Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. Fréttir Kjarasammngamálin utan dagskrár á Alþingi: Greinilegt eggjahljóð er í ríkisstjórninni - deilduumhvortsamningumhefurveriðslitiðeðaekki Þeir Jón Baldvin utanrikisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra voru til andsvara ásökunum stjórnarandstöðunnar á hendur rikisstjórninni um sök hennar á þvi að slitnað hefði upp úr kjarasamningaviðræðum. Greinilegt var á málflutningi ráðherra að þeir telja vonir til að samningar náist á næstunni. DV-mynd BG „Það heíði verið sagt í minni sveit að greinilegt eggjahljóð væri í ríkis- stjóminni í kjarasamningamálun- um,“ sagði einn af alþingismönnun- um eftir að utandagskrárumræðu um stöðu samningamálanna lauk í gær. Þaö var Ólafur Ragnar Gríms- son sem bað um og hóf umræðuna. Hann sagðist fyrst af öllu vilja spyrja Davíð Oddsson forsætisráðherra hvað ríkisstjómin hygðist fyrir í þessu máli til að kjarasamningar næðust. Ólafur sagðist líta svo á að slitnað hefði upp úr samningavið- ræðunum. Þannig túikaði fram- kvæmdastjóri VSÍ það þótt forsætis- ráðherra væri á annarri skoðun. Alvarlegar afleiðingar Ólafur sagði afleiðingar þess að slitnað hefði upp úr samningavið- ræðum geta orðiö alvarlegar. Menn myndu hætta við fjárfestingar með- an kjarasamningar væm lausir. Það myndi leiða til þess að atvinnuleysi héldi áfram að aukast í landinu. Hann sagði ríkisstjómina eiga stóra sök á því að samningar hefðu ekki tekist. Þar sagði hann niðurskurðinn á velferðarkerfinu eiga stærstan hlut í. Hann sagöi að byrðamar hefðu verið lagðar á launafólk en þeim efn- aðri hefði verið sleppt við álögur. Þessu næst lagði Ólafur fram hug- myndir fyrir ríkissfjómina til lausn- ar á deilunni. Tillögur Ólafs í fyrsta lagi að ríkisstjómin breyti um aðferð. I stað þess að standa utan og til hliðar við viðræðumar, hefji hún nú nánar og alvarlegar viðræð- ur við aðila vinnumarkaðarins. í öðm lagi lýsi ríkisstjómin því yfir að hún sé tílbúin til að ráðstafa tekjunum af fjármasgnstekjuskattin- um í samráði við samtök launafólks í kjarasamningunum sem nú standa yfir. Þannig að frá næstu áramótum fái launafólk kaupmáttaraukningu í gegnum tekjuskattskerfið. Bama- bætur hækki, skattleysismörkin hækki og tilkomi húsaleigubætur. í þriðja lagi lýsi ríkisstjómin því ytír að tekið verði upp sérstakt há- tekjuþrep í tekjuskatti og ákveði ráð- stöfun þess fjármagns nú í kjara- samningum í samráði við ASÍ, BSRB og Kennarasambandið. Afrakstur geti aukið kaupmátt launa frá og með næstu áramótum. í fjórða lagi ákveði ríkisstjórnin að taka fmmkvæði í kjarasamningun- um sem samningsaðili og semji við BSRB og Kennarasambandið í sam- ráði við ASf, þar sem ljóst sé að vinnuveitendasambandið hafi gefist upp viö að gera þessa samninga. Ekki slitnað upp úr viðræðum Davíð Oddsson forsætísráðherra sagðist ekki líta svo á að slitnað hafi upp úr samningaviðræöunum held- ur hafi oröið hlé á þeim. Forystu- menn notí tímann nú til að ræða við sitt fólk í félögunum um stööuna. Það sagðist Davíð telja eðlilegt. Ásakanir Ólafs á hendur ríkisstjóminni sagði Davíð rangar. Ríkisstjómin hefði greint forystumönnum launþega og vinnuveitenda frá þvi fyrir alllöngu hvaða efni gæti falist í yfirlýsingun- um hennar. Ríkisstjómin myndi gæta þess fyrst og fremst að koma til móts við sjónarmið deiluaöila en með þeim hættí að engin hætta væri á að sá megingrundvöllur sem