á hraða sem var
langt yfir því sem eðlilegt gat talist
miðað við aðstæöur. Haft var í huga
að Laugavegurinn er þröngur með
þvergötum þar sem alltaf má vænta
umferðar - því hefði bílstjóri vagns-
ins ekki gætt viðeigandi varúðar.
Hemlaför þóttu einnig styðja þessa
niðurstöðu. Strætisvagnabílstjórinn
var með þessu talinn hafa átt sök á
dauða annarrar stúlkunnar og
meiðslum hinnar. Hann var því sak-
felldur fyrir manndráp af gáleysi.
Við ákvörðun refsingar mannsins
var hins vegar höfð hliðsjón af því
að hann átti sjálfur ekki fulla sök á
slysinu.
í dóminum segir meðal annars:
„Telja verður það mjög vítavert
hversu hratt ákærði ók niður Lauga-
veginn þennan morgun . . .
í dóminum er fundið að miklum
drætti sem virtist hafa orðiö á af-
greiðslu málsins hjá lögreglu. Arn-
grímur ísberg sakadómari kvað upp
dóminn.
-ÓTT
Tvær ungar stúlkur köstuðust út úr fólksbifreiðinni eftir áreksturinn við stræt-
isvagninn. önnur þeirra lést en hin slasaðist mjög alvarlega.
Auglýsingakostnaður:
Málið tekið til
endurskoðunar
- segirFriðrikSophusson
„Mér þykir þetta auövitað afar
mikill kostnaður. Ég tel þvi eðli-
legt að málið sé skoðað mjög
rækilega. Sú skoðun er raunar
hafln og þar verður leitað leiða
hvernig hægt er að standa að sölu
spariskírteinanna og annarra
ríkisverðbréfa með minni til-
kostnaði á næstunni en hingað
til,“ sagði Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra aðspurður um
þann mikla auglýsinga- og sölu-
kostnað sem fylgt hefúr sölu
spariskirteina síðastliðin fimm
ár.
Eins og skýrt var frá í DV síð-
astliðinn laugardag var auglýs-
inga- og sölukostnaður þeirra
tæplega 800 milijónir króna frá
1987 til og meö 1991. Ef kostnaður-
inn er framreiknaður til verðlags
dagsins í dag er um rétt tæpan
milljarðkrónaaðræða. -S.dór
Eldurviðand-
dyriáLaugavegi
Slökkvilið þurfti aö reykræsta
íbúð við Laugaveg 37 i nótt eftir
að eldur hafði kviknaö þar í tré-
kassa meö rusli 1 á fjórða tíman-
um. Kassinn stóð hjá anddyri við
kjallara og er talið að um íkyeikju
hafi verið aö ræða.
íbúar náðu að losa úr einu duft-
slökkvitæki áöur en brunaverðir
komu á vettvang. Slökkvilið var
einnig kallað út vegna fjögurra
sinubruna í gærkvöldi og í nótt.
-ÓTT
Það hafa ekki gefist margar stundir i vetur til að njóta skiðaiðkunar í Bláfjöllum í sólskini. Þau Ólafur Höskulds-
son, Ásgerður Höskuldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir nutu þess lika greinilega að boröa nestið sitt úti undir heið-
bláum himni þegar þau tóku sér hvíld frá sviginu núna um helgina. DV-mynd JAK
Vinnuvemdarár er hafiö:
Árlega verða 12 þúsund
vinnuslys hér á landi
- segir Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra
„Vinnuslys hér á landi eru mjög
tíð. Vinnueftirlitið hefur áætlað að
þau séu allt að 12.000 á ári. Þó ekki
hafi verið tekinn saman kostnaður
vegna vinnuslysa eöa atvinnusjúk-
dóma má ætla, miðað við viðmiðanir
Alþjóða vinnumálaskrifstofunnar,
aö hann nemi 1 til 3 prósentum af
vergri þjóðarframleiðslu. Kostnaður
hér á landi liggur því á bfiinu 4 til
11 milljarðar króna á ári. Það þarf
því að efla forvarnarstarf og vinnu-
vemd,“ segir Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra.
Nú er nýhafið vinnuverndarár á
íslandi og ber Vinnueftirlit ríkisins
veg og vanda af því. Fyrir nokkru
ákvaö Evrópubandalagið að gangast
fyrir slíku ári í löndum sínum og
lýkur því í mars á næsta ári. í lönd-
um Fríverslunarsamtaka Evrópu
verður haldið vinnuvemdarár á
þessum sama tíma og lögð á það sér-
stök áhersla að bæði stjórnendur og
vinnuveitendur geri sér grein fyrir
gildi vinnuverndar.