áform vom um að gera samningana á rask- aðist. Það væri að verðbólgan yrði hér lág, vextír lækkuðu og gengið yrði stöðugt. Þannig skapaöist nýr og betri grandvöllur fyrir atvinnulíf- ið. Davíð sagði það vonbrigði fyrir aUa aðiia að ekki tókust samningar í þessari lotu. Hann sagði mikiivægt aö nú næðist festa í atvinnulifinu og vinnumarkaðnum almennt svo hjól atvinnulífsins færa að snúast á nýjan leik. Kaupmáttur lægstu launa tryggður Davíð sagði að allir hefðu verið sammála um þaö í samningunum undanfarið aö kaupmáttur hinna lægst launuöu raskaðist ekki, þó kaupmáttur þjóðarinnar sem heild lækkaði. Hann taldi menn hafa verið komna áleiðis með þetta verk þótt endamarkinu hafi ekki verið náð. Hann sagði útilokað að kenna ríkis- stjóminni um að ekki náöust samn- ignar í þessari lotu. Samningagerð væri afar erfið við þær aðstæður sem nú era í þjóðfélaginu. Hann sagðist hins vegar telja að menn vilji halda áfram og ljúka samningum, nú væri bara hlé á viðræðunum. Hann sagði enga ástæðu til að örvænta. Mjög mikilvægt væri að samningar tækj- ust fljótlega. Þarf ekki mikið til Steingrímur Hermannsson sagðist hafa rætt við aöila vinnumarkaðar- ins. Hann sagðist sannfærður um að ekki þyrfti mikið til af hendi ríkis- stjórnarinnar til að greiða fyrir samningum. Hann sagði vonleysi ríkja í landinu. Nýir þjóðarsáttar- samningar myndu slá á það von- leysi. Verkföll nú myndi kosta mun meira en það sem ríkisstjórnin þarf að leggja fram til aö leysa málin. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagðist ekki líta svo á að um endanlegt slit á viöræðum væri að ræða. Það væri ekki við ríkis- stjórnina aö sakast að samningar hefðu ekki tekist í þessari lotu. Þar fyrir utan hafi ríkisstjórnin lagt margt af mörkum til þess að liðka fyrir samningum. Hann taldi það misskilning að það væri á valdi ríkis- stjórnarinnar að leysa kjarasamn- ingana. Ríkisstjómin væri að skapa forsendur fyrir lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það væri efnahags- kreppa í landinu. Nú þurfi að taka samninga upp aftur þegar menn hafi áttað sig á í hve þröngri stöðu við erum og hverra kosta er völ. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að lausnin fælist í að ríkisstjórnin tæki til baka skerðingu velferðarkerfisins og þær álögur sem lagðar hefðu ver- ið á herðar launafólks með bandorm- inum. Guömundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, sem situr nú á þingi sem varaþingmaður, sagði ljóst að samningaviðræðunum hefði verið slitiö. Hann sagöi sam- skipti launþega við ríkisstjómina ekki góð. Hún yrði að taka skeröing- una á velferðarkerfinu til baka ef samningar ættu að nást. Hún yrði að koma meira til móts við launa- þegasamtökin en hún hefði gert til þessa. -S.dór í dag mælir Dagfari ísland er A-þjóð Gífurleg fagnaðarlætí brutust út meðal Islendinga um og fyrir helg- ina. Dagfari hélt í fyrstu að samn- ingar hefðu tekist í Karphúsinu ellegar þá að fjármálaráðherra hefði fundið fiársjóð til að bjarga ríkissjóði, en svo kom í ljós að skýr- ingin á fagnaðarlátunum var sú að íslendingar voru aftur orðnir A- þjóð. Þetta kom Dagfara dálítíð á óvart, því hann man ekki betur en að Alþýðuflokkurinn hefði haft það kjörorð í síðustu þingkosningum að gera íslendigna að A-þjóð og fékk sáralítið fylgj. í raun og vera vísuðu íslenskir kjósendur því á bug að vilja vera A-þjóð.- En svo kom í ljós aö íslendingar vora orðnir A-þjóð í handbolta og allir vita að íslendingar iifa og þríf- ast á handbolta og þótt engir samn- ingar takist og þjóöin sé á hausn- um, þá er þetta allt önnur og betri þjóð meðan hún er A-þjóð í hand- bolta. Það var þó ekki okkar strák- um beinlínis aö þakka. Frændur okkar Norðmenn sáu um það. Úr- slitaleikurinn var nefnilega milli Noregs og Danmerkur og með þvi aö tapa nógu lítíö fyrir Dönum tókst Norðmönnum að hjálpa okk- ar strákmn til að verða A-þjóð. Norðmenn börðust hefiulega gegn Dönum fyrir okkar hönd og þó að þeir hafi tapað fyrir dönsku strák- unum var það sigur fyrir okkar stráka enda höfðu töpin í þessari handboltakeppni reynst okkur drýgst. Er þess skemmst að minnast að íslendingar töpuðu naumlega fyrir Norðmönnum sjálfir og fleyttí sá ósigur okkur upp í annað sætíð í riðlinum. Síðan gerðum við jafn- tefli við Dani og þá fóra sigurlíkur okkar mjög að áukast. Danir jöfn- uðu leildnn gegn íslendingum á síðustu stundu og íslensku strák- amir urðu gífurlega vonsviknir og féllu bókstaflega grátandi í gólfið, en þegar betur var að gáð reyndist niðurstaðan sú að íslendingar stóðu miklu betur að vígi en Danir eftir að Danir höfðu jafnað hjá okk- ur. Næst spiluðu okkar strákar við ísrael en þrátt fyrir sigur gegn ísra- elsmönnum olli sá sigur vonbrigð- um og okkar menn vora daufir í dálkinn og menn biðu spenntir eft- ir úrslitaleiknum milli Dana og Norðmanna þar sem Norðmenn gátu bjargaö okkur sem A-þjóð. Menn vora ekki á einu máli um það hvort Norðmö- nnum væri verr við Dani eða íslendinga en það kom fljótt í ljós þegar leikurinn hófst aö Danir era ekki vinsælir 1 Noregi og norsku strákamir vildu allt fyr- ir íslendinga gera og pössuðu sig á því aö tapa með sem minnstu mun. Þessi norski ósigur var þess vegna okkar stærsti sigur á þessu mótí og Norömenn era drengir góðir. Það er almannarómur á Islandi. Hitt er annað mál að íslenska liö- iö stóð sig alls ekki nógu vel aö mati þeirra sem best þekkja tíl og sérfræðingarnir sögðu að liðið hefði ekki veriö í nógu góðri æfingu og aðrir sögðu að þeir hefðu æft of mikið og ef ekki hefðu verið markmenn í markinu hefði illa far- ið. Eins hefur verið bent á það aö einstaklingsframtak Sigurðar Sveinssonar hefði gert útslagiö og Dagfari hefur heyrt það að ef Sig- uröur hefði ekki veriö með þá hefð- um við alls ekki'orðið A-þjóð. Það er auðvitað alveg ljóst að ef ís- lenska liðið hefði spilaö án mark- manna og án Sigurðar Sveinsson- ar, þá hefði það verið tveim mönn- um liösfærra og þá hefði verið erf- iðari róðurinn hjá hinum strákun- um, sérstaklega ef þeir gátu svona lítiö eins og sérfræðingamir segja. Alian tímann meöan á þessari keppni stóð var verið að segja okk- ur af sérfræðingunum aö íslensku strákarnir spiluöu alls ekki nógu vel. Vömin var misheppnuð, skytt- umar misheppnaðar, leikkerfin engin og ef ekltí væri fyrir mark- mennina og Sigga Sveins hefðum við ekkert getað. Hvað hefðu íslendingar unnið ef þeir hefðu gert þaö sem þeir gátu? Hvað ef þeir hefðu spilaö af eðli- legri getu? Maður bara spyr. Kannski vora það klókindi hjá Þor- bergi þjálfara aö láta allt ganga á afturfótunum, því með því aö tapa fyrir Norðmönnum og gera jafn- tefli við Dani færðumst viö nær því marki aö verða A-þjóð. Það er óþarfi fyrir okkar stráka að sigra í öllum leikjum þegar Norðmenn sjá um Dani fyrir okkar hönd. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.