Meginþemu ársins verða fjögur:
hreint loft, öryggi, vellíðan og varnir
gegn hávaða og titringi á vinnustað.
Tilkynningum um vinnuslys hefur
fjölgað hér á landi á undanfórnum
árum en menn ætla að aðeins sé til-
kynnt um brot af þeim slysum sem
raunverulega verða. Árið 1990 barst
761 tilkynning um vinnuslys til
Vinnueftirlitsins en það ætlar að þau
séu margfalt fleiri. Flestar tilkynn-
ingar um atvinnusjúkdóma em
vegna heyrnartaps sem stafar af há-
vaða á vinnustöðum en aðrir sjúk-
dómar eru síður tilkynntir. Annars
staðar á Norðurlöndunum bæta al-
mannatryggingar heilsutjón sérstak-
lega vegna atvinnusjúkdóma. Það er
hins vegar ekki gert hér á landi og
því lítil hvatning til að skrá þá sér-
staklega.
Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir
Vinnueftirhtsins, telur að ef al-
mannatryggingakerfið bætti sér-
staklega og betur atvinnúsjúkdóma
en aðra kvilla yrði atvinnusjúkdóm-
um veit meiri athygli hér á landi sem
aftur leiddi til áhrifaríkari forvarn-
arstarfa.
-J.Mar
Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna:
Fjörutíu sæti þegar f rátekin til Rio
- fyrirfólkið flýgur á almúgaverði en situr á fyrsta farrými
„Okkur var falið það verkefni af
umhverfisráðuneytinu að finna hag-
stæðustu fargjöldin á umhverfisráð-
stefnuna í Rio. Við emm búnir að
finna afar hagstætt fargjald á 110
þúsund krónur. Það er búið að leggja
mikla vinnu í að prútta verðið niður
og neðar er ekki hægt að komast.
Við höfum því tekið um 40 sæti frá
á þessu verði,“ segir Helgi Jóhannes-
son, framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar Samvinnuferða-Landsýn-
ar.
Samkvæmt heimildum DV er um
það rætt að auk Eiðs Guðnasonar
umhverfisráðherra fari á ráðstefn-
una þau Vigdís Finnbogadóttir for-
seti, Davíð Oddsson forsætisráö-
herra og Salome Þorkelsdóttir, for-
seti Alþingis. Hugsanlega munu fleiri
ráðherrar og stjómmálamenn sækja
ráðstefnuna en að auki er gert ráð
fyrir að fjöldi embættismanna stjóm-
aráðsiris og einstakra ríkisstofnana
fari.
Að sögn Helga þurfa forsetinn og
aðrir þeir fyrirmenn sem ferðast á
fyrsta farrými ekki að greiða auka-
lega fyrir þægindin. Flugfélögunum
sé það heiður að fá að flytja þetta fólk.
Deilur hafa risið upp meðal ferða-
frömuða hér á landi vegna ferðarinn-
ar til Rio í kjölfar fréttar sem DV
birti fyrir rúmri viku. Þar var greint
frá því að ódýrasta fargjald á mark-
aðinum væri á um 120 þúsund krón-
ur. I kjölfar þeirrar fréttar tókst
Samvinnuferðum-Landsýn hins veg-
ar að lækka verðið um tíu þúsund
krónur. Að sögn Helga er ekki hægt
að ná fargjöldunum neðar, hvað sem
hver segir. Hvað varðar hótelverð
segir hann það ekki á færi íslendinga
að ná því niður því það sé alfarið í
verkahring stjórnvalda í Brasilíu að
bóka hótelin.
Að teknu tilliti til kostnaðar ríkis-
ins vegna undirbúnings ráöstefn-
unnar og ferðar 40 manna sendisveit-
ar á hana reiknast DV til að atkvæði
íslands muni kosta á þriðja tug millj-
óna. Ekki er gert ráð fyiir að mikil
vinna fari fram á ráðstefnunni enda
fjórir undirbúningsfundir embættis-
manna þegar að baki. Ráðstefnan
mun því fyrst og fremst verða vett-
vangur atkvæðagreiðslna þar sem
ísland fer með eitt atkvæði. Ráðstefn-
an fer fram í byijun júní næstkom-
andiogstenduryfiríl2daga. -kaa